Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 16
16 .Tíminrr Fimmtudagur 28. apríl 1988 DAGBÓK lllllllll Karlakórinn Fóstbræður heldur tónleika í Langholtskirkju Karlakórinn Fóstbræður heldur sína árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga og aðra dagana 27.,28., 29. og 30. apríl í Langholtskirkju. Dagana 27.-29. apríl hefjast tónleikar kl. 20:30, en laugardaginn 30. apríl kl. 17:00. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend lög. Fluttar verða tvær þjóðlaga- syrpur. Aðra hefur Ragnar Björnsson, núverandi stjórnandi kórsins útsett, en hin er útsett af Viktor Urbancic. Flutt verða lög eftir Jón Ásgeirsson, Pál ísólfs- son, Karl O. Runólfsson og eftir fjóra af söngstjórum kórsins. Einnig fjögur lög eftir Igor Strawinsky. Á tónleikunum koma fram nokkrir ncmendur frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Nýja Tónlistarskólanum. I byrjun maí hyggst kórinn heimsækja Hornfirðinga. Laugard. 7. maí syngur kórinn í kirkjunni á Höfn kl. 20:30 og síðdegis sunnud. 8. maí mun kórinn syngja í félagsheimilinu Hcimalandi. í kórnum eru nú 52 söngmenn. Söng- stjóri er Ragnar Björnsson. Á tónleikun- um mun Jónas Ingimundarson annast undirleik. Gylfi Gunnarsson hefur að- stoðað við raddþjálfun í veturogSigurður Bragason annast söngkennslu. Matthea Jónsdóttir sýnir í FÍM-salnum Matthea Jónsdóttir opnaði nýlega 10. einkasýningu sína, „VORVINDAR", í FÍM-salnum, Garðastræti 6. Matthea stundaði nám í Myndlista- og handíða- Mirjam Ketilsdóttir. Judith Ketilsdóttir. Sinfóníuhljómsveitartónleikar í kvóld: Breytt dagskrá vegna verkfalls ( kvöld, fimmtud. 28. apríl kl. 20:30 verða næstsíðustu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári. Efnisskrá er breytt frá því sem áætlað var vegna verkfalls verslunarmanna. Einleikarinn Yuzuk Horigome kemst ekki til landsins, en ákveðið hefur verið að einleikarar með hljómsveitinni verði systurnar Judith og Mirjam Ketilsdætur. Pær léku á fjölskyldutónleikum hljóm- sveitarinnar á sumardaginn fyrsta og með móður sinni í tríói á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu sl. laugardag við frá- bærar undirtektir. Á efnisskrá verða Fiðlukonsert í A dúr eftir Mozart, þar sem Judith leikur einleik og Rokokó tilbrigði eftir Tschaikovsky, þar sem Mirjam leikur á sellóið. Að lokum verður flutt Rómeo og Júlía eftir S. Prokofíeff. Stjórnandinn, Larry Newland, var í rúman áratug aðstoðarstjórnandi Fíl- harmoníuhljómsveitarinnar í New York og hcfur ferðast um heiminn til að stjórna sinfóníuhljómsveitum. Hann hefurhlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir hljómsveitarstjórn og leggur sig fram um að laða nýja, unga áheyrendur að klass- ískri tónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 í kvöld í Háskólabíói. skóla Islands 1954—’56 og Myndlistar- skólanum 1960-’61. Matthea hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Á sýningunni eru 45 verk, olíu- og vatnslitamyndir sem unnar eru á sl. 3 árum, og eru öll verkin til sölu. Sýning Mattheu er opin virka daga kl. 16:00-19:00 og kl. 14:00-19:00 um helgar, en henni lýkur sunnudaginn 1. maí n.k. Þá verður opnuð 30. apríl nk. sýning á verkum Mattheu í Gallery Salammbo í París, sem skipulögð er á vegum Gallerys- ins. Gallerí GANGSKÖR: Sýning Ingibergs Magnússonar Ingiberg Magnússon opnar sýningu á þurrkrítarmyndum í Gallerí GANG- SKÖR Amtmannsstíg 1 í dag, laugardag- inn 23. apríl kl. 14:00. Á sýningunni verða 12 myndir, flestar unnar á þessu ári. Sýningin stendur til 8. maí. Ingiberg Magnússon stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1965- 1970. Hann hefur haldið einkasýningar í Reykjavík, á