Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1988 VETTVANGUR lillll II llllllllllll Einar Freyr: Tökum skynsamlega afstöðu til umbótastefnu Gorbatsjovs Nú er loksins orðið tímabært að gera sér ljósa grein fyrir hinum alþjóðlegu hugtökum eins og „in- tellekt" og „intelligensía“. Hið fyrrnefnda var upphaflega mikið notað í Frakklandi en hið síðara er í raun og veru frá Póllandi. Við skulum einnig gera okkur Ijóst, að þegar rætt er um hugtakið „intelligensía" þá er ekki aðeins átt við einstaklinga sem eru mjög gáfaðir, heldur einstaklinga sem eru bæði gáfaðir og heiðarlegir. Ef heiðarleikann vantar, þá er ekki um að ræða neina intelligensíu. Við sálfræðilegar rannsóknir á mannkynssögunni verða slík al- þjóðleg hugtök mjög hjálpleg þeg- ar útskýringar á þýðingarmiklum, sögulegum atburðum eru gerðar. Og í raun og veru eru slík alþjóðleg hugtök ómissandi við rannsóknir á stjórnmálabaráttunni og persónu- legri valdabaráttu einstakra manna almennt. Að gera sér rétta grein fyrir slíkum alþjóðlegum hugtökum þarf síður en svo að vera hindrun í baráttunni við varðveislu íslenskr- ar tungu nema síður sé. Nýjar upplýsingar sem ég hef fengið um þróunina í Sovétríkjun- um færa mér heim sanninn um það, að bæði Mikhaíi Gorbatsjov og eiginkona hans Raisa Gorbat- sjova, tilheyra nýrri kynslóð rúss- neskrar intelligensíu. Þau hjónin eru bæði mjög gáfuð og jafnframt mjög heiðarleg. Við skulum einnig muna það, að t.d. á dögum Stalíns hefðu slíkir gáfaðir einstaklingar hiklaust verið líflátnir. Stalín lagði áherslu á það, að útrýma intellig- ensíunni ekkert síður en Hitler gerði á sama tímabili. Nú myndi kannski einhver rúss- neskur sérfræðingur halda því fram, að efnahagsþróunin eða réttara sagt stöðnunin í Sovétríkj- unum hafi krafist nýrra aðgerða á borð við Glasnost og Perestrojka, - en slík fullyrðing er aðeins hluti af sannleikanum. Sovétríkin hafa nefnilega einnig orðið fyrir miklum áhrifum og gagnrýni frá einstaking- um á Vesturlöndum. Auk þess, sem stjórn Bandaríkjanna 1981 var á leið að búa bandarísku þjóð- ina og bandaríska herinn undir svo kallað „takmarkað kjarnorku- stríð“ gegn Sovétríkjunum eins og skjalfestar sannanir sýna ljóslega og kom mjög greinilega fram á alþjóðaráðstefnu lækna gegn kjarnorkustríði. Ennfremur má minna á það, að fyrir tuttugu árum eða 1968, þá lagði Alexander Dubcek fram nýj- ar tillögur um aukið lýðræði og frelsi, eða nýja opnun á pólitískum vettvangi í Tékkóslóvakíu. Tillög- ur hans voru í svipuðum anda og hin nýja hugsun Gorbatsjovs nú á dögum. Dubcek tilheyrði nýrri tékkneskri intelligensíu er vildi skapa nýtt manneskjulegt þjóðfé- lag. En hvers vegna var hin nýja hugsun og von Dubceks barin nið- ur með blóðugri árás Rauðahers Rússa 21. ágúst 1968? Leninisminn einnig gagnrýni verður Hér erum við aftur komin að hinu alþjóðlega hugtaki „intellig- ensía“. Því er yfirleitt enn haldið fram, að m.a. Aleksej Kosygin hafi verið andvígur því, að senda Rauðaherinn inn í Prag 1968. En sá maður er mest réði um þessa frægu árás Rússa í Prag 1968 var Leonid Bresjnev. f fornum sögum íslenskum er ákafamaður eins og Bresjnev vanalega kallaður „ofur- hugi“ og þóttu slíkir menn heldur