Tíminn - 08.03.1988, Side 5
Þriðjudagur 8. mars 1988
Tíminn 5
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, undrast ummæli varaformanns VMSÍ:
Otrúleg kokhreysti
í Karvel Pálmasyni
Pað verður ekki annað séð en að
menn séu þessa dagana að afla
vista til skotgrafahernaðar á vinnu-
markaðnum með vorinu. Miðað
við yfirlýsingar forsvarsmanna
vinnuveitenda, er ekki fyrirséð að
væntanlegar samningaviðræður at-
vinnurekenda og félaganna, og eða
landshlutasambanda ASÍ út um
land, leiði til samninga í bráð. Það
er mat flestra, sem Tíminn ræddi
við í gær, að verkföl! og harðvítug
átök séu óhjákvæmileg innan fárra
vikna.
Launþegar í 35 aðildarfélögum
Verkamannasambandsins hafa
kastað Garðastrætissamningnum
út í hafsauga og eru nú að stokka
upp spiiin á nýjan leik. Sjö félög
hafa hinsvegar gefið grænt Ijós á
samninginn, en félagsmenn í þeim
eru um þriðjungur félagsmanna
Verkamannasambandsins.
Landssamböndin eiga
næsta leik
Staðan nú er vægast sagt mjög
óljós. Það liggur t.d. ekki klárlcga
fyrir hverjir muni leiða samning-
aviðræður í einstökum landshlut-
um, eða hvort um verður að ræða
heildarsamflot þeirra félaga í land-
inu sem felldu samningana. Aust-
firðingar ákváðu á fundi f gær að
íeia Alþýðusambandi Austurlands
forystuhlutverk í viðræðum við
atvinnurekendur eystra. Og menn
telja mjög líklegt að Alþýðusam-
Þórarínn V. Þórarinsson,
böndum annarra landshluta verði
falið umboð til samninga fyrir sitt
fólk. Fyrir norðan verður líklega
fundað um þessi mál á föstudag og
trúlcga verður þetta tekið fyrir á
fundi hjá Alþýðusambandi Suður-
lands í vikunni.
Verkamannasambandið sem
samningaleiðtogi virðist vera alfar-
ið út úr kortinu, enda sá mögulciki
vart hugsanlegur eftir að stærstur
hluti félagsfólks sambandsins hcfur
hafnað nýgerðum kjarasantningi
þess. Verkamannasambandið er í
sárum þessa dagana og því ekki
von á miklu frumkvæði á þeim
bænum, voru orð eins viðmælanda
Tímans í gær. Framkvæmdastjórn
Verkamannasambandsins hefur
verið kölluð saman til fundar á
miðvikudag, þar sem staða mála
verður rædd.
Karvel vill samninga*
viðræður á vettvangi
landssambandanna
Karvel Pálmason, varaformaður
Verkamannasambandsins, scgir að
hann líti ekki svo á að útreið sú
sem samningarnir hafa fengið út
um land sé vantraust á forystusveit
sambandsins. „Ég held að það hafi
verið skynsamlegt hjá samninga-
nefnd Verkamannasambandsins
að skila niðurstöðum sameiginlega
frá sér og láta félögin taka afstöðu
heima í héraði. Sætti fólk sig ekki
við samninginn, er það auðvitað
þess að sjá um framhaldiö.“ Karvel
sagðist aðspurður telja að sú leið
sem nú virtist líkleg, að landshluta-
samböndin hefðu forystu um samn-
ingaviðræður, væri skynsamleg.
„Eg hef alltaf verið þeirrar skoðun-
ar að það ætti að færa vettvang
samningaviðræðna nær fólkinu.
Heildarsamtökin og landssam-
böndin eiga að stuðla að þessu eins
og mögulegt cr. Ég bendi á aö
þetta hefur t.d. gefist vel á Vest-
íjörðum," sagði Karvel. Hann
sagðist telja að fólk væri að búa sig
út til verkfalla. Fólk væri eflaust
misjafnlega vel undirbúið ti! verk-
fallsátaka. „Þeir sem sýna svo af-
dráttarlausa afstöðu gegn þessum
samningum, hljóta að hafa gert sér
grein fyrir því að það þyrfti hugsan-
lega að leggja upp í harðvítug átök
til að ná fram hækkunum,** sagði
Karvel Pálmason.
Fiskvinnslan fær
klárskilaboð
Stjórn Vinnumálasambands
samvinnufélaganna staðfesti t' gær
Garðastrætissamninginn, en lýsti
um ieið áhyggjum vegna dræmra
undirtekta fólks við samningnum.
