Tíminn - 08.03.1988, Side 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 8. mars 1988
Titnirin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Hattur og stafur
Alþýðubandalagið og fulltrúar þess eru þekktir
að því að ástunda stórar göngur. Þeir ganga á milli
Keflavíkur og Reykjavíkur og þeir gengu á lóð
járnblendiverksmiðjunnar við Hvalfjörð. Þeir
gengu ásamt krötum út af Alþingi og nú höfðu þeir
forustu um að ganga út af fundi í borgarstjórn.
Þetta pólitíska trimm þeirra alþýðubandalags-
manna þýðir að allt samstarf við þá, t.d. gegn
borgarstjórnarmeirihluta er þeim vanda undirorp-
ið, að þurfa að sinna gönguferðum. Þær geta verið
heilsusamlegar, en sem pólitísk aðgerð orka þær
mjög tvímælis, vegna þess að útgöngur minnihluta
upplýsa um lítinn félagslegan þroska og þá stað-
reynd, að fái minnihluti ekki að ráða er hann
tilbúinn að leggja niður umboð sitt, a.m.k. um
stundarsakir. Þetta er alvarlegur kækur, eða jafn-
vel ein tegund af heilsuleysi, og það er ekki hægt
að ætlast til að alvöruflokkar séu reiðubúnir til að
leggja niður hið lýðræðislega mynstur aðeins til að
sinna skapsmunum einhverra offara.
Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í borgarstjórn, hefur stutt byggingu ráðhúss
en gert ýmsar skynsamlegar athugasemdir við
málsmeðferð, eins og fram hefur komið í fréttum.
Hún fylgdi ekki minnihlutanum til dyra í borgar-
stjórn og hafði til þess ærnar ástæður. Meirihluti
borgarstjórnar hefur samþykkt byggingu ráðhúss
og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra,
hefur samþykkt bygginguna. Það verður því ekki
í fljótu bragði séð hvað fulltrúar voru að erinda út
af borgarstjórnarfundi, þar sem ráðhúsmálið hafði
verið afgreitt á lýðræðislegan hátt. Kannski vekur
mesta furðu, að kratar létu hafa sig í að ganga út
með Alþýðubandalaginu þvert ofan í ákvörðun
eigin ráðherra í málinu. Hefði þó mátt álíta að sá
flokkur væri ekki beint til skiptanna.
Framsóknarmenn eru stoltir af fulltrúa sínum í
borgarstjórn. Sigrún er að vísu í minnihluta og
hefur haft samstöðu með minnihlutanum um ýms
mál, en sérstaða hennar í ráðhúsmálinu er óhagg-
anleg. Sérstaða hennar í mörgum öðrum málum
hefur einnig vakið athygli. Hins vegar hefur
minnihluti tilhneigingu til að starfa saman í andófi
sínu gegn meirihluta og það er af því góða og
fullkomlega lýðræðisleg vinnubrögð. Hins vegar er
ástæðulaust fyrir minnihlutann að láta Alþýðu-
bandalagið hafa forustu á hendi, enda sýnir nýlegt
dæmi um pólitískt trimm fulltrúa þess að þeir eru
ekki til þess færir. Útgangan á fundi borgarstjórnar
var sett á svið og vel undirbúin. Borgarstjóri hefur
nokkra reynslu af leiklist. Hann lék Bubba kóng.
Þar flutti hann texta sinn en sleppti að lesa
leiðbeiningar. En þegar Alþýðubandalagið bregð-
ur fyrir sig leiksýningu þá les það leiðbeiningarnar
líka og segir: Tekur hatt sinn og staf og gengur út
til vinstri.
11 GARRI'
llllllll!
1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Samkeppnin í sjónvarpinu
Það fer ekki á miili mála að stór
hluti þjóðarinnar hcfur setið við
sjónvarpstækin á laugardagskvöld
og hlýtt á málflutning Guðjóns B.
Ólafssonar út af Sambandsmálun-
um sem hvað mest hefur gengið á
út af nú undanfarið. Hér er þó ekki
ætlunin að ræða þau mál heldur að
nefna atríði er varðar samkeppnina
á milli sjónvarpsstöðvanna.
Þcir á Stöð tvö höfðu nefnilega
þann háttinn á að greina frá því í
byrjun fréttatímans að síðar ■ hon-
um myndu þeir flytja þetta viðtal
við Guðjón. Þetta endurtóku þeir
síðar, en gættu þess svo vandlega
að byrja ekki útsendingu viðtalsins
fyrr en það langt var liðið að tryggt
væri að hún drægist vel fram á
fréttatíma Rikissjónvarpsins. Og
svo vildi auðvitað þannig til að
þeim megin voru menn líka með
viðtal við Guðjón, og eins og
góðum fréttamönnum sæmir byrj-
uðu þeir fréttaiíma sinn með því að
senda það út. Og stóðst það nokk-
urn veginn á endum að þcir sem
fyrst horfðu á Stöð tvö og stilltu
síðan yfir á hina stöðina sáu þar
lítið meira en lokaorð Guðjóns.
