Tíminn - 08.03.1988, Side 15
Tíminn 15
Þriöjudagur 8. mars 1988
BLÖÐ OG TÍMARIT
Blað islenskustúdenta
Á35. hefti afMími.blaði stúdenta
í íslenskum fræðum hér við Háskól-
ann, stendur raunar að það sé gefið
út í júlí 1987, en það barst þó ekki
hér inn á ritstjórnina fyrr en ör-
skömmu fyrir jól. Máski er svo
ástæða til að biðjast velvirðingar á
því að heftið lenti í bunka þeim hjá
undirrituðum sem hann ýtti á undan
sér fram yfir hátíðir í öllum önnum
bókavertíðarinnar, og er þar komin
ástæða þess að umsögn um heftið er
hér dálítið á seinni skipunum.
Blað þetta á sér orðið langa út-
gáfusögu, og er þetta 26. árgangur
þess. Undirritaður kom reyndar ná-
lægt útgáfunni á byrjunarárum
blaðsins og námsárum sínum í ís-
lensku við Háskólann og hefur reynt
að fylgjast með því síðan. Og óhætt
mun að fullyrða að í áranna rás er
það orðið býsna margt af áhuga-
verðu og bitastæðu fræðilegu efni
sem komið hefur fyrir sjónir lesenda
á biaðsíðum Mímis. Að vísu hefur
blaðið sjaldnast verið tiltakanlega
framúrstefnulegt eða byltingarkennt
í efnisvali og málflutningi, enda
álitamál hvort slíkt er eiginlegt verk-
efni hefðbundinna íslenskra fræða.
Þar gildir að viss íhaldssemi á vís-
indalegar kröfur og gagnrýni getur
verið af hinu góða.
En vonandi stafar það ekki af
neinni tilhneigingu til karlagrobbs
að ég get ekki sagt að ég hafi orðið
tiltakanlega gagntekinn af þessu
hefti. Það hefst á rækilegu viðtali við
fjóra kennara við deildina, þá
Bjarna Guðnason, Höskuld Þráins-
son, Eirík Rögnvaldsson og Matthí-
as Viðar Sæmundsson. Þar er á
ferðinni heldur vel skrifuð blaða-
mennska, en um það gildir þó að út
úr þessu viðtali verður fremur að
lesa tryggð við fornar dyggðir heldur
en tilhneigingar til byltinga, og má
það raunar vera af hinu góða líkt og
hér var getið.
Þar fyrir utan er nýstárlegasta
efnið þarna þrjár greinar eftir út-
lendinga sem fjalla um það sem
þarna er nefnt táknfræði. Ein er eftir
Keld Gali Jörgensen og nefnist
„Hvað er táknfræði?'-, önnur eftir
Roland Barthes og heitir „Frá Verki
til Texta" og sú þriðja eftir Umberto
Eco með nafninu „Um möguleikana
á því að mynda estetísk boð á
erlenda tungu“. í þessum greinum
eru vissulega ýmsar nýstárlegar hug-
myndir og vel skrifaðir sprettir, ekki
síst í hinni síðast nefndu. En aftur á
móti tekst ekki þarna að útskýra
hvernig ætlast sé til að þessum
hugmyndum sé beitt við hefðbundin
viðfangsefni íslenskra fræða, og líka
er að því að gæta að í fljótu bragði
verður ekki annað séð en að þetta
efni sé sótt yfir í aðra og óskylda
fræðigrein, þ.e. heimspeki. Afþeim
sökum hljóta menn óhjákvæmilega
að vera hér dálítið á verði, því að
það eru gömul og sígild sannindi að
a.m.k. f bókmenntatúlkun getur það
leitt menn út á hæpnar brautir að
grípa umsvifalaust upp hugtök og
vinnubrögð úr óskyldum fræðigrein-
um og taka þau upp í henni.
Af fræðilegu efni er svo að ncfna
grein eftir Steinunni Stefánsdóttur
sem fjallar um mun á orðavali
kvenna og karla, og aðra eftir Auði
Einarsdóttur, þar sem tekist er á við
merkingu orðasambandsins „helm-
ingi meira“ og fleira því skylt. f
báðum þessum greinum er velt upp
áhugaverðum efnum, sem kannski
vekja öðru fremur upp spurninguna
megum við fá meira að heyra.
Þá á Soffía Auður Birgisdóttir
þarna áhugaverða grein þar sem hún
beitir aðferðum kvennarannsókna í
bókmenntum til þess að kryfja fyrra
bindi skáldsögunnar Dalafólk eftir
Huldu. Þar eru einnig ýmis áhuga-
verð sjónarmið á ferðinni, enda
verður það að segjast eins og er að
ýmislegt í rannsóknum síðustu ára á
framlagi kvenna til bókmennta okk-
ar og stöðu þeirra í þeim er meðal
þess forvitnilegasta sem undanfarið
hefur verið að gerast í íslenskum
hókmenntarannsóknum.
Auk þess er í heftinu kynning á
nokkrum erlendum fagtímaritum,
nokkrir ritdómar, ein smásaga og
tvö ljóð. í heildina skoðað er þarna
því að vísu sitthvað áhugavert á
ferðinni, en vísindaleg kröfuharka
um fræðilega nákvæmni og heil-
brigða fræðilega forvitni er þarna þó
ekki tiltakanlega áberandi. Úr því
þyrfti að bæta, því að Háskóli ís-
lands er nú einu sinni sú stofnun sem
augu manna mæna upp á, jafnt hér
heima sem í útlöndum, þegar horft
er eftir ferskum hugmyndum og
vísindalegum framförum í efnum
sem falla undir einhver svið íslenskra
fræða. -esig
VIÐSKIPTALÍFIÐ
Útlend fjárfesting í
USA: $ 1,48 milljón
Dýrar eru
guðaveigar
Árlegur kostnaður Bandaríkja-
manna af ofdrykkju er um þessar
mundir um $117 milljarðar, að
sagði í Time 30. nóvember 1987.
