Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 6. febrúar 1988 Tíminn 23 SPEGILL Ekki klæðast „konulega“, Díana! - segja breskir Þegar þessi mynd birtist af Dí- önu prinsessu í ensku blaði fyrir jólin fylgdu mikil blaðaskrif í kjöl- farið. Tískukóngar, snyrtisérfræðingar og hárgreiðslumeistarar höfðu „Enginn gerir svo öllum líki... “ og þó Díana prinsessa sé glæsileg á þessari mynd fékk hún slæma út- reiö hjá „tískuskríbentum" blað- anna margt að athuga við útlit hinnar fögru prinsessu. Snyrtisérfræðing- ar settu út á það, að greinilegt væri, að Díana hefði verið of nrikið í sólarlömpum, því hún væri eidrauð á nefinu (því miður er þetta ekki litmynd hjá okkur) og með epla- kinnar. t>á var hárgreiðslan sögð mjög óklæðileg fyrir svo unga konu og miklu fallegra væri fyrir Díönu að hafa hárið styttra og létt burstað og lifandi en ekki í hnút í hnakkan- um eins og „eldri dama“. Tísku- sérfræðingar sögðu kjólinn illa hannaðan og alls ekki við hæfi prinsessunnar, enda væri hún stíf og óeðlileg í „dressinu". Satt að segja sýnir þessi mynd okkur bráðfallega unga konu í stórglæsilegum samkvæmiskjól, og það hlýtur að vera meira en lítið álag að vera stöðugt undir smá- sjánni eins og Díana prinsessa er, þó hún sé sögð mjög vinsæl af allri alþýðu manna í Bretlandi. heimsókn á fornar slóðir Dansarinn Rudolf Nurejev skrapp nýlega heim til Sovétríkj- anna í stutta heimsókn. Þá hafði hann ekki litið heimaland sitt aug- um í 26 ár, eða síðan hann stakk af á dansferðalagi í París 1961 og baðst hælis sem pólitískur flótta- maður. Nurejev, sem nú nálgast fimmtugt, var mjög hrærður, þeg- ar hann steig aftur fæti á sovéska jörð. Hæpið er að hann hafi í annan stað fengið innilegri mót- tökur, en þær sem biðu hans á flugvellinum við Moskvu. Hann hafði vegabréfsáritun til 48 klukkustunda og eftir örstuttan stans í Moskvu. flaug hann áfram til Ufa í Úralfjöllum, þar sem fjölskyldan hans býr. Tilgangur ferðar Nurejevs var að heimsækja móður sína, sem er veik. Hann hefur árum saman reynt að fá ferðaleyfi, henni til handa, eða leyfi til að heimsækja hana. Glas- nost hefur augljóslega sunts staðar áhrif. Nýjustu fréttir Duran Á undanfömum mánuðum hefur litdð frést af hinni geysivinsælu hljóm- sveit „Duran Duran“. Stjömudýrð þeirra stóð ekki lengi, en var því æsilegri, því að aðdáendur þeirra dýrkuðu þessa ungu poppara. Heyrst hafði að Duran Duran hljómsveitin hefði lagt upp laupana, - en svo er alls ekki. Þeir em nú á fullu við að spila inn á nýja LP- plötu í París. Þeir Duran Duran-piltar segjast nú vera með nokkur ný lög, sem örugglega slái í gegn, og nú sé að hefjast nýtt blómaskeið hljómsveitar- innar. Duran Duran piltamir í París að taka upp nýja plötu Húnlét heillast Bruce Willis, leikarinn úr Has- arleik, sem raunar er nokkuð góður söngvari líka, kom öllum á óvart skömmu fyrir jól, með því að ganga í það heilaga. Hin útvalda er leikkonan Demi Moore, sem við sáum hér í mynd- inni St. Elmo’s Fire. Allir töldu víst að hún myndi brátt giftast starfsbróður sínum, Milio Est- evez, en Bruce kippti gjörsam- lega undan henni fótunum í ein- um grænum. Áður var Demi gift rokkhljómlistarmanninum Freddie Moore, en Bruce hefur hins vegar verið piparsveinn alla sína tíð og notið þess, að því sögur herma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.