Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. febrúar 1988 Tíminn 11 BÓKMENNTIR lllllllllll llllllllll llllill llllllll llllllllll Haust-Skírnir1987 Skírnlr. Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags. Ritstjóri: Vilhjálmur Árnason. Haust 1987. Skírnir kemur nú tvisvar á ári, vor og haust. Hér verður farið nokkrum orðum um haustheftið. Það er að vonum að okkur finnist „Hið íslenska bókmenntafélag" stór orð og tímariti þess nokkur vandi á höndum. í>ó mun óhætt að segja að umræðuefnin í þessu hefti séu slíku riti samboðin. í>ar má fyrst nefna grein Guðrúnar Kvaran um Rasmus Kristján Rask í tilefni af 200 ára afmæli hans. Þar sem hann var hvatamaður þess að til varð íslenskt bókmenntafélag var Jónas Kristjánsson skylt að minnast hans hér, samtím- anum til glöggvunar. Jónas Kristjánsson skrifar um sannfræði fornsagnanna. Hann færir rök að því með dæmum að menn kunni örugglega að greina frá at- burðum a.m.k. 120 ár aftur í tímann en hætt sé við að ártöl og fleira ruglist úr því. Hins vegar er talið að fslendingasögur séu skráðar 200-300 árum eftir að þær gerast, að því leyti sem þær hafa gerst. Nú er ekki unnt að sanna neitt um það til hvers sögurnar voru ritaðar. Þó verður að ætla að það hafi verið gert til „fróðleiks og skemmtunar“ og kann þá að velta á ýmsu hvort var í fyrirrúmi, fróðleikurinn eða skemmtunin. Enn eru til menn sem þjóðsögur myndast um. I>au munnmæli eru ekki aíltaf rétt. í>að er ýmsu logið um þá sem enn eru fyrir mold ofan og svo mun lengi hafa verið. En þegar góð saga hefur mótast getur hún orðið undra lífseig. Svo er það enn og var þó mörgum sinnum fremur áður en fjölmiðlar hófu að glepja fólk. Um það vitum við með vissu að sögur voru sagðar, Öruggt má telja að meira og minna úr fornsögunum hafi þennig lifað í munnlegri geymd áður en þær voru færðar í letur. í>á er rétt að minnast tveggja gerða, samhljóða efnislega, en svo ólíkra að orðalagi að hvorugt getur verið afrit af hinu. Þar er trúlegast að tveir hafi fært í letur sömu söguna, sem þeir höfðu heyrt og numið efnislega. Önnur grein í þessu Skímishefti fjallar um íslenskar fomsögur. Það er Bróklindi Falgeirs eftir Helgu Kress dósent. Þar er því haldið fram að höfundur Fóstbræðrasögu hafi ætlað sér að varpa „skoplegu ljósi á hetjurnar og hetjudáðir þeirra“. Sagan „er gamansaga þar sem skop- ast er að hetjuhugsjóninni og þeim bókmenntum sem hana dýrka“. Þetta er sjónarmið sem víst er . forvitnilegt og vert athugunar. En finna má nokkrar veilur í rökstuðn- ingi dósentsins, sem mun vera undir áhrifum frá Gerplu Halldórs Laxness. Þegar höfundur Fóstbræðrasögu segir frá Þorgeiri Hávarssyni lýsir hann hetju sem ekki kann að hræðast. Hins vegar er hetjuskapur hans öfgafullur og hóflaus, íþrótt vígamannsins iðkar hann sjálfrar hennar vegna. Þormóði fóstbróður hans ofbýður hófleysi hans og slítur félagsskapnum þegar hann finnur að Þorgeir langar til að vita hvor þeirra yrði annars bani sem sennilega yrði niðurstaðan ef þeir reyndu með sér. Helga Kress segir að sagan dáist ekki að hetjunum, heldur hlær hún að þeim. „Víg þeirra fóstbræðra eru yfirleitt framin í skjóli myrkurs eða úr launsátri" eða eins og sagan segir „er minnstrar vánir váru“. Hér er fullsterkt að orði kveðið þegar sagt er „yfirleitt“. En það er ekki einsdæmi um Fóstbræðru að menn fái banahöggið án þess að eiga þess von. Helga segir að heimur Njálssögu sé gjörólíkur heimi Fóst- bræðru. Má nú ekki biðja hana að lesa um ævilok Kols Þorsteinssonar og Gunnars Lambasonar. Svo væri hægt að rifja upp ýmis mannvíg úr öðrum sögum og jafnvel launvíg, sem allir þekkj a, þó að sleppt sé nú. Helga Kress er að vonum lítt vön vetrarferðum um hjarnbrekkur utan bílvega. Hún misskilur frásögnina af vígi Butralda og heldur að Þorgeir hafi rennt sér á rassinum með spjót sitt undir sér. Hins vegar hafði Þorgeir fornan sið vestfirskan þegar menn áttu leið niður hjarnbrekkur þar sem fótur markaði ekki spor og því var óstætt. Þá höfðu þeir brodd- staf milli fóta sér og héldu fast svo að broddurinn skrapaði hjamið, drægi úr hraðanum og væri jafnframt þriðji fótur mannsins og styddi hann vel. Gamlir menn sögðu