Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1988 ■■Ji—— FRÉTTAYFIRLIT OSLÓ - Samkvæmt heimild- um frá Noregi hafa Rónald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi verið tilnefndir til Friðar- verðlauna Nóbels árið 1988 fyrir að skrifa undir samning um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorku- vopna, fyrsta samninginn þar sem gert er ráð fyrir raunveru- legri kjarnorkuvopnafækkun. SÍDON, Líbanon - Pal- estinskir skæruliðar rændu tveimur Norðurlandabúum sem báðir eru starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna í Suður- Líbanon. WASHINGTON -Atvinnu- leysi í Bandaríkjunum var 5,8% í janúarmánuði, það sama og í desembermánuði. SÍDON - ísraelskar herþotur flugu yfir Suður-Líbanon en gerðu þó ekki árás. Ibúar í Sídon sögðu að vélarnar hefðu flogið lágt yfir borginni og farið yfir flóttamannabúðir Pales- tínumanna í Ain Al-Hilweh og Miyeh Miyeh. BANGKOK - Hersveitir Tælendinga, sem reyna að ná aftur á sitt vald hæð við landa- mæri Laos, hafa fellt meira en 200 hermenn Laosstjórnar og sært álíka marga. Þetta var haft eftir tælenskum herfor- ingja sem sagði að fjöldi fall- inna í sínu liði væri aðeins þriðiungur eða fjórðungur á boro við fjölda fallinna her- manna Laosstjórnar. NAIROBI - Daniel Arap Moi forseti Kenýa rauf þing til að undirbúa þjóð sína fyrir kosn- ingar og leysti úr haldi níu pólitíska fanga sem haldið hef- ur verið án dóms og laga allt upp í sex ár. Allirframbjóðend- urnir sem berjast um sætin 188 á þingi verða að vera meðlimir Afrísku þjóðareining- arinnar, eina löglega flokksins í Kenýa. EICHf-P ÖK. ftöRT WALDKEiM **»«*"«««• retwíMu. • , BELGRAD - Ríkisstjórnin í Júgóslavíu íhugaði í gærhvort hún ætti að verða við beiðni um að reyna að f inna skjal sem sagt er aö tengi Kurt Waldheim forseta Austurríkis og fyrrver- andi aðalritara SÞ vlð stríðs- glæpi nasista. Það var nefnd sagnfræðinga, er rannsakar fortíðWaldheims, semfórfram á þetta við júgóslavnesku stjórnina en hún vildi ekki gefa strax svar við beiöninni. ÚTLÖND illllllillllllllllllllllllllllllll Sovétríkin: Látnum bolsévíkum veitt uppreisn æru Hæstiréttur í Sovétríkjunum hef- ur veitt þeim Nikolai Búkharin og Alexei Rykov uppreisn æru. Þeir hvíla báðir í gröfum sínum en voru framarlega í hópi bolsévfka á fyrstu árum Sovétlýðveldisins. Þeir komust upp á kant við Jósef Stalín og voru teknir af lífi árið 1938. Heimildarmenn Reuters frétta- stofunnar í Moskvu sögðu að réttur- inn hefði komist að þeirri niðurstöðu að Búkharin og Rykov væru saklaus- ir af glæpum sem þeir voru fundnir sekir um í sýndarréttarhöldum á sínum tíma. Báðir voru lýstir „óvinir þjóðarinnar'' og skotnir. Niðurstaða hæstaréttar er merki- leg og í samræmi við þá yfirlýstu stefnu Mikhails Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga að nauðsynlegt sé að endur- skoða sögu landsins. Helstu sagnfræðingar Sovétríkj- anna hafa að undanförnu lagt til oftar en einu sinni að nauðsyn sé að endurskoða réttmæti örlaga sumra leiðtoga byltingarinnar. Gorbatsjov ýtti svo undir þessar kröfur í nóv- ember á síðasta ári þegar hann skýrði frá þvf að sérstök nefnd hefði verið skipuð til að „endurreisa rétt- lætið“. Gorbatsjov minntist á Búkharin þegar hann tilkynnti um skipan nefndarinnar, sagði að þessi háttsetti kennimaður bolsévíka hefði gert mistök en hefði verið eins og Lenín sagði „eftirlæti allra í flokknum". Búkharin var helsti pólitíski and- stæðingur Stalíns á síðari hluta ann- ars áratugar og í byrjun þriðja áratugarins. Hann var rekinn úr framkvæmdastjórn kommúnista- flokksins árið 1929 eftir að hafa mótmælt áætlunum Stalíns um sam- yrkjubúskap í landbúnaði og hraða uppbyggingu iðnaðar. Milljónir manna létu lífið úr hungri eftir að Stalín hafði hrundið af stað sam- yrkjubúskaparáætlunum sínum í byrjun þriðja áratugarins og látið andstöðu fólks sig litlu skipta. Nokkuð ljóst þótti strax í fyrra að Rykov yrði veitt uppreisn æru þegar dagblað stjórnarinnar Izvestia skýrði frá því að hann hefði verið meðlimur fyrstu ríkisstjórnarinnar sem Lenín skipaði eftir byltinguna. Kommúnistaflokkar um allan heim munu sj álfsagt líta á endurreisn Búkharins sem sérlega mikilvæga. Þótt Búkharin hafi að vísu ekki verið neinn lýðræðissinni í vestrænni Jósef Stalín: Myndi sjálfsagt snúa sér við í gröfinni ef hann gæti lesið sovéska fjölmiðla nú. merkingu þess orðs voru kenningar hans þó öllu frjálslegri en kenningar Stalíns og félaga. Reyndar mágreina áhrif Búkharins í stefnu kommún- istaflokka