Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1988 Listasafn íslands: Leiðsögn um saf nið Starfsemi Listasafns Islands í nýju húsnæði, að Fríkirkjuvegi 7, er nú að hefjast af fullum krafti. Nú er í gangi sýning í safninu, sem ber heitið Aldarspegill, en þar er kynnt íslensk myndlist frá árunum Mynd febrúarmánaðar Kjarval. í Listasafni Islands, Fantasía eftir Jóhannes S. 1900-1987. Næstkomandi sunnudag frá kl. 13-14 verður boðið upp á leiðsögn sérfræðings um þessa sýn- ingu. Ætlunin er að þessi þjónusta verði veitt næstu sunnudaga á sama tíma. Safnið hefur tekið upp þá ný- breytni að kynna vikulega „Mynd mánaðarins". Febrúarmynd er Fant- asía, eftir Jóhannes Kjarval, máluð árið 1940. Sérfræðingur kynnir al- menningi mynd mánaðarins alla föstudaga kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins. Aðsókn að áðurnefndri sýningu Listasafnsins, Aldarspegli, hefur verið mikil til þessa og því hefur verið ákveðið að hafa safnið opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 11.30-19.00. Aðra daga er safnið opið frá kl. 11.30-16.30, nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. óþh íslenska óperan fer af stað 19. febrúar: Frumsýnir Giovanni Æfingar á óperu W. A. Mozarts, Don Giovanni, eru nú í fullum gangi hjá íslensku óperunni, en þar sem húsið hefur verið þétt setið undanfarnar vikur og mánuði, hafa æfingar þurft að fara fram utan hússins. Nú er unnið að uppsetn- ingu leikmyndar og er áformað að henni ljúki um eða fyrir helgi. Hljómsveitarstjóri er enginn annar en Anthony Hose, sem er íslenskum óperuunnendum að góðu kunnur síðan hann stjórnaði óperu Verdis, II Trovatore á sínum tíma og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Einsöngvararnir eru hver öðrum þekktari, Kristinn Sig- mundsson, Gunnar Guðbjörnsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Viðar Gunnarsson, Elín Ósk Óskarsdótt- ir og Sigríður Gröndal, en auk þeirra koma fram kór og hljóm- sveit íslensku óperunnar. Æfingastjórar eru Catherine Williams og Peter Locke, Una Collins sér um hönnun leikmyndar og búninga, lýsingu annast Sveinn Benediktsson og Björn R. Guð- mundsson, en sýningarstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir. Forsala aðgöngumiða er hafin og ósóttar pantanir á fyrstu þrjár sýningarnar verða seldar eftir 10. febrúar. Frumsýning verður 19. febrúar næstkomandi. -SÓL > Útboð Norðausturvegur um Hafralónsá í Þistilfirði VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,0 km, fyllingar 3.600 m3 og burðarlag 7.000 m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 29. febrúar 1988. Vegamálastjóri Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Gatna málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Grafarvog 3, 1. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegi 9. febrúar, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Fiðlusnillingurinn Stephane Grappelli verður meðal margra aufúsugesta á Listahátíð í Reykjavík í júnímánuði. Listahátíð í Reykjavík Listahátíð í Reykjavík 1988 verð- fslands, Vigdís Finnbogadóttir, en ur haldin dagana 4. til 19. júní. heiðursforseti Vladimir Ashkenazy. Verndari hátíðarinnar er forseti Hann mun og halda einleikstónleika á hátíðinni. m Dagvist barna MT Tjarnarborg Fóstru eða starfsmann vantar nú þegar. Um hlutastarf eftir hádegi er að ræða. Upplýsingar í síma 15798. 1| Dagvist barna Nóaborg Vantar starfsmann eftir hádegi í stuðning. Upplýsingar í síma 29595. Dagvist barna Dyngjuborg Vantar yfirfóstru allan daginn frá 20. febrúar. Einnig fóstru eða manneskju til stuðningskennslu fyrir börn með sérþarfir og starfsmann í hálfa afleysingastöðu. Upplýsingar í síma 31135. Þakka innilega sveitungum og sýslunefnd Rangár- vallasýslu, öllum skyldmennum og vinum mínum sem sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á sjötíu ára afmæli mínu þann 9. janúar síðastliðinn. Með kveðju Eyjólfur Ágústsson, Hvammi Landssveit Stórbílaþvottastöðin Höfðabakka 1 auglýsir Höfum opnað aftur reglulega að nýju. Takið eftir opnunartími nú frá 8 til 20 mánud. til föstud. Frá 10 til 16 laugard. og sunnud., því opið alla daga. Áhersla lögð á sanngirni í viðskiptum. Sími 688060. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík er fjölbreytt svo sem vera ber; sýningar og fyrirlestrar, tónleikar, leiklist, bókmenntir og dans. Sé gripið niður í fyrirliggjandi drög að efnisskrá vekur Chagall sýning í Listasafni fslands athygli, tónleikar tríós Stéphanes Grappellis, söngur kóioratúrsópransins Debru Vander- linde með Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjórn Gilberts Levine og frumsýning Þjóðleikhússins á Marmara eftir Guðmund Kamban, svo eitthvað sé nefnt af mörgu athyglisverðu. Framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík er Rut Magnússon, en formaður fulltrúaráðs er mennta- málaráðherra, Birgir ísleifur Gunn- arsson og er Davíð Oddsson varafor- maður. f framkvæmdastjórn eru Jón Þórarinsson, tónskáld, Valur Valsson, bankastjóri, Karla Krist- jánsdóttir, deildarstjóri í Listasafni íslands, Arnór Benónýsson, forseti BÍ L, og Gunnar Egilsson, skrifstofu- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Blaðafulltrúi er Sonja Jónsdóttir. þj Útlensk egg í kransa- kökurnar? Landssamband bakarameistara hefur óskað eftir leyfi frá landbúnað- arráðuneytinu til að flytja inn allt að 25 tonn af eggjum á mánuði, í þrjá mánuði til reynslu. Bakarar segja þetta leið til að geta verið samkeppnisfærir í verði við innfluttar kökur. Þeir segja að nú sé gífurlegur munur á eggjaverði hér á landi og heimsmarkaðsverði, og reikna megi með að bakarí landsins geti sparað sér um eina milljón á mánuði með eggjum erlendis frá. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.