Tíminn - 12.03.1988, Side 4

Tíminn - 12.03.1988, Side 4
JV' .ínri'T 8801 r.-f tv .01 u!Ofimf>ousJ 4 Tíminn Laugardagur 12. mars 1988 Bifreiðaeftirlitið lagt niður: Bifreiðaskoðun Islands starfi til ársins 2000 Nefnd sem skipuð var af dóms- málaráðuneytinu, til að fjalla um fyrirkomulag á skoðun og skráningu ökutækja, skilaði nýlega áliti sínu. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru þær, að leggja beri Bifreiða- eftirlit ríkisins niður og stofna nýtt fyrirtæki sem héti Bifreiðaskoðun íslands hf. Þátttakendur í þessu nýja hlutafélagi yrði ríkissjóður, trygg- ingafélög og fyrirtæki og samtök sem hefðu hagsmuna að gæta varð- andi ástand ökutækja. Hlutafé hins nýja félags yrði 80 milljónir króna, en nefndin klofnaði í áliti sínu varðandi eignarhlut ríkissjóðs. Ákveðið var þó að ríkissjóður myndi eiga 41 milljón króna. Verkefni hins nýja félags yrði að framkvæma árlega skylduskoðun, annast nýskráningu, tölvuskráningu upplýsinga, framleiða og/eða selja númer á ökutæki og standa fyrir aðgerðum til að auka öryggi í um- ferðinni. Nefndin lagði ennfremur til að núverandi númerakerfi verði lagt niður og fastnúmerakerfi verði tekið upp frá og með 1. júní næst kom- andi. Þó er ökumönnum heimilt að halda núverandi númeraskiltum þar til að bíllinn verður afskráður. Lagt er til að eftirlit með ökutækj- um á vegum úti, sem hingað til hefur verið í höndum Bifreiðaeftirlitsins, verði falið lögreglunni. Þá leggur nefndin til að sérstök nefnd fjalli um hvernig ökukennslu og fyrirkomu- lagi ökuprófa verði háttað næstu árin. Gert er ráð fyrir því að þrjár skoðunarstöðvar rísi úti á landi, tvær árið 1991 og ein árið 1992. Loks leggur nefndin til að Bif- reiðaskoðun fslands hf. hafi starfs- leyfi til ársins 2000. -SÓL SkoðunarmlM, þar *em fram kemur númar ökutskla og skoðunarmánuður. Afmarkaður roltur, þar sem setja má IS-merki, merkl sveitarfólags cða lógsagnarumdæmis. AB 456 Tillaga að númeraspjöldum (Stærð 70% af heildarstærð) 845GC02019 AB0456 Magnaðri rafhlöður og endast mun betur Kodak fyrirtækið hefur hafið framleiðslu og sölu á rafhlöðum. Rafhlöðunum er skipt í fjóra flokka, XTRALIFE, PHOTOLl- FE, ULTRALIFE og KODAK HIGH POWER. ULTRALIFE er 9 volta líþíum- rafhlaða og fyrsta sinnar tegundar fyrir almennan neytendamarkað. Þær voru fyrst notaðar í Kodak diskmyndavélar og cru nú notaðar í allar vandaðar myndavélar. Slík rafhlaða hefur 10 sinnum lengri endingartíma en venjulegar raf- hlöður (sinkkarbón) og helmingi lengri en bestu alkalínrafhlöður. Auk þessa hafa þær gífurlegt geymsluþol, allt að tíu ár. Þær henta því vel í alls kyns öryggisbún- að, s.s. reykskynjara, þjófavarnar- kerfi og ýmsar fjarstýringar, tölvu- vogir o.fl. XTRALIFE eru alkalínrafhlöð- ur og eru fáanlegar í öllum algeng- um gerðum. Þær hafa langan end- ingartíma, u.þ.b. fimm sinnum lengri en venjulegar sinkkarbón- rafhlöður og mikið geymsluþol. PHOTOLIFE eru sérhannaðar rafhlöður fyrir myndavélar og ann- an ljósmyndabúnað. Þær hafa um 10% betri endingu en aðrar alka- línrafhlöður þegar þær cru notaðar í myndavélar eða leifturljós. KODAK HIGH POWER eru sinkkarbón rafhlöður, ódýrar og hentugar í allan sparneytinn útbún- að. Hans Petersen er umboðshafi Kodak um allt land.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.