Tíminn - 06.02.1988, Qupperneq 17

Tíminn - 06.02.1988, Qupperneq 17
Laugardagur 6. febrúar 1988 Tíminn 17 lllllliM LESENDUR SKRIFA ' *!!|iii!lllll!lllilll!iÍÍliii!lliií!Íll;!Íllllllllllllllll!!M^ . „Það var og“ Hr. ritstjóri! Ég get ekki orða bundizt. Nær óþekktur, íslenzkur, rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs, kr. 720.000,- og segist, aðspurður hafa orðið kampakátur fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar, er fréttin barst honum um verðlaunin. Það er ekki aðeins Norðurlanda- met, heldur heimsmet, að rithöf- undi, sem örfáir kannast við af aflestri byrjana bóka hans, skuli hampað og hann hafinn til skýjanna! Eitt verður þó að segjast, að mikið er hans lítillæti, er hann gleðst með þjóð sinni, sem leyfði honum, óáreittum, að heyja harða baráttu frá „velmegun til fátæktar". Væntan- lega skiptir hann því verðlaunafénu bróðurlega milli landa sinna, eins og sönnum sósíalista hæfir, enda ís- lendingar vel að því komnir, sam- kvæmt hans eigin ummælum. Hver landi hlyti því kr. 2,97 í sinn hlut, og til þess að öll fjárhæðin færi ekki í frímerki og umslag, gætum við landarnir vitjað peninganna og fengjum jafnframt rauðan lit á nögl litla fingurs vinstri handar, til að fyrirbyggja tvígreiðslu. Verst er, að ekkert almennilegt fæst fyrir hverja fjárhæð, ekki einu sinni „eins-eyris-kúla“, sem var svo gómsæt í gamla daga. í útvarpsstöðinni Rót heyrði ég fyrir nokkru þann ágæta mann Sveinbjörn á Draghálsi, allsherjar- goða, vera að kveða Völuspá á þann hátt, sem ég hygg vera að minnsta kosti vel frambærilegan í nútíðinni, þótt ekki viti ég, hvort kveðið var þessu líkt á þeim tíma, sem Völuspá var ort. Hvert atkvæði var skýrt og vel fram borið, í öllu hinu langa kvæði, enda enginn gler- kringlu-ákefðar-asi á kvæðamann- inum. Að fá að njóta Völuspár á þennan hátt var mikil lækning frá hringlanda og glamranda tíðarinnar. En þetta átti þó ekki að verða efni míns máls, þó að mikilsvert sé, heldur annað sem konan mín opnaði fyrir í sömu útvarpsstöð sunnudag- inn 31. janúar kl. 22.30. Hulda Jensdóttir, ljósmóðir, flutti þarna furðulega gott erindi um mannsfóstrið og þróun þess, svo vel fram sett og vel fram borið, að menn hljóta að spyrja sig, hvort þessi hávaði og rugl, sem við þykjumst heyra allt í kringum okkur sé nokkuð annað en blekking og hégómi, eitthvað sem ekki er, að íslenskan sé enn lifandi mál, og það hugarfar sem góðu málfari fylgir. Sá sem talar af góðu hugarfari, honum mælist betur en þeim, sem vikið hefur frá þeirri stefnu. Glögglega rakti þessi ljós- móðir, hvemig þróun fóstursins er nokkurskonar fyrirframskráning mannsævinnar: öll aðalatriðin koma f tilefni af verði á eggjum og kjúklingum vakna ýmsar spurning- ar. Sagt er að óheppilegt sé að fram- leiðendur hafi samráð um verðlag. Því er spurt: Er óheppilegt að launþegar hafi samráð um verð á vinnu sinni. Annars verð ég að lýsa undrun minni yfir þeirri ósvífni, aðúthlutun- arnefnd Norðurlandaráðs skuli æ ofan í æ ganga fram hjá hinum geysilega vinsæla rithöfundi, Guð- mundi Haraldssyni frá Háeyri, sem lítið sem ekkert hefur komið sér á framfæri í fjölmiðlum, þótt segja megi, að hann og verðlaunahafinn hafi báðir leikið í kvikmyndum, sem kemur að sjálfsögðu ekkert bókritun þeirra við. Guðmundur á glæstan feril að baki. Hann hefur t.d. haldið sér frá blautu barnsbeini á lægri kanti heimsins lífsgæða, en reisn hans og lifandi stíll, bæði til orðs og æðis, er viðbrugðið. Setningar eru stuttar og hnitmiðaðar, og þegar spennuþrung- in frásögnin nær hámarki og lesand- inn er um það bil að missa stjórn á sér af eftirvæntingu, gerir listamað- urinn sér lítið fyrir og stöðvar há- spennuna með þessum lítillátu og hógværu orðum: „Það var og." Guðmundur Haraldsson hefur ekki skrifað margar bækur, en allar eru þær óviðjafnanlegar. Sífellt selj- ast þær upp eftir ótal endurprentan- ir. Til marks um vinsældir bóka hans vil ég geta þess, að ég þekki mann, sem á mörg eintök af sömu bókinni og hann hefur lesið þau öll! fram, meðan verið er á fósturstiginu (auðvitað að fráteknum slysum og mistökum). Þetta vekur til umhugs- unar um það, hversu geysilega þýð- ingarmikið hlutverk það er að ganga með barn. Göfugt er það og eftir- sóknarvert í sjálfu sér. Og þetta erindi var ekki orðin tóm, ekki