Egilsstöðum, (safirði, Akranesi, í Kópavogi, Odense og síðast í Stokkhólmi 1987. Einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heimaogerlendis. Verk hans eru í eigu Listasafns íslands, Listasafns ASÍ, Listasafns Kópavogs, Neskaupstaðar, Norrænu myndlistarmið- stöðvarinnar Sveaborg í Finnlandi og Norræna hússins í Reykjavík. LISTASAFN ÍSLANDS Frá 1. apríl verður Listasafn Islands opið daglega nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Leiðsögn um sýninguna „ALDAR- SPEGILL” er alla sunnudaga kl. 13:30. Kynning á mynd mánaðarins er á fimmtudögum kl. 13:30. Mynd aprílmán- aðar er ÍSLANDSLAG eftir Svavar Guðnason, frá árinu 1944. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur að safninu er ókeypis. Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla 1988 Námskeið verða haldin í akstri og meðferð dráttarvéla. Þau verða sett laug- ardaginn 30. apríl kl. 10:00. Eins og á undanförnum árum efnir Umferðarráð í samvinnu við Bifreiðaeft- irlit ríkisins, Búnaðarfélag (slands, menntamálaráðunéyti, Slysavarnafélag íslands, Stéttarsamband bænda, Vinnu- eftirlit ríkisins og Ökukennarafclag Is- lands til námskeiðs í akstri og meðferð dráttarvéla. Kennt verður í tveimur flokkum. Ann- ars vegar er um að ræða fornámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára (fædda 1973-1975) og hins vegar réttindanám- skeið fyrir 16 ára unglinga, sem endar með prófi og veitir réttindi til aksturs á dráttarvélum á vegum. Þátttökugjöld verða kr. 1.500 á for-' námskeiði og kr. 6.500 á réttindanám- skeiðinu. Innifalið í því eru vottorð, myndir, prófgjald og skírteini. Þátttökugjöld ber að greiða við innrit- un, sem fram fer á kennslustað í Duggu- vogi 2 (húsi Gunnars Guðmundssonar hf. við Elliðavog). Innritun verður dagana 17. til 29. apríl kl. 16:00-19:00. Þátttak- endur fá þá kcnnslugögn í hendur. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 91-27666 hjá Búnað- arfélagi íslands í síma 91-19200 og á námskeiðsstað í síma 91-685866. Ástæða er til að hvetja alla unglinga sem fara í sveit í sumar og hafa ekki fengið leiðbein- ingar við akstur og meðferð dráttarvéla til að sækja námskeiðið. Félag eldri borgara Opið hús verður hjá Félagi eldri borg- ara í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14:00 - Frjáls spila- mennska, t.d. bridge eða lomber. Kl. 19:30 - félagsvist, hálft kort og kl. 21:00 dans. Vorferð barnastarfs kirkjunnar á Seltjarnarnesi Barnastarfi kirkjunnar á Seltjarnarnesi lýkur á laugardaginn, 30. apríl, með vorferðalagi. Farið verður frá kirkjunni kl. 13:00 (kl. 1 e.h.) en börnin eru beðin um að mæta 15 mínútum fyrr. Ferðinni er heitið upp í Vindáshlíð, þar sem farið verður í leiki og borðaðar pylsur. Þar verður einnig helgistund fyrir börnin í kirkjunni. Pylsur og drykkir verða í boði safnaðarins, en börnin mega gjarnan taka með sér nesti, svo og bolta og önnur létt leiktæki. Auk þess þurfa börnin að koma með 250 kr. með sér fyrir fargjaldi. Öll börn eru velkomin með í þessa vorferð, en börn yngri en 5 ára þurfa að koma í fylgd með foreldrum eða eldri systkinum, en vitanlega eru allir foreldrar velkomnir að taka þátt í ferðinni. Gert er ráð fyrir að koma í bæinn um kl. 18:00. Sóknarprestur Húnvetningafélagið með félagsvist Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur félagsvist laugardaginn 30. apríl í félags- heimilinu Skeifunni 17, og hefst hún kl. 14:00. Fundur Kven- félags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 3. maí kl. 20:30 í Sjómanna- skólanum. Ákveðið verður um sumar- ferðalag. „Græna línan” kemur í heim- sókn. Upplestur og kaffiveitingar. VIKAN 10. tbl. 50. árg. Á forsíðu Vikunnar að þessu sinni er