Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tiininn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri' Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Forsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verö í lausasölu 55.- kr. og 65,- kr. um helgar. Áskrift 600.- Orð Halldórs Ásgrímssonar í almennum umræðum um efnahags- og kjara- mál, sem fram fóru á Alþingi á fimmtudaginn, lagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra áherslu á að aðilar vinnumarkaðarins yrðu að tryggja hag hinna lægst launuðu. Ráðherrann benti á að ástand efnahagslífsins væri slíkt og horfur á þann veg að breyta yrði um stefnu að því er varðaði fjárfestingar, sem leiddu til efnahagsþenslu og yfirborgana fram yfir um- samda kauptaxta. Benti ráðherrann á að auk annarra fjárfestinga væri fjárfesting í íbúðarhús- næði, sem væri mikil á höfuðborgarsvæðinu, mjög þenslumyndandi og sama gilti um fjárfestingar í skipum. Halldór Ásgrímsson kvaðst hafa lagt til við Fiskveiðisjóð að beita aðhaldi í lánveitingum til skipa og annarra framkvæmda meðan það þenslu- ástand ríkti sem nú er í efnahagslífinu. Pá benti Halldór Ásgrímsson á að um leið og ríkisvaldið drægi úr framkvæmdum, þá ríkti mikil framkvæmdagleði hjá sumum sveitarfélögum, ekki síst Reykjavíkurborg, enda hefur það komið fram að Reykjavíkurborg hyggst auka framkvæmdir á sínum vegum yfir 60% á þessu ári. Er svo komið að Reykjavíkurborg ein verður með um 35% allra framkvæmda og fjárfestinga opinberra aðila, þ.e. ríkisins og annarra sveitarfélaga, á þessu ári. Af hálfu borgaryfirvalda er því ekkert gert til þess að draga úr efnahagsþenslunni, heldur magna hana. Af þessum sökum beindi Halldór Ásgrímsson máli sínu að borgarmálefnum Reykjavíkur og taldi rétt að fara þess á leit við borgarstjórn að hún gætti hófs í fjárfestingum og léti raunsæi ráða ferðinni í þeim efnum. Halldór Ásgrímsson benti einnig á það í ræðu sinni og vakti sérstaka athygli á alvöru þess máls, að viðskiptahalli íslands við útlönd færi sívaxandi. Hann væri nú hlutfallslega líkur því sem var 1983, þegar menn töluðu um að hallæri væri í landinu, eða 5-6% af þjóðartekjum. Sagði ráðherrann það vera hverjum manni skiljanlegt að slíkur halli leiddi til kjararýrnunar. Þjóð sem hefur við slíkar gjaldeyrisskuldir að glíma getur ekki bætt kjör sín. Við þetta bættist síðan að rekstrarafkoma frysti- húsanna væri mjög slæm, þau væru rekin með miklu tapi. Halldór Ásgrímsson lét í ljós von um að aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa það verkefni að fjalla um kaup og kjör vinnandi fólks, yrðu að sýna raunsæi í samningum. Afkoma þjóðarbúsins út á við og inn á við leyfir ekki óraunsæja samninga, heldur verður að miða þá við þær efnahagslegu forsendur sem fyrir liggja. Þess vegna ber nú fyrst og fremst að líta á hag láglaunafólksins og tryggja að hann verði ekki fyrir borð borinn. Laugardagur 6. febrúar 1988 MIKILL VIÐBURÐUR hlýtur það að teljast í menningar- sögu íslendinga að Listasafn íslands hefur nú flutt í eigið húsnæði að Fríkirkjuvegi 7 í Reykjavík. Stofn þessa húsnæðis er að vísu gamall, hið alkunna íshús hlutafélagsins Herðubreiðar, sem af hagkvæmnisástæðum síns tíma var reist á eystri bakka