mér að ef svo stóð á að menn voru fleiri en broddstafir í förinni hefðu 2 eða 3 farið á sama stafinn og þótti þá mestu skipta að formaðurinn væri öruggur. Þó að þessa forna ferðamáta sé nú sjaldan þörf ætla ég að enn sé sá margur til sem leikið hefur sér í bernsku að því að ríða priki eða staf niður hjarnbrekku að fornum hætti. Spjótsskaft Þorgeirs hefur auðvit- að verið kollótt, - broddlaust - en hefur samt gert Þorgeir öruggan á Helga Kress fluginu, verið honum stuðningur og hemill á hraða eftir vild. Þegar litið er á þessa frásögn með réttum skilningi þá er líkingin með vígi Þráins á Markarfljóti og vígi Butralda ærið mikil. Þráinn er á leið að láta á sig hjálminn. Butraldi heyrir hvininn af för Þorgeirs og lítur upp, auðvitað með öxi sína í höndunum. Ég sé ekki að hér eigi við: „Heim- ur þessara tveggja sagna er gjörólík- ur“. Helgu Kress verður tíðrætt um að Þormóði Kolbrúnarskáldi leiðist fá- sinni og þykir gaman að tala við konur. Þó segir hún ekki að það sé einsdæmi um Fóstbræðru að skáld líti til kvenna. Ekki liggja í augum uppi rök fyrir því að fulltingi Olafs konungs við Þormóð í mannraunum hans á Grænlandi skeri sig úr algengum jarteiknasögum. Svo er rétt að enda þessa umræðu um hetjur Fóstbræðru með einum vitnisburði um það hvort höfundur lét lesendur sína hlæja eða dást að Þormóði Kolbrúnarskáldi: Stephan G. segir svo: “En þaðhafa í útlöndum íslenskir menn af afdrífum Pormóðs að segja - og staddir í mannraun þeir minnast þess enn: Um meiðslin sín kunni hann að þegja, og örina úr undinni dró hann og orti, og brosandi dó hann“. Til hvers minntust menn Þormóðs og afdrifa hans í mannraunum? Var það til að hlæja? Eða var það til að harka af sér? í þessu Skímishefti eru 3 ritgerðir sem fjalla um efni ofar bókmennt- um. Þar á ég við Arf Hegels eftir Kristján Árnason, Tilvistarstefnan og Sigurður Nordal eftir Pál Skúla- son og Kristin trú á tækniöld eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Páll Skúlason segir í upphafi málsins: „Tilvistarstefnan er ekki ein heldur mörg, og Sigurður Nordal var ekki tilvistarheimspekingur". Hvað um það. Hér er rætt um leit mannsandans að svörum við dýpstu ráðgátum tilverunnar. Og þó að þessar ritgerðir sanni fátt og séu allar lausar við hrokafullan sjálfs- birgingsskap eru þær tímabærar. Trú og heimspeki er jafnan grundvöllur og uppspretta hinna merkustu bók- mennta. Ein grein þessa Skímis fjallar um þátt úr sögu íslands á seinni öldum. Jón Þór skrifar um breska flotann á íslandsmiðum 1896 og rekur þar bréf og skýrslu frá fyrstu hendi. Þau gögn munu ekki hafa verið kynnt Islendingum fyrri. Fimm smákvæði eftir Þóru Jóns- dóttur eru í heftinu. Ætlunin mun vera að kynna þannig eitthvert ljóð- skáld í hverju hefti. Þá eru enn ótaldir nokkrir ritdóm- ar þar sem rætt er um skáldsögur, ljóðabækur og leikrit, allt meðal þess sem mesta athygli og umtal hefur vakið. Þannig er reynt að leiða lesendur að því sem eftirtektarvert er á líðandi stund jafnframt því sem rætt er um fortíðina og undirstöðu allrar mannlegrar viðleitni fyrr og síðar. Hér sýnast verkefni valin svo að víst er samboðið íslensku bók- menntafélagi. H.Kr. Notaðar búvélar til sölu: URSUS C 362 65 ha. m/tvív. ámorksturst. árgerð 1981 ÚRSUS C 362 65 ha................árgerð 1984 ÚRSUS C 360 60 ha................árgerð 1980 ÚRSUS C 360 60 ha...............árgerð 1979 IMT 549 51 ha....................árgerð 1986 IMT567DV4WD ................árgerð 1986 IMT 569 70 ha....................árgerð 1987 UNIVERSAL 550 50 ha.............árgerð 1984 VETA F 10 moksturstæki .....árgerð 1985 SLÁTTUTÆTARI notaður Höfum kaupanda að notuðum heymatara Góð greiðslukjör Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 YAMAHA BELTI UNDIR YAMAHA VÉLSLEÐA „ORGINAL" BELTI LÆKKAÐ VERÐ FYRIR EC-540 ...........................KR. 29.900,- FYRIR BR-250 ...........................KR. 14.935,- FYRIR V/MAX/SR-540 .....................KR. 22.900,- FYRIR SRV-540 ..........................KR. 22.900,- FYRIR PHASER............................ KR 22.900,- FYRIR ET-340/BR-250 T...................KR. 31.500,- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.