Tíminn - 08.03.1988, Qupperneq 19
Tíminn 19
Þriðjudagur 8. mars 1988
Mark Harmon hef-
ur hið ameríska
eplabökuútlit.
Hann er 36 ára og
er ævinlega á list-
anum yfir hina kyn-
þokkafyllstu.
Kyntáknin í bandarískum
skemmtanaiðnaði 1987
Ameríkanar eru óragir við að
raða fólki niður á hina og þessa
lista og ef svo vill til að listunum
ber ekki saman, gerir það ekkert
til. í einu bandarísku blaði rákumst
við t.d. á hvaða bandarískarstjörn-
ur ættu helst heima á lista yfir
kynbombur á árinu 1987. Það er.
stofnandi og forseti félagsskapar
sem nefnist „Manwatchers“ í Los
Angeles sem kveður upp dóm yfir
körlunum en sálfræðingurinn dr.
Robert Wishnoff í Albany, höfuð-
borg New York ríkis, sem velur
dömurnar. Ef lesendur hafa ein-
hverjar aðrar skoðanir er þeim það
meira en velkomið.
Patrick Swayze sló í gegn í kvik-
myndinni í djörfum dansi, sem sló
bandarískar konur á öllum aldri út
af laginu sl. sumar. Þær stunduðu
nefnilega bíóin svo stíft að sumar
hvcrjar hættu að borða, höfðu
annað hvort ekki tíma eða peninga
til þess! Hann er 34 ára og dansar
eins og engill.
Timothy Dalton, nýjasti James Bondinn, er 41 árs
gamall Breti og hafði unnið sér gott orð sem Shake-
spearc-leikari áður en hann brá sér í gervi 007. En
honum var engin einkunn gefin fyrir sérstakan kyn-
þokka áður en Bond kom til sögunnar.
•H§f
Lisa Bonet hefur tekist að blanda
bærilega saman sakleysi barnsins og
tælandi framkomu lífsreyndrar
konu. Reyndar veit enginn hvar
hann hefur hana þessa dagana.
Kirstie Alley er vissulega töfrandi og sérstaklega þykir
brosið hennar tælandi og freistandi. En það eru ekki
síst augun sem þykja forvitnileg. Hún er 32ja ára og
lék um tíma í Staupasteini en féll ekki í kramið þar.
Brigitte Nielsen er að vísu frægust fyrir að hafa verið
gift Sylvester Stallone. í þeim viðskiptum sýndi hún
að hún hefur ágætis viðskiptavit, en karlmenn eru ekki
að hugsa um slíkt þegar þeir komast nálægt henni, þeir
horfa bara djúpt í þessi bláu dönsku augu og gleyma
öllu öðru. Hún er 24 ára.
Harry Hamlin er einn af hetjunum
í sjónvarpsþáttunum „Laga-
krókar“. Útlitsins vegna gæti hann
veríð alvanur götubardögum, en
það er aðallega greindin, við-
kvæmnin og varirnar sem fá hjörtu
kvenna til að slá hraðar. Til gamans
má geta þess að hann er bamsfaðir
Ursulu Andress og 35 ára gamall.
Susan Dey er ein af Lagakrókalið-
inu. Hún þykir góður fulltrúi
„bandarískrar“ fegurðar, hreystin
uppmáluð og líka bjóða upp á
eitthvað dularfullt og spennandi.
35 ára gömul.
Justine Bateman er orðin 21 árs og
á góðrí leið með að kasta fyrir róða
barnaskapnum úr Fjölskyldubönd-
um. Henni er spáð glæstri framtíð
í kynbombuliðinu.
Bruce Willis er náungi sem konur
læra að meta, þ.e.a.s. ef þeim
finnst óútreiknanlegir karlmenn
spennandi. Hann lætur Ijós sitt
skína í sjónvarpsþáttunum Hasar-
leikur og er 32ja ára gamall.
Paul Hogan, Ástralíumaðurinn
snjalli, sem sigraði hug og hjörtu
kvenna um allan heim í hlutverki
Krókódíla-Dundees, sem fór jafn-
létt með að sigrast á hættum
óbyggðanna í Ástralíu og þeim í
fmmskógi New York borgar. Hann
er 46 ára.