mynd af Valdísi Gunnarsdóttur útvarps- manni og viðtal við hana er í blaðinu. Fyrirsögn á viðtalinu er “Ég er eigingjörn og frek.” Þá segir ungur Reykvíkingur frá því hvernig það kom til að hann fór að glíma við að beygja skeiðar með hugar- orkunni. „Ég stefni á toppinn,” er fyrirsögn á frásögn Þorkels Þorkelssonar ljósmynd- ara í Vikuviðtali. Pétur Steinn skrifar um Boy George og mun nú skrifa fasta poppþætti fyrir Vikuna. Þá er það Póst- kassinn, kvikmyndaþáttur, peysuupp- skrift, smásaga, mataruppskriftakort Vik- unnar, blómaþáttur: Blóðdropi Krists, sem Fríða Björnsdóttir skrifar. Margt fleira er í blaðinu, sem er um 70 bls. með mörgum myndum. GANGLERI - Fyrra hefti ’88 Tímaritið Gangleri, fyrra hefti 62. árgangs er komið út. Það flytur greinar um andlcg og heimspekileg mál og alls eru 13 greinar í þessu hefti, auk smáefnis. Viðtal er við munkinn Bede Griffiths. Sr. Rögnvaldur Finnbogason skrifar um Múhameð. Grein er um lækningamátt bæna og önnur um starfsemi heilahvel- anna. Sagt er frá undarlegum fyrirbærum og fjallað um Zen. Ritstjóri er Geir Ágústsson, en útgefandi er Guðspekifélag (slands. Gangleri er 96 blaðsíður og kemur út tvisvar á ári. Áskriftarsími er 39573. Hár & fegurð 1. tbl. 8. árg. Út er komið nýtt tölublað af tímaritinu Hár & fegurð. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er grein eftir Sigrúnu Magnús- dóttur, deildarstjóra hársnyrtideildar Iðnskólans í Reykjavík. Grein er um fyrsta íslenska hárskerann. Þá er fjallað um það sem er að gerast í hártískunni á IslancTi og skýrt frá keppn- um og mótum víðs vegar um heiminn. Fjallað er ítarlega í máli og myndum um Frístælkeppnina 1988 á Hótel íslandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega frístælkeppnin á (slandi og hefur þátttaka aldrei verið meiri, og að sögn Steen Nedergard, núverandi Norðurlandameistara og Evr- ópumeistara í hárskurði, mun þetta vera ein glæsilegasta frístælkeppnin á Norður- löndum. Birtar eru tískulínur frá þeim stærstu í hársnyrtiheiminum, s.s. Jingleslnt., Alan Int., Pivot Point, Vidal Sassoon, Norman Blomfield, Sanrizz, Sebastian Int. og Matrix. Stutt viðtal er í blaðinu við hársnyrti- listamanninn Gary Bray, sem segir m.a. að tölvan sé framtíðin á hársnyrtistofum. Grein er í blaðinu um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn eyðni. Þá er myndefni frá Irvine og Ritu Rusk, sem valin voru hárgreiðslumeistarar ársins 1987 í Eng- landi. Einnig eru tískumyndir frá Dan- mörku og kynntur er nýr fagskóli þar í landi sem rekinn er af íslenskum hár- greiðslumeistara. Ritstjóri er Pétur Melsteð. MANNLÍF -apríl '88 „Riddari skákborösins” er fyrirsögn á viðtali við Jóhann Hjartarson skákmeist- ara, sem birtist í nýjasta hefti Mannlífs. Viðtalinu fylgja margar myndir, og á forsíðu er mynd af Jóhanni með soninn, Hjört Ingva. Ungir elskhugar óskast, er yfirskriftin yfir viðtali við höfunda verksins „Um hið átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim,“ en höfundamir eru fjórar konur. Þá kemur grein um Borgaraflokkinn og stöðu hans í íslenskum stjórnmálum. Viðtöl við fólk er mestur hluti efnis Mannlífs. Má nefna viðtal við Stefni í Reykjaborg við Múlaveg, síðasta bónd- ann í Laugardal, viðtal við „popp-parið“ Maríu Baldursdóttur og Rúnar Júlíusson og „popp-feðgana“ Magnús Kjartansson og Davíð Magnússon. Viðtalsþáttur er líka við breska kvikmyndaleikstjórann, Derek Jarman. Frásögn er af Braga drátthaga, sem lýsir ævintýri mynda- sögunnar. Þá eru tískuþættir - aðallega herratíska. Vísindaþáttur blaðsins nefnist „Óðabólga alheimsins” og myndlistar- þáttur er eftir Hrafnhildi Schram listfræð- ing: „Soulages svarti". Frásögn af lífinu