Tíminn - 28.04.1988, Page 8

Tíminn - 28.04.1988, Page 8
8 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJALSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddurólafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Seðlabankaræðan Seðlabankaræðan er árviss viðburður. Hún er haldin við hátíðlega athöfn að viðstöddum boðs- gestum á ársfundi Seðlabankans og hefur að geyma hugleiðingar seðlabankastjóranna um efnahags- og fjármál í mjög víðum skilningi þess orðs. Ársfundur Seðlabankans er að jafnaði ekki sér- stakur umræðuvettvangur þeirra sem fundinn sitja, heldur er seðlabankaræðan hátíðarræða, sem einn þriggja bankastjóra flytur í nafni þeirra allra og ekki er ætlast til, að sé tilefni almennrar umræðu á hátíðinni. Þótt margt sé vel sagt í seðlabankaræðu yfir- standandi árs, er því ekki að Ieyna að þar er haldið fram skoðunum, sem mikill ágreiningur er um. í ræðu sinni tók Jóhannes Nordal m.a. upp sterkari vörn fyrir hávaxtastefnu gráa fjármagns- markaðarins en áður eru dæmi um í umræðum um peningamál og lánsfjármál. Hann lofar það mjög hversu sparendur hafi góða möguleika til þess að ávaxta fé sitt eins og nú er komið. Skal því út af fyrir sig ekki neitað að ýmsir hafi haft gróða af hinum nýju ávöxtunarleiðum, sem aðrir hafa kallað fjármagnsófreskjuna. Hins vegar eru skuggahliðar fjármagnsmarkaðarins ekki til um- ræðu í Seðlabankanum. En meginvörn seðlabankastjóranna fyrir há- vaxtastefnunni liggur í því, sem kom fram í ræðunni, að nýja vaxtastefnan hefði verkað sem aðhaldsstefna í fjármálum og komið í veg fyrir þenslu og offjárfestingu. Virðist það vera skoðun seðlabankastjóranna, eins og orð Jóhannesar Nordals féllu, að hávaxtastefnan hefði veitt aðhald í sambandi við nýtingu fjármagns til arðsamra framkvæmda og fjárfestinga. Ekki verður annað séð en það sé skoðun stjórnenda Seðlabankans að grái fjármagnsmarkaðurinn, sem heldur uppi há- vaxtastefnunni, stýri sparifé landsmanna í arðbær- ar framkvæmdir og fyrirtæki. Gallinn við þessa skoðun er sá, að hún er ekki rökstudd með raunhæfum dæmum. J*egar stjórn- endur Seðlabankans segja í skýrslu sinni að hávaxtastefnan hafi komið í veg fyrir spákaup- mennsku, þ.e.a.s. fjárfestingabrask og kaupæði, þá er hér verið að fullyrða um jákvæð áhrif af þessari stefnu sem síst/fá staðist. Vandi íslensks efnahagslífs er ekki þvað minnst fólginn í viðvar- andi þenslu, dýrtíðTþ.e. háu verðlagi) og við- skiptahalla. Hávaxiastefnan hefur ekki haft nein áhrif á að lækna^þessar efnahagslegu meinsemdir, heldur magnað þær og í ýmsum tilfellum búið þær til. Vanstjórn peningamála almennt talað, sem m.a. hefur stafað af áhugaleysi æðstu stjórnenda banka- kerfisins til þess að hafa taumhald á fjármagns- markaðnum, er sérstakt vandamál í íslenskri pólitík. Þrátt fyrir allt virðast augu seðlabanka- manna vera að opnast fyrir því að úr þessari vanstjórn þurfi að bæta með löggjöf og nýjum aðhaldsreglum. Sá skilningsauki á ástandinu er strax til bóta. Fimmtudagur 28. apríl 1988 GARRI Er allt í lagi? Blöðin í gær voru forvitnileg fyrir þá sem reyna að fylgjast með ástandinu í hraðfrystihúsum landsmanna. Hér í Tímanum var frétt á áberandi stað um að núna væru það bankamir sem héldu fiskvinnslunni í rekstrí. Þar var haft eftir Árna Benediktssyni að bankar hafi hjálpað og um leið og þeir segi að þeir geti ekki meira þá sé þetta stopp. Þannig sé það afskaplega mikið undir þeim kom- ið hvort það séu dagar eða vikur þangað til fiskvinnslan stöðvist. í Þjóðviljanum er stutt viðtal við Jens Valdimarsson framkvæmda- stjóra Hraðfrystihúss Patreksfjarð- ar. Þar lætur hann einnig hafa eftir sér að staðan í fiskvinnslunni sé í dag með þeim hætti að það sé bara spurning um daga og vikur hvenær fyrirtækin gefist hreinlega upp og