VMS mun bíða átekta með ákvörð-
un um framhald samningamálanna
þar til ntál skýrast á næstu dögum.
Samband fiskvinnslustöðva sam-
þykkti einnig nýgerðan kjarasamn-
ing á fundi t' gær, cn stjóm þess
beinir þcim tilmælum til vinnuveit-
endafélaga út um land og allra
félagsmanna sinna, að beiðni
verkalýðsfélaga um viðræður um
kjarasamninga vcrði vtsað til
Vinnuvcitendasambands íslands.
Með þcssu er þcint skýru skilaboð-
um komið til forsvarsmanna fisk-
vinnslunnar að menn setjist ekki
við samningaborð heima í héraði,
heldur verði samningaviðræður
undir einum hatti.
Verkfallssjóður VSl
Menn eru ekki á eitt sáttir um
stöðu atvinnurekenda ti! að lcggja
út í harðvítugar vinnudeilur. Vitað
er að mörg fyrirtæki geta engan
veginn stöðvað sinn rekstur, vegna
mjög tæprar fjárhagsstöðu. En
önnur fyrirtæki, gömul og gróin,
þola frekar tímabundna stöðvun.
Það er rétt að minna á að VSÍ býr
yfir verkfallssjóði, sem í eru á
bilinu 80-100 milljónir. „Þcssi
sjóður dugir ekki lengi og hann
verður ekki notaður þannig að
hann tæmist,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSl, í samtali við Tt'mann. Hann
sagði að engar ákvarðanir hcfðu
verið teknar um það hvernig
greiðslum úr sjóðnum yrði háttað,
ef til þess kæmi.
Slíkir menn ekki
teknir alvarlega
Þórarinn sagði að niðurstöður úr
atkvæðagrciðslu verkalýðsfélag-
anna hefðu komið sér verulega á
óvart, en rétt væri að hafa í huga
að alltaf kæmu fram einskonar
dómt'nóáhrif í atkvæðagrciðslu fé-
laganna, þ.c. að þcgar eitt félag
felldi samningana væru líkur á því
að fleiri félög fylgdu því að málum.
„En það sem kemur mér sérstak-
lega á óvart í þessu er að þeir menn
sem gera þennan samning skuli nú
fagna því að hann sé feildur. Mér
finnst þitð ötrúleg kokhreysti hjá
Karvel Pálmasyni að ganga fram
og hælast aö því að hans eigið og
annarra handarverk sé fótum
troðiö. Þetta cr öskiljanlegt og
varla mögulcgt að taka slíka menn
alvarlega," sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson. óþh
Sjómannasambandið deilir hart á afskipti ríkisstjórnar af fiskverði:
Fundir Verðlagsráðs
sýndarmennskan ein
Sambandsstjóm Sjómannasam-
bands íslands fundaði í gær í kjölfar
útgöngu Óskars Vigfússonar, for-
manns sambandsins, af fundi yfir-
nefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins á laugardag, þar sem fiskverð var
ákveðið. í fundarlok var síðan gefin
út fréttatilkynning til fjölmiðla, þar
sem deilt er hart á rfkisstjórnina
fyrir fhlutun í launakjör sjómanna
og sambandsfélögin hvött til að segja
upp kjarasamningum.
„Aðdragandi þessarar ákvörðun-
ar er eins og svo oft áður í hæsta
máta einkennilegur. Þrátt fyrir
fundahöld í Verðlagsráði og síðan í
yfirnefnd Verðlagsráðs, er einsýnt
að sú ákvörðun, sem þar var tekin,
var ákveðin á öðrum vettvangi en í
Verðlagsráði. Þessi staða hefur oft
komið upp áður, þ.e. að ríkisstjórnir
ákveði fiskverð, þó svo að Verð-
lagsráð sjávarútvegsins sé lögskipað-
ur ákvörðunaraðili," segir í tilkynn-
ingunni. Ennfremur er bent á að
fundir ráðsins hafi oft verið sýndar-
mennskan ein.
„Ég taldi mig ekki eiga annarra
kosta völ en að mótmæla með þeim
hætti sem mér fannst áhrifamestur,
þ.e. að ganga út. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem fundimir eru sýnd-
armennska ein. Hins vegar finnst
mér þessi ákvörðun svo augljóslega
ákveðin á öðrum stað, að það var
ekki annað hægt en að mótmæla og
þetta var í raun aðeins endanleg
staðfesting á því hvers konar apparat
Verðlagsráðið er og hvernig er hægt
að nota það.“
Óskar sagði að það væri ekki hægt
að ætla sér að sjómenn sættu sig við
að laun þeirra yrðu fryst, meðan
aðrir í þjóðfélaginu nytu 15% launa-
hækkunar. Hann sagði þetta nauð-
vörn og ályktun stjórnarinnar hefði
verið samhljóða og menn væru al-
mennt mjög sárir út af þessari fram-
komu.