Tjarnarinnar í Reykjavík á árunum 1916-1917 mörgum árum fyrir innreið hraðfrystingar í atvinnulíf Islendinga. Annars virðist staðarval íshúss þessa á sínum tíma hafa verið hálfgert stílbrot því að húsinu var þrengt niður milli Fríkirkjunnar og Kvennaskólans í litlu samræmi við götulínu og annað umhverfi. Nauðsyn hagkvæmninnar - nálægð íshússins við Tjörnina - hlaut að ráða fremur en útlitsheildin í hverfínu og götumyndin. Höfðinglegt yfirbragð íshússins Með réttu má segja forráða- mönnum íshúsfélagsins Herðu- breiðar Ví það til hróss að þeir vildu vanda útlit íshússins (sem varla mun hafa verið algengt á þeim árum) og fengu færasta arkitekt landsins, Guðjón Sam- úelsson, til þess að teikna húsið. Gerði hann það af slíkum höfð- ingjasmekk, að íshúsið líktist á ytra borði einhvers konar menn- ingarhöll. Mun þó engan hafa grunað (nema ef vera skyldi arkitektinn sjálfan) að þetta gráa íshús ætti eftir að verða stofninn í varanlegu eiginhús- næði Listasafns íslands. Söguleg atvik, sem sýnast nokkuð krókótt nema gruflað sé nákvæmlega í atburðarásinni, urðu til þess að forráðamenn sjálfs Listasafns íslands tóku að girnast þetta hús árið 1972 eins og það var þá útleikið eftir bruna. Þáverandi menntamála- ráðherra. Magnús Torfi Ólafs- son, þóttist sjá eins og forstöðu- maður safnsins og safnráð, að ekki væri vænni kostur að koma einkahúsi yfir Listasafnið en nýta íshússkrokkinn með sínum fögru útlínum sem stofn í þess háttar hús og smíða viðbætur við það með listrænni útfærslu slíkra bíslaga. Allt hefur þetta gengið eftir. Ákvörðun Magnúsar Torfa Dr. Selma Jónsdóttir átti heiðurinn af því að hafa komið auga á þessa úrlausn á húsnæðis- vandamálum safnsins, en atbeini ráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar, réð þar auðvitað úrslitum. í ráðherratíð hans var lagður sá grunnur að framtíð Listasafnsins sem verkáætlanir og smíðaframkvæmdir hafa síð- an byggst á. Hvað það snertir fetaði hver ríkisstjórn og hver ráðherra sem á eftir fór í hans slóð. Þó brá svo undarlega við að nafn Magnúsar Torfa var ekki nefnt þegar húsvígslan fór fram. Hefði hann þó átt að skipa heiðurssess á þeirri samkomu. Dr. Selma Jónsdóttir Því miður entist dr. Selmu Jónsdóttur ekki líf til þess að vera viðstödd vígsluathöfnina á Fríkirkjuvegi 7, en hennar var minnst að verðleikum við það tækifæri. Allir sem henni kynntust, vissu að hún hafði mikinn metnað fyrir hönd safnsins. Hún hafði auk þess Magnús Torfi Ólafsson einurð til þess að standa fast á skoðun sinni um það hvernig slíkum metnaði skyldi fullnægt. Fjarri fór því að allir væru sammála dr. Selmu um stefnu og starfsaðferðir Listasafns íslands. Mörgum fannst hún, m.a., miðstjórnarhneigð, - sem hún vissulega var. Hún vildi halda um safnið í einum mið- stjórnarkjarna í Reykjavík og víkja með gætni frá því. Að því hefur einnig verið fundið, að Listasafn íslands hafi verið seint til viðbragða um að átta sig á nýjum straumum í myndlist í samtímanum eftir að abstrakt- tímabilinu fór smám saman að ljúka. En þó svo hafi verið eru engar sönnur færðar á það að það hafi breytt neinu um framsækni og nýsköpun í myndlist. Listasafn íslands hefur í sjálfu sér ekki það hlutverk að móta nýjar stefnur í myndlist, þótt