Tíminn - 08.03.1988, Side 20
JfTindráttur
á tékkareikninga
launafóiks
SAMVINNUBANKI
ISLANDS HF
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
I ' \
Okeypis þjónusta
ffelíll
680300 Timinn
Tíminn
Fermingarlærdómi senn að Ijúka í þéttbýli:
Staðfestingargjald
skímar 3300 krónur
„Þaö halda mjög margir að nú sé
. fermingartörnin að hefjast hjáokk-
ur en í raun er mesta vinnan að
baki í undirbúningnum," sagði
Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur
?i í Seljasókn og ókrýndur fermingar-
kóngur íslenskra safnaða. Hann er
I sá sóknarprestur sem flest börn
ganga til spurninga hjá og eru þau
,'r 235 í ár. Annar stærsti ferntingar-
hópur á landinu er innan við 150
manns. Bernharður Guðmunds-
Í son, fréttafulltrúi kirkjunnar, sagði
í viðtali við Tímann að nýbreytni
hafi verið talsverð undanfarin ár
hjá sóknarprestum, en rúmlega
tveir áratugir væru síðan fermingin
var rædd sérstaklega á presta-
Istefnu. Því hefur vcrið ákveðið að
J á prestastefnu í vor verði hún
j aðalefnið og þá rædd frá öllum
hugsanlegum hliðum. Má þvíbúast
jivið meiri samræmingu á fram-
kvæmd og áherslum presta en verið
í hefur síðustu árin.
í ár verða trúlega fermd um 4100
- 4300 börn og er það nokkuð
Kyrrsett í höfn á Seyðisfirði
fyrir 20 milljóna kr. tryggingu:
Kongsaa fór
ekki í gær
Danska skipiö Kongsaa sýndi ekki
á sér fararsnið úr höfninni á Seyðis-
firði í gær, enda hafði útgeröarfélag
þess ekki greitt tuttugu milljóna
króna tryggingu, sem er skilyrði
fyrir að farbanni verði aflétt.
Kongsaa varð vélarvana á Þistilfirði
fyrir helgi og sigldi Stálvíkin út til að
teyma skipið í land. Á leið til lands
rákust skipin saman og urðu veruleg-
ar skemmdir á Stálvíkinni. Trygging-
in er fyrir björgunarlaunum og
skemmdum og lögð fram að ósk
lögmanns Þormóðs ramma, sem ger-
ir Stálvíkina út. þj
Leitað að manni í Ólafsvík
um heigina:
Fannst látinn
Sigurlaugur Egilsson, 35 ára gam-
all sjómaður, fannst látinn á sunnu-
dagskvöld í Ólafsvík, en hans hafði
verið saknað síðan aðfaranótt
sunnudags. Sigurlaugur hafði verið
á dansleik í Röstinni á Hellissandi
og fór einn af dansleiknum þegar
honum lauk. Þegar ekkert hafði
frést af ferðum hans á sunnudag, var
hafin leit að honum og fannst hann
um kvöldið.
Sigurlaugur lætur eftir sig konu og
þrjú börn. -SÓL
minna en í fyrra. í Reykjavík einni
verða fermd um 1700 börn og í
Kjalarnesprestakalli um 835, svo
dæmi séu tekin. Sagði Bernharður
að mikill meirihluti barna gangi nú
til spurninga og er talið að innan
við 1% barna þeirra foreldra, sem
eru í þjóðkirkjunni, vildu ekki
þiggja fermingu af ýmsum ástæð-
um.
Víðast hvar í þéttbýli munu
fermingarathafnir hefjast á Pálma-
sunnudag og verður þeim almennt
lokið um miðjan apríl. Sá sem
fyrstur fer af stað er þó áðurnefnd-
ur fermingarkóngur, Valgeir Ást-
ráðsson, prestur í Seljasókn.
