Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1988 Steinullarverksmiðjan hf: Tapiðvarminna en búist var við Framleiðsla og sala Steinuliar- verksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki var það góð á síðasta ári að rekstr- artap verksmiðjunnar varð mun minna en áætlað var í fjárhagsáætl- un sem gerð var vegna endurskipu- lagningar rekstrarins sem fram fór árið 1986. Tapið varð liðlega tíu milljónir króna í stað þeirra þrjátíu milljóna sem ráð var fyrir gert. Var hagnaður verksmiðjunnar fyrir fjármagnskostnað 22,5 milijónir króna. Innanlandssalan á steinull frá Steinullarverksmiðjunni nam 3030 lestum á síðasta ári á móti 2250 lestum árið áður. t>á náðist góður söluárangur í Færeyjum og er gert ráð fyrir vaxandi sölu þangað og til Bretlandseyja á þessu ári. Ný vöruafbrigði af steinull frá Steinuliarverksmiðjunni á Sauðár- króki eru væntanleg á markaðinn á þessu ári. Miða þau að því að nýta þá kosti sem steinuilin hefur m.a. sem bruna-, hljóð- og hitaeinangr- un. Forsvarsmenn Steinullarverk- smiðjunnar benda á að fastgengis- stefna ríkisstjórnarinnar hafí kom- ið fyrirtækinu til góða á síðasta ári og telja að gengisfelling muni eyða þeim afkomubata sem varð á síð- asta ári. Vísir að bílasafni í B.S.Í: „Nýi Ford“ árgerð 1929 í eigu formanns Fornbflaklúbbsins. (Tíminn: Gunnar) Gamlir bílar sýndir í Umferðarmiðstöðinni Bifreiðastöð íslands og Forn- bílaklúbbur íslands hafa nú hafið með sér samstarf sem felst í sýn- ingu gamalla bíla í Umferðarmið- stöðinni, til að efla áhuga almenn- ings á verndun þeirra og jafnframt til gagns og gamans þeim, sem fara um stöðina. Miður þykir að ekkert bílasafn sé til á íslandi og því tilhlýðilegt, samhliða stórfelldum endurbótum á Umferðarmiðstöðinni, að koma þar upp vísi að slíku safni. Árlega heimsækja um 700.000 manns Um- ferðarmiðstöðina, sem þýðir m.ö.o. að sérhver íslendingur gengur um hana þrisvar á ári. Ætlunin er að skipta um bíla einu sinni í mánuði, svo almenningi gefist kostur að líta sem flesta gamla bíla augum, en að öðrum kosti eru þeir lokaðir inni í dimm- um geymslum um allan bæ um veturmánuðina, þar sem enginn sér þá. Fyrsti bíllinn sem sýndur er í hinum nýja safnvísi í Umferðar- miðstöðinni er Ford Model A, „nýi Ford“, árgerð 1929 í eigu Rúdolfs Kristinssonar, formanns Fornbíla- klúbbsins. -þj Minnkandi ullarviöskipti við Sovétríkin: Leiða til fækkunar sovéskra diplómata? í umræðum á Alþingi í gær um fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar til Friðriks Sóphussonar iðnaðarráð- herra um stöðu ullariðnaðarins kom fram ný leið til að greiða fyrir við- skiptasamningum við Sovétríkin. Þar kom fram að iðnaðarráðherra 'hefur beðið viðskiptaráðherra um upplýsingar um viðskipti íslands og Sovétríkjanna í því skyni að þær geti skapað grundvöll fyrir að kannað verði hvort jafna megi þann gífur- lega halla sem er nú á viðskiptum íslands við Sovétríkin. En eins og kunnugt er hafa samningar ekki tekist við Sovétríkin um sölu ullar- vara þangað og mun það hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir ullariðnaðinn hér á landi. Sagði ráðherra ennfremur að það hlyti að verða verkefni íslenskra stjórnvalda að auka útflutning til Sovétríkjanna ellegar þá draga úr innflutningi þaðan. Ogefminnkandi viðskipti ríkjanna yrði staðreynd þá hlyti að mega að fækka í hinu fjölmenna starfsliði sovéska sendi- ráðsins í samræmi við það. ÞÆÓ Frá uppfærslunni á Akranesi. Litli sótarinn á Akranesi Barna og fjölskylduóperan Litli sótarinn var frumsýnd á Akranesi fyrir skemmstu og er nú í ráði að íslenska óperan flytji verkið einnig í Reykjavík. Það var 30. janúar sem frumsýningin fór fram á Akranesi, en fyrsta sýning í Reykjavík verður laugardaginn 6. febrúar. Þá verða tvær sýningar yfir daginn, sú fyrri kl. 14.00 og sú síðari kl. 17.00. Helgina 13.