Tíminn - 12.03.1988, Side 9

Tíminn - 12.03.1988, Side 9
vera fyrir þá sem enn eru bundn- ir á klafa æskubissnesins og verða að klæðast samkvæmt því hvað sem á dynur. En æskubissnesinn náði til fleiri þátta en klæðaburðar og hár- vaxtar. Þegar „hugsjónamenn“ höfðu á annað borð uppgötvað það hagræði, sem fylgdi því að gera út á æskuna fylgdi fleira í kjölfarið og ekki nálægt því eins æskilegt. Þærnýjuútvarpsstöðv- ar, svo og sjónvarp að hluta, sem hér starfa í dag, byggja viðgang sinn að nokkru á æsku- bissnes. Á þeim vettvangi virðist hann ganga jafnvel betur en þegar aðeins var hugsað um föt og útlit. Og fátt er það sem æskubissnesinn telur sig ekki geta gert. íslenskur kvikmynda- iðnaður, þessi stóra von okkar um sérstöðu og viðurkenningu, er að verða lítilsgild eftiröpun bil- legra erlendra hasarmynda, sem eru framleiddar á færibandi. Til að svo megi verða eru þessir kvikmyndajöfrar æskubissnes- ins byrjaðir að framleiða skot- hríð handa íslendingum og hafa menn ekki séð helminginn af því enn þá. Þriggja manna mál En það er fleira sem æsku- bissnesinn tekur sér fyrir hendur. Nýlega birtist frétt um það í Morgunblaðinu, að ungir æskubissnesmenn væru að hefja kvikmyndagerð í samvinnu við Kanadabúa og er kostnaðurinn við kvikmyndina mikið hærri en fólk hér heima lætur sig dreyma um. Allt er þar með nýtískuiegu sniði og merkt draumsýnum æskubissnesins. Hér á landi er töluð gömul tunga og merkilega óbrengluð þrátt fyrir allt. En þessi tunga er aðeins töluð af 240 þúsund manns, sem er svo lítið málsvæði miðað við önnur, að líf hennar er daglegt krafta- verk. Þegar svo tekst að ná mikilsverðri samvinnu við Kan- adamenn, þá er helst af þeirri samvinnu að segja, að myndin sem á að spretta upp af þessum bandalagi verður gerð á nýrri tungu, máli þriggja manna, sem sömdu handritið. Helst er að skilja að þetta sé eitthvert tungu- mál sem spóinn gæti talað mætti hann mæla í stað þess að vella. Þetta þriggja manna tungumál er dæmigerður æskubissnes. Minnsta málsvæði í heimi þarf að koma sér upp tungumáli þriggja manna til að gera kvik- mynd í samvinnu við útlendinga. Auðvitað skiptir engu máli fyrir Kanadamenn þótt myndin yrði gerð á Swahili, þeir mundi ekki skilja orð í henni samt. Enþeim í æskubisssnesnum þykir sýni- lega ekki nóg að gert með þrot- lausum ágangi enskra sönglaga-' texta íslensku máli til fordjörf- unar. Nú skal taka upp þriggja manna tungumál heldur en ekkert. Um íslensku er ekki að ræða, þegar æskubissnesinn ger- ist alþjóðlegur. Lausu gengin Þótt játað skuli að æsku- bissnesinn ráði miklu nú á dög- um og margt sé þar með glæsi- brag eins og gjarnan fylgir æsk- unni hverju sinni, verður því ekki neitað að æskubissnesinn á sínar dökku hliðar. Ein dekksta hliðin er eiturmökkurinn sem hvílir yfir æskuskeiðinu og veld- ur því að margt ungt fólk gengur á svig við samfélagið, örvinglað, dofið og ruglað, og virðist ekki eiga heimkomu von. Þetta fólk sveimar um skemmtistaði, brýst inn í íbúðir manna í leit að fjármunum, og virðist ekki eiga annað erindi í heiminum en finna peninga fyrir næsta skammti. Þetta eru hinir ömur- legu og aumkunarverðu. Þeir hafa orðið fórnarlömb þeirrar æskutísku, sem æskubissnesinn verður að hafa til viðhalds sér. En önnur hlið þessa máls er viðhorf samfélagsins. Eftirlit með þessu fólki er mjög tak- markað