Fyrsta ferming í ár verður í Selja-
kirkju þann 20. mars n.k. en þar
verða samtals níu athafnir og er sú
síðasta þann 17. apríl. í Reykjavík-
urprófastdæmi verður síðasta
ferming að öllum líkindum í Kópa-
vogi þar sem þrír söfnuðir eru
saman um aðeins eina kirkju.
Ekki er Ijóst hvað fermingar-
veislur munu kosta foreldra og
forráðamenn í ár, enda er það
mjög misjafnt eftir því hvemig að
er staðið. Það sem þeir greiða hins
vegar prestinum fyrir uppfræð-
Fermingarkóngurinn ókrýndi, Valgeir Ástráðsson prestur í Seljasókn,
með tæplega 10% af fermingarhóp sínum í ár. iímamynd camnar
sluna í ár er frá 3.100 - 3.300
krónur. Úti á landi er að auki
heimilt að bæta við allt að 10 -15%
til að mæta aukalegum aksturs-
kostnaði. Ef miðað er við nýjasta
gjaldið frá 1. mars, en það er 3.300
krónur, kemur í ljós að gjaldið til
sóknarpresta fyrir uppfræðsluna
yfir allt landið verður vart undir
13,2 milljónum. Það er því eins
víst að aðstandendur séu ýmsir
farnir að setja sig í stellingar í
sambandi við væntanleg útgjöld
þar sem þessi kostnaðarliður er
einn sá minnsti, ef frá eru talin
sálmabókarkaup. Um miðjan apríl
í fyrra gerði Tíminn athugun á
þessum kostnaðarliðum og kom þá
í ljós að ferming og veisla og flest
það sem talið er tilheyra því var
varla undir 32 þúsund krónum en
þá voru gjafir annarra en foreldra
ekki taldar með. Þá kostuðu t.d.
ódýrustu fermingarfötin u.þ.b.
sama og gjaldið til prestsins, sálma-
bókin og kyrtilleigan. KB
&í!Ás£:>
■i
ffWffi
IV ■ .'á2Í.v.Á‘ii ■■■
Eldur í húsi númer 5 viö Njálsgötu:
Mikið tjón
Húsið númer 5 við Njálsgötu í
Reykjavík er mikið skemmt eftir
eldsvoða í gærkvöldi. Ekki urðu
slys á fólki. Talið er að eldur hafi
komið upp í eldhúsi á fyrstu hæð.
Slökkvistarf gekk vel. Myndin sýnir
slökkviliðsmenn og lögreglu að
störfum. Timinn: Pjetur
þar sem tveir stúdentar búa. Ekki
lá fyrir nákvæm rannsókn í gær-
kvöidi.
Mikill eldur var í húsinu þegar
slökkvilið kom á staðinn og stóðu
logatungur út um glugga. Beturfór
en á horfðist, því utn tíma var
óttast að eldur kynni að læsa sig í
nærliggjandi hús. Því tókst þó að
afstýra.
Fjölda fólks dreif að til að fylgj-
ast með slökkvistarfinu.
Vegleg gjöf frá ónafngreindum velunnara:
"" jndi
gefin milljón
Skáksamband íslands fékk milljón
króna framlag frá ónafngreindum
velunnara skáklistarinnar til ung-
linga- og útbreiðslustarfs sambands-
ins. Gefandi vonast til að framtak
hans verði Skáksambandsmönnum
hvatning og öðrum velvildarmönn-
um skákhreyfingarinnar gott for-
dænti.
í tilkynningu frá Skáksambandi
fslands segir að mikið starf sé fyrir
höndum í kjölfar afreks Jóhanns
Hjartarsonar, þegar hann sigraði
einvígið gegn Kortsnoj. Nú þurfi að
leiðbeina þeim mörgu ungmennum
sem séu að hefja skákiðkanir. Því sé
milljón króna framlagið „afar mikils
virði um leið og sá hugur sem að baki
býr er forráðamönnum Skáksam-
bands íslands hvatning til dáða“. þj