Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Laugardagur 6. febrúar 1988 Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Þenslustefna Reykjavíkur setur ríkisstjórn í vanda Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, átti í gær fund með forsvarsmönnum Verkamanna-, Vinnuveitenda- og Vinnumálasambandsins. Þar var rædd sú staða sem upp er komin í samningaviðræðum, eftir strandsiglingu þeirra s.I. miðvikudag. Ekki voru á þessum fundum teknar neinar stórákvarðanir. Hitt er Ijóst að vegna fyrirætlana aðila vinnumarkaðarins um samning til lengri tíma, áramóta eða vors 1989, má ætla að stjórnvöld komi nánar að samningsgerð en hingað til. Þorsteinn Pálsson sagði á Al- þingi í fyrradag að ekki væri skynsamlegt að grípa beint inn í viðræður samningsaðila, en hins- vegar myndi ríkisstjórnin fylgjast áfram með framvindu mála. Har.n lét í það skína í ræðu sinni að ekki væri ástæða til beinna efnahagsað- gerða, á meðan lokaúrslit hefðu ekki fengist í samningaumleitunum Verkamannasambandsins og vinnuveitenda. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, segir að forsæt- isráðherra hafi yfirstjórn efnahags- mála og það sé því í hans verka- hring að hafa frumkvæði um að- gerðir ríkisstjórnar. „En ég er sammála forsætisráðherra í því að á meðan þessi samningatilraun er í gangi, er erfitt að grípa til efna- hagsaðgerða. Ég tel því að það hafi verið hárrétt hjá honum að ræða við aðila vinnumarkaðarins um þá erfiðu stöðu sem nú er komin upp í samningamálunum," sagði Steingrímur. Hann sagðist áður hafa talað um að í febrúarmánuði skýrðist hvort ríkisstjórninni tækist að snúa verð- bólguþróuninni við. „Ég nefndi febrúar vegna þess að nú er svo komið að mörg okkar útflutnings- fyrirtækja eru í þann veginn að Steingrímur Hcrmannsson. stöðvast. Það verður því að fara að taka af skarið með að tryggja þessum fyrirtækjum rekstrar- grundvöll. Liður í þessu er að endurgreiða söluskattinn, eins og þegar hefur verið ákveðið. Einnig koma skuldbreytingar til greina. Og ég tel að komi til greina að hverfa frá launaskattinum. Það þarf að mínu mati að endurskoða skattalögin, hverfa að einhverju marki frá veltusköttum og taka meira upp tckjutengda skatta. Hinsvegar er rétt að hafa í huga að svigrúm ríkissjóðs á þessum þenslutímum er ekki mikið. Og ég tel m.a. þess vegna ekki rétt að lækka bensín nú, eða skatta almennt." Steingrímur sagði ennfremur að m.a. til að slá á þensluna í þjóðfé- laginu ætti Seðlabankinn að ákvarða hámarksvexti, en um þetta væru bæði alþýðuflokksmenn og sjálfstæðismenn sér ósammála. „Ég álít, í ljósi rúmra 30 prósenta verðbólgu nú, að ekki sé hjá því komist að draga mjög úr heimild- um til lántöku erlendis. Og mér finnst einnig koma til greina í þessari stöðu að hægja á fbúða- byggingum. Það er þó nokkuð erfitt, vegna margra áðurútgefinna lánsloforða". Aðspurður sagði Steingrímur að nýsamþykkt fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem felur í sér 63% aukningu fjárfestingar frá fyrra ári, gæti velt áformum ríkisstjórn- arinnar að ná tökum á verðbólg- unni. „Það er auðvitað sorglegt að stærsta sveitarfélag landsins, þar sem þenslan er og hefur verið mest, skuli blása svo harkalega í glóðirnar. Og það er óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki sjá hag sinn og þjóðarinnar í að hægja á þenslunni," sagði Stein- grímur Hermannsson. óþh Tólf dúka bruni á Hótel Borg í gær Klukkan tíu mínútur yfir eitt í gærdag kviknaði í kalda borði Hótels Borgar meðan gestir sátu enn að snæðingi. Sprittlampar eru notaðir á öðrum enda borðsins til að halda heitum mat, sem að þessu sinni var saltkjöt og baunir. Virðist sem spritt hafi runnið í bakka, sem hafður er undir þessum lömpum, og síðan kviknaði í sprittinu. Fyrstu aðgerðir voru að þrífa bakkann og koma honum niður á gólf. Vantaði nú hvergi góð ráð til stúlkunnar sem í þessu stóð. Kunnur framkvæmdastjóri hér í borg kallaði: Leggið dúk yfir bakkann. Það var gert, en áður en slokknaði í bakkan- um hafði eldur borist í dúkhorn á kalda borðinu. Logaði glatt í dúknum. Framkvæmdastjórinn gaf þá enn frekari fyrirmæli úr sæti sínu: Kastiði dúkum á eldinn. Það var gert. En á sama tíma voru afgreiðs- lustúlkur að slá með dúkum til eldsins og glaðnaði hann heldur við það. Þá var gripið til þess ráðs að sækja vatn í eldhúsið og urðu af því nokkur hlaup. Vegna asans við að slökkva kom næsta lítið vatn í ílátum til baka en á meðan gamnaði eldurinn sér við einn borðfótinn og seildist lengra til kalda borðsins, sem var að mestu hroðið eins og venjulega, enda