Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 19. júlí 1988 AÐ UTAN Er þetta drykkjumenningar fyrirmyndin? Um 10. hver verkamaður hálfur eftir hádegishlé í fyrsta skipti á öldinni hafa lífslíkur 16-24 ára hópsins styst vegna þess hve dauöaslysum af völdum áfengis- drykkju hefur fjölgað - Um tíundi hver iðnverkamaður er varla hálfur maður til vinnu eftir heimsókn á pöbbinn í hádeginu - Börn niður í 11 ára aldur fara með heimaverk- efnin úr skólanum á „pöbbinn“ - Fjórtán ára strákar drekka upp í 20 bjóra á viku - Um 10. hver verksmiðju verkamaður er varla nema hálfur maður til vinnu, fyrst og fremst eftir hádegistímabilið á pöbbnum - Fjörði hver karlmaður drekkur yfir hættumörkum, sem miðast við 21 bjórglas, um 3,5 vínflöskur eða 21 sjúss (tæplega eina flösku) af sterku áfengi á viku hverri að meöaltali. Hættulegur klofningur Á bak við virðulegt og ábyrgðarfullt útlit getur leynst vansæl persóna sem á við áfengisvandamál að stríða. Hvar er „drykkjumenningin11? Vonandi eiga fáar eða engar framangreindra lýsinga við á ís- landi - ennþá að minnsta kosti. En eftir að hafa í vctur og vor lcsið cða hlustað á útlistanir á þeim geysi- legu framförum í „drykkjumcnn- ingu“ sem bjórinn á að færa lands- mönnum, rckur mann óncitanlcga , í rogastans að geta vart orðið 1 opnaö blað eða tímarit frá „bjór- löndunum" í nágrcnni okkar (sem bent hcfur verið á scm fyrirmyndir um "drykkjumenninguna") án þess að rekast á hvcrja greinina eftir aðra með útlistunum á drykkju- og áfengisvandamálum í þcssum lönd- um - og gcysilcgar áhyggjur af þróuninni. Bretar orðnir alvarlega áhyggjufullir Grein í nýlegu bresku vikublaði (einu höfuðvígi „bjórdrykkju menningarinnar") er mjög dæmi- gcrð fyrir fjölda annarra um sama efni, sem undirrituð hefur æ oftar rekist á í breskum blöðum og tímaritum undanfarnar vikur og mánuði. „Fullir áhangendur fótboltaliða, sem elta lið sín um lönd Evrópu, og hópar „villinga" sem fara brjót- andi og bramlandi um friðsæl þorp og bæi úti á landi, cru aðeins sjúkleg dæmi um drykkjuskapinn í Bretlandi", byrjar grcinarhöfund- ur. - En eyðileggingin og tjónið af völdum drykkjuskapar er ckki ein- göngu fylgifiskur þessara ungu brjálæðinga. Áfengisneysla hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum, með hörmulegum afleiðingum á heilsu- fari þjóðarinnar, að sögn sérfræð- inga. Ofdrykkjuvandamál bíður 6. hvers Að minnsta kosti 6. hver upp- kominn Breti (karlar og konur) er líklegur til að eiga við ofdrykkju- vandamál að stríða einhverntíma á lífsleiðinni. Allir kannast við myndina af gamla flökku rónanum - eða þekkja einhvern alkóhólista. En þar er þó aðeins um smámál að ræða í samanburði við stærsta vandamálið - þær milljónir fólks sem álíta eigin drykkju aðeins venjulega og eðlilega. En allt of margir þeirra vanmeta það alvar- lega hversu mikið þeir raunveru- lega drekka - og sömuleiðis hvern skaða þeir vinna sjálfum sér með drykkjunni. Meira fé í áf engiskaup en allan fatnað og einkabí la Hvern einasta dag ársins eyðum við að meðaltali um 45 milljónum sterlingspunda (3.150 milljónum ísl. króna) til áfengiskaupa, sem er hærri upphæð en við