-14. febrúar er áform- að að fara með óperuna norður og sýna hana í félagsheimilinu á Blönduósi og í Miðgarði í Varma- hlíð. Vegna undirbúnings á frumsýn- ingu á Don Giovanni verða aðeins þrjár sýningar á Litla sótaranum í Reykjavík fram að 20. febrúar. Álls taka þátt í sýningunni um 20 manns og eru barnahlutverkin tví- setin. Hljómsveitarstjórn annast Jón Stefánsson og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd gerði Una Collins. Nánari umfjöllun um Litla sótarann verður í Helgarblaði Tím- ans á morgun. KB Óspakur spekingur Stjörnuspekingur breska dömu- blaðsins Woman spáir í himin- tunglin og stjörnurnar fyrir þrjár valdamiklar konur, sem hafa áhrif á umheiminn: Margaret Thatcher, Corazon Aquino og Vigdísi Finn- bogadóttur. Um Thatcher, forsæt- isráðherra Breta, segir hinn spaki að unnið verði gegn henni innan flokks og utan. Um Aquino, for- seta Filippseyja, segir að hún eigi við andstreymi að stríða við endur- heimt lýðræðisins. sem verður að ráða bráðan bug á, og er vonast til að finnist ritstjóri flnnist einnig ráð og blaðinu verður mörkuð stefna. Sagan segir að leitað hafi verið til Ingólfs Margeirssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins, og hann beðinn að koma aftur til Helgarpóstsins enda hljóti hann að vera búinn að taka út refsingu sína á Alþýðublað- inu fyrir gamlar syndir á HP. En þar var að sögn ekki áhugi. Þá var leitað til Halls Hallssonar, sjón- varpsfréttamanns. Hallur þakkaði hins vegar pent fyrir sig og sagði sér liði vel í sjónvarpi. Það mun þvi enn um skeið koma út stjórnlaust vikublað. Ýmist gott eða slæmt Jón L. Áraason hefúr sig allan við í skákskýringum sjónvarpsins „Vigdís Finnbogadóttir," ritar stjörnuspekingurinn, „sem hefur haft mikil áhrif í alþjóða stjómmál- um með mótmælum sínum gegn mengun í heiminum verður óstöðv- andi 1988. Blaðamenn verða innan tíðar að læra hvernig eigi að staf- setja og bera fram nafn hennar.“ Þessu vildi Dropí trúa, ef hinn spaki hefði bara ekki titlað forseta lýðveldisins íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, forsætisráðherra ríkis- stjórnarinnar. Það eru fleirí en íslendingar sem ekki hafa gert sér grein fyrir að þeirri stöðu gegnir maður að nafni Þorsteinn ... Ráðvilla á Helgarpósti Þetr eru ráðvilltir á Helgarpóst- inum þessa dagana og vita ekki hvera skuli ráða í lausa ritstjóra- stöðu. Stefnuleysi ríkir á blaðinu, að hrekja leiktillögur Halls Halls- sonar, fréttamanns. Þegar þeir kumpánar bíða þess að skákjöfr- arnir í St. John í Kanada leiki sínum vel ígrunduðu leikjum á taflborðinu leggur Hallur ýmislegt til með Jóni L. yfir skáktöflunni, en er yfirleitt sagt að tillöguraar séu ekki góðar. Ilallur tók svo kæti sína aftur í fyrstu skák aukaein vígisins og náði sér heldur en ekki niðri á félaga sínum Jóni L. Þar lék Kortsnoj leik, sem Jón L. sagði í sjónvarpinu að Hallur hefði fyrr lagt til og útskýrði hvaða kosti sá leikur hefði. Hallur skaut þá inn í skýring- una: „En þú sagðir áðan að þetta væri slæmur leikur hjá mér!“ Þótt Kortsnoj hefði verra tafl knúði hann fram jafntefli. Þeir eru sannarlega snjallir, Kortsnoj og Hallur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.