Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. mars 1988
Tíminn 5
BP eyðir 70 milljónum
dollara í olíuboranir
Eyjólfur Konráð Jónsson segir Ijóst að setlög sem
gætu geymt olíu séu á Rockall svæðinu:
Rockall málið
verður rætt
íslenskir olíufurstar raunhæfur möguleiki?
Frá David Keys, fréttarítara Tímans í London
Svo kann að fara að rannsóknarverkefni, sem Britísh Petrolium
(BP) hrindir af stað næsta sumar, leiði í Ijós að innan íslenskrar
lögsögu leynist olía. BP mun hefja tilraunaolíuboranir næsta
sumar, á svæði um 350 km suður af Færeyjum. BP mun eyða um
70 milljónum dollara í þessar tílraunaboranir. Niðurstöður
þessara borana munu einnig, án efa leiða í Ijós hvort olíu er að
vænta á hafsvæðinu milli íslands og Grænlands.
„Það kom aldrei annað til mála
af minni hálfu þegar þetta boð
Bretanna barst utanríkismála-
nefnd en að Hatton-Rockall mál-
ið yrði tekið upp og rætt mjög
ítarlega bæði við æðstu embættis-
menn og stjórnmálamenn, ef
þiggja ætti boðið,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis í sam-
tali við Tímann í gær.
Aðspurður sagði Eyjólfur að
niðurstaðna úr sameiginlegum
leiðangri fslendinga og Dana sem
farinn varsl. haust lægjuennekki
endanlega fyrir. Varðandi olíu
sagði hann þó að ljóst væri orðið
að þarna væru setlög á botninum
sem gætu geymt olíu og gas.
Um tilkall fslendinga til Hat-
ton-Rockali svæðisins sagði Eyj-
ólfur að hans afstaða væri í raun
mjög einföld. „Ég sá það í hendi
mér á Hafréttarráðstefnunni í
Genf 1978 þegar fyrst komu kort
af þessum hafsvæðum, að við
eigum þarna rétt. Ég taldi það
mína skyldu að kynna mér þetta
og hef gert það í 10 ár. Við getum
ekki leyft okkur vegna komandi
kynslóða að gæta ekki þessa
réttar. Ég er ekki endilega að
gera mér vonir um að þarna
finnist olía, en ef hún er þar þá er
það ekki verra. Ég vil hins vegar
fyrst og fremst vernda hafsvæðin
og út á það gengur allt málið. Það
sem við komum til með að ræða
í London er hvorki meira né
Áætlað er að BP hefji tilraun-
aboranir á þessu svæði á komandi
sumri, og er gert ráð fyrir að fyrstu
boranir verði tæpum 100 km norð-
vestan við skosku eyjuna Lewis.
Önnur stór tilraunahola verður
boruð í vesturjaðri „Evrópuflek-
ans“ svokallaða. Svo vestarlega, á
þessu svæði, hafa vísindamenn
ekki leitað olíu til þessa. Það er
rétt að geta þess að jarðfræði þessa
umrædda svæðis svipar miög til
jarðfræði hafsvæðisins milli íslands
og Grænlands, því að „Evrópuflek-
inn“ og „Grænlandsflekinn" lágu
saman fyrir um 160 milljónum ára.
Miðatlantshafshryggurinn, sem ís-
land er hluti af, hefur í aldanna rás
byggst upp í kjölfar flekareksins í
austur og vestur.
Sjö tilraunaholur verða boraðar
og er miðað við að hver þeirra
verði um 4 km djúp. Talið er að
þessu verkefni verði lokið á næstu
fimm árum. Slíkar holur hafa
aldrei verið boraðar á jafn miklu
sjávardýpi fyrr, en áætlað er að
dýpi sjávar á þessu svæði sé um 400
m. Kostnaður við hverja holu er
um 10 milljónir dollara.
Haft hefur verið eftir breskum
jarðfræðingum að ekki sé hægt að
útiloka að olíu sé að finna á
Rockall-svæðinu, Lousy-hafsvæð-
inu og á hafsvæðinu við Færeyjar.
Rétt er að vekja athygli á því að
Lousy-hafsvæðið er aðeins um 350
km suðaustur af fslandi. Það er
því, samkvæmt ummælum breskra
jarðvísindamanna, ekki útilokað
að innan íslenskrar lögsögu leynist
olía í jarðlögum.
