Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Borgarfjörður - Nærsveitir Sýnum hjá Bílasölu Vesturlands Borgarnesi NISSAN PRAIRIE 4 WD frábæran fjölskyIdubíl og jeppa iH INGVAR HELGASON HF. Hugbúnaðarfyrirtæki Fjárlaga- og hagsýslustofnun, ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, býður hérmeð hugbúnað- arframleiðendum, sem kynnu að vilja bjóða í verk tengd hugbúnaðargerð hjá ríkinu, að láta skrá sig á lista hjá nefndinni. Vinsamlegast sendið upplýsingar um stærð fyrir- tækis, helstu verkefni og sérþekkingu, og einkum verkefni unnin fyrir ríkisstofnanir, til Jóhanns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar í Arnar- hvoli. Einnig má hafa samband við hann hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun í síma 25000. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og við önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1988. Og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. febrúar 1988. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 full- gildrafélagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipholti 50A. Stjórnin Slökkvistöðin í Reykjavík Auglýsir eftir sumarstarfsmönnum. Skilyrði er: séu á aldrinum 20-28 ára, hafi iðnmenntun eða samsvarandi menntun og hafi meirapróf bifreiða- stjóra. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Slökkvistöðvarinnar. Umsóknum skal skila fyrir 15. febrúar. Fjórhjól til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu Suzuki LT 500, ’87, eitt það kraftmesta á landinu, lítur út sem nýtt. Upplýsingar í síma 96-26074. Laugardagur 6. febrúar 1988 HIHIHH! FISKIMAL .|[|||||||!l||||||||||||||||||St|[|||||||||||jM|l|||||||||||||||||ll||||||[||||||||Hil|||||||||||||||||||il|||||||||||||iMil||||||||||||||ÍÍl||||||||||||||||||^ Verður allri netaveiði hætt í Borgarfirði? Þær fregnir berast frá Hvítársvæðinu í Borgarfirði, að unnið sé að því að allri netaveiði á lax verði hætt í Borgarfirði og eingöngu stunduð stangaveiði í þessu laxríkasta héraði landsins. Það eru umráðendur stangaveiði ánna í Borgarfirði eða aðilar í tengsl- um við þær, sem eru að vinna að þessu máli. Forustu fyrir aðgerðum þessum hefur Jón Baldvinsson, for- maður Stangaveiðifélags Reykjavík- ur, en félagið leigir Norðurá, sem kunnugt er. Netabændum hefur ver- ið gert tilboð um ákveðna greiðslu fyrir hvert kíló af laxi, miðað við laxveiði að undanförnu gegn því að netaveiði verði hætt. Með þessu er stefnt gagngert að því að auka laxgengd á stangaveiðisvæðum Hvít- ár og í Langá. Ríflega 50 laxveiðilagnir Gera má ráð fyrir að laxalagnir, sem mál þetta varðar, séu um 40 talsins í Hvítá. Ármót Þverár og Hvftár eru í 12 km fjarlægð frá sjó, svo mið sé tekið af vegalengd. Auk þess eru um 13 laxalagnir í sjó í Borgarfirði. Árlegt meðaltal heild- arlaxveiði s.l. 10 ár hefur verið um 12 þúsund laxar. Laxveiðin hefur í grófum dráttum um langt skeið skipst til helminga í stangaveiði annars vegar og netaveiði hins vegar. t>að má því segja að upptaka neta myndi auka laxgengd á stangaveiði- svæðin verulega. Algengast er að laxveiðilögn sé fyrirstaða (grjótgarður eða staurar reknir niður og net sett á þá) og neti lagt út frá fyrirstöðunni. Víst er að lagnir eru misgóðar og skiptir máli hvar þær eru staðsettar í straum- vatni. Almennt séð eru sumar bestu veiðijarðir landsins ekki endilega neðstu jarðirnar við straumvatn. í>ó kemur laxagangan nær óskipt inn í sjávarós ár og rýrnar eftir því sem ofar dregur að fjölda til, vegna tolls þess sem hver veiðivél tekur. í þessu efni ráða fjöldi lagna frá jörð og umhverfisaðstæður miklu. Ekki skal lagður á það dómur, hvort það eigi eingöngu að veiða lax í net eða á stöng í Borgarfirði. í því efni gera lög um lax- og silungsveiði engan mun, þó frkar megi segja, að þau takmarki stangaveiðina umfram hrein ákvæði gagnvart netaveiði í lögunum, þar sem gert er ráð fyrir að ákveðinn sé fjöldi stanga sem nota megi mest samtímis í veiði- vatni. Um nýtinguna hafa eigendur sjálfir ákvörðunarrétt sameiginlega eða hver fyrir sig, eins og málum er háttað í Hvítá sjálfri, hvort veitt sé með neti eða á stöng. Hitt er augljós staðreynd, að frá fjárhagslegu sjón- armiði gefur stangaveiddur lax margfalt meira í aðra hönd en net- veiddur fiskur. Hve hátt hlutfall af göngunni veiðist? Eins og fyrr greinir, er eftir tölu- verðu að slægjast fyrir stangaveiði- menn, að netin verði tekin upp í Borgarfirði. Þó möguleikar á að auka hlutdeild stangar, frá því sem nú er, séu á vísum stað, er ekki vissa fengin fyrir því hversu hátt hlutfall af aukinni laxagengd, t.d. inn í þverárnar, komi til með að fást á stöngina. Vitneskja um þetta atriði er af skornum skammti hér á landi. Þó er vitað að það er breytilegt frá einni á til annarrar og frá einu ári til annars. Talað hefur verið um, að þegar laxgengd sé í meðallagi eða minni, veiðist hærra hlutfall á stöng- ina en þegar mjög mikil laxgengd er. Allt um það ætti sú ráðagerð um upptöku neta, að geta í miðlungs eða lakari laxveiðiárum að tryggja betur en áður góða veiði á stanga- veiðisvæðum Hvítár og í þverám hennar. Vel má hugsa sér að um helmingur af aukningu laxgengdar, ef netin verða tekin upp, veiðist á stöngina á Hvítársvæðinu að meðal- tali. Hagur stangaveiði vænkast mjög Víst er það því skynsamlegt keppikefli fyrir veiðieigendur við stangaveiðisvæðin í Borgarfirði, sem leigja út árnar fyrir mjög hagstætt verð, að geta með fyrrgreindum hætti aukið laxgengdina. Til þess að sú fyrirætlan megi takast þurfa báðir aðilar að hafa af því fjárhagslegan hagnað. Auk þess má minna á. að tilfinningaleg sjónarmið koma við sögu þeirra, sem netaveiði hafa stundað, svo sem veiðigleði þeirra, sem oft er ekki síðri en annarra veiðimanna, og þeir vilja ógjarnan verða án. Pá býr vafalaust sá uggur í brjósti sumra netabænda, að verði netaveiði tekin upp núna, megi allt eins búast við að hún verði aldrei tekin upp aftur á þessu svæði. Slíkir samningar eru því vandasamir, eins og málum er háttað. En hvað sem þessu og öðru líður, er á ferðinni stórt hagsmunamál fyrir báða aðila, netabændur og þá, sem leigja út til stangaveiði. Fjár- hagsleg afkoma í landbúnaði er í óvissu þessi árin vegna hinna hefð- bundnu búgreina. Auknar tekur af öðru þurfa því að koma til. Ætli það verði ekki þyngst á metaskálunum þegar til kastanna kemur. Eða spila aðrir hlutir þar meira inn í? eh Þverá Flóka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.