Tíminn - 08.03.1988, Side 4

Tíminn - 08.03.1988, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 8. mars 1988 Vinningstölurnar 5. mars 1988 Heildarvinningsupphæð: 4.794.282,- 1. vinningur var kr. 2.401.762,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 718.848,- og skiptist hann á 256 vinningshafa, kr. 2.808,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.673.672,- og skiptist á 6.776 vinningshafa, sem fá 247 krónur hver. Upplýsingasími: 685111 Upplýsingasími: 685111 Stjórnmálaskólinn - Áhugafólk ATH! Stjórnmálaskóli SUF og LFK er hafinn að Nóatúni 21, á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 Dagskrá: 8. mars: Byggðamál, Bjarni Einarsson aðst.forstjóri Byggðastofnun- 15. mars: Húsnæðismál, Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræð- ingur hjá Fasteignamati ríkisins og Þráinn Valdimarsson varaformað- ur Húsnæðisstofnunar. 22. mars: Staða Framsóknarflokksins í íslensku flokkakerfi, Gissur Pétursson formaður SUF. 29. mars: Menningarmál, Haraldur Ólafsson. Skólinn er öllum opinn. Stjórnmálaskóli SUF OG LFK. P.S. Nánari dagskrá síðar Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður mánudaginn 14. mars kl. 20.30 að Nóatúni 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Mætið vel Stjórnin Ath. breyttan fundartíma! Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins að Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15-17. Sími 99-2547. Kjördæmissambandiö Hafrannsóknarstofnun dreifir dagbókum: Rannsóknarskipin úr þremur í Hafrannsóknastofnun hefur nú með aðstoð LÍÚ hafið dreifingu á dagbókum til allra báta yfir 10 tonn sem hafa þorskkvóta, og er meiningin að skipstjórar skipanna skrífi í bækumar hinar ýmsu upplýsingar, eins og veður, vindátt, afla, sjávarhita, fjölda toga og hvar aflinn fékkst. Með þessu vilja Hafrannsóknastofnunarmenn fjölga rannsóknaskipunum úr þremur í 700 og fá í hendurnar bestu gögn sem til eru um fiskveiðar nokkurs staðar í heiminum. Forsaga málsins er sú, að þeim sem starfa við fiskveiðiráðgjöf hef- ur lengi verið ljóst að bestu fáan- legu upplýsingar um gang veiða og breytingar á aflabrögðum er að fá um borð í fiskiskipunum sjálfum. Að safna þeim upplýsingum saman og vinna úr þeim, kostar hins vegar fé og var þvt sótt um fjárveitingu til Alþingis á síðasta ári til að itanda undir kostnaði við öflunina. Þeirri beiðni var synjað, en stjórn LÍÚ taldi verkefnið brýnt og ákvað að styðja þetta framtak með 7 milljóna króna framlagi á næstu þremur árum. Útbúnar hafa verið skýrslubæk- ur og er sérstök bók fyrir troll, net, handfæri og línu. Með upplýsing- unum hyggjast starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar geta gert góða grein fyrir afla á sóknareiningu fyrir öll helstu veiðarfæri fyrir öll mið árið um kring. En sjómenn munu líka geta hagnast af þessu samstarfi, því skipstjóri getur beðið um reglulegt yfirlit yfir sókn og afla bátsins eftir mánuðum og landshluta, auk ann- arra upplýsinga. Farið verður með málið sem algjört trúnaðarmál milli skipstjóra viðkomandi skips og stofnunarinnar. En er þetta framkvæmanlegt? „Farmenn hafa fyllt út glöggar bækur fyrir veðurstofuna í mörg ár, þar sem ótal atriði hafa verið tínd til. En þá hafa þeir líka verið einir á reginhafi og menn haft tíma til að velta málum fyrir sér. Þetta gæti hins vegar verið einhverjum vandkvæðum bundið hjá togara- skipstjórum, togandi kannski í miklu kraðaki skipa. Ég hugsa að þetta sé mjög einstaklingsbundið hvernig þátttakan í þessu verður. Því er ekki að neita að margir sjómenn hafa feiknaáhuga á þess- um málum, en aðrir segja að þetta séu bara skríbentar sem eiga bara að vera í hvítum slopp og plokka í nefið á sér,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur í samtali við Tímann. Fyrir þá skipstjórnarmenn sem hafa hins vegar áhuga á að taka þátt í þessu átaki Hafrannsókna- stofnunar, þá er hugmyndin sú að aukabækur fáist á flestum hafnar- vogum. -SÓL Amarflug hefur hafið tölvuinnskráningu farþega frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innskráningarkerfið nefnist Codeco og er tengt Corda farbókunarkerfi félagsins. Með tilkomu þessa innskráningarkerfis verður hægt að fá afhent brottfararspjald ásamt sætisnúmeri fyrír áframflug, þegar við brottför frá Keflavíkurflugvelli. Farbókunarkerfi Arnarflugs mun um mitt þetta ár tengjast Gaiileo bókunarkerfinu ásamt mörgum af stærstu flugfélögum heims. Arnarflug hefur einnig tekið á leigu Boeing 737-200 farþegaþotu hjá fyrirtækinu Aviation Sales í Bandaríkjunum. Nýja vélin er eingöngu ætluð til farþegaflutninga og verður notuð á áætlunarieiðum félagsins Sterkasta mót norðan heiða Frá Emi Þórarinssyni fréttaritara Tímans í Fljótum: Mjög sterkt alþjóðlegt skákmót hefst næstkomandi miðvikudag á Akureyri. Þátttakendur á mótinu verða tólf, þar af átta stórmeistarar. Það eru Polugayevskí, Burevic og Dolmatov frá Sovétríkjunum, Adorian frá Ungverjalandi og ís- lendingarnir Jóhann Hjartarson. Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Tveir alþjóðlegir meistarar verða á mótinu, þeir Karl Þorsteins og Tisdal frá Noregi. Þá taka tveir stigahæstu skákmenn Akureyringa þátt í mót- inu, þeir Jón Garðar Viðarsson og Ólafur Kristjánsson. Mótið verður í 10. styrkleika- flokki og verður sterkasta skákmót sem haldið hefur verið utan Reykja- víkur til þessa. Mótið verður sett klukkan 17 næstkomandi miðviku- dag í Alþýðuhusinu á Akureyri en þar fer mótið fram og því mun ljúka mánudaginn 21. mars. Aðalskákstjóri verður Arnold Eikren frá Noregi. Verðlaun á mót- inu nema alls 8750 dollurum, fyrstu verðlaun eru 3000 dollarar. Það er skákfélag Akureyrar sem gengst fyr- ir mótinu í samvinnu við Skáksam- band íslands. Otrúleg fjölgun farsíma Póst- og símamálastofnunin hefur hafið útgáfu blaðs sem nefnist Farsímafréttir, og er það gert í því skyni að koma til móts við farsímanotendur. Síðan sjálfvirka farsímakerfið var opinberlega tekið í notkun 3. júlí 1986 hefur notendum fjölgað úr 170 í 5.300, sem er einstæð þróun, samanborið við nágranna- lönd okkar. í farsímaþjónustunni eru nú 40 móðurstöðvar um allt land, með samtals um 230 rásir. Hlutverk Farsímafrétta verður fyrst og fremst að koma upplýs- ingum og ráðleggingum til far- símanotenda, en blaðið mun koma út eftir því sem þörf krefur. Það er sent öllum þeim sem nota farsíma. -SÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.