Vísindamenn búast allt eins við
að tilraunaboranir BP næsta sumar
gefi gagnlegar upplýsingar um
jarðfræði hafsbotnslaganna á um-
ræddu svæði, sem gæti mögulega í
leiðinni veitt mönnum upplýsingar
um jarðfræði hafsbotnsins suður af
íslandi svo og svæðisins milli ís-
lands og Grænlands.
Svörtu línurnar sýna Hatton-Rocall svæðið.
Eyjólfur Konráð ræðir við Breta um Hatton-Rockall:
Búist við þveru
neii frá Bretum
Eyjólfur Konráð Jónsson, form.
utanríkismálanefndar.
Frá David Keys, fréttarítara Tímans í London
Eyjólfur Konráð Jónsson, for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, mun á mánudag hitta að
máli nokkra háttsetta fulltrúa
bresku ríkisstjórnarinnar í
London, og gera tilraun til að fá
Breta ofan af þeirri skoðun að
íslendingar eigi ekkert tilkall til
Hatton-Rockall svæðisins.
íslendingar hafa gert tilkall til
allra málma sem kynnu að leynast
á sjávarbotninum á svæðinu, en
búist er við að breska ríkisstjórnin
muni algerlega hafna því tilkalli,
þegar Eyjólfur leggur fram kröfuna
á mánudag.
Vitað er að Bretar samþykkja
ekki að fslendingar eigi nokkurn
lagalegan rétt til tilkallsins. Þó er
talið að Bretar muni hlusta kurteis-
lega á málflutning Eyjólfs
Konráðs, en hafna síðan kröfu
íslendinga algerlega.
Engar samningaviðræður munu
eiga sér stað, heldur er eingöngu
um að ræða hrein og bein skoðana-
skipti. Vitað er ríkisstjórn íslands
hefur ekki borið málið upp við
bresku ríkisstjórnina í að minnsta
kosti tvö og hálft ár. Hins vegar
segja sumir að koma formanns
utanríkismálanefndar, sé hluti af
undirbúningi íslenskra stjórnvalda
til að hefja beinar viðræður við
bresku ríkisstjórnina, þrátt fyrir
einarða afstöðu þeirra síðarnefndu
í málinu.
Þó er ljóst, að aðeins einn hlutur
getur komið bresku ríkisstjórninni
til að viðurkenna tilkall fslendinga.
Það er ef niðurstöður úr rannsókn-
um sem gerðar voru á síðasta ári,
sýna að landgrunn fslands, nái
lengra en hingað til hefur verið
haldið. Þá er líklegt að Bretar
neyðist til að samþykkja kröfur
fslendinga.
Talsmaður breska utanríkis-
ráðuneytins vildi ekkert tjá sig um
heimsókn Eyjólfs Konráðs, nema
að „þeir biðu fullir áhuga á að
heyra rök hans í rnálinu."
Viðræður formanns utanríkis-
málanefndar um Hatton-Rockall
svæðið, er einn liður í heimsókn
þriggja fulltrúa úr utanríkismála-
nefnd til Bretlands, en hinir tveir
fulltrúarnir eru þau Kristín Einars-
dóttir og Guðmundur G. Þórarins-
son. Þau munu hitta að máli Lindu
Chalker, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bretlands, auk aðila úr ráðu-
neytinu sem fjalla um samband
EFTA og Evrópubandalagið. Þá
verður rætt við háttsetta aðila inn-
an viðskiptaráðuneytisins og fyrr-
um orkumálaráðherra, David
Howell, sem nú er stjórnarformað-
ur utanríkismálanefndar breska
þingsins.
Þá munu Eyjólfur Konráð,
Kristín og Guðmundur eiga með
fund með fulltrúa Bretlands í
NATO.
Þó er talið að umræður um
minna en að friða allt hafsvæðið
frá ströndum Skotlands og Nor-
egs alla leið til Kanada og það
getum við samkvæmt hafréttin-
um.“ Sagði Eyjólfur að íslending-
ar væru búnir að vinna mikla
undirbúningsvinnu í þessu máli
og væru trúlega komnir lengst í
því að skoða þessi mál ofan í
kjölinn eftir reglum hafréttarsátt-
málans. Mikið af þeim undirbún-
ingsgögnum myndu verða lögð
fram í viðræðunum í London til
styrktar málstað fslendinga í
þessum efnum. -BG
Hatton-Rockall svæðið munu
skyggja á aðra fundi í heimsókn-
inni.
Kristín Einarsdóttir, alþm.
Guðmundur G. Þórarinsson,
alþm.