loki. í Morgunbiaðinu voru svo enn viðtöl við nokkra forsvarsmenn í fiskvinnslunni. Tónninn þar er all- ur í sama dúr, talað er um dökkt útlit, heimatilbúinn vanda og skelfilega stöðu. Eftir Gísla Kon- ráðssyni framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa er m.a. haft að þeir séu þar að vinna ennþá, cn það sé á hangandi hári að það sé hægt. Frjálsi peningamarkaðurinn Fiskvinnslan er nú einu sinni sú atvinnugrein sem malar meginhlut- ann af þeim gjaldeyrí sem okkur berst hingað inn í þjóðarbúið. Ein af ástæðunum fyrir erfiðleikum hennar eru þeir háu vextir sem hún þarf núna að greiða af lánsfé sínu. Þessir háu vextir eru svo aftur afleiðing af þeim frjálsa peninga- markaði sem hér hefur verið rekinn undanfarið. Það hefur áður veríð bent á það í þessum pistlum að frjálshyggjan er varasöm og getur orðið okkur dýr ef ekki er sigit áfram með fullri gát. Í útlöndum getur svo sem veríð allt I lagi að láta framhoð og eftirspurn eftir fjármagni ráða vöxtum á markaðnum. En hér á landi eru aðstæðumar sérstakar. Reynsla undangenginna mánaða og missera hér hjá okkur er sú að frelsið á fjármagnsmarkaðnum hefur leitt það af sér að peningarnir hafa sogast til þjónustugreinanna á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti hafa undirstöðugreinarnar úti á landi, bæði frumframleiðslan og þjónustan, setiðeftir. Ogjafnframt hafa vextir rokið upp, með þeim hætti að þeir em núna orðnir verulega þungur baggi fyrir þessi fyrirtæki. Þess vegna dylst engum hugsandi manni lengur að hér þarf meiri stjóm á fjármagnsmarkaðn- um. Þetta er ein af helstu ástæðunum fyrir núverandi erfiðleikum fryst- ingarinnar, þó að fleira hjálpi þar vitaskuld einnig til. En það fer ekki á milli mála að ástandið er núna orðið þannig að það kallar á tafar- lausar aðgerðir. Kóngulóin Kannski kannast einhverjir við gömlu söguna um kóngulóna scm að vorlagi spann langan þráð niður úr sterkri trjágrein og óf síðan vef sinn út frá honum. Hún veiddi vel í hann yfir sumarið, en þegar hausta tók og flugunum fór að fækka gerðist kóngulóin önuglynd. Einn daginn fór hún svo að horfa á þennan þráð sem lá beint upp í loftið og þjónaði engum sjáanleg- um tilgangi. í geðvonsku sinni klippti hún á þennan þráð. Af- leiðingin varð svo sú að allur vefurinn hrondi, og þar með öll lífsbjargarvon kóngulóarinnar. Það leynist engum að þeir menn, sem núna gera lítið úr erfiðleikum fiskvinnslunnar, em nákvæmlega í sömu sporum og kóngulóin í sög- unni. Ymsir þeirra hafa hagnast vel á verslun og þjónustu á höf- uðborgarsvæðinu og segja að allt sé í lagi hjá okkur. En þeir gleyma því hins vegar fyrir hverja þessi þjónusta hefur verið rekin. Þeir muna það ekki lengur í staur- blindni sinni að þessi þjónusta byggist á því að út um allt land séu starfandi vel rekin fyrirtæki sem hafl aðstöðu til þess að láta hlutina ganga. Þeir átta sig ekki lengur á því að til þess að þeir sjálfir geti borgað háa vexti þurfa fyrirtækin í undirstöðugreinunum líka að geta borgað þjónustu þeirra. Ef sjónarmið frjálshyggjunnar ættu að fá að ráða þá væri lausnin á vanda landsbyggðarinnar ósköp einföld. Eftir þeim kenningum ætti þá einfaldlega að leggja niður land- búnað á íslandi og alla útgerð og fiskvinnslu utan höfuðborgar- svæðisins. Fólkið, sem eftir er úti á landi, gæti síðan sem best flutt allt saman á mölina. Þar gætu íslendingar framtíðarinnar svo lif- að á því að þjónusta hver annan. En eiginlega er Garri ekki sáttur við slíkar hugmyndir. Hann er á þvi að skynsamlegra sé að koma böndum á efnahagsmál þjóðarbús- ins og stjóma þeim. Þar með talið að skapa fiskvinnslunni aðstöðu til að starfa á heilbrigðan hátt. Garri. VÍTTOG BREITT G0DÆRI0G V0UEÐI Efnahagsmálin eru umræðuefni dagsins og stendur bunan um þau út úr