samanlagt vcrjum til allra fata- og skókaupa og til kaupa á og rekstrar einkabíl- anna okkar. (Samsvarar um 5.000 milljónum ísl. króna á ári.) Kostnaðurinn af völdum áfengis- misnotkunar hefur vaxið með auk- inni drykkju og er nú orðinn 1.850 milljónir sterlingspunda (130 millj- arðar ísl.kr.) á ári. Stórdrykkju- mennirnir valda ekki mesta skaðanum, hcldur hinir venjulegu drykkjumenn sem drekka jafnt og þétt. Tölur sýna að áfengisdrykkja er ástæða fyrir: - Sjötta hverju slysi og bráðainn- lögn á sjúkrahús. - Milli 8 og 14 milljón tapaðra vinnudaga vegna fjarvista. - Um 45% ofbeldisglæpa. - Um 1.400 dauðsfalla vegnaölvun- araksturs, auk þeirra mörg þús- unda sem slasast. - Meira en 40.000 dauðsfalla fyrir aldur fram. 11 ára með stílabækurnar á pöbb í framleiðslufyrirtækjum er um 10. hver verkamaður með skerta vinnugetu vegna drykkjuskapar, til starfa, sérstaklcga eftir hádegis- tímabilið á pöbbunum. Börn allt niður í 11 ára aldur taka heimaverkefnin með sér á krár i Vest County, og 14 ára drengir drekka allt að 20 bjóra (10 „pints") á viku. „Alkóhól er stærsta heilbrigð- isvandamál okkar tíma, stærra en tóbaksreykingar og miklu stærra en neysla ólöglegu fíkniefnanna" samkvæmt áliti sérfræðinga Kon- unglega geðlæknaháskólans. Menn í viðskiptalífinu sem drekka í tengslum við starfið, ung- ar framsæknar konur sem keppa nú við starfsbræður sína í drykkju sem starfi, og unglingar með rúm fjárráð í klíkum eða drykkfelldum félögum, eru meðal þeirra hópa sem eru í hvað mestri hættu. Margir drekka alla daga Öfugt við „fótboltabrjálæðing- ana" eru það almennt fáir sem stefna að því að gera sig að fíflum þegar þeir drekka. En margir drekka áfengi á hverjum einasta degi, og auka stöðugt magnið, oft án þess að átta sig á því sjálfir. Pað er sá hópur sem þeir hafa hvað mestar áhyggjur af sem vinna að aðstoð við ofdrykkjumenn og alkó- hólista. Til að tefla ekki heilsu sinni í tvísýnu ætti meðalkarlinn ekki að drekka yfir 21 áfengisskammt á viku og meðalkonan ekki yfir 14 skammta. Með skammti er þá átt við; 21 lítinn bjór („half a pint" af venjulegum bjór eða lageröli), ein- faldan sjúss, vínglas eða lítið glas af sherrý. Um fjórðungur karla yfir hættumörkum Áætlað er að 4. hver karlmaður og 12. hver kona stofni heilsu sinni í hættu með drykkju umfram þessi mörk. Karlmaðursem drekkuryfir 36 áfengisskammta á viku og kona sem fer yfir 22 skammta vikulega stefna heilsufari sínu í alvarlega hættu. Mörg vandamál, svo sem ölv- unarakstur, árásir, ofbeldi og önn- ur afbrot eru fylgifiskar ölvunar. En stöðug drykkja yfir ákveðin mörk hefur langtímaáhrif á ein- staklingana. Ófrjósemi og ónýtt hjarta Auk hættu á lifrarskemmdum hefur áfengisdrykkja áhrif á; hálsinn, heilann. hjartað, brisið, kynfærin og magann. Rannsóknir hafa leitt í ljós að tengsl eru á milli áfengisdrykkju og; krabbameins, hjartasjúkdóma, heilaskemmda og ófrjósemi. Sumir hópar fólks eru viðkvæm- ari en aðrir. Áfengi hefur m.a. miklu fyrr og meiri áhrif á ungt fólk heldur en uppkomið. Áfengisþol kvenna er. miklu minna en karla vegna meiri fitu og minna vatns í líkama kvenna. Þrátt fyrir að konur drekki enn miklu