illa gefnir. í einni smásögu Halldórs Lax- ness er fjallað um ósigur ítalska flotans og reynt að gera gys að herforingjum fasista og þeim líkt við skreytt jólatré, - en heiðurs- merki Bresjnevs voru svo fjölda mjög og mikil að Bresjnev stóð ekki óstuddur undir þeim vegna þyngdar þeirra. Sannleikurinn er sá, að það var alls ekki hægt að kalla Bresjnev greindan mann, hann var ekki einu sinni „intellekt". Hann var sem sagt ekkert gáfnaljós. Hins vegar var hann mikill bókstafstrúarmað- ur, auk þess, sem Lenin hafði verið ríkisguð í Sovét í meira en 40 ár þegar Bresjnev bolaði Krúsjeff frá völdum og gerðist einræðisherra í Kreml 1964. Gorbatsjov hefur bæði gagnrýnt Stalín og fett fingur út í Karl Marx.* En við skulum ekki líta á það með alvarlegum augum þótt Gorbatsjov vilji ekki gagnrýna Lenín, - slíkt myndi aðeins sundra Sovétríkjun- um og gera ástandið þar í löndum verra og hættulegra en þáð er nú. Hins vegar skulum við vona það, að næsta kynslóð rússneskrar int- elligensíu er kemur eftir daga Gor- batsjovs muni taka Lenin og Lenin- ismann til alvarlegra bæna og gagn- rýna hann harðlega. Lenín er nefnilega enn mikill ríkisguð í Sovét og Gorbatsjov hefur fyrst og fremst æskuna með sér, -en margir af eldri kynslóðinni eru andvígir hinni nýju hugsun og valda Gorbat- sjov miklum erfiðleikum. Aftur á móti eigum við, sem erum búsett á Vesturlöndum, að halda áfram að gagnrýna Lenin og Leninismann af kappi. Ef við lítum til baka í sögunni og athugum það tímabil er þeir Lenin og Stalín voru forustumenn bolse- víka, þá kemur í ljós, að þau átök er áttu sér stað milli þeirra seinustu árin sem Lenin lifði, bentu ekkert síður á átök milli Stalíns og konu Leníns Nadesjdu Krupskaja en aðeins milli Leníns og Stalíns. Vegna starfs síns hringdi Stalín oft heirn til Leníns og þá kom Krupskaja stundum í símann. Það var einmitt í einu slíku símtali sem Stalín á að hafa móðgað og sært Krupskaju mjög djúpt svo að Len- in krafðist þess að Stalín bæðist afsökunar. Tilfinningahitinn í kringum þetta mál gæti bent á það, að Stalín hafi eitt sinn spurt Krup- skaju um það, hvers vegna hún hafi ekki fætt Lcnín börn, og jafnvel gefið í skyn að það væri allt henni að kenna. Maður getur líka spurt sem svo, hvers vegna Lenín hafi sett sig svo mikið upp á móti Stalín þar sem hann, Lenín, átti til með að lof- syngja hryðjuverkamann á borð við Sergej Netjajev? Stalín var ekkert síður barn síns tíma en Lenín. Og var þessi barátta Leníns gegn Stalín ekki til þess, að gera Stalín enn verri og hræddari um sig en hann hafði áður verið og þar með aukið grimmd hans sem var þó mikil fyrir? Svetlana, dóttir Stalíns, lýsir föður sínum sem eins- konar „trúartýpu" er líktist móður sinni, en móðir Stalíns var mjög trúuð. Bragðvísi Lenins í kringum 1893 þegar Lenín átti heima í Pétursborg þá komst hann í kynni við ofsafulla byltingar- menn, sjálfur var hann smáborgari og af smáborgurum kominn. Það voru ekki rit Marx sem fyrst örvuðu Lenín til átaka, heldur skáldsagan „Hvað ber að gera“ eftir prestson- inn Térnsévskij (1828-1889). Bók- in kom fyrst út 1864. Höfundur bókarinnar minnti talsvert á þýska heimspekinginn Nietzsche. Aðal söguhetjan, Rakhmetov, var eins- konar ofurmenni eða hetja, sem hugsaði aðeins um eitt, „byltingu", annað komst ekki að. Þessi bók hafði lengi verið einskonar biblía byltingarmanna. Lenín og þessi hópur byltingarmanna stældu og léku byltingarhetjuna Rakhmetov á sama hátt og Hitler lék Sigfried. Ein af fyrstu pólitísku greinum Leníns fékk einmitt nafnið „Hvað ber að gera?