Afleiðingin varð svo sú að allur
sá fjöldi fólks, sem þetta kvöld
hefur byrjað á því að horfa á hina
stöðina missti af öllu saman hjá
Ríkissjónvarpinu. Út af fyrír sig er
ekki ástæða til að ásaka einn né
neinn fyrír þetta. En samt er það
talandi dæmi um það hvað sam-
keppnin hér í fjölmiðlaheiminum
er orðin hörð. Ingvi Hrafn og hans
menn sáu ekki við þessu og létu Pál
Magnússon og lið hans á Stöð tvö
snúa á sig.
Púkinn
Hér í Tímanum á laugardag var
fjallaö í nokkru máli um nýtt
íslenskt stafsetningarforrít sem
nefnist Púki. Það hefur að vísu
ekki veríð venja Garra að fjalla um
tölvumál í þessum pistlum, en hitt
er annað mál að þetta litla forrít er
þess eðlis að þar er á ferðinni meiri
háttar bylting fyrír alla þá sem
þurfa að koma einu eða öðru efni
saman í rituðu máli á tölvu. Þetta
snýr ekki hvað síst að blaðamönn-
um, sem nú orðið sitja daginn út
og daginn inn við tölvur í stað
ritvélanna áður. Reynslan sýnir
líka að það skiptir engu máli hvað
þjálfaðir menn eru orðnir í því sem
hér áður hét vélrítun en nú oröið
heitir víst innsláttur á lyklaborð.
Menn komast aldrei hjá því að
gera einhverjar ásláttarvillur, slá
einum staf of mikið, sleppa úr staf
eða reka einhvem fingurinn í ann-
an staf en þann sem átti að nota.
Að ekki sé talað um þá sem eru
óvissir í stafsetningu og fá þama
góðan stuðning.
í þessum málum er þessi litli og
notalegi Púki hreint ómetanleg
hjálp. Komi eitthvað af þessu tag-
inu fyrír gefur hann umsvifalaust
aðvörunarmerki svo að sá sem
skrífar stansar við og getur leiðrétt.
Það er ungur maður, sem heitir
Friðrik Skúlason, sem hefur fundið
þetta þarfaþing upp. Það fer ekki
á milli mála að hann hefur þar
skilað þörfu verki, sem hann þess
utan selur á mjög viðráðanlegu
verði.
Verð á forrítum
Og talandi um tölvur þá er það
satt að segja engu lagi líkt hvílíkt
verðlag er hér á algengum forrit-
um. Til skýríngar fyrir þá, sem enn
em óinnvígðir í tölvuheiminn, má
geta þess að tölvumar sjálfar em
ekki annað en vélar, og til þess að
stýra þeim þarf sérstakar raðir af
skipunum sem ganga undir heitinu
forrit. Þannig þurfa þeir sem vilja
skrífa á tölvu fyrst að verða sér úti
um ritvinnsluforrít, þeir sem vilja
færa á hana bókhald þurfa bók-
haldsforrit og þar fram eftir götun-
um.
Og þessi forrít em rándýr, að
minnsta kosti fyrir venjulegt ís-
lenskt launafólk, því að algengast
er að verð þeirra hlaupi á tugum
þúsunda króna. Reyndar fer ekki
hjá því að menn hafl fyrirtækin,
sem framleiða þetta og selja, gron-
uð um að hugsa ekki síður um eigin
hag en notenda í viðskiptaháttum
sínum. Þannig sá Garri í Morgun-
blaðinu síðast á sunnudag auglýst
nýtt stýriforrit frá cinum stærsta
forrítasalanum, sem á að lcysa af
hólmi dosinn, sem til þessa hefur
veríð notaður til að stjóma einka-
tölvunum, eða PC tölvunum svo
nefndu.
Vafalaust er þetta nýja forrít
afsakað með því að framþróunin í
tölvumálunum sé hröð og að þar
séu á ferðinni tæknilegar nýjungar
sem nú fyrst hafl veríð að koma
fram í dagsljósið. En því er ósvarað
hvað það kostar tölvunotendur ef
nú á allt í einu að fara að skipta um
sjálft stýriforritið í öllum vélum.
Það væri i sjálfu sér ekki ósvipað
og ef ný bflvél kæmi á markaöinn,
sem endilega þyrfti að koma inn í
hvert einasta ökutæki sem á hjól-
um rcnnur ■ landinu. Garrí
VÍTTOG BREITT
HVADNÆST?
