Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 21. janúar 1988
Alþýðubandalagið:
Kristján ráð-
inn framkvæmda-
Evrópufrumsýning
á síðbúinni jólamynd:
Kæri Sáli í
Háskólabíói
Á sunnudag stendur Lionessu-
klúbburinn Eir í Reykjavík fyrir
Evrópufrumsýningu í Háskólabíói
á nýrri bandarískri gamanmynd
sem heitir The Couch Trip og
hefur hlotið nafnið Kæri Sáli í
íslenskri þýðingu.
Myndin átti upprunalega að
verða jólamynd Háskólabíós, en
af einhverjum ástæðum tókst ekki
að ná myndinni til landsins í tæka
tíð, og því fór sem fór. Með
aðalhlutverk í myndinni fara Dan
Aykroyd, Walter Matthau og
Charles Grodin.
Myndin greinir frá virtum sál-
fræðingi í Beverly Hills, sem auk
þess að hafa fulla biðstofu af ríkum
sjúklingum, er með vinsælan þátt í
útvarpinu, í stíl við sálfræðing
Bylgjunnar (í lit, þið vitið). En
sálfræðingurinn er að fá taugaáfall
og því er fundinn annar læknir til
að taka að sér sjúklingana, bæði á
biðstofunni og í útvarpinu. En
tekið er á móti vitlausum manni (í
bókstaflegri merkingu) og þar með
er myndin komin á skrið.
Aðalleikararnir þrír, fram-
leiðandinn og leikstjórinn hafa
samtals á bak við sig myndir eins
og...
1941, The Blues Brothers,
Neighbours, Dr. Detroit, Trading
Places, Ghostbusters, Dragnet,
Hello Dolly!, Pirates, Seems Like
Old Times, King Kong, Heaven
Can Wait, Catch 22, The Lonely
Guy, The Woman in Red, Ishtar,
Island, Fletch, Golden Child,
Wildcats, Cocoon, Jewel of the
Nile, Commando, Aliens, The Fly,
48 Hrs, Warriors, Lucas, Jumpin’
Jack Flash og Predator.
Getur einhver haft efni á að
missa af þessari mynd? Þar að auki
rennur allur ágóði af myndinni til
baráttugegn eiturlyfjum. Sjáumst!
-SÓL
stjóri
Á fundi fram-
kvæmdastjórnar
Alþýðubanda-
lagsins á mánu-
dag, var Kristján
Valdimarsson,
dyggur stuðn-
ingsmaður Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar, formanns,
ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins.
Kristján starfaði sem fram-
kvæmdastjóri flokksins í Reykjavík
frá árinu 1979 til ársins 1984, en þá
tók hann við stöðu skrifstofustjóra
Alþýðubandalagsins.
Hugbúnaðariðnaður:
Laun 157 þúsund í
stjórnunarstarfi
Aðilar í hönnun, forritun og upp-
setningu voru með 120 þúsund krón-
ur í meðallaun og 194 vinnustundir,
sölufólk var með 114 þúsund króna
meðallaun efir 190 vinnustundir.
Fólk í almennum skrifstofustörfum
rak lestina með um 73 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun eftir 180 vinnu-
stundir.
Flestir þeirra sem voru í stjórnun-
arstörfum eru viðskiptafræðingar að
mennt, þeir sem störfuðu að ráðgjöf,
þjónustu, viðhaldi á hugbúnaði,
hönnun, forritun og uppsetningu
voru flestir tölvunarfræðingar og
flestir sem störfuðu við sölu- og
skrifstofustörf höfðu háskólamennt-
un.
Alls tóku 28 af 48 einkafyrirtækj-
um í hugbúnaðariðnaði þátt í
könnuninni. Fyrirtækin voru mjög
mismunandi að stærð, hafa allt frá
einum upp í 27 starfsmenn.
Samkvæmt launakönnun Félags
íslenskra iðnrekenda eru meðal-
heildarlaun í stjórnunarstörfum í
íslenskum hugbúnaðariðnaði 157
þúsund krónur á mánuði. Meðal
vinnustundafjöldi var 212 stundir.
Spurt var um laun í októbermánuði.
Þeir sem sjá um ráðgjöf og þjón-
ustu og þeir sem sjá um viðhaldi á
hugbúnaði voru á svipuðu róli með
134 til 137 þúsund krónur í meðal-
laun og rétt tæpar 200 stundir unnar.
