Tíminn - 08.03.1988, Side 7

Tíminn - 08.03.1988, Side 7
Þriðjudagur 8. mars 1988 Tíminn 7 Miklaholtshreppur: Vindorkan virkjuð til að hita húsin Frá fréttaritara Tímans á sunnanverdu SnsefeHs- nesi Magnúsi Gudjónssyni Ilrútsholti II. Nú í sumar er leið lauk Einar Halldórsson bifvélavirki í Holti í Miklaholtshreppi við að setja upp vindrafstöð, er það sú eina sinnar tegundar hér um slóðir og jafnvel sú eina sinnar tegundar á landinu. Það var fyrir um það bil tíu árum að sú hugmynd kviknaði hjá Einari að reisa rafstöð. Upp úr 1980 hófst hann sfðan handa, safnaði að sér efni og smíðaði þetta sfðan í hjá- verkum. Leikur grunur á að stund- um hafi kvöldin orðið æði löng við þessa smíð enda ekki að furða þar sem Einar hafði ódrepandi trú og áhuga á þessu verki. Engu getur Einar svarað um vinnustundafjölda, né kostnað en víst er að tímamir eru margir, enda er þetta hin mesta völundarsmíð. Rafallinn getur við bestu skilyrði framieitt mest 13 kw en framleiðir nú um 8.kw við 5 vindstig. Rafmagnið er ieitt í ele- ment sem hitar upp vatn í tveimur 5000 lítra tönkum og er vatninu sfðan dæit til upphitunar í íbúðar og verkstæðishús Einars. Húsið sem vatnstankamir em í, sem er að mestu í kafi í jörðinni, er hiaðið úr vikursteini með steyptri bæði efri og neðri plötu. Niður úr húsinu miðju stendur súla sem mastrið er fest á, en mastrið er um 9 metra hátt og er rafstöðinni húkkað ofan á það. Spaðamir em úr trefjaplasti og em 5 metrar í þvermál, skurðbreytibún- aður er á spöðunum og er hann sjálfvirkur. Ekki er hægt enn sem komið er að segja til um hvort Kári gamli einn getur séð um upphitun hjá Einari, það getur tíminn einn leitt í ljós, en hitt er víst að mikið getur hann hjálpað til að minnsta kosti þegar vel liggur á honum. Einar Halldórsson við vindrafstöðina. Tímamynd: Magnús Sverrir Hermannsson um Sjálfstæðisflokkinn: Uppgjörið sex árum of seint „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. Nú blasir það við, að 1980 átti skilmálalaust að víkja þeim úr flokknum, sem rufu allt bræðralag hans með ríkisstjórnarmyndun. Auðvitað hefði flokkurinn klofnað þá einnig. En það hefði verið á forsendum brigða, sem fljótlega hefði verið bitið úr nálinni með, og eigi síðar en með ömurlegasta niðurlagi, sem ein ríkisstjóm hefir nokkra sinni beðið.“ Þetta segir Sverrir Hermannsson um uppgjör innan Sjálfstæðis- flokksins í bréfi til ritstjóra Mann- lífs í nýútkomnu hefti, en ritstjóri þess blaðs fór þess á leit við Sverri að hann skrifaði endurminningar sínar sem ráðherra í blaðið. Gerir Sverrir það á glöggan og skilmerki- legan hátt og fylla skrif hans marg- ar síður. Um uppgjörið segir Sverrir enn- fremur, að hann hafi verið þeirrar skoðunar 1986 að nauðsyn bæri tii að Albert Guðmundsson segði af sér sem ráðherra, á meðan á rann- sókn á Hafskips- og Útvegsbanka- málinu stæði. Tillögu þess efnis hafí hann lagt fram á þingflokks- fundi, en Albert hafi alfarið neitað henni. „Framhaldið þekkja svo allir. Tímasetning brottvikningar Al- berts úr ráðherrastóli var eins óheppileg og hugsast gat. Hún varð til þess, að honum og félögum hans tókst á öldufaldi kosninga- spennu að koma fram flokksstofn- un og framboðum til Alþingis. Kiofningur flokksins var orðinn staðreynd" segir Sverrir ennfrem- ur. Hann segir fleiri óþolandi fylgi- kviila hafa fylgt því ráðaleysi að víkja brigðamönnunum ekki úr fiokknum 1980. Þannigþykist hver og einn hafa leyfi til að fara sínu fram og greiða atkvæði á Alþingi eins og um stórmál sé að ræða. Segir Sverrir að ekki fari á milli mála að einstaka þingmaður sé í stanslausum prófkjörsslag. „Ég kaus Þorstein Pálsson ekki sem formann Sjálfstæðisflokksins. Ég studdi Birgi ísleif“ segir Sverrir í Mannlífsbréfinu, en segist engu að sfður hafa stutt Þorstein með ráðum og dáðum og segir hann hafa staðið sig vel miðað við að- stæður. Þá segir Sverrir að ef Þorsteinn hefði einhuga þingflokk að baki sér, þyrfti hann engar áhyggjur að hafa, enda sé agi allt sem þarf. Um Landsbankamálið vill Sverrir lítið segja, nema hvað hann hefði hugsað sig tvisvar um hefði hann vitað hvílíkt fjaðrafok myndi myndast út af ráðningunni. „Þegar upp styttir eru svona mál fljót að fyrnast, sem betur fer. Ég held ég muni e.t.v. minnast þess einna lengst, þegar ég las leiðara Alþýðublaðsins laugardaginn 16. janúar sl. um málið. Þá setti að mér slíkan hlemmihlátur að hvalir hlupu á land í Trékyllisvík, eins og hjá Gröndal forðum" segir Sverrir að lokum. -SÓL Farsóttir í janúar: MED KVEFOG Reykvíkingar voru almennt ekki við góða heilsu í janúarmánuði, ef marka má skýrslur níu lækna og Læknavaktarinnar sf um farsóttir í umdæminu, sem nú eru komnar út. Alls fengu 958 einstaklingar kvef og aðrar veirusýkingar í efri loft- vegum, 102 fengu iðrakvef og 70 manns fengu lungnabólgu. 