Tíminn - 08.03.1988, Side 9

Tíminn - 08.03.1988, Side 9
Þriðjudagur 8. mars 1988 Tíminn 9 ili AÐ UTAN ll!l!lllll!illll!llll!lll!!!llllll!lllllllllllll!llllll!llll!!llll Eiturlyf og utanríkisstefna Bandaríkjanna: Stjórnmálamenn sýna hálfvelgju í stríðinu gegn eiturlvfjum Þegar Reagan forseti undirritaði lög þar sem hann sagði eiturlyfjum stríð á hendur árið 1986, hét hann því að hefja herferð gegn eiturlyfjum, stöðugu og miskunnarlausu átaki til að frelsa Bandaríkin undan þessari plágu. Tveim árum síðar er framboð á eiturlyfjum á strætum bandarískra borga meira en nokkru sinni fyrr. Hvernig stendur á því að þessi barátta skilar svo litlum árangri? Blaðamaður The New York Times, Elaine Sciolino fer ofan í saumana á því í blaði sínu í síðastliðnum mánuði. Kemur eiturlyf japlágan ekki utanríkismálum við? Féleysi háir starfsemi þeirra sem eiga að framfylgja lögunum og embættismenn í a.m.k. tylft ráðu- neyta eru ósammála um hvaða aðferð væri vænlegust til að hindra þennan eiturlyfjaflaum inn í Bandaríkin. Að hluta til er ástæðan til þess að ekki hefur tekist að samræma aðgerðirnar sú, að á undanförnum árum hefur frekar verið litið á eiturlyfjasöluna sem plágu Banda- ríkjanna einna en að hún komi utanríkismálum nokkuð við. Sann- leikurinn er sá að í augum margra embættismanna eru eiturlyfjamál- in lítið meira en smáerting sem gæti truflað samskipti landa á milli ef of mikið væri gert úr þeim. Það er t.d. ekki langt um liðið síðan Reagan Bandaríkjaforseti og Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó áttu með sér fund þar sem þeir óskuðu hvor öðrum til ham- ingju með hvað sambúð ríkjanna hefði batnað geysilega. Þeir litu algerlega framhjá þeirri staðreynd að í Mexíkó, sem hefur verið álitið stórtækasti útflytjandinn á heróíni og marijuana til Bandaríkjanna, er meiri uppskera á marijuana og ópíum í ár en í fyrra. Eiturlyfjastríð oft andstætt þjóðaröryggi og utanríkisstefnu Yfirheyrslur nefndar öldunga- deildar bandaríska þingsins varð- andi Panama nú í febrúarmánuði sýndu mæta vel að hve miklu leyti stríðið á hendur eiturlyfjum er oft andstætt þjóðaröryggi Bandaríkj- anna og stefnu þeirra í utanríkis- málum. Við yfirheyrslurnar lýstu vitni því hvernig Manúel Antonio Noriega yfirhershöfðingi, forseti Panama hefði breytt landinu í risavaxið eiturlyfjasmyglfyrirtæki sem tæki að sér að “hreinsa" pen- inga glæpamanna. Á sama tíma hafði hann samvinnu við CIA og það ráðuneyti Bandaríkjanna sem berst gegn eiturlyfjum, DEA. Ágóði af erturiyfjasöiu til kontranna Eiturlyfjasalarnir sem báru vitni fyrir nefnd öldungadeildarinnar og. höfðu hlotið dóma fyrir starfsemi sína, lýstu sjálfum sér og störfum sínum með miklum glæsibrag. Þeir sögðust vera betur búnir vopnum og mannafla en þeir laganna verðir sem þeir ættu í höggi við. Þeir staðfestu skýrslur um að ágóði af eiturlyfjasölu hefði runnið til hryðjuverkahópa og spilltra yfir- manna í hemum í ýmsum löndum Rómönsku Ameríku. Þeir viður- kenndu líka að sumar þær opin- beru leiðir sem komið hefði verið á til að aðstoða uppreisnarmenn í Níkaragúa, svokallaða kontra- skæmliða, væm brúkaðar til að koma ágóða af eiturlyfjasölu til að fjármagna baráttu kontranna. „Það hefur verið álitið mikil- vægara að ná pólitískum markmið- um Bandaríkjanna en að koma í veg fyrir að eiturlyf bærust inn í landið," sagði John Kerry, öld- ungadeildarmaður demókrata frá Massachusetts, sem var formaður nefndarinnar. „Baráttunni við eit- urlyfin hefur verið fórnað hvað