Framlög til Listskreytingasjóðs skorin niður:
„Aðför,“ segja
myndlistarmenn
íslenskir myndlistarmenn eru lagi sé honum gert ókleift að sinna
óhressir með niðurskurð Alþingis og ætluðu hlutverki. óþh
fjárveitinganefndar á framlögum til
Listskreytingasjóðs ríkisins.
í frétt frá Sambandi íslenskra
myndlistarmanna segir, að sam-
kvæmt lögum hafi Listskreytinga-
sjóður átt að fá 18,9 milljón króna
framlag á þessu ári, en hinsvegar
hafi Alþingi ákveðið að í sjóðinn
rynnu einungis 3/4 hlutar lögbundins
framlags, eða 5 milljónir króna.
Stjórn SÍM telur þennan niður-
skurð beinast gegn myndlistarmönn-
um og lögum um Listskreytingasjóð
ríkisins, því að með svo lágu fram-
Borgarráð frestar ákvörðun um færslu Hringbrautar:
Lausn Framsóknar
sparar milljónir
Borgarráð frestaði ákvörðun um
færslu Hringbrautar niður fyrir
svokallaðan Tanngarð í kjölfar
nýrrar hugmyndar Framsóknar-
flokksins á hönnun umferðamann-
virkja á fyrirhuguðum gatnamót-
um Miklubrautar, Bústaðavegar
og Hringbrautar sem fram kom í
skipulagsnefnd á mánudag. Hug-
mynd Framsóknarflokksins gefur
aðra lausn á tengingum þessara
stóru umferðaræða en kemur fram
í aðalskipulagi og gerir færslu
Hringbrautar óþarfa. Nú er verið
að kanna hugmynd Framsóknar-
flokksins innan borgarkerfisins, en
ef hugmyndin verður framkvæmd
mun sparast töluvert fé auk þess
sem gildi Hringbrautarinnar sem
einnar aðalumferðaræðar borgar-
innar verður ekki skert, eins og
óhjákvæmilega verður ef núver-
andi hugmyndir ná fram að ganga.
Færsla Hringbrautar samkvæmt
núverandi hugmyndum myndi ein
og sér kosta 135 milljónir króna og
kostnaður við umferðarmannvirki
og niðurrif húsa við Miklubraut á
annað hundrað milljónir króna. Á
þetta benti Alfreð Þorsteinsson,
fulltrúi Framsóknarflokksins í
skipulagsnefnd, í bókun sinni þeg-
ar hugmyndir Framsóknarflpkks-
ins um hagkvæma lausn umferð-
armannvirkja á fyrrnefndum
gatnamótum voru kynntar þar.
Auk þess benti Alfreð á að sam-
kvæmt núverandi tillögum Reykja-
víkurborgar væri íþróttasvæði Vals
skert, án þess að tryggt væri nýtt
land undir framtíðaríþróttasvæði
Vals. -HM
Frá fundi áhugafólks um stofnun kælitæknifélags á tslandi. Stefnt er að
formlegri stofnun slíks féiags í mars.
Undirbúningur hafinn
að stofnun óvenjulegs félags:
KÆUFÉLAG
Á ÍSLANDI
Áhugafólk um stofnun kælifélags
á íslandi hélt nýlega fund og var
bersýnilega mikill áhugi fyrir stofnun
slíks félags, ef marka má fundar-
sókn, en húsfyllir var á fundinum.
Kælitækni er öflug atvinnugrein
hér á landi og við stofnun slíks félags
skapast vettvangur til að miðla
reynslu og þekkingu og hafa áhrif á
þróun þessarar tækni.
Á fundinum voru fluttar framsög-
ur, m.a. um kælitæknifélög á
Norðurlöndunum, sem sum hver
eru orðin rúmlega 50 ára gömul. Þá
var rifjuð upp saga kælitækni á
íslandi og frumkvöðla hennar
minnst. í því erindi kom m.a. fram
að fyrsti plötufrystir hér á landi var
notaður til að frysta skyr.
Á fundinum var ákveðið að vinna
að stofnun kælitæknifélags og er
stefnt að stofnfundi í marsmánuði.
-SÓL