Tíminn - 08.03.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 8. mars 1988
Þriðjudagur 8. mars 1988
Tíminn 11
Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum:
Drechsler nálægt meti
- Sjöberg náöi fram hefndum en Thránhardt missti af bronsinu
s '
Austur-þýski langstökkvarinn
Heike Drechsler beið þar til í næst
síðasta stökki sínu með að ná foryst-
unni í langstökkinu og verja þar með
Evrópumeistaratitil sinn innanhúss.
Drechsler sem bætti heimsmetið fyr-
ir skömmu í 7,37 m tryggði sér
sigurinn í Budapest með 7,30 m
stökki en Galina Chistiakova frá
Sovétríkjunum sem hafði fram að
því leitt keppnina varð að láta sér
Heike Drechsler.
lynda annað sætið með 7,24 m.
„Þrjú síðustu stökkin eru alltaf þau
bestu hjá mér,“ sagði Drechsler við
blaðamenn eftir langstökkskeppnina
og þrætti fyrir að hafa verið orðin
áhyggjufull.
Svíinn Patrik Sjöberg sem átti
heimsmetið í hástökki þar til fyrir
skömmu náði fram hefndum á V-
Þjóðverjanum Carlo Thránhardt,
þeim hinum sama og tók af honum
metið. Sjöberg varði Evrópumeist-
aratitilinn með 2,39 m stökki en
mistókst að bæta heimsmetið.
Thránhardt lenti hinsvegar í vand-
ræðum, sagðist hafa orðið fyrir trufl-
un og rauk út í fússi þegar hann var
sagður hafa fallið á tíma í einni
tilrauninni. Hann fékk að koma inn
aftur og fór yfir 2,34 en var þá
kærður og bronsverðlaunin sem
hann hafði náð í dæmd þeim sem
varð í 4. sæti. Thránhardt varð
áttundi með 2,24 m en yfir þá hæð
hafði hann farið áður en hann hljóp
út.
Nánar um Evrópumeistaramótið
á morgun. -HÁ/Reuter
Mánudaginn 7. mars 1988 tekur gildi breyttur opnunartími á bensínstöðvum í
Reykjavík, Seltjamamesi, Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Haínar&rðL
Astæða fyrir breyttum opnunartíma er nýgeiður samningur vinnuveitenda við
Vakamannafélagið Dagsbrún og Verkamannafélagið Hlff er vaiðar bensínaf-
greiðslumenn. Samningurinn felur í sér styttingu á opnunartíma bensínstöðv-
anna, þannig að framvegis veiður lokað kl. 20.00 í stað 21.15 áður.
:
Söhitími bensútstööva á áöumefndum svæöum vaöurskv. samningiþessunu
Virka daga allt árið:
Opnað kl. 07.30, lokað kl. 20.00
Sunnudaga í júní, júlí, ágúst og september:
Opnað kl. 09.00, lokað kl. 20.00
Aðra sunnudaga:
Opnað kl. 10.00, lokað kl. 20.00
Aðrir helgidagar:
Opnunartími auglýstur sérstaklega
Viðskiptavimim olíufélaganna er YÍtisamlegast bent á, ad sjálfssalar
eru opnireftirkL 20.00.
Opna hollenska meistara-
mótið í karate:
Jónína í
öðru sæti
Jónína Olesen náði mjög góð-
um árangri á opna hollenska
meistaramótinu í karate sem
haldið var í Haag um helgina.
Jónína varð í 2. sæti í kata þar
sem keppendur voru 34 og í
kumite varð hún 4. af 15 kepp-
endum. Árni Einarsson keppti
einnig á mótinu. Hann varð í
4.-5. sæti af 50 keppendum í kata
en féll snemma úr keppni í ku-
mite.