“ Og Lenín hélt áfram að lesa þessa skáldsögu hvað eftir annað alveg fram á grafarbakkann, þetta var í raun og veru uppáhalds- bók Leníns. Þessi byltingarmannahópur sem Lenín tilheyrði gekk í Sósíaldemó- krataflokk Rússlands í kringum 1898. Lenín var dæmdur til Síber- íuvistar 1896 og var þar í þrjú ár. Um aldamótin 1900 fór Lenín til útlanda. Þegar sósíaldemókratarnir vildu vinna að stjórnmálum á breiðum, lýðræðislegum grundvelli, þá vildi Lenín gera flokkinn að fámennum hópi atvinnubyltingarmanna, þessi fámenni hópur átti að vita allt um stjórnmál og byltingu og vera eins- konar súrdeig fyrir allt Rússland. Enginn mátti setja sig upp á móti slíkum flokki. Þessi hugmynd Leníns var borin fram á flokksþingi sósíaldemó- krata í Lundúnum 1903, en var felld. En þegar stór hluti fundar- manna hafði yfirgefið fundarhöldin í þeirri trú að tillaga Leníns væri úr sögunni, þá boðaði Lenín nýjan fund og fékk tillögu sína sam- þykkta. Þrátt fyrir þá staðreynd að tillaga Leníns hafð verið felld á löglegum fundi, þá samt kallaði Lenín byltingarmenn sína „meiri- hluta" eða bolsivíka. Þarna hafði Lenín gert út af við lýðræðið í flokknum og falsað sögu hans. En Lenín gerði sér ekki heldur ljóst að með þessari nýju tillögu sinni um byltingarsinnaða frelsara, var hann í raun og veru undir ómeðvituðum áhrifum frá jesúítahreyfingu ka- þólsku kirkjunnar. Það var í raun og veru ekki hægt að hugsa sér óvísindalegri aðferð í stjórnmálum en þessa nýju hugmynd Leníns. Hér var um alger pólitísk trúar- brögð að ræða. Hin díalektíska efnishyggja Marx, sem Lenín boðaði mjög snemma, er miklu frumstæðari en eindakenning þeirra Levkipps og Demókrítosar sem uppi voru í kringum 450 f. Kr. Smám saman fer Lenín að segja hinni nýju rússnesku intelligensíu taugastríð á hendur. Lenín gerði sér ekki heldur ljóst, að hann hafði tekið svipaða stefnu gegn hinum nýju pósitívistum í Vínarborg og kaþólska kirkjan hafði gert. í þeim efnum var Lenín á sömu línu og jesúítar, sem reyndar er ekkert undarlegt þar sem stefna Leníns var ekkert annað en pólitísk trúar- brögð. Þegar margir kaþólskir menn svo og kapítalistar og kalvinssinnar kölluðu vísindamenn eins og Ernst Mach „bölvaða ídealista" þá kall- aði Lenín þessa sömu vísindamenn „subjektjva ídealista". Lenín bar flest einkenni trúarofstækisfulls manns. Lenín átti líka við sálræn vandamál að stríða? Hann var að hefna bróður síns sem hafði verið líflátinn af keisarastjórninni. Rússakeisarar voru líka trúaðir. Ofstækispólitík og ofsatrú Þegar vel er að gáð, þá er rangt að flokka kalvinismann með krist- indómi, kalvinisminn er fyrst og fremst jahvetrú. Þegar bandarísk- ur stjórnmálamaður eins og t.d. Richard Nixon segir „Guð blessi ykkur“ þá er hann í raun og veru að tala um Jahve, guð Gyðinga. hins vegar tilheyrði J.F. Kennedy hinni bandarísku