minna en karlar, fjölgar líka þeim konum sem hljóta refsingu vegna ölvunaraksturs. Stöðugt al- gengara er að sjá illa drukknar konur og dauðsföllum vegna skorpulifrar fjölgar meðal kvenna. Þetta kann að endurspegla breytta lífshætti, m.a. fjölgun kvenna á vinnumarkaði og þar með aukin fjárráð og aukið sjálfstæði kvenna. Hækkað verð og ökuleyfissvipting? Á vegum stjórnvalda eru í gangi rannsóknir á vandamálum vegna ofdrykkju, auk þess sem margs- konar uppástungur um aðgerðir til að glíma við vandann berast frá öðrum nefndum og samtökum. Margir leggja til að verð á áfengi verði hækkað, sem stjórnvöld hafa hafnað til þessa. Tillögur hafa komið fram um að skylda vínfram- leiðendur til að merkja flöskur sínar og dósir með viðvörunum um óhollustu, svipað og gert hefur verið með tóbakið. Bent er á að klúbbum og börum ætti að vera skylt að vara fólk við hættunni sem fylgir of mikilli drykkju. Þá er bann við áfengisauglýsingum í sjónvarpi til umræðu og þar vitnað til fordæmis Frakka, Dana, Svía og Svisslendinga á því sviði. Ogsömu- leiðis er lagt til að meira verði gert af því að prófa ökumenn með því að láta þá blása í blöðrur, að lög um ökuleyfissviptingar vegna ölv- unaraksturs verði hert. Ungmenni og börn drekka mest allra Aldurshópurinn 24 ára og yngri, sérstaklega strákar, er nú orðinn sá hópur sem drekkur mest af öllum í Bretlandi, og þeir byrja löngu fyrir 18 ára afmælisdaginn. Vitnað er til rannsókna sem leiddu í ljós að þriðjungur stráka og fjórðungur stelpna byrjar að drekka þegar fyrir 15 ára afmælið, og að ung- lingadrykkja á bjórkrám sé mjög algeng. Vegna ntinna þols á svo ungum aldri þarf aðeins lítið magn áfengis til að rugla dómgreind ungmenna. Ungmenni undir 21 árs aldri bera ábyrgðina á nærri fjórðungi allra ölvunarafbrota. í þriðjungi tilvika um afbrot og fórnarlömb vegna ölvunaraksturs, er sökudólg- ana að finna í hópi 24 ára og yngri. Ölvun á sökina á nærri helmingi meiriháttar slysa á ungu fólki í umferðinni. Um 100 sinnum meiri hætta er á að táningar deyi af ástæðum tengd- um áfengisdrykkju heldur en neyslu ólöglegra fíkniefna. Að mati sérfræðinga er allra brýnast að fá almenning til að átta sig á að það þarf ekki mjög aukna drykkju til að koma jafnvel hóf- samasta hópi þeirra sem drekka í áhættuhópinn. íslenska „ómenningin“ kannski skárri? Þessi lýsing á þeirri „drykkju- menningu" meðal erlendra þjóða sem ýmsir hafa vitnað til sem fyrirmyndar vekur spurningu um hvort íslenska “ómenningin" - helgarfyllirtin - sé kannski, af tvennu illu, skárri þegar allt kemur til alls? Þýtf og endursagt HEI Viðvörnunarmerki Atriði sem benda til að áfengisdrykkja sé - eða gæti orðið - vandamál: • Þörf fyrir að eiga alitaf áfengi. • Að lenda í vandræð- um vegna drykkju í sambandi við vinnu, við lögregluna eða í pen- ingamálum. • Bregðast reiður við ef fólk ræðir um drykkju- skap þinn. • Þurfa stöðugt meira til að ná hinum eftirsóttu áhrifurm • Verða lasinn, pirraður, fá titring, og/eða svitna á morgnana eða um miðjar nætur. • Meiðslieðaslysvegna ölvunar. • Annað fólk lýsir áhyggjum vegna drykkju þinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.