Tíminn - 08.03.1988, Side 14
14 Tíminri'
Þriðjudagur 8. mars 1988
Vestmannaeyjar
Almennur fundij
mannaeyjum fiq
koma Halldór
landbúnaðarráð
ánsdóttir \
Allir velkomnir.
Landssambandl
dæmunum f sa
hér segir:
Norðurland eys
stræti 90.
Húsavik, lauga
m stjórnmálaviðhorfið verður á Skansinum Vest-
udagskvöldið 10. mars n.k. kl. 20.30. Á fundinn
rímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason
a, Guðni Ágústsson alþingismaður, Unnur Stef-
aður og Guðmundur Búason varaþingmaður.
ndir LFK í kjördæmum
sóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör-
nu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem
Akureyri fimmtudaginn 3/3 kl. 20.30, að Hafnar-
nn 5/3 kl. 14.00 f Fólagsheimilinu.
Jónfna
Kópavogur miðvikudaginn 9. mars
kl. 20.30, að Hamraborg 5.
Vestmannaeyjar
laugardaginn 12. mars.
Vestfirðir, helgin 19,-
20. mars. Nánar aug-
lýst síðar.
Allar velkomnar
Unnur
Helga
Magdalena
Inga Þyrf
91-641714
Arndís
99-6396
Dagbjört
93-86665
h ^/z ;A At?
flösl 'VAr/fryj]
'4 MÉjOa rJ
r,e?
' /H'
/ 7
Norrænt kvennaþing
Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að
tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs.
LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa
fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF I DREIFBÝLI:
Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa
áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið
í Osló beðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma
91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum.
LFK
AÐ UTAN
Útlit og horfur í
Bandaríkjunum
á kosningaári
Fá Bandaríkjamenn
loksins almanna-
tryggingakerfi?
Milli 35-37 milljónirBandaríkja-
manna hafa engar sjúkratrygging-
ar. Flestir hinna ótryggðu hafa
komið á vinnumarkaðinn á þessum
áratug, þegar mikill uppgangur
var í bandarísku efnahagslífi. Nú
eru breyttir tímar og vinnuveitend-
ur og stjórnmálamenn eru í æ
ríkari mæli að gera sér grein fyrir
þessu vandamáli. Það voru fyrst og
fremst litlu fyrirtækin sem sköpuðu
10 milljónir nýrra starfa og þessi
litlu og oft nýstofnuðu fyrirtæki
hafa ekki (enn sem komið er) efni
á að tryggja starfsmenn sína. Tveir
þriðju hlutar þeirra sem ekki eru
tryggðir vinna hjá fyrirtækjum sem
hafa færri en 25 starfsmenn. Demó-
kratinn Edward Kennedy hefur
flutt á Bandaríkjaþingi lagafrum-
varp um skyldutryggingar og verð-
ur það tekið fyrir á næstu vikum. í
heimaríki Kennedys, Massachus-
etts, hefur verið, að undirlagi Mic-
haels Dukakis, ríkisstjóra, sam-
þykkt með stuðningi sveitafélaga,
samtaka borgara og vinnuveitenda
að koma á skyldutryggingakerfi
sem verður hið fyrsta í Bandaríkj-
unum. Ef vel tekst til í Massachus-
etts þá er líklegt að fleiri ríki fylgi
eftir. í dag eru Bandaríkin og
Suður-Afríka einu iðnaðarþjóðirn-
ar sem ekki hafa lögboðnar skyldu-
tryggingar.
