Tíminn - 28.04.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 28.04.1988, Qupperneq 11
Fimmtudagur 28. apríl 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR FRI veitir styrki til þeirra bestu Stjórn Frjálsíþróttasambands ís- lands (FRÍ) hefur ákveðið að styðja við bakið á besta frjálsíþróttafólki landsins með því að veita því pen- ingastyrki. Eru styrkirnir sem eru á bilinu 15 til 36 þúsund krónur á mánuðu frá apríl til ágúst ætlaðir til að auðvelda íþróttafólkinu undir- búning fyrir Ólympíuleikana í Seoul og gera þeim sem ekki hafa náð lágmörkunum auðveldara að ná þeim. Það eru 7 frjálsíþróttamenn sem fá styrk frá FRÍ. Eggert Bogason fær kr. 36.000.-. Ragnheiður Ólafsdótt- ir og Helga Halldórsdóttir 18.000.- og þau Þórdís Gísladóttir, íris Grönfeldt, Sigurður Matthíasson og Pétur Guðmundsson 15.000.-. Ól- ympíunefnd viðurkennir ekki árang- ur Eggerts í kringlukastinu sem er yfir ðlympíulágmarki og fær hann ekki styrk úr afreksmannasjóði ÍSÍ. Ákvað FRÍ því að veita honum hærri styrk. Ragnheiður og Helga hafa náð Ólympíulágmörkunum en hinir íþróttamennirnir fjórir eru ná- lægt þeim. Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson hafa einnig náð Ólympíulágmörkunum og fá styrk frá afreksmannasjóði ÍSÍ. -HÁ Knattspyrnu' úrslit í gærkvöldi Heilmikið var sparkað á knatt- spyrnuvöllum víðsvegar um Evrópu í gærkvöldi og mikið um vináttu- landsleiki. Þá var keppni í fullum gangi í undankeppni Ólympíuleik- anna og Evrópukeppninni undir 21 árs og í Belgíu eru Árnór Guðjohn- sen og félagar í Anderlecht komnir í úrslit í bikarkeppninni. Belgíska bikarkeppnin, undanúrslit: Anderlecht-Mechelen................ 3-1 Anderlecht vlnnur 4-3 samanlagt Lierse-Standard Liege.............. 0-0 Standard vinnur 3-1 samanlagt Undankeppni Ólympíuleikanna: Pólland-V-Þýskaland........... 1-1 (0-0) Jan Furton gerði mark heimamanna korteri fyrir leikslok en Frank Mill jafnaði á lokamín- útunni. V-Þjóðverjar, Danir og Pólverjar berj- ast um sigurinn í A riðli. Ungverjaland-Frakkland ........2-2 (0-0) Mikið gekk á rétt eftir hálfleik, Katona kom Ungverjum í 1-0 á 50. mín. en Fodor jafnaði 2-2 fyrir sama Uð níu mínútum síðar. Roux og Mege skoruðu fyrir Frakka í milUtíðinni. Svíar og Ungverjar berjast um sigurinn í C riðU. Sovétrikin-Búlgaria........... 2-0 (1-0) MikhaiUchenko (31.) og Kuznetsov (72.) gerðu mörkin. Sovétmenn hafa þegar sigrað í D riðU. Vináttuiandsleikir: V-Þýskaland-Sviss............. 1-0 (0-0) Jurgen Klinsmann fólagi Ásgeirs Sigurvins- sonar hjá Stuttgart og markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar skoraði sigurmarkið. Það var hans fyrsta mark í landsleik og þótti hann með frammistöðu sinni í gærkvöldi hafa tryggt sæti sitt í v-þýska Uðinu í úrsUtakeppni EM sem verður í V-Þýskalandi í júni. Svíþjóð-Wales.................4-1 (2-1) Hans Molmqvist (17. og 55.), Glenn Ström- berg (25.) og Hans Eskilsson (66.) gerðu mörk Svía en Glyn Hodges (27.) skoraði fyrir Walesbúa. Írland-Júgóslavia.............2-0 (1-0) Kevin Moran gerði síðara mark heimamanna, hið fyrra var sjálfsmark. Austurriki-Danmörk............ 1-0 (1-0) Klaus Berggreen gerði sjálfsmark á 14. mín- útu. Tékkóslóvakía-Sovétríkin...... 1-1 (0-0) Lubomir Vlk skoraði mark heimamanna en Oleg Protasov jafnaði á 81. mínútu. Lúxemborg-Ítalía.............. 0-3 (0-3) Viccardo Ferri, Guiseppe Bergomi og Luigi De Agostini skoruðu fyrir ítaU. Ungverjaland-England.......... 0-0 (0-0) Spánn-Skotland 0-0............... (0-0) N-írland-Frakkland............0-0 (0-0) Evrópukeppnin undir 21 árs, undanúrslit: England-Frakkland.............2-2 (1-0) Frakkar vinna 6-4 samanlagt Holland-Grikkland.............2-0 (0-0) Grikkir vinna 5-2 samanlagt -HÁ/Reuter Undankeppni Ólympíuleikanna í knattspyrnu, Holland-ísland: Tap með minnsta mögulegum mun fslenska Ólympíulandsliðið í knattspyrnu lék í gærkvöldi við Hol- lendinga í undankeppni Ólympíu- leikanna. Hollendingar fóru með sigur af hólmi á heimavelli sínum í Doetinchem, 1-0. Það var Ruud Brood sem skoraði sigurmarkið með föstu skoti af löngu færi á 53. mínútu, óverjandi fyrir Birki Krist- insson markvörð sem lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi. Áhorfendur á leiknum voru aðeins 500 talsins. fslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleiknum og vildu fslendingarnir þá fá vítaspyrnu þegar brotið var á Ólafi Þórðarsyni en í síðari hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni. íslenska liðið heldur nú til A- Þýskalands og mætir heimamönnum þar á laugardaginn. -HÁ/Reuter •; ■ .’Iáís'í . Ólafur Þórðarson átti góðan leik í gærkvöldi en fslendingarnir máttu lúta í lægra haldi fyrir Hollending- um. Næsti gjalddagi húsnæðislána MEÐ SKILVISI HAGNAST ÞÚ Pað er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostn- að af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú hagnast á skilvísinni því þú getur notað peningana þína til gagnlegri hluta, til dæmis í að: mála stofuna fyrirsumarið ^ setja ný blöndunartæki á baðherbergið eða leggja parket áforstofuna. ; | mai 15___________________________________________________________ maí | Greiðslufrestur er til 15. maí. Þann 16. reiknast dráttarvextir. Lán með lánskjaravísitölu. Lán með byggingarvísitölu. H3ÍJ _____________________________________________________ maí | Greiðslufrestur er til 31. maí. Pann 1. júní reiknast dráttarvextir. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. HúsnæÖisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 6969 00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.