Verkalýðsfélögin fella kjaras-
amninga forystu sinnar hvert í
kapp við annað og 350 verkakonur
í Eyjum hafa sagt skilið við fisk-
pökkun og ormatínslu um sinn og
eru ekkert að puða við að bæta
launin sín ofurlítið í sífelldu striti
og kappi við að komast fram úr
sjálfum sér og bónusnum. Þær eru
komnar í verkfall á miðri vetrar-
vertíð og nú geta karlarnir bitist
um aflann á fiskmarkaði og siglt
með hann ísaðan og selt í fisk-
vinnslur erlendis. En konurnar
leita betri samninga og allir eru í
óskaplegum vanda.
Fiskvinnslan og útgerðin eru ým-
ist fyrir ofan eða neðan núllið og er
tapið og vandamálasúpan reiknuð
í mínusprósentum en fyrir ofan
núllið er aldrei neitt. Því er ekkert
til skiptanna þegar verkafólkið í
fiskiðnaðinum heldur að það gcti
orðið sér út um kauphækkun.
Svo laglega tókst til að þessu
sinni að gengið var fellt milli þess
að verkalýðsforkólfarnir sömdu og
atkvæðagreiðslur um samningana
fara fram í félögunum.
Núlllausnin erfið
í framkvæmd
Fastgengisstefnan brast til að
leysa vanda frystiiðnaðarins og
samningarnir eru felldir m.a. vegna
þess að verkafólk veit rétt eins og
aðrir að margháttaðar kostnaðar-
hækkanir fylgja í kjölfargengisfell-
ingar. Nýja gengisskráningin átti
að bæta frystihúsunum upp aukinn
launakostnað og kaupið að hækka
til þess eins að mæta auknum
kostnaði við að hafa í sig og á. Bágt
er að koma auga á að verið sé að
semja um kjarabætur eða að bæta
hlut fyrirtækjanna með þeim
skollaleik sem settur er á svið í
Garðastræti eftir handriti sem
skrifað er í Arnarhváli og Seðla-
bankabyggingunni.
Svokallaður vandi fiskvinnsl-
unnar er ávallt hinn sami, of há
gengisskráning og eru þau vand-
ræði alltaf leyst á sömu lund, að
lækka gengið og á eftir dinglar allt
fjármálalíf þjóðarinnar, ýmist fyrir
ofan eða neðan núllið, sem er hin
sígilda viðmiðun Þjóðhagsstofnun-
ar og að manni virðist stundum
markmið - að halda öllu á núll-
punktinum.
Óleyst
samanburðardæmi
Eitthvað er dularfullt við að
gengisskráning og kauptaxtar eru
aldrei í takti við þarfir fiskvinnsl-
unnar og/eða útgerðarinnar.
Aldrei er á það minnst að eitthvað
kunni að vera athugavert við upp-
byggingu og rekstur fiskiðnaðarins
sem alltaf hjarir á heljarþröm.
Það er óútskýrt hvernig hægt er
að greiða mönnum margföld laun
við að frysta fisk úti á sjó miðað við
hvað greitt er fyrir handtökin í
landi. Kostnaður við frystitogara.
vinnslusali og tæki er síst minni en
við frystihús uppi á þurru. Þar að
auki fá þeir sem vinna við fisk-
vinnslu úti á sjó skattaívilnanir,
sem ekki þekkjast hjá landverka-
fólki.
Þarna eru óleyst dæmi fyrir
samanburðarfræðinga launþega-
samtakanna að kljást við.
Þeir sem semja um kjör sín
undir verndarvæng Verkamanna-
sambandsins starfa við sitthvað
fleira en að verja fisk skemmdum
þótt vandamálaflækjan beinist öll
að fiskvinnslunni eins og stendur.
En aðrar atvinnugreinar eiga hæg-
ara um vik að demba öllum kostn-
aðarhækkunum út í innlent verðlag
og eiga því ekki við neinn vanda að
stríða þótt hækka þurfi kaupið,
núllið er alltaf um kyrrt á sínum
stað.
Eins og stendur getur enginn
svarað þeirri spurningu hvað taki
nú við í kjarabaráttunni. Samn-
ingahrinunni í Garðastræti er
lokið, konurnar í Vestmannaeyj-
um í verkfalli og samningarnir
felldir víðast hvar um landsbyggð-
ina. Kokhraustir forkólfar verka-
lýðsfélaga setur hljóða þegar þeir
eru spurðir hvað þeir ætli að gera
næst og málamyndafundir eru
haldnir hjá sáttasemjara.
Meiri gengisfellingu segja frysti-
húsamenn og eru enn fyrir neðan
núllið og fjármálaráðherra segir
fullum fetum að komi til meiri
gengisfellingar fylgi með krafa um
lögbindingu launa og sviptingu
samningsréttar.
Á sama tíma stefnir viðskipta-
hallinn í lOmilljarða oghálfþjóðin
er nýbúin að kaupa bíl og hefur
pantað sumardvöl á sólarströnd-
um.
Og það er aðeins Verkamanna-
sambandið sem búið er að semja
og aðildarfélögin að fella. Allir
aðrir kjarasamningar eru óútkljáð-
ir. OÓ