og lögreglan veigrar sér við miklum afskiptum, enda er í ekkert hús að venda með fólk í eiturlyfjum, sem brýtur af sér. Það virðist ekki hafa tekist að koma höndum um vandamálið, og lögreglunni finnst eflaust annar starfi þarfari en vera að eltast við fólk, sem engin hús eru til yfir og ekkert réttarfar gildir fyrir. Á meðan fær það að starfa að mestu í friði á fólki á heimil- um sínum, þar sem það ryðst inn með líflátshótunum. Nýlegt dæmi um slíkt sýnir í raun hvað , samfélagið er orðið varnarlaust. En þetta varnarleysi veldur ein- mitt tvíefldri djörfung hinna ömurlegu, lausu gengjanna, sem bjóða öllu byrginn, líka lögreglu og löggjafarvaldinu, sem kann engin ráð. Hótað manndrápum Það er ekki einungis að hinir ömurlegu ryðjist inn á heimili manna og oti að þeim hnífum og skærum eða öðru tiltæku. Þeir eiga það mikið í umhverfi sínu, að þeir hóta lögreglumönnum lífláti. Nú er slík hótun alltaf alvarlegs eðlis, sama frá hverj- um hún kemur. Þeir sem skrifa í blöð og hafa lengi starfað í blaðamennsku, þekkja til svona hótana af éigin raun. Þær hafa komið -frá einstaklingum, sem telja verður með fullu ráði, en hafa lent í vandræðum, sem blöð segja frá. Stutt getur verið frá fréttum yfir í þá ímynd að um ofsókn sé að ræða og oft erfitt að stunda sálgæslu í leið- inni. En öllu verra hlýtur að vera að fá hótanir um líflát frá fólki óðu af eiturlyfjum, sem veit ekki stundinni lengur hvað það aðhefst. Það er á vitorði manna, að góðir lögregluþjónar hafa hætt störfum vegna þrálátra hótana frá hinum ömurlegu um líflát. Þessar hótanir hafa ekki einung- is verið bundnar við lögreglu- þjóninn sjálfan, heldur líka konu hans og börn. Við slíkar aðstæður og stöðugt áreiti getur það orðið of þungur ábyrgðar- hluti fyrir lögregluþjón að stunda vinnu sína áfram. Ekki kannski vegna þess að hann telji að hann geti ekki varið sig. En erfiðara getur verið að verja fjölskylduna fyrir óðum eitur- lyfjaneitanda, sem veit að réttar- kerfið hér er þannig vaxið, að það ætlar honum enga geymslu- staði. Nokkuð hefur verið rætt um lögregluna og starfshætti hennar að undanförnu. Fyrrgreindir hlutir varpa kannski nokkru ljósi á þá staðreynd, að störf lögreglu eru ekki neinn dans á rósum. •Hana geta hent slys eins og aðra dauðlega menn. En þess er aldrei gætt, að hún verður sjálf fyrir slysum og meiðslum. Þá er ekki sett á stórar ræður. Það þykir eflaust sjálfsagt. Lögregl- an hefur í áranna rás ástundað hjálpsemi og leiðbeiningar, og hefur hlotið þakklæti fyrir. Lög- reglan er einnig vörn borgarans fyrir margvíslegu áreiti fólks, sem vill ekki semja sig að venj- um siðaðra manna, eða fara að lögum. Hvað snertir hinn ömur- lega hóp eiturlyfjasjúklinga, sem vaða um borgina í torfum gegnir því máli, að einhvers staðar verður að stöðva þessa framrás. Fólk verður að geta verið sæmilega óhult í eigin húsum. Og þar verður lögreglan að koma fram af fullri hörku, hverju sem hótað er. En allar eru þessar aðfarir tákn um þjóð- félag í miðju heljarstökki. Við erum orðin þjóð sjónvarpsþátt- anna, þar sem lífð er murkað úr fólki af ótrúlegri fjölbreytni. Síðan eru þessir þættir færðir út á götur Reykjavíkur, þar sem algengt er að beitt sé hnífum. Þegar það gerist fyrirfinnst eng- inn takki svo hægt sé að slökkva á sjónvarpinu. T-BH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.