Tíminn - 08.03.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 8. mars 1988 Undanþagur fra bílbeltanotkun: Ekki beltaskylda við hættulegar aðstæður Eins og allir landsmenn vita, þurfa nú flestir að nota öryggisbelti við akstur, en alls ekki allir og heldur ekki alls staðar. Dæmi um slíkar undanþágur eru lögreglumenn, þegar þeir hafa meðferðis handtekinn mann eða aðra sem hætta kann að stafa af, leigubílstjórar þegar þeir eru við vinnu sína, og þeir aðilar sem hafa hjartagangráð. „Gangráðurinn sést ekki og í lögunum er talað um undanþágur frá beltanotkun. Þar segir að þeim sé ekki skylt að nota öryggisbelti sem hefur meðferðis læknisvottorð, sem undanskilur hann notkun þeirra af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum. Ef viðkomandi aðili hefur meðferðis slíkt vottorð sem hann getur sýnt að hann sé undanþeginn, þá er hann alveg löglegur," sagði Ómar Smári Ármannsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar lögreglunnar í samtali við Tímann. f>á ber ekki skylda til að nota öryggisbclti þegar bifreið stendur kyrr, er ekið aftur á bak, er ekið um á bifreiðastæði, við bensínstöð, við- gerðarverkstæði eða svipaðar að- stæður. „Síðan segir að ekki sé skylt að nota öryggisbelti við akstur í at- vinnuskyni, þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara úr og í bifreiðina með stuttu millibili. Þetta myndi t.d. eiga við um útburð eða blaðaburð, þar sem farið er hús í hús. En það myndi ekki við um akstur milli hverfa," sagði Ómar Smári. Leigubílstjórar eru, eins og áður sagði, einnig undanþegnir bílbelta- notkun. Ómar Smári sagði að í þeirra tilfelli hefði öryggissjónármið gagnvart þeim sem væru í bílnum hverju sinni, verið sett ofar umferð- aröryggi, enda er mjög auðvelt að „hengja" leigubílstjóra í bílbelti úr aftursæti. Loks ber ekki skylda til að nota bílbelti þegar ekið er við erfið eða hættuleg skilyrði utan þéttbýlis, t.d. í ófærð eða þar sem hætta er á skriðuföllum eða snjóflóðum. Þann- ig ber mönnum ekki skylda til að nota bílbelti þegar Ólafsfjarðarmúli er ekinn, eða um óvegi, eins og þeir eru nefndir. Ómar Smári sagði að þegar litið væri yfir landið, fyrstu sex daga nýju umferðarlaganna, væri þátttaka landsmanna í umferðarátakinu mjög góð og mun færri óhöpp hefðu verið tilkynnt til lögreglunnar en síðustu ár. Þannig hafa orðið 14 óhöpp á dag frá 1. mars, en á síðasta ári urðu 24 óhöpp hvern dag fyrstu sex daga marsmánaðar. Samkvæmt slysatölum umferðar- deildar hcfur þróunin orðið sú síð- ustu þrjú ár, að slysum hefur fækkað í febrúar, en aukist jafnt og þétt í mars. Þannig urðu 7slys í mars 1985, 15 slys 1986 og 20 slys 1987. Haldi þróunin áfram verða 25-30 slys í þessum mánuði. „Við verðum að sameinast um að snúa þróuninni við og fækka slysun- um helst niður í ekkert,“ sagði Ómar Smári að lokunr. -SOL Ólafsfjarðarmúli. Myndin er tekin í hámúlanum. Þar er ekki skylda að aka með bilbelti frekar en á öðrum sambærilegum vegum. Reykjavíkurskákmótið: Jón L. sigraði Jón L. Árnason náði sigri á 13. Reykjavíkurskákmótinu, sem lauk sl. sunnudag. Hann tók jafnteflis- boði Sovétmannsins Mikhail Gure- vich í síðustu umferðinni, en sá hálfi vinningur tryggði Jóni efsta sæti mótsins, hálfum vinningi um- fram næsta mann, Grikkjann Ko- tronias. Það verður ekki annað sagt en að árangur Jóns L. sé stórglæsilegur, hann hlaut 8,5 vinn- inga af 11 mögulegum, og tapaði einungis einni skák, gegn Kotro- nias. í 3.-6. sæti með 7,5 vinninga lentu Margeir Pétursson, Sovét- mcnnirnir Gurevich og Dolmatov og Dizdar frá Ungverjalandi. í 7.-10. sæti með 7 vinninga lentu síðan Helgi Ólafsson, Bandaríkja- maðurinn Walter Brown, Zsuzsa Pulgar, ein ungversku Pulgar-systr- anna og landi hennar, Adorjan. Þrátt fyrir að Reykjavíkurskák- mótinu sé lokið, verður skákin án efa áfram í sviðsljósinu, því að á morgun hefst sterkt skákmót á Akureyri þar sem allir okkar sterk- ustu skákmenn taka þátt, þ.á m. Jón L. Árnason og Jóhann Hjartar- son, auk nokkurra þekktra er- lendra meistara. óþh BÚLGARÍA SOLARPARADIS VIÐ SVARTAHAFIÐ VIDEÓMYNDIR Á SKRIFSTOFUNNI ALLA DAGA DRAUMASTAÐUR SÓLDÝRKENDA ÍÁR FERDAÍÍÍiVAL Hafnarstræti 18 © 14480 - 12534

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.