Opna hollenska meistaramótið
er mjög sterkt og nota sterkustu
karatemennirnir það gjaman sem
lið í undirbúningi fyrir Evrópu-
mótið. -HÁ
ísknattleikur:
Yfirburðir
Akureyringa
Frá Jóhuini Bjarnasyni á Akureyri:
Akureyringar unnu Reykvík-
inga örugglega í bæjarkeppni í
ísknattleik sem fram fór á heima-
velli þeirra fyrmefndu um helg-
ina. Norðanmenn sigmðu 8-2 eft-
ir að staðan var 3-2 þegar síðasta
lotan hófst. Til stóð að liðin
mættust tvisvar en af því varð
ekki þar sem frystibúnaðurinn
bilaði en keppnisvöllur Akureyr-
inga er með vélfrystu svelli.
Kvennakarfa:
Öruggt
hjá IBK
Frá Margréti Sanders fréttaritara Tímans í
Njarðvík:
ÍBK sigraði UMFN 75-39 í
meistaraflokki kvenna í körfu-
knattleik í Njarðvík á laugardag.
Staðan í hálfleik var 27-14 Kefla-
vík í vil.
Keflavíkurstúlkumar byrjuðu
leikinn af miklum krafti, komust
í 9-0 og höfðu góða forystu allan
leikinn. Margrét Sturlaugsdóttir
var atkvæðamest hjá ÍBK en
annars var liðsheildin sterk. Hjá
UMFN bar mest á Sigríði Guð-
björnsdóttur og Þórunni Magnús-
dóttur.
Helstu tölur: 9-0, 18-8, 24-8, 27-14 -
33-20, 39-23, 47-31, 66-39, 75-39.
Stigin, UMFN: Sigríður Guðbjömsdótt-
ir 13, Þórunn Magnúsdóttir 10, Þórdís
Ingólfsdóttir 8, Harpa Magnúsdóttir 5,
Amý Þorsteinsdóttir 2, María Jóhannes-
dóttir 1. ÍBK: Margrót Sturlaugsdóttir 17,
Anna María Sveinsdóttir 13, Auður
Rafnsdóttir 11, Bylgja Sverrisdóttir 11,
Björg Hafsteinsdóttir 8, Kristín Blöndal 6,
Hilma Hólm 4, Svandís Gylfadóttir 3,
Elínborg Herbertsdóttir 2.
Staðan í 1. deild kvenna er þó þessi:
IBK............... 14 11 3 839-617 22
ÍR ............... 14 11 3 792-645 22
ÍS ............... 14 10 4 665-572 20
Haukar............ 14 7 7 708-702 14
UMFG.............. 14 5 9 511-661 10
UMFN.............. 15 312 562-689 6
KR................ 15 312 615-806 6
ÍÞRÓTTIR
Það er ekki gott að sjá hvað þeir Torfi Magnússon og Guðni Guðnason setlast fyrir hér en greinilegt
er þó að hvorugur viil láta hinn ná frákastinu. Tímamynd Pjetur.
Ur leik án taps!
- ÍR-ingar komust áfram í bikarkeppninni
á stigum á útivelli - Haekar og KR komnir áfram
Frí Frímuui Ólafwy ni frettariUra Tiouum í Grúduvík:
Grindvíkingar voru slegnir út úr bikarkeppnii
KKÍ með jafntefli! Já, ótrúlegt en satt, ÍR
komst áfram með fleiri stigum skoruðum á
útiveHi og mun þetta vera í fyrsta sinn sem
körfuboltalið er slegið út úr bikarkeppni án
taps.
Grindvíkingar jöfnuðu leikinn, 68-68, þegar
45 sek. vom til leiksloka. ÍR fór í sókn, Ragnari
Torfasyni mistókst körfuskot og Grindavík
vann frákastið. Þegar 5 sekúndur voru til
leiksloka var dæmt uppkast. Grindavík vann
það og Jón Páll Haraldsson náði að skora en
karfan var dæmd af þar sem leiktíminn var
runninn út.
Annars má segja um leikinn að Grindavík
hafi tapað honum á lélegri sóknarnýtingu því
hittnin var mjög slök hjá þeim. Vörnin var
hinsvegar oft á tíðum mjög vel leikin. ÍR-ingar
gáfust hinsvegar aldrei upp og börðust af krafti
allan leikinn. Ragnar Torfason var mjög góður
hjá ÍR og Karl Guðlaugsson stjórnaði sóknarr
leiknum eins og herforingi. Aðrir áttu einnig
ágætan leik. Hjá Grindavík vom Hjálmar
Hallgrímsson og Rúnar Árnason einna bestir í
jöfnu liði.
