Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 6. febrúar 1988 Hákon Ólafsson formaður Steinsteypufélags íslands á steypudeginum 1988: Sprunguhætta eykst með sterkari steypu Steypudagur 1988 var haldinn í gær á Holiday Inn að tilhlutan Steypufélags Islands. í ræðu sinni „Gæði steyptra mannvirkja á íslandi fyrr og nú - framtíðarhorfur," sagði Hákon Ólafsson, formaður Steypu- félags íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðar- ins, að sá þáttur sem mest brenni á í dag sé meðhöndlun steypunnar á byggingarstað. Sagði hann að nú væri steypa fíngerðari og því væri hún viðkvæmari á hörðnunarstigi og þarfnaðist nauðsynlega góðrar aðh- lúunar, sem oft væri ekki fyrir hendi. Gæðin háðari meðferð „Vegna þynnri byggingarhluta og aukinnar bendingar hefur steypan orðið stöðugt fíngerðari. Þetta þýðir að sementsefjan hefur orðið stöðugt stærri hluti steypunnar en það er einmitt sementsefjan, sem er við- kvæmi hluti hennar. Það er hún sem rýrnar við þornun, hana þarf að gera veðurþolna með íblöndun loftblend- is. Það eru eiginleikar hennar sem ráðast af v/s - tölu o.s.frv. Á þessu sést að gæði steinsteypu í dag eru háðari því að vel takist til um framleiðslu hennar, niðulögn og að- hlúun en áður,“ sagði Hákon í erindi sínu. Geymið ekki yfirbreiðslu fram yfir vélpússningu! Hákon nefndi til dæmi um slæma meðferð við niðurlagningu. Sagði hann vilja benda á framkvæmd, sem ekki væri óalgeng, en það er niður- lögn og vélpússning á gólfum að hausti til. „Steypan er upphituð en veðrið er kalt. Ekki er breitt yfir plötuna fyrr en að lokinnni vélpússn- ingu, sem getur verið allt að sólar- hring eftir niðurlögn. Vegna hraðrar útgufunar raka og kælingar á yfir- borði steypu eru allar líkur á að platan krossspringi og verður það að flokkast undir heppni, ef slíkt gerist ekki.“ Brýr og virkjanir í lagi Rakti hann niðurstöður víðtækra athugana á steypugæðum mann- virkja síðustu árin. Sagði Hákon að niðurstöðurnar sýndu á óyggjandi hátt að mikill munur væri á steypu- gerð til brúa, virkjana og hafna annars vegar og húsa hins vegar. í fyrrnefndu mannvirkjunum hef- ur við steypugerð verið vandað mjög til allra þeirra þátta, sem ráða end- ingu mannvirkisins. í þeim tilvikum hafa eingöngu verið notuð viður- kennd efni. Þar hefur verið fylgt viðurkenndum reglum varðandi sementsmagn, v/s - tölu og loftblendi (það er einn mikilverðasti þáttur í frostþoli). Þá hefur í þessum tilfellum verið strangt eftirlit með niðurlögn og aðhlúun. íbúðarhúsum ólíkt varið Varðandi húsin hefur þessu oft verið á annan veg varið. Þetta á einkum við um hús þar sem ekki er um útboðsverk að ræða. „Þannig hafa hönnuðir oft látið duga að fyrirskrifa lágmarks styrk- leika, en vísað að öðru leyti á íslenskan staðal ÍST-10, þótt að vitað sé, að í hann vantar grundvall- aratriði er varðar endingu steypu." Það er m.ö.o. látið nægja að fylgja lágmarks staðli sem ekki hefur verið uppfærður til þess að mæta nýjustu kröfum um endingu steypunnar. Þannig eru engin ákvæði um al- kalívirkni og engin um v/s-tölu. Þá eru mjög takmörkuð ákvæði um loftíblöndun. Auk þessa bendir Hákon á í erindi sínu að allt eftirlit með framleiðslu og meðferð á bygg- ingarstað sé afar lítið. Lítið sem ekkert sé fylgst með niðurlagningu steypu og aðhlúun, sem nú sé einn veikasti hlekkur varðandi gæði steypunnar. Lámarks loftinnihald I fyrirlestri sínum varpaði Hákon upp nokkrum skýringarmyndum er sýndu loftinnihald steypu, fjarlægð- arstuðul, yfirborð loftbóla og með- alsaltinnihald. Þar kemur fram að loftinnihald, sem er einn af grundvallarþáttum fyrir frostþoli steypunnar, hefur ver- ið að aukast síðan 1985. Fram að þeim tíma var meðaltal að vísu fyrir ofan lágmark fyrir frostþolna steypu (3,5%), en staðalfrávik voru lægst á árunum 1981 - 84. Þá náðu staðal- frávik allt niður í 0,5% loftinnihald og býr steypa sú vitanlega við miklar hættu af frostskemmdum. Ef skoðað er nreðaltal á yfirborði loftbóla í steypu á árunum 1979-86, kemur í ljós mikill brokkgangur. (Lágmark