intelligensíu, en hann var myrtur af bandarískum jahvetrúarmönnum og kalvinssinn- um. Kennedy stóð nær kristin- dómnum en jahvetrúnni. Það virð- ist vera markmið jahvetrúarmanna og kalvinssinna að reyna að útrýma intelligensíunni í sérhverju landi, hvernig svo sem á því stendur. í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum 1960 þá sendi kaþólska kirkjan dreifibréf frá Vatikaninu þess efnis að málefni J.F. Kenn- edys væru ósamboðin kaþólsku kirkjunni, - en Kennedy sem var kaþólskur, sagði, þegar hann hafði lesið dreifibréfið; „Nú skil ég hvers vegna Hinrik VIII, vildi vera yfir- maður ensku kirkjunnar." Það er kaldhæðnisleg staðreynd, að hin pólitíska þróun marx-lenin- ismans, nasismi Hitlers og hinn herskái kapitalismi skuli rekja sam- eiginlegan uppruna í kalvinis- mann, kaþólskuna og jahvetrúna, þar sem kristindómurinn kemur hvergi nærri. Kristindómurinn stendur nefnilega nær vísindunum en nokkurönnur trúarbrögð. Heil- brigður kristindómur er umburðar- lyndur, frjálslyndur og auk þess mjög elskur að sannleikanum. Jafnvel Fraud viðurkenndi það, að kristindómurinn væri, þrátt fyrir allt, framför og átti við í saman- burði við jahvetrúna. Kristindóm- urinn kom sem söguleg nauðsyn vegna þess, að jahvetrúin skapaði ótta og hræðslu er leiddi til ofbeldis og hryðjuverka. Og nú á dögum þegar við hug- leiðum grimmd ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum gæti maður hæglega spurt, hvort jahve- trúin er ekki eitt af því versta sem hent hefur mannkynið? Spyrja má einnig: Hvar er intelligensían í Israel? Hefur henni verið útrýmt á sama hátt og nasistar útrýmdu hinni þýsku intelligensíu 1933? Því miður virðist vera hægt að rekja hina neikvæðu þróun í heim- inum til Mið-Evrópu. Afstaða kirkjuveldisins var of neikvæð. Þegar til dæmis Albert Einstein sótti um sína fyrstu stöðu sem prófessor í eðlisfræði við háskóla í Evrópu, þá fékk hann ekki stöðuna nema með þeim skilyrðum að hann tilheyrði einhverjum trúarsöfnuði. Afskipti kirkjuveldisins af háskóla- starfseminni var og mikil og of hættuleg fyrir alla jákvæða þróun. Og í þessu sambandi mætti einnig spyrja að því, hvers vegna t.d. nasistar í Vín voru miklu grimmari en nasistarnir í Berlín? Og hvers vegna 80 prósent af þeim nasistum er unnu undir stjórn Adolfs Eich- manns að því að útrýma gyðingum, voru frá Austurríki. Er ekki orðið tímabært fyrir Austurríkismenn og aðra Mið-Evrópubúa að fara að rannsaka það vel, hver séu tengsl kaþólsku kirkjunnar við háskólana og sérstaklega innan hinna húman- ísku deilda og sálfræðinnar. Kirkjuveldið í Mið-Evrópu er ennþá of neikvætt og ókristilegt. Og er hægt að tala um „skapandi vitund“ í því landi þar sem mark- visst er reynt að koma gáfuðu fólki fyrir kattarnef með rógi vegna mikillar öfundar? Slíkt hefur þegar leitt af sér aukna gervimenningu þar sem þursar og þjófar stjórna hinni neikvæðu þróun. Vissulega ber okkur að taka skynsamlega afstöðu til „peres- tojku,“ hinnar nýju hugsunar Gor- batsjovs, því þar er um að ræða mikla framför miðað við það sem áður var í Sovétríkjunum, allt frá dögum Lenins. Gautaborg í janúar 1988 Einar Freyr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.