Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3
Fimmtudagur 21. janúar 1988
Heimkoma skáta
frá Ástralíu
Hópur íslenskra skáta, sem hélt í langt ferðalag til Ástralíu um jólin, til að
taka þátt í alþjóðlegu móti skáta, er kominn heim. Þar kynntust skátar
jólahaldi í framandi umhverfi og fræddust náið um land og þjóð, því að
margir hverjir bjuggu með þarlendum fjölskyldum nokkurn tíma.
Fréttir bárust af fárviðri, sem geisaði meðan á mótinu stóð, en það kom
hvergi niður á íslensku skátunum.
Aðstandendur og foreldrar tóku á móti hópnum eftir langa fjarvist við
skátaheimilið við Snorrabraut síðdegis í gær.
(Tíminn: Pjetur
€ p;
\ sLÉbLtpw Srsi. J Æ&iik $mæ A « 1 ■ 0. j
Ekið á vegfaranda Ekið var á gangandi konu, sem var á leið yfir Ármúla við pósthúsið, síðdegis í gær. Kallað var á lögreglu og sjúkrabQ og óttaðist læknir sjúkrabflsins að hún kynni að vera alvarlega slösuð. Lögreglan kvað það ekki vera í gærkvöld, en hún hefði verið flutt á slysadeild. Þj
Fræðslurit fyrir útflytjendur:
Fyrstu skrefin
í útflutningi
Útflutningsráð íslands hefur nú
gefið út sína aðra handbók með
leiðbeiningum og ráðgjöf til handa
útflytjendum. Sú fyrri hét Handbók
útflytjenda, en sú nýútkomna heitir
„Til að byrja með“ og inniheldur
leiðbeiningar um fyrstu skrefin í
útflutningi.
Ritið er liður í röð leiðbeiningar-
rita fyrir útflytjendur sem Útflutn-
ingsráð stendur fyrir útgáfu á. Það
er hugsað fyrir þá sem vilja hefja
útflutning eða fyrir þá starfsmenn
sem ekki hafa áður starfað við
útflutning.
Iðnþróunarsjóður kostar útgáfu
bókarinnar, en Hulda Kristinsdóttir
hefur annast útgáfuna. -SÓL
Hross hverfa sporlaust:
Hrossaþjófar
finnast enn
Fyrir rúmu ári hurfu hin svokölluðu Þverárhross sporlaust. Að
þeim var gerð víðtæk leit, eins og mönnum er í fersku minni. Og
þegar snjóa leysti s.l. vor fundust svo hræ af hrossunum í fjallshlíð
skammt frá Þverá. Mönnum sem vel þekkja til hegðunar hrossa,
þykir þetta mál allt hið furðulegasta.
Því er hesthvarfið að Þverá hér rifjað upp, að hvarf hesta með
einum eða öðrum hætti er hreint ekki óalgengt. Talað er um að
á hverju ári hverfi sporlaust allt að 20 hross á landinu öllu. Gufi
hreinlega upp. í mörgum, og trúlega flestum tilfellum, finna menn
þó haldgóðar skýringar á hvarfi hestanna. Jarðföll eða keldur geta
gleypt þá, eða þeir ganga fyrir björg. Síðan eru til svokallaðir
strokuhestar, sem láta sér ekki muna um að hlaupa á milli
byggðarlaga og jafnvel landshluta.
Þjófnaður arfgengur
Hinu skyldu menn ekki gleyma,
að til er önnur skýring á hesta-
hvarfi, skýring sem menn tala um
að sé viðurkennd og hafi tíðkast
frá alda öðli, en þó í mun minna
mæli en áður. Hér er átt við
hrossaþjófnað, þ.e. að þeirfingra-
löngu teygja sig í gæðinginn og
slátri honum, annaðhvort sjálfir
eða láta sláturhúsið um þá vinnu.