í Feneyjum er aftast í þessu Mannlífi. Frásögninni fylgja margar myndir frá þeimi frægu borg. Útgefandi Mannlífs er Frjálst framtak hf. en ritstjóri er Svanhildur Konráðsdótt- ir. FAXI - 2. tbl. 48. árg. Þetta blað Faxa er helgað 50 ára afmæli Vélstjórafélags Suðurnesja. Úr 50 ára sögu Vélstjórafélags Suðurnesja, grein eftir Skúla Magnússon, er fremst í blað- inu. Ritstjórnargreinin nefnist: Til ham- ingju, vélstjórar! Þá kemur Félagatal Vélstjórafélags Suðurnesja. Jðn Kr. Olsen, formaður félagsins, segir frá starfinu í grein, sem ber fyrir- sögnina Félagsmenn hafa verið ákallega samstiga. Jón Tómasson skrifar: Farsælt félagsstarf í Garði og segir þar frá Verka- lýðs- og sjómannafélaginu í Garði, sem nýverið átti 50 ára afmæli og Kvenfélag- inu Gefn, sem átti um sömu mundir 70 ára afmæli. Grein Jóns fylgja margar myndir. Sagt er frá vélstjórnarbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og myndir eru af félögum í Vélstjórafélaginu, alls um 200 myndir. Einnig eru í blaðinu nöfn fermingarbarna á Suðurnesjum ’88. Ritstjóri blaðsins er Helgi Hólm. ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllll 6> Rás I FM 92,4/93,5 Fimmtudagur 28. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristinn Ágúst Frið finnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsáriö með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Leslð úr for- ustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayf- irlití kl. 8.30. Tilkynningar iaust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Ævintýri frá annarri stjörnu" eftir Heiðdísi Norðfjörð. Höfundur les (9). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Kynntur tónlistarmaður vik- unnar, Karólína Eiríksdóttir tónskáld. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Börn og umhverfi. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mand- ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les þýðingu sína (3). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Fyrir mig og kannski þig. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað aðfara- nótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fróttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpósturinn-Frá Norðurlandi. Umsjón: Jón Gauti Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Scriabin, Mozart og Debussy. a. Fjögur píanóstykki op. 51 eftir Alexander Scriabin. Vladimir Ashkenazy leikur á píanó. b. Konsert fyrir klarinettu og hljómsveit í A-dúr KV 622 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Thea King leikur á bassaklar- inettu með Ensku kammersveitinni; Jeffrey Tate stjórnar. c. „Images H“, þrjár myndir fyrir píanó eftir Claude Debussy. Arturo Benedetti Michel- angeli leikur á pianó. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Úr atvinnulífinu. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30Tilkynningar. 19.35 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómdiskasafni Útvarpsins. Umsjón: Mette Fanö. Aðstoðarmað- ur og lesari: Sverrir Hólmarsson. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíól - Fyrrl hluti. Stjórnandi: Larry Newland. Einleikari: Yuzuko Horigome. a. Sinfónía nr. 44 eftir Joseph Haydn. b. Fiðlu- konsert eftir Pjotr Tsjaíkovskí. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. 21.40 Eduardo Fernández leikur á gítar prelúdí- ur eftir Heitor Villa-Lobos. (Af geisladisk) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Eitthvað þar... Þáttaröð um samtímabók- menntir. Þriðji þáttur: Um nígeríska nóbelskáld- ið Wole Soyinka. Umsjón: Kristín Ómarsdóttir og Freyr Þormóðsson. (Einnig útvarpað annan föstudag kl. 15.15). 23.