(Industry Week/sg)
Afleiðing verðhrunsins
og breytt gildimat
Sú mikla bjartsýni og viðreisnar-
andi sem ríkti í Bandaríkjunum
við upphaf þessa áratugs hefur
orðið að víkja vegna óhagstæðrar
efnahagsþróunar. Frá því Reagan
vann sinn fyrsta kosningasigur 4.
nóvember 1980 hefur orðið breyt-
ing til hins verra í efnahags- og
þjóðfélagsmálum og sem afleiðing
af því hefur dregið úr fram-
kvæmdavilja fólks. Margir eru
þeirrar skoðunar að verðhrunið í
Wall Street 19. október síðastlið-
inn hafi sett punkt aftan við upp-
gangstímabil áttunda áratugarins
sem einnkenndist af trúnni á ótak-
markaða efnahagslega velmegun
og vöxt. Þjóðfélagsfræðingar
vestra segja að áfallið vegna kaup-
hallarhrunsins hafi gert almenningi
Ijósa þá staðreynd að breytt efna-
hagsskilyrði kalli á nýhugsun í
stjórnmálum og jafnframt á marg-
víslegar þjóðfélagsumbætur. Þjóð-
félagsfræðingarnir álíta að næsti
áratugur muni einkennast af leit-
inni að nýjum leiðum til framfara
og auknum skilningi og vilja á að
bæta hag bágstaddra.
(Newsweek/sg)
Bandaríkin,
slæm efnahagsspá
Frá og með janúar 1989 mun
Demókrataflokkurinn hafa sinn
mann í Hvíta húsinu og hafa meiri-
hluta jafnt í öldungadeild sem
fulltrúadeild bandaríska þingsins.
Afturkippur í efnahagslífi
Iandsins, aukin verðbólga og von-
brigði vegna efnahagsstefnu Reag-
ans forseta hjálpa demókrötum til
valda. Nýja ríkisstjómin mun grípa
til verndaraðgerða til að verjast
innflutningi frá offramleiðslulönd-
um eins og Japan og Vestur-
Þýskalandi. Verslunarstríðið við
Efnahagsbandalag Evrópu mun
harðna og Bandaríkjamenn taka
upp meiri einangrunarstefnu í
Þjóðfélagsfræðingar
vestra segja að áfallið
vegna kauphallar-
hrunsins hafi gert al-
menningi Ijósa þá
staðreynd að breytt
efnahagsskilyrði kalli á
nýhugsun í stjórnmál-
um og jafnframt á
margvíslegar þjóðfél-
agsumbætur. Þjóð-
félagsfræðingarnir
álíta að næsti áratugur
muni einkennast af leit-
inni að nýjum leiðum til
framíara og auknum
skilningi og vilja á að
bæta hag bágstaddra.
(Newsweek/sg)
utanríkisviðskiptum og varnar-
málaum.
Stuttu eftir stjórnarskiptin legg-
ur nýja stjórnin innflutningsgjald á
hráolíu og hækkar skatta og kennir
fráfarandi stjórn um þessar óvin-
sælu aðgerðir. Þrátt fyrir þessar
ráðstafanir í efnahagsmálum fer
halli ríkissjóðs ekki undir 120 mill-
jarða dollara á ársgrundvelli og
afleiðingin verður sú, að Banda-
ríkjamenn verða æ háðari erlendu
fjármagni, sem leiðir til þess að
gengi dollarans helst lágt. Sá sem
dregur upp þessa dökku mynd er
F.T. Haner, forstjóri BERI stofn-
unarinnar í Genf, í nýútkominni
skýrslu stofnunarinnar um útlit og
horfur í Bandaríkjunum.
Það kemur ennfremur fram í
skýrslunni, að nýju stjórninni tekst
ekki að komast fyrir orsakir hallans
í þjóðarbúskapnum og á utanrík-
isversluninni, því stjórmálum í
Bandaríkjunum er háttað á þann
veg að róttækar aðgerðir eru aðeins
mögulegar þegar öllum kjósendum
og stjómmálamönnum er orðið
ljóst að hætta er á ferðum. Neyt-
endalán eru komin í 42% af ráð-
stöfunartekjum og undirstrikar
það nauðsynina á að draga verður
úr nesylu sem aftur á móti hefur í.
