Tíminn - 08.03.1988, Side 3

Tíminn - 08.03.1988, Side 3
Þriðjudagur 8. mars 1988 Tíminn 3 Þenslan í peningamálum árið 1987: milljónir á dag í erlendum lánum „Hinn mikli uppgangur í efna- hagsstarfsemi setti mark sitt á þróun peningamála á síðasta ári. Hagvöxt- ur varð með allra mesta móti og veruleg aukning varð á fjárfestingu. Eftirspurn eftir lánsfé varð því mikil og verulegum hluta þeirrar eftir- spurnar var mætt með erlendu lánsfé," segir m.a. í Hagtölum Seðlabankans um þróun peninga- mála árið 1987. Lántökur opinberra aðila innan- lands og erlendis og erlend lán einkaaðila fóru 5.076 milljónum króna fram úr lánsfjáráætlun, eða samtals í rúmlega 23 milljarða króna í stað tæplega 18 milljarða, að því er fram kcmur í Hagtölum Seðlabank- ans. Þar af voru erlendar lántökur tæplega 12,3 milljarðar (50 þús. kr. á hvern íslending) í stað rúmlega 8,2 milljarðar samkvæmt áætlun. Þessir 12,3 milljarðar í erlendum lánum svara til þess að við höfum „slegið" rúmlega 47 milljóna króna erlent lán hvern einasta rúmhelgan dag ársins. Einkaaðilar með 6,5 milljarða Sérstaklega voru það einkaaðil- arnir og fjármögnunarleigur sem „sprengdu" allar áætlanir - „slógu“ rúmlega 6,5 milljarða í stað 4,1 sem áætlanir voru um. Erlend lán hins opinbera og lánastofnana urðu tæp- lega 5,7 milljarðar í stað 4,1 sam- kvæmt áætlun. Þessir 5,7 milljarðar komu til viðbótar tæplega 10,8 milljarða króna innlendri fjáröflun opinberra aðila og lánastofnana, sem samtals varð því um 16,5 milljarðar króna á árinu, eða 2,6 milljarðar umfram lánsfjáráætlun. Þar af var rúmlega milljarður (1.038 millj.) vegna Út- vegsbankans, sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun. Þess má geta að af heildarlántökum opinberra aðila var t.d. meira en fjórðungur, eða 4.280, lán byggingarsjóðanna. Seðlabank- inn tekur fram að þarna sé um brúttólántökur að ræða, en endur- greiðslur af eldri lánum séu veruleg- ar. Magnaði spennu „Þessar lántökur ásamt efnahags- þenslunni mögnuðu spennuna á lánsfjármarkaðnum og leiddu til þess að vextir hækkuðu verulega," segir Seðlabankinn. Eftir hagstæða þróun í bankakerfinu næstu tvö ár á undan jukust útlán bankanna langt umfram innlánin 1987. Skýringanna segir Seðlabankinn fyrst og fremst að leita í hinni miklu efnahagsþenslu sem ríkti á árinu og vaxandi við- skiptahalla. Aukning útlána umfram peningamagn hafi leitt til verri gjald- eyrisstöðu bankanna. -HEI y Landsvirkjun, Rarik og Rafveita Vestmannaeyja: Otryggt rafmagn til húshitunar í Eyjum Samkvæmt samningi sem nú hefur verið gerður milli Landsvirkjunar, Rafmagnsveitu ríkisins (Rarik) og Rafveitu Vestmannaeyja, hefur raf- magn orðið fyrir valinu sem sá orkugjafi er kemur í stað hraunhita- veitunnar í Eyjum, sem nú hefur verið starfrækt í rúman áratug. Þessir samningar voru undirritaðir 3. mars s.l. og felst í þeim að Landsvirkjun selur Rafveitu Vest- mannaeyja ótryggt rafmagn til raf- hitunar í Eyjum í gegnum Raf- magnsveitur ríkisins. Gert er ráð fyrir sölu á allt að 60 GWst á ári miðað við 14 MW uppsett afl. Salan í ár er talin verða innan við 20 GWst en áætlað er að hún fari vaxandi og nái hámarki árið 1990, er hún verði á bilinu 50-60 GWst. Gilda samning- arnir til 1. janúar 1991. Verðið sem samið hefur verið um er samsett í samræmi við samnings- aðila. Rafmagnsverð Landsvirkjun- ar gagnvart Rarik verður 24,5 aurar á kWst. Hefur þá verið tekið tillit til 18% afsláttar af hálfu Landsvirkjun- ar sem nemur 5,5 aurum á kWst. Smásöluverð Rafmagnsveitna ríkisins til Rafveitu Vestmannaeyja verður hins vegar 38,6 aurar á kWst og hefur þá verið reiknað inn í verðið kostnaður vegna nauðsyn- legrar styrkingar á flutningskerfi Rarik frá Búrfelli til Vestmanna- eyja. Rarik fær því 14,1 eyri á kWst í þessum kaupsamningi. Þessu gjaldi til viðbótar greiðir Rafveita Vestmannaeyja ll-16aura á kWst vegna flutningstapa, en þessi kostnaðarliður er ákveðinn eftir nánari útreikningum. Gjöld þessi taka sömu hlutfallslegu breytingum og gjaldskrá Landsvirkjunar. Endanlegt verð á kWst til Raf- veitu Vestmannaeyja lítur því út fyrir að verða frá 49,6 aurar á kWst til 54,6 aurar á kWst og hefur það þá hækkað um rúmlega helming miðað við verðið frá Landsvirkjun. Ekki er hins vegar ljóst hversu mikið Raf- veita Vestmannaeyja þarf að fá frá neytendum til viðbótar þessu inn- kaupsverði. Með samningum þessum eykst sala Landsvirkjunar á ótryggðu raf- magni til rafhitunar úr 80 GWst í allt að 140 GWst á ári eða um 75%. Eldsupptök í rafmagni Mennirnir tveir sem biðu bana í eldsvoða í Búðardal á föstudags- kvöldið hétu Guðmundur Ingva- son, fæddur 1922, og Gísli Ragn- arsson, fæddur 1935. Þeir voru báðir cinhleypir og barnlausir. Guðmundur bjó að Ægisbraut 5 í Búðardal, þar sem kviknaði í, en Gísli var gestur hans. Eldsupp- tök eru ekki kunn, en talið er að eldur hafi kviknað út frá raf- magni. þj Maður lést Maður lést á föstudag af völd- um reykeitrunar í bruna að heim- ili hans að Kleppsvegi 90 í Reykjavík. Hann hét Ragnar B. Guðmundsson, fæddur 1936. Slökkviliðið var kallað að Kleppsvegi 90, sem er timburhús á einni hæð, laust fyrir hádegið. Eldur logaði í annarri tveggja íbúða í húsinu, en þarbjó Ragnar einn. Reykkafarar brutust inn í húsið og fundu hann meðvitund- arlausan og létu flytja á sjúkra- hús. Þar lést hann nokkru síðar. Þj BÆNDUR ATHUGID! Höfum opnað í nýjum húsakynnum að JÁRNHÁLSI 2 Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.