8 ein- staklingar fengu inflúensu og 30 hálsbólgu af völdum sýkla (skar- latssótt). Einn fékk einkirningasótt, 22 hlaupabólu, einn rauða hunda og 4 fengu hettusótt. Þá höfðu fimm einstaklingar maurakláða og 9 höfðu lúsasmit. Enginn hafði hins vegar kíg- hósta, mislinga eða fékk matareitr- un. Kynsjúkdómar minnkuðu ekk- ert á fyrsta mánuði ársins. 13 fengu lekanda, einn fékk sárasótt og 35 fengu smitnæma þvagrásarbólgu (clamydia). Samtals var því um að ræða 1.259 tilfelli, og af þeim voru 1.090 tilfelli kvef og hálsbólga. -SÓL Loðnufréttir: Frystingu hætt. Ágætis veiði hefur verið á loðnu- miðunum síðustu daga og er loðnan nú komin á hefðbundin mið fyrir austan og vestan. Þannig er sæmileg veiði um 15 sjómílur austur af Elliða- ey og einnig út af Stokksnesi. „Það er sama stand á henni núna og um daginn. Það er erfitt að eiga við hana einmitt núna, hún er komin úr skilunum og á eftir að jafna sig“ sagði Ástráður. Nú á eftir að veiða um 100.000 tonn af loðnu af kvótanum, en frá upphafi er búið að veiða rúmlega 800.000 tonn. „Þeir eru hættir að frysta loðnuna. Hún er svo langt komin í hrygningu, að hún er ekki frystingarhæf“ sagði Ástráður um frystinguna. -SÓL Flugvél frá El Salvador í vandræöum í Keflavík: ÓK Á MOLDARBARÐ OG FESTIHJÓUN Boeing 737 flugvél frá Taca International flugfélaginu í EI Salva- dor, lenti í hrakningum á Keflavík- urflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Flugvélin hafði flogið frá E1 Salva- dor til Miami á Flórída, þaðan til Nýfundnalands og var á leið til Frakklands, en millilenti í Keflavík. Lendingin sjálf gekk slysalaust fyrir sig, en þegar vélin var í akstri að Leifsstöð, ók hún út fyrir ökubraut- ina, lenti á moldarbarði, festi þar tvö hjól og sat pikkföst. Ekki var hægt að losa vélina með eigin afli og heldur ekki að beita bílum við að draga hana inn á brautina, eins og venja er. Því var sótt jarðýta og var vélin komin aftur inn á flugbrautina um miðjan sunnu- dag. Vélin flaug síðan áfram til Frakklands rétt fyrir klukkan 11 á sunnudagskvöld. Sjö manna áhöfn var um borð í vélinni, en engir farþegar. Vélin skemmdist ekki, að því er best verður séð og engin meiðsli hlutust af útafkeyrslunni. -SÓL FULLKOMIN HOL- PLÓTUVERKSMIÐJA Nýlega tók til starfa holplötuein- ingaverksmiðja ÓSs hf. í Garðabæ, en hér er um merkilega nýjung í byggingariðnaði að ræða hér á landi, þar sem plötur þessar eru léttara byggingarefni en áður hefur verið notað á íslandi og um leið sterkari, en því veldur framleiðsluaðferðin. Með tilkomu holplatna verður og hægt að auka mjög byggingarhraða við framkvæmdir. Þess má geta að mikið magn var flutt af holplötum til landsins, þegar Kringlan var byggð. Þetta er fjórða framleiðslueining- in hjá Ós hf, sem á undanförnum árum hefur framleitt hellur, rör og steypu. Er nú lokið við að byggja 4300 fermetra hús yfir starfsemina. Öll tæki og búnaður eru af nýjustu og bestu gerð, keypt frá Finnlandi, Noregi og Danmörku. Framleitt er eftir leyfi frá Parma engineering í Finnlandi, sem eru fremstir í fram- leiðslu á vélbúnaði til holplötugerðar og stórir framleiðendur sjálfir. Gerðar hafa verið viðamiklar at- huganir hjá Parma engineering varð- andi tæknilega eiginleika holplatna og hefur Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen verið fengin til að kynna sér þær og staðfæra, en verkfræði- stofa Stanley Pálssonar sér um dag- legt eftirlit. Þá er það nýjung að Ós hefur fyrst framleiðenda á forsteyptum eining- um gert samning við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins um óháð eftirlit með allri framleiðslu einingaverksmiðjunnar. Við gerð samningsins var farið eftir reglum um sambærilegt eftirlit á hinum Holplötumar auka byggingarhraða, Norðurlöndunum. Er viðskipavin- eru mjög sterkar og lækka nokkuð um þar með tryggt fullkomið gæða- byggingarkostnað. eftirlit á vörunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.