för með sér samdrátt í atvinnulíf-
inu. Nýkjörin stjórn mun brátt
þurfa að takast á við alvarleg
vandamál og þá sérstaklega vegna
aukningar bankagjaldþrota og
minnkandi trausts erlendra fjár-
festingarfyrirtækja. BERI stofnun-
in gerir ráð fyrir að Bandaríkjadal-
ur falli niður í nýtt lágmark og
jafngildi 1,50 vestur-þýsku marki
eða 120 japönskum jenum en
hækki síðan í 1,75 mörk og 150
jen. Um 1990 má búast við að
dalurinn verði í 2,00 mörkum og
150 jenum. Þrátt fyrir skattahækk-
anir verður tap ríkissjóðs um 5%
af brúttóframleiðslu. Núna er hall-
inn tæplega 2,5% en eykst vegna
samdráttar og útgjaldaaukningar
rfkisins sem rekja má til skulda-
kreppu landsins. Þetta hefur aftur
þau áhrif að tekjur af sköttum
minnka. Verðbólgan, sem er áætl-
uð 5% árið 1989, verður um 10%
árið 1990. Vandamál sem rekja má
til þess hvemig stáliðnaður jafnt
sem olíu- og vefnaðariðnaður
landsins er uppbyggður gera efna-
hagsvandann alvarlegri og hafa
þau áhrif að kreppan verður lang-
vinnari. Fasteignamarkaður, land-
búnaður og bankar eiga einnig í
vanda sem á rætur sínar að rekja
til þess hvemig þessar greinar efna-
hags- og atvinnulífs eru uppbyggð-
ar. Lágt gengi dollars og verðbréfa
verður til þess að evrópsk fyrirtæki
byrja að fjárfesta í miklum mæli á
árinu 1990. BERI skýrslan spáir
uppgangi á ný upp úr 1991 og þá
munu Bandaríkin verða góður
kostur fyrir erlend fyrirtæki vegna
þess að laun og launakostnaður
mun liggja um 40% undir því sem
verður t.d. í Sviss og Vestur-
Þýskalandi. Vinnuandi batnar og
framleiðni eykst.
(BERI-Lánderreport USA/sg)
Bandaríkjamenn
geta ekki lengur
borgað brúsann
Bandaríkjamenn geta ekki leng-
ur staðið undir kostnaði við örygg-
isvarnakerfi Vesturlanda án þess
að fá mikia hjálp í framtíðinni frá
bandamönnum sínum. Nefnd und-
ir forsæti Pentagonsmannsins Fred
Iklé hefur látið fara frá sér áætlun-
arskýrslu um málið og þar kemur
skýrt fram að NATO-ríkin í
Evrópu verði að axla meiri byrðar
en nú er í varnarsamstarfi banda-
lagsins. Reaganstjórninni þótti
áætlun nefndarinnar það pólitískt
viðkvæm, að Iklé og Shultz utan-
ríkisráðherra máttu ekki greina frá
henni í sjónvarpi. Iklé-nefndin seg-
ir að allt bendi til þess að Kína
verði annað sterkasta iðnríki ver-
aldar í seinasta lagi um 2010, með
4 billjóna dala þjóðarframleiðslu,
og mun þá standa jafnfætis Japan.
Þjóðarframleiðsla Sovétríkjanna
mun á því tímabili liggja undir 3
billjónum. Bandaríkin snúa sér æ
meir í átt til Asíulanda og fjarlægj-
ast Evrópu. Öryggisvarnakerfi
heimsins, eins og við þekkjum það
nú, ráða Bandaríkjamenn ekki
lengur við að greiða því þeir eru í
dag skuldugasta þjóð veraldar. f
framtíðinni vilja þeir heldur ekki
borga vegna þess að þeir hafa meiri
hagsmuna að gæta annars staðar
en í Evrópu. Evrópubúar geta
verið vissir um að ókomnar ríkis-
stjórnir láta ekki niðurstöður sem
þessar hverfa niður í neðstu skúffu.
Fyrir færri hermenn og færri eld-
flaugar verða bandalagsþjóðimar
að borga meira.
(U.S.News & World Report/sg)