augljóst sé að þeir sem safninu ráða verða að vera glöggir á hvað séu nýir straumar í listum, hvenær tímamót verða í myndlist líð- andi stundar. Forráðamenn Listasafnsins verða að vera jafn skyggnir á atburði samtímans eins og langþróun listasögunnar. Endurskoðunar- nefndin frá 1982 Úr því að Listasafn íslands hefur nú eignast sitt einbýlishús eftir að hafa lifað af bernsku sína í Alþingishúsinu og tekið út nokkurn þroska í sambýli við Þjóðminjasafnið, sýnist tíma- bært að koma á stefnubreytingu á starfsemi þess, enda lengi að því máli hugað. Árið 1982 skipaði þáveranndi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, nefnd til að endur- skoða lög um Listasafn íslands að sjálfsögðu í því skyni að endurmeta starfsemi safnsins og stefnumið þess. Þótt sú nefnd hafi ekki skilað áliti, er ekki annað vitað en að hún sé enn starfandi. Væri æskilegt að nú- verandi menntamálaráðherra, Birgir ísl. Gunnarsson, sem hef- ur áhuga og þekkingu á menn- ingarmálum, herti á um starfslok þessarar nefndar eða hefði á annan hátt áhrif á endurskoðun á starfsemi listasafnsins í sam- ræmi við kröfu samtímans. Listasafn allrar þjóðarinnar Listasafn íslands er opinber stofnun, ríkisstofnun í fyllsta skilningi þess orðs. Yfirstjórn safnsins heyrir undir mennta- málaráðherra. Listasafn íslands er eign allrar þjóðarinnar og á að sinna allri þjóðinni eftir því sem við verður komið. Þótt Listasafnið sé almenn- ingseign og lúti ríkisforsjá, verð- ur að viðurkennast að smíði nýja Listasafnshússins verður ekki nema að litlu leyti rakin til opinbers frumkvæðis, ef kann- aður er aðdragandi þess máls. Saga Listasafnsbyggingarinnar við Fríkirkjuveg er flóknari en svo. Reyndar er til sú skoðun og lifir góðu lífi, að ríkisvaldið, landsstjórnarmenn frá upphafi, hafi umgengist Listasafnið eins og niðursetning í meira en 100 ár. Um sannindi þess má þó deila. Frumkvæði Kjarvals og stórgjafir einstaklinga Hitt er satt að nýbygginarmál Listasafnsins eins og við þekkj- um þau í dag-þ.e. að Listasafn- ið eignaðist eigið hús fékk nokk- urn byr undir vængi árið 1959, þegar Jóhannes Kjarval ' lagði til við menntamálaráð- herra (Gylfa Þ. Gíslason) að fé sem ætlað var til að reisa Kjar- valshús á Seltjarnarnesi skyldi renna í sjóð' til að koma upp eiginhúsnæði fyrir Listasafn íslands. Upp úr þvf var stofnað- ur byggingarsjóður Listasafnsins með lögum. Þessi byggingarsjóður átti erf- itt uppdráttar og lítið gert af opinberri hálfu til þess að efla hann. Þá gerist það nokkrum árum eftir stofnun sjóðsins að efnuð reykvísk systkini og menntavinir, Sesselja, Guðríður og Gunnar, börn Stefáns Gunn- arssonar stórkaupmanns, gefa og afsala Listasafninu verðmæt- ar húseignir sínar í miðborg Reykjavíkur. Þessar húseignir voru út af fyrir sig ekki lagaðar til þess að vera húsnæði fyrir listasafn. En þessi systkinagjöf auðgaði safnið svo um munaði. Af henni spratt sú fjárhagsgeta sem gerði það kleift að hefjast handa um að koma upp eigin- húsnæði fyrir safnið. Síðar áskotnaðist Listasafni íslands stórgjöf úr dánarbúi hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns. Hlut hins opinbera í að mjaka þessum byggingarmálum áfram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.