Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíminn 15 BÓKMENNTIR Spurningin um karlaveldið Fyrir nokkru síðan kom út annað hefti þessa árs af Tímariti Máls og menningar og var um það getið hér í blaðinu. Þar sýnist nú vera sprottin upp áhugaverð ritdeila, með grein eftir Guðmund Andra Thorsson ritstjóra Tímaritsins, þar sem hann svarar Helgu Kress og túlkun hennar á ástinni í skáldsögunni Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur. Helga Kress birti grein sína um Tímaþjófinn í fyrsta hefti Tímarits- ins nú í vetur. Þar krufði hún söguna út frá forsendum kvennarannsókna, studdist mjög við kenningar Júlíu nokkurrar Kristevu og notfærði sér m.a. hugmyndir hennar um svo nefnda „symbíósu" eða samlíf barns við móður sína. Svo langt mál sé gert stutt þá má segja að hún hafi þar reynt að sýna fram á að Alda Oddsdóttir ívarsen, höfuðpersóna sögunnar, væri fórnarlamb karlveld- isins og af þeim sökum „dæmd til að hrekjast" eins og Helga orðar það í fyrirsögn greinar sinnar. Guðmundur Andri rís hins vegar öndverður gegn þessari skoðun. Meðal annars segist hann ekki trúa því að Júlía Kristeva viti meira um ástina en „Gunna í Garði". Þá segir hann líka að ástin sé ekki, eins og Júlía Kristeva segi gegnum Helgu Kress, leit okkar að symbíósunni eða endurnýjuðu sambandi við móð- urina. Þvert á móti segir hann að hún sé ein aðferö okkar, þegar við erum unglingar, „til að brjótast und- an lögmáli móðurinnar, skynja okk- ur sem einstaklinga sem sjálfir hirða upp sokkana sína eða búa um rúmin - hún er leit okkar að nýjum einstak- lingi til að kyssa á meiddið." Hér má vissulega líta svo á að Guðmundur Andri sé að rétta af ritstjórnarstcfnu Tímaritsins að því er viðhorf til ástarinnar varðar, eftir slagsíðu sem þar hafi komið á fyrr í vetur. Og síður en svo skal lítið úr því gert að Tímaþjófurinn er vel samin og áhugavekjandi skáldsaga, sem verðskuldar rækilega umfjöllun frá ýmsum hliðum. Talsmaður róttækra hugmynda En hitt er annað mál að höfundur fyrri greinarinnar, Helga Kress, hef- ur einmitt veitt ýmsum byltingar- kenndum hugmyndum inn í íslenska bókmenntaumræðu á liðnum árum. Þessi grein hennar hefur vakið tals- verða athygli, og er það raunar ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerist. Hún hefur nú í allnokkur ár verið einn helsti talsmaður kvennarannsókna í bókmenntum hérlendis, og nr.a. mun hún hafa kennt slík fræði hér í Háskólanum þar sem hún starfar. Það er enginn vafi á því að með þessu brautryðjendastarfi sínu hefur hún að ýmsu leyti unnið hið þarfasta verk, ekki síst með því að vekja athygli á mismunandi myndum sem dregnar eru upp af konum og körlum í íslenskum skáldsögum, þótt ekki hafi hún alltaf borið óskipt þakklæti úr býtum. Líka er hitt vel þekkt að talsmönn- um róttækra hugmynda hættir á stundum til að leiðast út í öfgar í kenningum sínum, á meðan þeireru að ryðja þeim braut. Ég er ekki frá því að í þessu efni hafi Helga Kress hrasað nokkuð á hinni liálu braut vísindanna. Skilji ég túlkun hennar á Tímaþjófnum rétt þá er hún að skilgreina þessa skáldsögu þannig að hún fjalli um vanda aðalpersónunnar Öldu, sem finni sig eina úr kúguðum hópi kynsystra sinna undir ofurveldi karlasamfélagsins. f samræmi við þetta finnur Helga síðan ýmis bein tákn í sögunni sem eiga að styðja þessa skoðun, svo sem þegar hún túlkar bæði uppspennta regnhlíf og styttu Jóns Sigurðssonar á Austur- velli sem fallusartákn í sögunni, eða tákn sem miftna eigi á kynfæri karlmanns. Sama rnáli gcgnir um hlutverkið scm rúm Öldu gegnir í sögunni og sem hún leitar oftlega í þegar eitthvað bjátar á. Það á sam- kvæmt