Tíminn - 28.04.1988, Síða 7

Tíminn - 28.04.1988, Síða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1988 Tíminn 7 8. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Stormskerinu órótt vegna hrakspáa veöbanka og eigin loforða: MILLI LÍFS OG DAUDA „Ef það er eitthvað mark takandi á þessum veðbankatölum, fyrir utan Bretana, þá er ég nú staddur milli lífs og dauða, eða er það ekki?“ sagði Sverrir Stormsker í samtali við Tímann í gær, eftir að honum voru bornar fregnir af stöðu íslenska lagsins á veðmálalista Ladbroke’s fyrirtækisins í gær. Sverrir sagði að dagskráin væri alveg ótrúlega stíf, sérstaklega þar sem þeir þyrftu iðulega að vakna klukkan 7 á morgnana, en eins og alþjóð er kunnugt, er Sverrir einn morgunsvæfasti maður sem um getur. „Þetta er náttúrlega pína fyrir mig, en annars gengur þetta mest út á, eins og ég hafði raunar ímyndað mér, bjórdrykkju og kampavíns- veislur. Alls staðar er vín á boðstól- um og það þýddi sko ekki fyrir bindindismann að koma hingað. Ef maður hefði komið hingað sem slíkur, hefði maður fljótt breyst í drykkjuhrút," sagði Sverrir. Hann varð undrandi á því að blöðin skyldu skrifa að hann hefði ekki enn orðið þjóðinni til skammar, en benti á að hann hefði nú verið Wilfred frá Austurríki. Lara Fabian frá Lúxemborg prúður vegna þess að á einum blaða- mannafundinum hefði ekkert vín verið á boðstólum, og því aðeins mætt þrír blaðamenn. „Það var í raun enginn fundur, því menn sátu bara og nöguðu á sér neglurnar," sagði Sverrir. Fyrri blaðamannafundurinn hefði hins vegar verið öllu líflegri, „enda dældu allir í sig bjór, hvítvíni, rauð- víni, tartalettum og ritzkexi, þannig að menn yrðu þyrstir og þyrftu að drekka meira,“ bætti hann við, en sagði að samt hefði aðeins einn enskur blaðamaður talað við þá. í dag verður hins vegar aðal blaðamannafundurinn, og sagði Sverrir að hann hefði heyrt að þar yrði allt vaðandi í sterku víni, þannig að fundurinn hlyti að verða fjölsótt- ur. „Annars var einhver samkunda í RDS höllinni, þar sem keppnin fer fram, á mánudagskvöld, þarsem allt þetta Eurovisíonpakk hittist, ásamt grilljón fréttamönnum. Ég held nú óneitanlega að við höfum vakið þar mesta athygli, en það var nú bara vegna þess að Jón Páll hélt á okkur Stefáni og gekk nokkra hringi og það þótti voðalega spaugilegt. Þetta var myndað í bak og fyrir og við spurðir hvaða tröll þetta væri. Hann Stigagjöf 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Heimastig ALLS: 1. ísland Sókrates Beathoven 2. Svíþjóð Stad i Ijus Tommy Körberg 3. Fnnland Nauravat silmöt Muistetaan Boulevard 4. Bretiand Go Scotl Fltzgerald 5. Tyrkland Sufi (Hey-ya Hey) Maznar-Fuat-Ozkan 6. Spánn La chlca Quiyo Quiero La Decsda 7. Niðurtönd Shanari-La Gerara Jollng 8. Israel Yardena Anazy Ben Adam 9. Sviss Ne partes pas sans moi Céllne Dlon 10. írland Take hlm home Jump the Gun 11. Þýskaland Ued fiir einen freund Maxl og Chris Garden 12. Austumlú Usa Mona Usa WUfried Scheutz 13. Danmörk Ka' du se hva' Jeg sa' Klraten og Súren 14. Grikkland Clown Afrodltl Frlda A kór 15. Noregur For vftr jord Karollne Krúger 16. Belgia Laiaser Brilier le Soleil Reymond 17. Lúxemborg Croire Lara Fablan 18. Ítalía Ti scrivo Luca Barbarossa 19. Frakkland Chandeur de charme Gerard Lenorman 20. Portúgal Voltarel Dora 21. Júgóslavi'a Mangup Sllver Wlngs kynnti sig sem okkar öryggisvörð og TÚLK! Þá fóru menn að spyrja okkur spjörunum úr,“ sagði Sverrir. Hann sagðist kunna mjög vel við RDS höllina, og sagði sviðið helv... huggulegt, með skemmtilega róm- antískum bakgrunni, sem er í líki blásvarts himingeims með sólkerfum í baksýn. íslenska keppnisliðið er kvefað upp til hópa og sagði Sverrir að svo hefði verið frá því að liðið kom til írlands. „Við vorum dregin á einhvern spaðaboltaíþróttaleik, þar sem menn voru að berja hver annan með spöðum og eltast við litla golfkúlu. Þar var andsk... kalt og við kvefuð- umst öll. En þetta var bráðnauðsyn- legt, þar sem kynningin af okkur var tekin á þessum leik. Stefán er nú samt skástur af okkur," sagði Sverrir. Beina útsendingin frá RDS höll- inni í Dyflinni hefst síðan klukkan 19 á laugardagskvöld og tekur um 3 klukkustundir. Tíminn birtir hér í dag stigatöflu, þar sem gert er ráð fyrir að lesendur fylli inn í þar til gerða reiti stigagjöf til einstakra landa, auk þess sem hægt er að fylla inn sína eigin stigagjöf. Við erum í fyrra fallinu, en það er gert svo allir fái töfluna í tæka tíð. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.