Tíminn - 08.03.1988, Qupperneq 6
Leysist íbúða- og kennaraskortur landsbyggðarinnarsjálfkrafa?:
Þriðjudagur 8. mars 1988
6 Tíminn
Börn að leik í fjöru á höfuðborgarsvæðinu. Þeim fækkar börnunum sem leika sér í fjörum úti um land.
BORNUM SNARFÆKKAR
Á LANDSBYGGÐINNI
Böm undir 15 ára aldri búsett utan suövesturhorns landins vom
kringum eitt þúsund færri um síðustu áramót heldur en tveim ámm
áður og um 2.050 færri, eða 7,5%, heldur en í árslok 1981,
samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Hlýtur því annað tveggja að
gerast að skólabekkjum fækki verulega ellegar börnum í hverjum
bekk. Mest er fækkunin á Noröurlandi eystra, um 760 eða rúmlega
10%, eða 760 bömum færra en 1981. Börn á þessum aldri eru nú
álíka mörg í landinu og 1981 og hefur því fjölgað álíka á
höfuðborgarsvæðinu og þeim hefur fækkað úti á landi.
Heildaríbúafjöldi landsbyggðar-
innar er nánast sá sami og 1981
(fækkað um 14 manns). Auk fram-
angreindra 2.050 barna er nú 1.220
færra í 15- 19 ára hópnum á lands-
byggðinni. Börn og ungmenni undir
tvítugsaldri eru því samtals um 3.270
færri en fyrir sex árum og fólk yfir
þeim aldri því þeim mun fleira. T.d.
hefur sextugum og eldri fjölgað á 8.
hundrað.
Hvert fór fólk í bameign?
Til þess að átta sig betur á hvert
stefnir - og að þessi fækkun er ekki
fyrst og fremst vegna minni barn-
eigna almennt - er fróðlegt að gera
samanburð á sama hópnum nú um
síðustu áramót og fyrir 5 árum. I
árslok 1982 var ungt fólk á aldrinum
15-29 ára búsett úti á landi samtals
um 26.900 manns. Sá hópur er nú
orðinn 20-34 ára. Á þeim aldri eru
nú um 24.100 búsettir á landsbyggð-
inni. Nær 2.800 úr þessum hópi, eða
um 9%, hafa því horfið á brott
umfram jafnaldra þeirra sem kynnu
að hafa sest að úti á landi í staðinn.
(Þar af hafa 1.635 sest að í Reykj avík
einni).
Hér er um að ræða fólk á þeim
aldri (20-34 ára) sem kemur til með
að sjá um fjölgun íslendinga (barn-
eignirnar) næstu árin. Um 9% fækk-
un þess hóps á aðeins 5 árum virðist
síður en svo gefa landsbyggðar-
mönnum miklar vonir um að fólks-
fækkuninni verði snúið við nema að
einhverjar afgerandi og ófyrirséðar
breytingar eigi sér stað. Hér er
einnig um þann aldurshóp að ræða
sem algengast er að stofni til búskap-
ar og standi í húsbyggingum. Þarf
því kannski engan að undra að Iítið
hafi verið um íbúðabyggingar utan
suðvesturhorns landsins hin síðari
ár.
Sjötti hver kemur
ekki til baka
Nánari athugun á enn þrengri hóp
gæti kannski gefið til kynna að
útlitið væri enn alvarlegra en álykta
má af framangreindu.
Fyrir fimm árum bjuggu úti á
landi 9.150 manns á aldrinum 20-24
ára. Þetta er sá aldur sem algengast-
ur er í háskólanámi og væri því
eðlilegt að álykta að töluvert af
þessum hópi byggi annarsstaðar í
bili, annað hvort í Reykjavík eða
erlendis. Ef stór hluti þeirra hefði
komið til baka að námi loknu sýndist
eðlilegt að hópur 25-29 ára fólks, nú
fimm árum síðar, gæti jafnvel verið
stærri.
Þvert á móti búa nú hins vegar
aðeins um 7.900 manns á aldrinum
25-29 ára utan suðvesturhornsins.
Hefur því enn orðið fækkað um
1.240 manns. Það þýðir að nær 6.
hver úr þessum árgöngum hefur
horfið á brott s.l. 5 ár, umfram
jafnaldra þeirra sem kynnu að hafa
sest að úti á landi í staðinn.
Jafn margir nú og 1981
Sem fyrr segir eru íbúar lands-
byggðarinnar nú nánst nákvæmlega
jafn margir og þeir voru í árslok
1981. Á sama tíma hefur íslending-
um í heild fjölgað um 15.400 manns
- eða sem svarar öllum íbúum Aust-
urlands og Húsvíkur í kaupbæti. Þar
af hafa Suðurnesjum aðeins bæst
u.þ.b. einn Seyðisfjörður. í Grafar-
vogi, Ártúnsholti, Víðidal og
Granda hafa Reykvíkingar byggt
upp sem svarar nýrri Húsavík, Nes-
kaupstað, Eskifirði og 10 sveitum
Norður-Múlasýslu að viðbættum
Egilsstöðum. Önnur 20 sveitarfélög
S-Múlasýslu og Austur-Skaftafells-
sýslu hafa svo dreifst niður á ná-
grannasveitarfélög borgarinnar.
- HEI