hverjum manni sem kemst einhvers staðar í pontu og þeir sem tala í útvarp eða skrifa í blöð eru nær allir orðnir efnahagssér- fræðingar á einni nóttu. Ábúðar- miklar umræður um peningamálin fara fram í sjónvarpssölum kvöld eftir kvöld og hefur undirritaður ekki séð eða skilið annað af þeim en að stjórnendur hamast við að fá aðra þátttakendur til að vera stutt- orða og helst þegja alveg, sem er skiljanlegt. Vilhjálmur Egilsson skrifar að minnsta kosti eina grein á dag í blöð um efnahagsmál og banka- stjóri aðalseðlabankans lætur móð- an mása f allri fjölmiðlaflórunni um gengi, vexti, verðbréf, peninga- mál, kaupgjald, vísitölur, verð- bólgu og allt það. Allir efnahagsspekingarnir þykj- ast einhvern tíma áður hafa bent á að það mundi fara svona eins og það er að fara núna ef þetta eða hitt yrði gert eða yrði ekki gert. Verðbólga - gróði bjarta og arðbæra framtíð? Þeir sem reka fiskvinnsluna reka nú upp hvert ramakveinið af öðru, enda eru þeir að fara á höfuðið allir sem einn og sjá ekki fram á annað en tap og meira tap. Ráðið er að lækka gengið verulega, eða að þeim verði afhentur gjaldeyrinn sem fyrir fiskinn fæst til að selja á leiðis að lækka innlenda kostnaðar- liði. Aðalbankinn er á öðru máli og vill rétta hallann af með öðrum hætti. Fæstir eru sammála um orsök eða afleiðingu efnahagsvandamál- anna og enn síður um hvernig á að leysa þau, og er eining einungis um það að lausnin þoli enga bið. lliáwwoflhcftfrAsltii Það sem gerir efnahagsmálin svona aðkallandi er að góðærið er farið veg allrar veraldar með vax- andi fiskafla, lækkandi olíuverði og hækkandi fiskverði á erlendum mörkuðum. Aðstæður eru nú aðrar en í fyrra. Eins og venjulega skilur góðærið þjóðfélagið eftir á hvínandi kúp- unni, en það hefur verið notað til að auka skuldir, sem ekki kvað vera gáfulegt eða sýna fjármálavit nema rétt í meðallagi. En við hverju er svosem að búast af fólki sem gengur með þann kvilla að halda að verðbólga sé upplögð til að græða á og að vísitölutryggðar offjárfestingar séu ávísun upp á svörtum. Það háttarlag á að flokk- ast undir frjáls gjaldeyrisviðskipti og er ekkert vitlausari frjálshyggja en hver önnur. Fjármálaráðherra segist ekki hlusta á rugl og að fast gengi sé fast gengi og að gengisfelling þýði ekki annað en að fastgengisstefnan sé fyrir bí og það megi ekki verða. Boðskapur aðalfundar Seðlabank- ans er á svipuðum nótum, að það leysi engin mál að fella gengið og að þeir sem í fiskslabbi stússa séu engu nær þótt krónugreyið verði gert enn verðminna. Efnahagsundrin Viðskiptahallinn er eitt af þeim efnahagsundrum sem sumir hafa áhyggjur af og er kenning ein- hverra, einkum þeirra sem verka fisk og selja, að hann muni hverfa eins og dögg fyrir sólu ef verðgildi - krónunnar verður húrrað nógu langt niður og kaupið lækkað sem því nemur. A fagmáli heitir svo- Erlendar skuldir, grár peninga- markaður, vanmáttugt bankakerfi, óburðugur verðbréfamarkaður, of- fjárfestingar og gjaldþrot er arf- leifð góðærisins og era nú allir sótraftar á sjó dregnir að velta efnahagsvandanum fyrir sér fram og til baka og er stjórnarandstaðan jafnvel farin að leggja orð í belg og mun væntanlega leggja margt gáfu- legt til mála í umræðum um van- traustið sem nú er orðið eitt af brýnustu þingmálum. Einhvem veginn mun takast að kjafta sig fram úr vandræðunum eins og fyrri daginn og auðvitáð er það ekkert annað en svartagalls- raus að halda því fram að nú ári illa þótt einhvern tíma hafi verið borg- að betur fyrir fisk. En ef einstök árgæska til lands og sjávar og á erlendum mörkuðum þarf að verða til þess að steypa öllu efnahagslífi í gjaldþrot og volæði verðum við að biðja góða guð um að aldrei sendi hann okkur góðæri aftur. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.