fræðslan ein, svo mikilsverð sem hún er, heldur er þessu fylgt eftir með því að gera það að markmiði að koma af þeirri lagasetningu, sem leiddi til þess, að fóstureyðingar urðu tískufyrirbæri á íslandi. Með þessu erindi tel ég, að hinni nýju kvennahreyfingu á Islandi sé í raun gefið það markmið, sem hún aðeins átti eftir að koma orðum að. Konur hafa fundið á sér, betur en karlmenn að „eitthvað þurfti að gera“, skynjað nánar anda tíðarinn- ar og ófarir margs mannslífs - en ýmisiegt hefur villt fyrir. En hvað gæti verið verðugra markmið kvenna en að bjarga lífi í stað þess að eyða því? Munu ekki konur hér eftir meta karlmenn mest eftir því, hvernig þeir snúast við slíku meginmáli? Munu þær ekki í framhaldi af þessu erindi Huldu Jensdóttur sýna, að sjálfar eru þær ekki aðeins rödd til gagnrýni heldur einnig afl til fram- kvæmdar. Með því að beita styrk sínum til afnáms hinna ómannúð- legu laga frá 1975, mundu þær sýna, að enn eru til íslenskar konur, sem réttnefndar eru því nafni. Þorsteinn Guðjónsson. Sé svo ekki, í hverju liggur þá munurinn? Neytendasamtök vilja frjálsan innflutning á eggjum. Hvað segja þau um ráðningar erlendra manna á íslensk skip ef þeir bjóðast fyrir minna en íslenskir sjómenn? H.Kr. Aldrei hefur bók eftir Guðmund verið skilað til bóksala, hvorki fyrir eða eftir jól, og mun það vera einsdæmi. Víst er, að þegar loks fulltrúum Norðurlandaráðs hlotnast sú ham- ingja að afhenda rithöfundinum, Guðmundi Haraldssyni frá Háeyri, rífleg verðlaun, þá mun hýrna yfir þessum ástsæla gleðimanni íslands, sem skilur aldrei svo við lesanda sinn eða viðmælanda, að báðir ljómi ekki í framan af einskærri ánægju og ómælanlegri gleði yfir óvenjulegum viðskiptum, sem eiga vafalaust rætur að rekja til forfeðra rithöfundarins, er settu sterkan svip á umhverfi sitt meðan þeir voru og hétu. íslendingar eru stoltir af því að vera samtíðarmenn þessa ástsæla höfundar og lítilláta. Verðlaunin þurfa ekki að vera há, enda mun þjóðin hafna skiptingu þeirra. Þau eiga að notast af honum sjálfum til að ylja brjóst hans og veita honum kraft til dáða í erli dagsins. „Það var og.“ 3601-4113 ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN Þetta er fullkomnasta BRAUN rakvélin. Hún kostaði fyrir tolla- og vörugjaldsbreytingu kr. 8.980,00 Nú kostar hún 4.000 kr. minna, eða 4.980,00 Nú græðir enginn lengur á að kaupa hinar viður- kenndu BRAUN vörur erlendis. Verslunin PFAFF Kringlunni og Borgartúni 20 íslensk kvenna- hreyfing SPURT VEGNA EGGJAVERÐS Honda Civic Wagon ’83 Góður og fallegur dekurbíll, 5 dyra, 5 gíra með orginal dráttarbeisli, útvarpi, vetrar-/sumardekk, ekinn 49000 km. Skuldabréf kemur til greina. Til sýnis og sölu. Opið í dag kl. 1-5. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO VESTFjAROALEID lóhanncs Ellcrlsson S.t-itin! •» Scrleyfi á Vcslfirfti - Hopfcrðabilar 11-60 s.vla. U!» Kcyk|.itik Simi J'ÞIK) Auglýsing um áætlun Reykjavík - Ðúðardalur - Króksfjarðarnes - Reykhólar - Reykjavík Gildirfrá 1. febrúar 1988 Vestfjarðaleið áætlun gildir frá febrúar 1988 su má þri mi fi fö Frá Reykjavík - veslur 18.00 18.00 08.00 18.00 08.00 18.00 18.00 18.00 fráBorgarnesi-vestur 20.00 20.00 10.00 20.00 10.00 20.00 20.00 20.00 úrBúðardal-vestur 11.45 11.45 22.00 frá Króksfjarðarnesi - vestur 23.15 fráReykhólum-suöur 15.15 frá Króksfjarðarnesi - suður 16.00 14.00 15.00 fráBúðardal-suður 17.30 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 15.30 17.30 fráBorgarnesi-suður 19.15 09.45 09.45 09.45 09.45 09.45 17.15 19.15 ÁaetlaðirkomutímartilReykjavíkur 21.00 11.45 11.45 11.45 11.45 11.45 19.00 21.00 Áætlaðirkomutímartil Búðardals 21.15 21.15 11.15 21.15 11.15 21.15 21.15 21.15 Áætlaður komutimi til Reykhóla 24.00 Ofangreindir tímar miðast við að ekið sé um Böttubrekku AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðubankans h/t verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 20. febrúar 1988 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um breytingar á samþykktum bankans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. d) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 17., 18. og 19. febrúar næstkomandi. fh. bankaráðs Alþýðubankans hf. Ásmundur Stefánsson, formaður

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.