fyrir vel frostþolna steypu er 25 mm-1). Staðalfrávik eru langt fyrir neðan viðmiðunarmörk, enda ekki við öðru að búast þar sem meðaltalið er mjög nálægt viðmiðun- armörkunum. Telur Hákon að ást- and meðaltalsins sé viðunandi, en mörg stök sýni uppfylli ekki kröfur. Aðhlúun og niðurlögn Niðurstöður Hákons eru í stórum dráttum þær að ekki sé enn búið að komast fyrir líkur á frostskemmdum og ekki sé enn búið að ná því marki að steypa í íslenskum húsum sé nægilega veðrunarþolin. Telur hann að koma verði á mun öflugra eftirliti til að nýjum ákvæð- um í byggingarreglugerð um veðrun- arflokka verði framfylgt. Telur hann að mun meiri áherslu verði að leggja á allt eftirlit með steypuframleiðslu og góðri aðhlúun á hörðnunarstigi. Þá telur hann að sprunguneti og stökum sprungum fækki ekki í framtíðinni, nema að- hlúun á byggingarstað verði tekin alvarlega. Sprungumyndanir gætu jafnvel aukist með tilkomu sterkari steypu og því sé vandamálið því alvarlegra. Þá verði hönnuðir að taka sér tak og hleypa endingarsjónarmiðum að í meiri mæli en verið hefur til skamms tíma. Hlífa verði steypu- hlutum fyrir vatns- og veðrunarálagi, en vanræksla þess er veruleg orsök tíðra steypuskemmda. Lokaorð hans á ráðstefnu Steypu- félagsins voru á þá leið að grotnun steypu muni trúlega minnka stórlega í framtíðinni, en sprungu, leka, og ryðvandamál muni ekki minnka nema áhersla verði lögð á góða aðhlúun og niðurlögn til mikilla muna. KB Frá afhendingu heiðursmerkis Steinsteypufélags Islands á Holiday Inn. Formaður félagsins, Hákon Ólafsson, heiðrar Guðmund Guðmundsson, forstjóra Sementsverksmiðju ríkisins, fyrir margháttað framlag sitt til steinsteypunnar. Tímamynd Gunnar Heilbrigðisþing 1988: ísland útópía heilbrigðis? Heilbrigdisþing 1988 var haldið í gær í gömlu Rúgbrauðsgerðinni og var heiðursgestur þingsins dr. Mahler, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn ar (WHO). Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, setti þingið, að viðstöddum fjölda ráðstefnugesta úr öllum stéttum heilbrigðisgeirans. Heilbrigðisþing skal haldið fjórða hvert ár, en af ýmsum ástæðum er þetta einungis annað í röðinni. Á þinginu var fjallað um íslensku heilbrigðisáætlunina, sem lögð var fram á síðasta ári. Skýrsl- an var samin af fulltrúum heilbrigð- isráðuneytisins og fulltrúum land- læknis, en þá var talað um að í skýrsluna vantaði álit annarra heil- brigðisstétta. Úr því bætti ráðherra með því að senda skýrsluna til umsagnar stéttanna, og hafa nú flestar þeirra svarað og lagt fram tillögur til úrbóta. Á þinginu var skýrslan lögð fram til umræðu og í kjölfarið verður hún unnin upp á nýtt og sagðist Guðmundur vonast til að hægt yrði að leggja hana fram í formi þings- ályktunartillögu fyrir vorið. Dr. Mahler lýsti á fundinum yfir mikilli ánægju sinni með íslenska heilbrigðiskerfið, og sagði að það væri eitt það besta í heiminum. Aðspurður sagðist hann ekki sjá neina beina galla á því, en vildi þó vara íslendinga við að ofmetnast ekki og slaka á klónni, eða horfa framhjá nýjungum. „fslendingar eiga frábært heilsu- gæslukerfi. En í staðinn fyrir að láta þar staðar numið, viljið þið gera enn betur. Með enn meiri fræðslu og kennslu, stuðningi fjöl- miðla og markvissum áróðri, á það að vera auðvelt verk að sannfæra almenning um, að með því að borða hóflega, drekka ekki áfengi og reykja ekki, þá gæti ísland Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra og dr. Mahler frkvst. Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Tímamynd Gunnar orðið nokkurs konar útópía," sagði dr. Mahler. Hann bætti því við, að hann væri fylgjandi því að fólkið sjálft veldi, hvort það vildi reykja og drekka, en stjórnvöld neyddu fólk ekki til þess. „Hins vegar er það rétt stefna hjá stjórnvöldum að gera það ekki auðvelt að reykja, t.d. með því að leggja skatta á tóbak. En þú verður að gera það upp við sjálfan þig hvort þú vilt lifa heilbrigðu lífi eða ekki,“ sagði dr. Mahler. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.