Manntjón í Bandaríkjunum af
völdumofdrykkju 1986dróvikurit-
ið þannig saman: Um helmingur
46.000 dauðsfalla í umferðarslys-
um, um 14.000 dauðsföll af lifrar-
sjúkdómum, um 30% af 30.000
sjálfsvígum; og um helmingur
þeirra 4.000, sem drukknuðu (á
baðströndum, í sundlaugum, af
lystisnekkjum o.s.frv.) voru undir
áhrifum áfengis. Ótalin eru þá
óbeinu áhrifin. Um þriðjungur
þeirra 523.000 manna, sem afplán-
uðu refsingar í fangelsum, höfðu
verið drykkfelldir. Af þeim
250.000, sem voru án heimilis,
voru 45% ofdrykkjumenn.
Fáfnir
Bandaríska viðskiptaráðuneytið
hefur birt áætlunartölur, miðaðar
við lok september 1987, um eigur
Bandaríkjamanna erlendis: $ 1,04
billjónir, og eigur útlendinga í
Bandaríkjunum: $ 1,48 billjónir. Af
hinum síðarnefndu voru $ 745 millj-
arðar í höndum evrópskra aðila og $
187 milljarðar í höndum japanskra.
Hafa eigur útlendinga í Bandaríkj-
unum meira en tvöfaldast frá 1982,
er þær námu um $ 688 milljörðum.
Að mestu leyti eru þær í formi
verðbréfa, ýmist skuldabréfa ríkis
og einkaaðila eða hlutabréfum, þótt
kaup útlendinga á fasteignum fari
vaxandi. Þannig eiga útlendingar $
200-300 milljarða í bandarískum
ríkisskuldabréfum, sem alls munu
nema kringum $ 2 milljónum, eða
með öðrum orðum 10-15% þeirra.
í hendur útlendinga hafa líka komist
mörg þekkt fyrirtæki.
Engar lagalegar hömlur eru á
útlendri fjárfestingu í Bandaríkjun-
um, en stjórnvöld hafa meinað út-
lendingum að festa kaup á vopna-
smiðjum og sjónvarpsstöðvum.
Þessi mikla útlenda fjárfesting hefur
aukið umræður í Bandaríkjunum.
Þannig er hún helsta forsíðufrétt
International Herald Tribune 23.
febrúar 1988. í fréttinni segir: „En
Bandaríkjamenn eru farnir að spyrja
hinna sömu spurninga og uppi verða
í hverju því landi, sem tekur við
miklu útlendu fé. Er útlend fjárfest-
ing í ríkum mæli af hinu góða eða af
hinu illa? Felst í henni afsal fullveldis
(að hluta) til útlanda? Ber að setja
skorður við innstreymi útlends
fjár?“ Fáfnir
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður RagnarBorgþórsson Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamráborg 26 641195
Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177
Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði DavíðÁ. Guðmundsson Hjallagötu 1 92-37675
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
ísafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvik Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu115 94-7366
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673
Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503
Bíldudalur HelgaGísladóttir TjarnarbrautlO 94-2122
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311
Slglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Húsavik Ásgeir Guðmundsson Grundargarði 7 96-41580
Reykjahlíð lllugi Már Jónsson Helluhraun 15 96-44137
Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Einar Ólafur Einarsson Hamrahlið32 97-31124
Egllsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350
Seyðisfjörður SigríðurK. Júlíusdóttir Botnahlið28 97-21365
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiriksson Hlíðargötu8 97-51239
Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 99-4389
Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 99-3813
Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198
Stokkseyri FriðrikEinarsson Iragerði 6 99-3211
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172
Vik PéturHalldórsson Sunnubrautö 99-7124
MYNDLISTA-
OG HANDÍÐASKÓU
ÍSLANDS
Myndlista- og handíöaskóli íslands auglýsir inn-
töku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1988-89.
Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu skólans, Skip-
holti 1, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1988.
Skólastjóri
Starf aðstoð-
ardýralæknis
við embætti dýralæknis fisksjúkdóma er laust til
umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi
sérmenntun á sviði fisksjúkdóma.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarár-
stíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 8. apríl n.k.
Landbúnaðarráðuneytið,
3. mars 1988
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vináttu við andlát og útför
föður míns og tengdaföður, afa okkar og langafa,
Guðmundar Jónssonar
frá Borgarhöfn
Þökkum einnig hlýhug honum sýndan á liðnum árum. Guð blessi
ykkur öll.
SigríðurHalldóra AriJónsson
Guðmundsdóttir
Einar Sigurbergur Arason
Aðalgeir Arason Margrét Þorbj. Þorsteinsdóttir
Guðmundur Jóh. Arason Anna Hólmfríður Yates
Jón Guðni Arason Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir
Pétur Ólafur Aðalgeirsson
Vala Sigrfður Guðmundsdóttir
Ari Hlynur Guðmundsson
Rögnvaidur Guðmundsson
Ari Jónsson
AdamJónsson