í Vestur-Evrópu og marg- ir vestrænir sérfræðingar telja að umbótaáform Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga nú megi að nokkru leyti tengja kenningum hans. hb Egyptaland: FLJOT AN VATNS Bateau A1 Khayyam veitingahúsið í Kairó er vanalega góður staður til að borða á og útsýnið yfir Nílarfljót og umferðina þar oft lystauki. Þessa dagana er þó lítið að sjá út um glugga Bateau A1 Khayyam annað en drullugan botn fljótsins fræga. Já, það eiga kannski sumir erfitt með að trúa því en hið mikla fljót er nú vatnsminna en nokkru sinni áður. Ástæðan? Miklir þurrkar í Aust- ur-Afríku á síðustu níu árum hafa endanlega neytt egypsku stjórnina til að draga mjög úr vatnsflæði frá Aswan stíflunni sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð suður af Kairó. Að vísu verður vatnsmagnið aukið að nýju innan skamms og í raun er ekki óalgengt að Nílarfljót sé vatns- minna á þessum árstíma þar sem þá er vanalega unnið að hreinsunum og viðgerðum á stíflunni miklu. Engu að síður hefur aldrei verið hleypt minna magni af vatni í gegn- um stíflugarðinn síðan hann var reistur árið 1970. Og þótt aftur verði skrúfað frá þegar viðgerðum lýkur innan fárra vikna óttast margir að raunverulegur vatnsskortur sé ekki langt undan. Það er vatnið á bak við stíflugarð- ÚTLÖND Stalín lýst sem valda- gráðugum einræðis- herra Virtur sovéskur félagsfræðingur lýsti í gær Jósef Stalín sem valda- gráðugum einræðisherra og sakaði þá, sem reyndu að bera í bætifláka fyrir hann, um að vera í raun að grafa undan umbótaáformum Mikhails Gorbatsjovs Sovétleið- toga. Igor Bestuzhev-Lada, prófessor við Moskvuháskóla, sagði að blöð fengju mörg bréf frá fólki sem lýsti því sem skyldu sinni að verja Stalín. Hann skrifaði hinsvegar í grein sinni í vikublaðinu Nedelya að Stalín hefði ekkert gott látið af sér leiða og reyndar hefði öll sovéska þjóðin verið fórnarlömb hræðilegrar stjórnarstefnu hans á árunum 1924-’35. Bestuzhev-Lada lýsti Stalín sem valdaþyrstum manni er þjáðist af ofsóknarbrjálæði. Félagsfræði- ngurinn sagði að Stalín ætti sér enn verjendur í öllum aldursflokkum þótt þeim færi fækkandi. Hann bætti við að hættulegustu verjend- ur einræðisherrans væru þeir sem reyndu að grafa undan „glasnost" eða opnunarstefnu Gorbatsjovs núverandi höfðingja í Kreml. hb Bergsson , BLAÐAMADURj| Bateau AI Khayyam veitingahúsið við bakka Nflarfljóts stendur á þurru þessa dagana. inn sem veldur mönnum áhyggjum. Yfirborð Nasservatns hefur stöðugt verið að lækka á síðustu árum þar sem stjórnvöld hafa ekki hætt þeirri iðju að hleypa meira vatni frá stífl- unni heldur en komið hefur í það. Yfirborðið hefur lækkað um 56 fet frá árinu 1981 og þótt vissulega sé landbúnaði þeirra Egypta enn ekki hætta búin af vatnsskorti telja sér- fræðingar að haldi áfram sem horfi geti þurrkar farið að hafa svipuð áhrif í landinu og í grannríkjunum Súdan og Eþíópíu. Aswanstíflan, Nasservatn og Níl- arfljót hafa hingað til verið lífakkeri egypsku þjóðarinnar en haldi þurrk- ar áfram gætu stjórnvöld þurft að takmarka frekar vatnsmagnið sem hleypt er í gegnum stífluna og þar með gæti Níl kannski orðið að samskonar fljóti og það er þessa dagana. Newsweek/hb Botha forseti Suður-Afríku flutti stefnuræðu sína á þingi í gær: Engar breytingar á aðskilnaðarstefnu P.W. Botha forseti Suður-Afr- íku flutti stefnuræðu sína á þingi í gær og talaði þar um fyrirhugaðar breytingar á efnahagslífi landsins. Forsetinn minntist hinsvegar lítið á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórn- valda nema að haldið yrði áfram að uppræta stjórnarandstæðinga úr hópum blökkumanna og yrði neyð- arlögum, sem í gildi hafa verið síðustu tuttugu mánuði, áfram beitt í því skyni. „Ríkisstjórnin er ákveðin í að halda áfram að viðhalda reglu innanlands og gera óstarfhæf þau öfl sem enn reyna að gera lítið úr stöðugleika og vinna gegn yfirvöld- um,“ sagði Botha í ræðu sinni. Neyðarlögunum var komið á til að hægt væri að berja niður mót- mæli blökkumanna í landinu. Þau mótmæli hafa kostað um 2.500 manns lífið síðan árið 1984. Ræða Botha snérist að mestu um efnahagsmál. Stjórnvöld hyggj- ast standa fyrir meiri einkavæðingu á þessu ári og reynt verður að draga úr verðbólgu sem var 14,7% á síðasta ári. Forsetinn flutti ræðu sína í nýrri þinghöll sem rúmar alla meðlimi þingsins. Þar eru hvítir menn, litaðir og menn af indverskum uppruna. Meirihlutahópur blökkumanna á hinsvegar engan fulltrúa á þinginu. hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.