Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 3
'-Þriðjudagur 19vjúKri1988 Tífriihh 3 Rokk til heiðurs Mandela „Frelsum Mandela sjötugan'" var yfirskrift útihátíðar sem fram fór á Miklatúni um helgina. í tilefni sjö- tugsafmælis Nelsons Mandela, suð- ur-afríska blökkumannaleiðtogans, hefur verið hrundið af stað mikilli herferð til að fá hann lausan úr fangelsi, en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 1964. f ákær- unni á hendur honum stóð m.a. að hann væri sakaður fyrir „skemmdar- verk og samsæri um að kollvarpa ríkisstjórninni". Hann hafði níu árum áður verið tekinn höndum fyrir landráð, en var þá sýknaður. Tónleikarnir á Miklatúni eru framlag íslendinga til þessa málefn- is, en ágóðanum af þeim verður varið til aðstoðar börnunt og ung- lingunt, sem hafa verið pyntuð og fangelsuð af stjórnvöldum í Suður- Afríku. Um þrjú þúsund manns sóttu tónleikana á sunnudaginn, scm tók- ust vel, en fella varð flcst atriði fjölskylduskemmtunarinnar niður, vegna tæknilegra erfiðleika. Rokkið hófst um klukkan hálf tvö með hljómsveitinni Síðan skein sól. Næstir stigu á svið Langi Seli og Skuggarnir. Bubbi Morthens var næstur, þá Megas, Sykurmolar, Gildran og Frakkarnir ráku lestina. Sjón var kynnir á tónleikunum. Allir listamennirnir sem komu fram gáfu vinnu sína. Suður-Afríku samtökin gegn apartheid stóðu að tónleikunum. Samtökin voru stofnuð 28. maí síð- astliðinn og eru félagar um tvö- hundruð talsins. Gáfu samtökin út bækling sem dreift var á tónleikun- um og að sögn Dagbjartar Ottós- dóttur, gjaldkera. munu þau ekki láta staðar numið hér, heldur halda áfram að berjast gegn aðskilnaði hvítra og svartra. SH Björk Guðmundsdóttir og Einar Örn Bvnediktsson, liösmenn Sykurmol- anna, sýndu inikil tilþrif á Miklatorgi, sem og aðrir þeir sem frani komu til að rokka gegn aðskilnaðarstefnunni. Andlitsmvnd Nelsons Mandela prýddi sviðið, en tilefnið var sjötíu ára afmæli hans. (Tímamynd: Gunnar) VEIÐIHORNIÐ' Veiöitímabiliö hálfnaö og gott hljóð í veiðimönnum víðast hvar: Veiði meiri en í fyrra Nú er veiðitímabilið hér um bil hálfnað, og veiði stendur sem hæst í flestum ám og vötnum. Á flestum stöðum hefur gengið vel, enda er nú talað um offramboð á laxi í búðum sökum mikillar veiði. Sú á sem óhætt er að segja að mest hafl komið á óvart þetta ár er Laxá í Kjós. Þar hefur verið mok- veiði það sem af er sumars, og var sú á fyrst að komast yflr 1000 laxa takmarkið þetta veiðitímabil. Nú eru 1600 laxar komnir á land, það er meira en hefur veiðst í öðrum ám á landinu, og töluvert meira heldur en á sama tíma í fyrra í Laxá í Kjós. I þriggja daga holli á dögunum náðust 330 laxar einungis á maðk, og er það eitt það mesta sem hefur náðst í einu holli í ánni. Nú má aðeins veiða á flugu í ánni og hefur rauð Francis verið vinsæl beita. Skilyrðin hafa verið góð í ánni, veður og vatn í betra lagi. Upp og ofan í Þverá í Þverá í Borgarfirði hafa veiðst rúmlega 480 laxar og virðist stærðin vera frá fjórum pundum upp í tólf eðlilegan lit, að öðru leyti hafa skilyrðin verið ágæt. Veiðivörðurinn með 27 punda lax Rúmlega 700 laxar eru komnir á ar eru um 17-18 pund en flestir eru þeir þó 10-15 punda. Eitt af síðustu hollum fékk 95 laxa á 12stangir. Jón Kr. Kristjáns- son afrekaði það að veiða níu væna laxa á stuttum tíma í síðasta holli. Jón notaði flugu, maðk og spún 503 laxar í Laxá í Dölum Að sögn manna í Laxá í Dölum er veiði þar töluvert betri en í fyrra, og var tekið sem dæmi að Bandaríkjamcnn komu til veiða í síðustu viku og veiddu 120 laxa á sjö stangir yfir vikuna en veiddu bara 40 þegar þeir komu á sama tíma í fyrra. Einn Bandaríkjamað- urinn virðist þó hafa aflað mcira en félagar hans því hann veiddi sjötíu laxa í þessari viku. 503 laxar höfðu náðst á land í gær og sá stærsti tuttugu og tveggja punda. Mcðalstærðin er þó 8-10 pund. Menn eru nú að vonast eftir rigningu í Laxá í Dölum því eitt- hvað er áin vatnslítil. Að lokum Veiðivötn í Veiðivötnum hefur yfirleitt verið mikil silungsveiði, og virðist þetta sumar ekki ætla að verða nein undantekning að sögn Guðna á Skarði sem hefur yfirumsjón með vötnunum. Menn veiða þar að meðaltali tuttugu fiska á dag, en 40 til 50 stangir eru yfirleitt í notkun á degi hverjum. Guðni áætlaði að um 2000 sil- ungar hefðu veiðst það sem af er sumri. < Sjö ný veiðihús voru tekin í gagnið nýlega og eru þau alltaf full að sögn Guðna. -gs Frekar rólegt I Norðurá Að sögn laxveiðimanna í Norðurá hefur verið rólegt í ánni það sem af er sumri, og hafa veiðst um það bil 1000 laxar, en það er þó meira en á sama tíma í fyrra. Laxinn er frekar smár eða um 10 pund, en stærsti laxinn hingað til reyndist 19,5 pund. Hann veiddist í júní. Síðasta holl stóð í þrjá daga, og náðust þá 60 laxar á land bara á flugu, en núna er bara veitt á flugu í Norðurá. í þvt holli afrekaði einn útlendingur að ná 16 löxum, sem er einna mest sem náðst hefur á eina stöng þar. pund, en metið er þó tuttugu pund. í ánni eru sjö stangir leyfðar og í síðasta þriggja daga holli veiddust 30 laxar. Voru þar útlendingar á ferð og mældist stærsti laxinn fjór- tán pund. Mesta sem náðst hefur í holli eru um 75 laxar en meðaltalið er um 50 fiskar á holl. Áin varð mórauð og gruggug sökum rigningar á dögunum en hefur nú hreinsað sig og tekið á sig land í Laxá í Aðaldal og er það heldur minna en í fyrra ólíkt öðrum stöðum, sem Veiðihornið hafði samband við að þessu sinni. Skil- yrði hafa ekki verið allt of góð því það hefur verið of bjart undanfar- ið, og þá er laxinn erfiðari við að eiga en ella. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í sumar mældist hvorki meira né minna en 27 pund, og var þar á ferð veiðivörðurinn sjálfur. Margir lax- jöfnum höndum og að sögn veiði- félaga var sama hvað hann lét ofan í vatnið, hann fékk fisk á næstum hvað sem var. Ekkert veiðarfæri hefur þó reynst betra en annað. Laxinn tekur jafnt maðk, flugu og spún. En nú er vonast til að eitthvað fari að breytast til batnaðar í ánni því eitthvað var farið að glæðast í efri partinum í gærmorgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.