Helstu tölur: 9-2, 18-14, 20-20, 23-31, 27-33 - 33-39,
41-59, 48-55, 52-60, 62-66, 68-68.
Stigin, UMFG: Hjálmar 14, Steinþór 13, Guðmundur 11,
Rúnar 8, Jón Páll 8, Guölaugur 5, Sveinbjöm 5, Eyjólfur 4.
ÍR: Karl 18, Ragnar 15, Vignir 11, Jón öm 9, Jóhannes 8,
Bragi 7.
Dómarar: ómar Scheving og Krístinn Albertsson. Þeir
dœmdu mjög vel.
■ KR-ingar tóku Valsmenn hreint og beint í
nefið í Valsheimilinu á sunnudagskvöldið og
það var ekki fyrr en varalið heimamanna var
allt komið inná að eitthvað fór að ganga þeim
megin. KR-ingar spiluðu mjög vel, einkum í
vörn en leikur Valsmanna var í molum þar til
varaliðið tók við.
Helstu tölur: 0-5, 6-18.17-26, 23-37, 29-39-29-48, 31-58,
35-63, 48-67, 58-70, 62-72, 64-74, 64-79.
Stigin, Valur: Tómas 14, Bjöm 10, Leifur 9, Svali 8, Einar
7, Þorvaldur 6, Ragnar 6, Bórður 4. KR: Jóhannes 19, Guðni
16, Birgir 14, Ástþór 12, Jón 8, Símon 8, Matthias 2.
■ á unnu Haukar B-lið Njarðvíkinga ömgg-
lega, 100-77. - HÁ
Keilufélagið Þröstur varð um helgina bikar-
meistari í keilu. Þröstur sigraði PLS í úrslita-
leik með 2054 stigum gegn 1987 en fyrir síðasta
leik munaði aðeins 44 stigum (pinnum) á
liðunum. Það var Hjálmtýr Ingason PLS sem
náði hæsta leik í úrslitaleiknum, 211, en Alois
Raschofer Þröstum hæstu seríu, 560. Keilufé-
lagið Þröst skipa þeir Bjöm Baldursson,
Stefán Þorvarðarson, Halldór Sigurðsson,
Alois Raschofer og Gunnar Hersir. Það er
Bjöm sem hér að ofan sendir kúluna af stað.
Þríðjudeildarliðið Úlfamir sigruðu 1. deildar-
liðið M.S.F 2144-1939 í leik um þríðja sætið.
-HÁ/Tímamynd Pjetur.
Úrslitakeppnin í blaki:
Þróttarar eru
enn ósigraðir
Þróttarar eru ósigraðir í úrslita-
keppninni í karlaflokki íslandsmóts-
ins í blaki. Stúdentar hafa aftur á
móti tapað tveimur leikjum en þeir
komu sem kunnugt er ósigraðir út úr
deildakeppninni. Þrótturum nægir
að vinna HK eða fS til að tryggja sér
f slandsmeistarat itilinn.
Þróttur vann KA nokkuð örugg-
lega á föstudagskvöldið, 3-0 (15-3,
16-14, 15-9). Á eftir lagði hinsvegar
HK ÍS að velli í mjög jöfnum leik,
3-2(15-7, 13-15, 15-12,7-15, 16-18).
Einar Ásgeirsson var sem oft fyrr í
vetur illstöðvandi en Friðjón Bjarna-
son var bestur í liði ÍS. ÍS vann svo
KA 3-2 (14-16, 14-16, 15-8, 15-2,
15-9) á sunnudaginn í löngum og
ströngum leik. í kvennaflokki töp-
uðu Þróttarstúlkur tvisvar 1-3, fyrir
Víkingi (15-13, 11-15, 15-5. 15-3) og
fyrir IS (15-9, 15-11, 11-15, 15-13).
Myndin hér til hliðar er einmitt úr
þeim leik. -HÁ