„Við höfum sýnt fulla ábyrgð. Við
ákváðum í vetur að framlengja okk-
ar samninga með tilliti til þess
ástands sem ríkti í þjóðfélaginu og
getum því ekki sætt okkur við svona
framkomu. Okkur þótti það furðu-
legt að félagar okkar í Verðlagsráði
í LÍÚ skyldu hafa samþykkt á aðal-
fundi sínum í haust að hverfa frá
frjálsu fiskverði. Hvað stóð að baki?
Jú, nú er fyrir hendi frysting á
Verðlagsráðsverði, og ég efast ekki
um að þeir ætli að reyna að borga
okkur samkvæmt því verði, enda er
það sálfræði þeirra, hvað svo sem
hinir fá,“ sagði Óskar.
Sambandsstjómarfundurinn lagði
ennfremur til að beina þeirri ein-
dregnu áskorun til allra sambands-
félaga að þau segi nú þegar upp
kjarasamningum, og að taka þurfi til
alvarlegrar íhugunar tillögugerð til
þings sambandsins í haust, að Sjó-
mannsambandið dragi fulltrúa sinn
út úr Verðlagsráði.
Framkvæmdastjórn Farmanna- og
fiskimannasambands íslands hélt
einnig fund í gær og mótmælti harð-
lega ákvörðun Verðiagsráðs og þeim
vinnubrögðum sem þar voru
viðhöfð.
„Þetta er enn eitt dæmið um
hvernig ómarkvissar fjárfestingar í
fiskiðnaði á íslandi eru fjármagnað-
Guðjón Einarsson skrifstofustjóri
ritstjórnar hélt upp á 65 ára afmæli
sitt i Hollandi um helgina.
ar. Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands bendir sjómönnum á
mikilvægi frjáls fiskverðs er eykur
aðhald að útgerð og fiskvinnslu og
mun tryggja best kjör í framtíðinni.
Svar sjómanna við þessari fiskverðs-
ákvörðun hlýtur að vera krafa um
aukna sölu á ferskum fiski á erlend-
um mörkuðum, til að tryggia kjör
sín,“ segir í tilkynningu FFSt.
SÓL
Guðjón
65 ára
Guðjón Einarsson skrifstofu-
stjóri ritstjórnar Tímans varð 65
ára gamall síðastliðinn sunnudag.
Tíminn óskar honum til hamingju
með afmælið og velfarnaðar í fram-
tíðinni. Hann dvelst nú
ásamt konu sinni í Hollandi á
Amsterdam Ascot Hotel. Heimil-
isfangið er Damrak 95-98 NL 1012
Amsterdam, Holland. Sími: (020)
26 00 66.
Ekki tekið
tillit til
afkomu
útgerðar
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins ákvað á fundi sínum á
laugardag að framlengja óbreytt
lágmarksfiskverð sem verið hefur
í gildi síðan 24. nóvember síðast
liðinn. Verðið gildir til 31. maí
1988.
Verðið var ákveðið með at-
kvæðum oddamanns, Þórðar
Friðjónssonar og atkvæðum full-
trúa kaupenda, Magnúsar Gunn-
arssonar og Bjarna Lúðvíksson-
ar. Á móti greiddu atkvæði Óskar
Vigfússon og Sveinn Hjörtur
Hjartarson, fulltrúar seljenda.
Óskar gekk af fundi í mót-
mælaskyni og fundaði með félög-
um sínum í gær, eins og kemur
fram í blaðinu í dag, en Sveinn
Hjörtur gerði svofellda grein fyrir
atkvæði sínu:
„Ég undirritaður fulltrúi út-
gerðarmanna mótmæli afgreiðslu
oddamanns við þessa verð-
ákvörðun. í engu er tekið tillit til
versnandi afkomu útgerðar við
þessa ákvörðun og bátaflotinn
skilinn eftir í 5,5% tapi. Ljóst er
að ákvörðun um þetta fiskverð er
ekki tekin innan veggja Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins.“
Bentu fulltrúar seljenda á að
fundirnir hefðu verið sýndar-
mennska ein og þeir þrír fundir
sem haldnir voru hafi í raun verið
óþarfir. -SÓL