„Já, blessaður vertu, þetta skeð-
ur á hverju ári," sagði Gunnar
Bjarnason, iandskunnur hesta-
maður, þegar Tíminn innti hann
eftir því hvort að hestastuldur
tíðkaðist enn. „Það eru mér vitandi
til nýleg dæmi um að gæðingar
voru fluttir til slátrunar í öðru
héraði. Og sjálfur hef ég verið
skrifaður fyrir innleggi á hesti hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Þetta var
í þá daga að ég bjó á Hvanneyri.
Þá hvarf þar hestur, sem sfðar kom
í ljós að hafði verið slátrað á mitt
nafn hjá SS. Einhver góður maður
hafði komið með hestinn og sagt
að ætti að slátra honum á minn
reikning. Hann fékk einhverra
hluta vegna greitt strax fyrir
hestinn, en mér barst hinsvegar
seinna ábending um að ég hefði
látið hjá líða að telja þetta tiltekna
innlegg fram til skatts. Sjáðu til,
þjófseðlið er arfgengt. Það voru til
þjófar á íslandi og þeir eiga afkom-
endur. Því eru auðvitað enn til
þjófar hér á landi,“ sagði Gunnar
Bjarnason.
Næstelsta búgreinin
Tíminn spurði fleiri mæta hesta-
menn um hvort hestaþjófnaður
tíðkaðist enn hérlendis. Og niður-
staðan er athyglisverð, þeim bar
öllum saman um að svo væri.
Þorgeir Ingvason, framkvæmda-
stjóri Fáks, sagði að þetta væri
örugglega tii, cn erfitt væri að átta
sig á í hversu miklum mæli. „Þetta
er náttúrlega næstelsta atvinnu-
grein landsins," sagði Þorgeir. „Ég
hef heyrt menn fullyrða að þessum
eða hinum hestinum hafi verið
slátrað, eða hreinlega komið í
skip. En þetta verður trúlega seint
sannað,“ bætti hann við.
Þeirköldu
hnupla annað slagið
Þorkell Bjarnason, hrossarækt-
arráðunautur, sagði að lengi hafi
legið grunur á að einn og einn
kaldur karl slæmdi hendi í hross frá
öðrum. „Þetta er alltaf að ske.
Stundum er þetta viljandi gert,
stundum ekki. Það er rétt að rifja
upp að ekki eru mjög mörg ár
síðan að tveir fuglar stunduðu það
að stcla hrossum og keyra í flutn-
ingabíl til slátrunar hér og þar um
landið. En þó þetta sé ennþá til, er
varla lengur um atvinnugrein að
ræða,“ sagði Þorkell.
Hefur frostmerking
eitthvað að segja?
Sú spurning vaknar, hvort unnt
sé að fyrirbyggja að stolnir hestar
séu leiddir til slátrunar. Ekkert eitt
svar er til við þeirri spurningu, en
ekki er þó ómögulegt að svokölluð
frostmerking hesta kunni að draga
úr líkum á því að hestar séu
aflífaðir í óþökk sinna eigenda,
svo frenii að fylgst sé grannt með
því í sláturhúsunum að sláturhross
séu þannig merkt.
Frostmerking hrossa var tekin
upp hér á landi fyrir nokkrum
árum. Þetta alþjóðlega merkinga-
kerfi virðist vera að breiðast út
hér. Þeirri útbreiðslu miðar þó
hægt vegna andstöðu margra hesta-
manna við kerfið. Það þykir ekki
nægilega greinilegt og umfram allt
of flókið. En cf þetta kerfi nær
almennri útbreiðslu hér, má ætla
að slátrun stolinna hrossa verði
örðug. Kannski að þetta verði
banabiti næstelstu atvinnugreinar
landsins? óþh
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Fundir stjórnarandstödunnar
með borgarbúum
íkvöldkl. 20.30í
Hótel Lindvið
Rauðarárstíg fyrir
íbúa Austurbæjar
innan
Snorrabrautar,
Laugavegar/-
Suðurlands-
brautar, Reykja-
nesbrautar, Foss-
vogsdals og
Suðurhlíðar/-
Skógarhlíðar
Reykvíkingar eru
hvattir tilað mæta
og koma skoðunum
sínum á framfæri
Borgarfulltrúar stjórnar-
andstöðunnar taka við
ábendingumog veita
upplýsingar