eru þarna yfirleitt kræsingar á boðstól- um. Brugðu nú menn við til hjálpar afgreiðslustúlkum. Helsti lög- fræðingur Útvegsbankans gekk vasklega fram í slökkvistarfinu og framkvæmdastjórinn vildi meiri dúka. Einn af yfirmönnum Bruna- bótafélagsins var fyrir nokkru geng- inn úr salnum þegar þetta varð, og söknuðu menn hans við þetta tæki- færi. Einn af bankastjórum ríkis- bankanna sat kyrr í sæti sínu og sneri baki í eldinn og lét sér fátt um finnast, enda vanur verðbólgubál- inu. Haft var á orði að maður Brunabótar væri fjarri góðu gamni, einkum ef innbú Borgarinnar væri tryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Þá var þess ekki að vænta að af þessu tilviki spryttu lög um notkun spritt- lampa af því Albert Guðmundsson var farinn með liðsmönnum sínum frá fastaborði sínu. Sá varð endir þessa máls, eftir að eldur hafði leikið um stund við borðshornið hjá baunaskálinni, að skrifstofustúlka kom á vettvang með rautt slökkvitæki og sprautaði á eldinn. Hann lét sérsegjast en spratt aðeins upp aftur undan dúkahrúgu á borðinu, en fékk þá enn frekari meðferð með slökkvitækinu, og þar með lauk þessari viðureign. En framkvæmdastjórinn, sem hafði lagt til dúkameðferðina í byrjun lýsti þvi yfir að í þessari lotu hefðu farið tólf dúkar, og þykir það ekki mikið, þegar á það er litið að bæði súr hvalur, slátur, reykt kjöt, grænmeti og sósur voru í bráðri hættu á tímabili. Verðlagsráð fundaði i gær: Svartolía og bensín lækkar Á fundi verðlagsráðs í gær var ákveðið að lækka verð á bensíni og svartolíu. Nýtt verð tekur gildi í dag. Bensínverð lækkar um 5%, lítr- inn lækkar úr 33,70 í 31,90 krónur. Bensínlækkunin stafar að stærstum hluta af lækkun innkaupsverðs og lækkun á gengi dollars. Svartolíulækkunin nemur 14,5%, verð á tonni svartolíu lækk- ar úr 6900 í 5900 krónur. Sömu ástæður eru gefnar fyrir þessari lækkun og með bensínið, lækkun innkaupsverðs og dollars. Gasolíuverðið verður óbreytt, enda markaðsverð á henni í hærri kantinum um þessar mundir. Bensínverð var síðast ákveðið í 1. nóvember s.l. og svartolíuverð í október s.l. Erfitt er að spá fyrir um hve lengi nýtt verð helst óbreytt, en þess má geta að verð hafa haldast fremur lág á heims- markaði að undanförnu, og ekki er þar útlit fyrir miklar breytingar. Þó ber að slá þann varnagla að ef t.d. gengi dollars hækkar á næstunni, sem nú er að vísu ekki útlit fyrir, má gera ráð fyrir hækkun olíuvara aftur. óþh Sr. Alfreð Jolson vígður biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi: Viðamesta vígslu- athöfn síðan 1929 Bankaráð réð Tryggva Pálsson: Nýr bankastjóri Verslunarbankans Á fundi í bankaráði Verslunar- bankans, sem haldinn var í hádeg- inu í gær, var samþykkt að ráða Tryggva Pálsson, hagfræðing, aðal- bankastjóra við Verslunarbankann og mun hann hefja störf í næsta mánuði. Tryggvi hefur verið yfir- maður fjármálasviðs Landsbank- ans. Bankastjóm Verslunarbankans verður eftirleiðis skipuð banka- stjórunum Höskuldi Ólafssyni, Kristjáni Oddssyni og Tryggva Pálssyni. Formaður bankastjórnar- innar verður Höskuldur Ólafsson. þj Sr. Alfreð Jolson verður í dag kl. 10.30 vígður til biskups kaþólsku kirkjunnar á íslandi í Landakoti. Hann kemur frá því að þjóna banda- rískum söfnuðum og hefur verið valinn að hætti kaþólsku kirkjunnar til þjónustu, en í því felst margslung- ið undanval til að tryggja, sem mest má verða, handleiðslu Heilags anda. Jóhannes Páll páfi valdi Alfreð Jol- son endanlega í desember á síðasta ári. Biskupsvígslan verður trúlega ein viðamesta athöfn sem orðið hefur í kaþólsku kirkjunni á íslandi síðan Moulenberg var vígður til sama embættis árið 1929. Alls verða 10 biskupar viðstaddir vígsluna og 25 prestar og verður það trúlega mikilfengleg sjón að sjá svo marga skrýdda menn í kómum við eina athöfn. Meðal þeirra sem hing- að em komnir er erkibiskupinn í New York, John kardínáli O'Connor, er stýra mun vígslunni. Sendiherra páfa er erkibiskupinn í Kaupmannahöfn, H. Lemaitre. í tilefni af útkomu sumaráætlunar Útsýnar 1988 nú um helgina verður opið hjá Útsýn á sunnudag kl. 14.00- 18.00 í Austurstræti 17, og á sölu- skrifstofum og hjá umboðsmönnum J.Foley erkibiskup frá Rómarborg verður og viðstaddur auk formanns biskuparáðs á Norðurlöndum, P. Verchuren Finnlandsbiskup. Sr. Alfreð Jolson mun flytja sína fyrstu biskupsmessu strax núna á sunnudaginn kl. 10.30 í Landakoti. KB um land allt. Sumaráætlun ásamt verðskrá mun liggja frammi og allar upplýsingar eru veittar. Opið hjá Útsýn ásunnudag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.