Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 1
TOLFDUKA BRUNI ÁHÓTELBORGÍ HÁDEGINUl GÆR • Blaðsíða 3 Þenslustefna borg- arinnar setur ríkis- stjórnina í vanda • Blaðsíða 3 1 Lagði heimsrisa Jóhann Hjartarson sigraði Victor Kortsnoj í v áttundu einvígisskák þeirra í St. John í gærkvöldi og stendur því uppi sem sigurvegarinn í einvíginu. Óhætt er að fuiiyrða að með þeim sigri hafi Jóhann uppfyllt draum þjóðarinnar og er nú kominn í hóp þeirra átta skákmanna sem munu berjast um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák. Með sigri sínum á heimsrisanum Kortsnoj hefur Jóhann komist lengst íslenskra skákmanna í keppninni um eftirsóttasta titilinn í skákheiminum. Kortsnoj féll á tíma I skákinni. Hann rauk á fætur og sagði við Jóhann um leið og hann strunsaði burtu: „aðstæður voru ómögulegar“. Skákspekingar voru sammála um það í gær að Kortsnoj hefðu orðið á mistök, þegar hann hætti sér út í vafasamar flækjur í miðtaflinu. Við skýrum skákina í þriðjudagsblaðinu. Við óskum Jóhanni til hamingju með sigurinn. - ES Steypudagurinn 1988 var haldinn í gær að tilhlutan Steypufélags íslands. Formaður félagsins ræddi um steypu almennt við þetta tæki- færi og sagði hann m.a. að alkalí- skemmdir myndu minnka storlega á næstunni. Hinsvegar yrðu vanda- mál framtíðarinnar sprungur, leki og ryðmyndanir. Ekki væri hægt að ráða niðurlögum þessa nema með góðri aðhlúun og því að niðurlögn steypu yrði bætt til muna frá því sem nú er. Eitt dæmi var sérstak- lega tekið um hvernig betur mætti hlúa að steypu. Oft vill það bíða uppundir sólarhring að breitt sé plast yfir steyptar plötur, eða þar til þær hafa verið vélslípaðar. Þetta ku vera hin mesta fífldirfska og á að breiða yfir plötuna um leið og hægt er. • Blaðsíða 5 Þeir eiga að breiða yfir plötuna um leið og hægt er. Timamynd Pjetur Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 - 29.TBL. 72. ÁRG. Steypudagurinn 1988 haldinn hátíðlegur um land allt í gær: Sprungur, leki og ryð arftakar alkalískemmda )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.