eftir annað til að ná pólitískum markmiðum." í sumum ríkjum Rómönsku Ameríku ráda eituriyfjakóngar lögum og lofum Eiturlyfjakóngarnir eru orðnir svo auðugir og voldugir að þeir Engar stöðuhækkanir fyrirþá sem berjast gegn eituriyfjasmyglinu Sú deild utanríkisráðuneytisins sem fæst við alþjóðleg eiturlyfja- mál, er ósköp áhrifalítil innan ráðuneytisins. Starfsmenn utanrík- isþjónustunnar viðurkenna hrein- skilnislega að þeir geri sér far um að komast hjá störfum sem fela í sér að framfylgja eiturlyfjabann- lögunum, þar sem þeim störfum fylgja að jafnaði ekki stöðuhækk- anir. í sumum sendiráðum Banda- ríkjanna kemur það í hlut efna- hagsráðunautarins að fást við eit- urlyfjamál. Skýrsla utanríkisráðuneytisins um eiturlyf kom út 1. mars og mætti andstöðu ýmissa þingmanna, að miklu leyti vegna meðferðar á málum Mexíkós og Panama. Reag- an forseta ber skylda ti! að bera ábyrgð á því fyrir þinginu hvort ríki hafi sýnt nægilegar framfarir í að þar er að finna svo margar gloppur. í uppkasti að skýrslu utanríkisráðuneytisins í ár var t.d. komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir það að hvorki Mexíkó né Panama hafi sýnt nógu mikinn samstarfsvilja í baráttunni við eit- urlyfin, ættu þessi ríki samt sem áður að njóta áfram forréttinda vegna „þjóðarhagsmuna" Banda- ríkjanna. Reiðir þingmenn, sem í fyrra reyndu árangurslaust að svipta Mexíkó, Panama og Bahamaeyjar þessum réttindum hafa svarið þess dýran eið að taka baráttuna upp á ný í ár. „Við eigum eftir að berjast strangri baráttu, en við verðum að taka það skýrt fram að langmesta hættan sem steðjar að þjóðaröryggi okkar kemur frá hinni alþjóðlegu eiturlyfjaógn," segir einn talsmað- ur þessara þingmanna. I sumurn tilfellum óttast banda- rísk stjórnvöld að ef þau beiti of miklum þrýstingi við veikburða ríkisstjórnir, séu meiri líkur á að geta haft hönd í bagga með öllum meiriháttar stofnunum í sumum ríkjum. í Kólumbíu hafa voldugir eiturlyfjakóngar, kenndir við borg- ina Medellín, boðist til að greiða erlendarskuldir ríkisins, sem nema 10 milljörðum dollara, ef stjóm- völd afnema gagnkvæman samning við Bandaríkin um framsal glæpa- manna. Og meðlimir eiturlyfja- hringjanna i Kólumbíu hafa styrkt stjómmálaflokka með fjárframlög- um eða jafnvel boðið sjálfir fram lista með eigin frambjóðendum. Peir embættismenn Bandaríkja- stjórnar sem hafa eiturlyfjavand- ann á sinni könnu em fljótir að finna blóraböggla sem kenna má um árangursleysi baráttunnar. Eit- urlyfjadeildin varði sjálfa sig vask- lega þegar ásakanir komu fram um að hún horfði framhjá þátttöku Noriega hershöfðingja í eiturlyfja- smyglinu vegna þess að hann væri samstarfsþýður við deildina um fjölda mála sem hún fékkst við rannsókn á. Tollþjónusta Banda- ríkjanna kvartar undan því að starfsmenn hennar hafi ekki þau fjárráð sem þarf til að heyja barátt- una á landamærunum og tollararn- ir ásaka utanríkisráðuneytið um að sýna stjórnum þeirra ríkja sem þar eiga hlut að máli linkind. Og leyniþjónustan CIA er treg til að missa hjálpsama heimildarmenn, eins og t.d. Noriega hershöfðingja, einungis vegna þess að þeir kunni að vera spilltir. baráttunni við framleiðslu og smygl á eiturlyfjum. Til þess vitnisburðar verður hann að styðjast við skýrslu utanríkisráðuneytisins. Þau ríki sem þar dæmast hafa fallið á próf- inu verða svipt aðstoð, hagstæðum viðskiptum, lánum og öðrum forr- éttindum. Gloppóttlög Vandamálið í sambandi við for- setavitnisburðarferlið, sem var tek- ið upp samkvæmt