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói - Síðari hluti. Stjórnandi: Larry Newland. „Rómeó og Júlía“ eftir Sergei Prokofiev. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. 23.40 Tónlist að kvöldi dags. a. Ballaða op. 10 nr. 4 eftir Johannes Brahms. Arturo benedetti Michelangeli leikur á píanó. b. Elly Ameling syngur þrjá franska Ijóðasöngva eftir Fauré, Franck og Bizet. Rudolf Jansen leikur á pianó. 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. Kynntur tónlistarmaður vikunnar, Karólína Eir- íksdóttir tónskáld. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. , Næturútvarp a samtengdum rásum til morguns. i& FM 91,1 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Fastir liðir en alls ekki allir eins og venjulega - morgunverkin á Rás 2, talað við fólk sem hefur frá ýmsu að segja. Hlustendaþjónustan er á sínum stað en auk þess talar Hafsteinn Hafliðason um gróður og blómarækt á tíunda tímanum. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslenskum flytjendum, sagðar fréttir af tónleikum innanlands um helgina og kynntar nýútkomnar hljómplötur. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Fréttayfyrilit. Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón- ustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Skúli Helgason. 16.03 Dagskrá. Meinhornið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex. Sem endranær spjallað um heima og geima. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Nútímlnn. Kynning á nýjum plötum, sagðar fréttir úr poppheiminum og greint frá tónleikum erlendis. 23.00 Af fingrum fram. - Snorri Már Skúlason. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. -Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívaktinni“ þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00,11.00, 12.00, 12.20, 14.00,15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 28. apríl 18.50 Ritmálsfréttir. 18.30 Anna og félagar Italskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Þuríður Magnúsdótt- ir. 19.25 Fréttir og veður. 20.00 Bein utsending frá Alþlngi. Umræður um vantraust á ríkisstjómina. Lokaþáttur Kjama- konu II verður sýndur fimmtudaginn 5. maí. Oagskrárlok um eða eftir miðnætti. Útvarpsfréttir í dagskrárfok. sm-2 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fimmtudagur 28. apríl 16.35 Könnuðirnir. Explorers. Mynd um þrjá unga drengi sem eiga sér sameiginlegan draum. Þegar þeir láta hann rætast, eru þeim allir vegir færir. Áðalhlutverk: Ethan Hawke, River Phoen- ix, Amanda Peterson. Leikstjóri er Joe Dante. Paramount 1985. Sýningartími 105 mín. 18.20 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.45 Fifldirfska. PushingtheLimits. Breskirþætt- ir um fólk sem stundar óvenjulegar og hættuleg- ar íþróttir. I þáttunum er fylgst með fólki sem iðkar fallhlífarstökk, klífur snarbratta tinda, fer í leiðangra í djúpa hella og teflir oft á tæpasta vað. Western World.__________________ 19.1919:19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni líðandi stundar. 20.30 Stjómmálaumræður. Umsjónarmaður er Páll Magnússon. Stöð 2._____________________ 21.20 Sendiráðið The London Embassy. Loka- þáttur. Thames Television. 22.15 „V“ Ný framhaldsmynd í fimm hlutum. Annar hluti. Aðalhlutverk: Wiley Harker, Richard Herd, Marc Singer og Kim Evans. 23.50 Sigurboginn. Arch of Triumph. Mynd þessi er gerð eftir sögu Erich Maria Remarque og segir hún frá störfum andspymuhreyfingarinnar í París á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og Lesley-Anne Down og Donald Pleasance. Leikstjóri: Waris Hussein. Lorimar 1985. Sýningartími 90 mín. 01.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.