lögum 1986, er Bólivískur hermaður kannar kóka- ínvinnslustofu sem fannst við skyndiárás nærri landamærum Perú. þær falli en að þær breyti um stefnu. Og sumir embættismenn bera fram þá röksemd að slík refsing beri hvort sem er sjaldan árangur. Máli sínu til sönnunar vísa þeir til þess hve lítil áhrif það hafði þegar Bandaríkin hættu hernaðarlegri og efnahagslegri að- stoð við Bólivíu 1980 í mótmæla- skyni við stjórnarbyltingu sem naut stuðnings aðalkókaínkónga landsins. Og talsmenn ríkisstjórn- arinnar vörðu það hversu mildum refsiaðgerðum Kólumbía var beitt nýlega eftir að yfirvöld þar slepptu, í leyni, lausum eiturlyfjakóngi sem Bandaríkin höfðu krafist að fá framseldan. Bandarísk stjórnvöld segja að hefði refsingin verið harð- ari hefði hún bitnað á röngu fólki. Óleysanlegt þjóðaröryggisvandamál? Pað er með öllu óljóst hvernig eigi að meðhöndla það sem einn embættismaður utanríkisráðuneyt- isins kallar „óleysanlegt þjóðar- öryggisvandamál", ekki síst þegar haft er í huga að því sem næst allar aðferðir til að setja hömlur á eiturlyfjasmyglið síðustu tvo ára- tugina hafa mistekist. Það hefur verið leitast við að eyðileggja upp- skeruna og það hefur verið leitast við að útrýma eiturlyfjasmyglurun- um, en hvorugt tekist. En þar til fundist hafa nýjar víðtækar bardagaaðferðir sem gera eiturlyfjasölu að svo mikilvægu utanríkismáli að það skipti sköpum um samskipti ríkja, kann að vera að ekki nægi að fara eftir fyrirmæl- um Reagans og segja einfaldlega: Eiturlyf! Nei takk! Vandræðaríki I vitnaleiðslunum fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í sl. mánuði dróst athyglin að geysi- miklum tengslum Panama við al- þjóðlegt eiturlyfjasmygl. Og svo- kallaðir eiturlyfjabarónar í Kól- umbíu hafa nýlega stóraukið at- hafnasemi sína í ofbeldi og mútum. En það eru fleiri ríki sem ekki ráða við eiturlyfjabraskið innan landa- mæra sinna. Mexikó: „Mexíkó er það ríki sem fluttar eru frá mestar birgðir af heróíni og marijuana til Banda- ríkjanna," segir í skýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins 1987. „Til viðbótar kom u.þ.b. þriðjung- ur þess kókaíns sem neytt var í Bandaríkjunum 1986 um Mex- íkó.“ Ekki er annað að sjá en að smyglararnir hafi á valdi sínu ein- hverja embættismenn ríkisins. Bólivía: Kókaín færir Bólivíu u.þ.b. 600 milljóna dollara tekjur á ári að mati sérfræðinga. Til samanburðar má geta þess að allar löglegar útflutningstekjur landsins nema samtals 500 milljónum doll- ara á ári. Sl. haust sögðu banda- rískir embættismenn að dregið yrði úr aðstoð við Bólivíu vegna þess að ríkinu hefði mistekist að draga verulega úrkókalaufsuppskerunni, en Bólivía er næstmesta kókalaufs- ræktarland í heimi. Bahamaeyjar: „Þær halda áfram að vera mjög stórtækar sem milli- liður fyrir kókaín- og marijuana- sendingar til Bandaríkjanna" stóð í skýrslunni frá 1987. Fyrir tveimur árum fann nefnd, sem forsætisráð- herra Bahamaeyja, Lynden O. Pindling skipaði, eiturlyfjaspill- ingu innan ríkisstjómar hans, en forsætisráðherrann sjálfur kæmi þar hvergi nærri. Pakistan: Einn stærsti framleið- andi ópíums í heimi. Eiturlyfja- kóngar ráða yfir einkaherjum, vel búnum vopnum. Perú: „Mesti framleiðandi kóka- laufs í heimi,“ segir í skýrslunni 1987. Meira en 30% af kókaíni í heiminum eru ræktuð í efri hluta Huallagoár dalsins, þar sem kerfis- bundin uppskerueyðing hefur ver- ið stunduð með aðstoð Bandaríkj- anna í mörg undanfarin ár.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.