þessari túlkun að vera cins konar tákn fyrir symbíósu fjölskyldu hcnnar sem Alda á stöðugt að vera að leita að, og gott ef ekki fyrir gröfina líka. Með öðrum orðum að sagan fjalli um þá kúgun og undirok- un sem konur þurfi að sæta í karl- veldissamfélaginu, og að þessi tákn séu liðir í túlkun þess ástands. Til varnar ástinni Hér er þó að ýinsu að gæta, og má vera að Guðmundur Andri Thorsson hafi ekki sagt síðasta orðið í málinu með svargrein sinni til varnar ást- inni. Hann hefur þó vafalaust rétt fyrir sér þegar hann sakar Helgu Kress þarna um að gefa sér fræöileg- ar forsendur í umfjöllun sinni um verkið og nálgast það síðan með þær forsendur að vopni og leita þar að staðfestingu þeirra. í rannsókn hennar fer það ekki á milli mála að hún hefur ekki byrjað á skáldsög- unni Tímaþjófnum og valið sér síðan túlkunaraðferðir við hæfi eftir eðli verksins og til þess að reyna að kryfja það. Og Guðmundur Andri hefur líka vafalaust rétt fyrir sér í því að ástin sé miklu persónubundnara og flókn- ara íyrirbæri en svo að hægt sé að hemja öll litbrigöi hennar undir einum hatti tilfinningasambands barns við móður sína. Það gengur naumast upp að telja sérhvert ástar- samband karls og konu tilraun þess- ara aðila til þess að komast aftur í eitthvað sambærilegt við samlífs- samband barns við móður sína með mótpartinum. Svo við gerum ekki víðreistara en aðeins að halda okkur innan bókmenntanna þá er ljóst að því fer fjarri að öll ástarsambönd, sem lýst er í skáldskaparbókum, megi afgreiða sem einhvcrjar slíkar tilraunir viðkomandi fólks til þess að endurnýja bernskusambönd sín við mæður sínar. Sem þó cr helst að sjá að gert sé ráð fyrir í margnefndum kenningum Júlíu Kristevu. í meðallagi aðlaðandi Svo vikið sé beint að Öldu í Tímaþjófnum þá fer ekki á milli mála að út frá öllum venjulegum þjóðfélagslegum mælikvörðum er hún ekki nema í meðallagi aðlaðandi persóna, og er þá töluvert vægt til orða tekið. Að því þó frátöldu að hún hefur ntikið aðdráttarafl fyrir karlmenn, og kann vel að beita því og leggja fyrir þá kynferðislegar tálgildrur. Vandi hennar virðist hins vegar fyrst og fremst liggja í því að henni tekst ekki að komast í tilfinn- ingasamband við nokkurn karlntann. Helst er að sjá að hroki hennar og sjálfsþótti séu svo tak- markalausir að hún sé fær unt flest annað fremur en að taka þátt í þeirri gagnkvæmu tilslökun og aðlögun sem sérhver venjuleg sambúð karls og konu, í hjónabandi eða án þess, útheimtir. Vandamál hennar kemur hins veg- ar til sögunnar þegar hún verður loks ástfangin. En sá sem fyrir verður, Anton, er þegar kvæntur maður, og henni tekst ekki að tæla hann frá konu sinni þrátt fyrir veru- lega ákveðna tilburði í þá átt. Þessi reynsla má segja að ríði henni að fullu. Henni tekst ekki að jafna sig á þessu skipbroti, kannski vegna þess Steinunn Sigurðardóttir rithöfund- ur. að það virðist vera fyrsta meiri háttar áfallið sem hún verður fyrir á lífsleiðinni. Alda er nefnilega vön því að fá það sem hana langar í. Og tilgangurinn með því að túlka þctta senr einhvers konar symbíósu, eða með öðrum orðum að rekja það aftur til sambands Öldu við móður sína í frumbernsku, kannski í liinu stóra járnrúmi fjölskyldunnar, liggur satt best að segja ekki á borðinu, svona í fljótheitum. Þess háttar sál- fræðilegar útlistanir á skáldsögunt hafa oft verið prófaðar, en oftast mcð lélegum árangri. Héreru aðeins á ferðinni ósköp algengir mannlegir eiginlcikar sem úti í daglega lífinu eru víst oftar en liitt eignaðir dekur- börnunt. Það er talaö um að þau fari í fýlu ef þau fá ekki það sem þau langar í. Er í rauninni þörf hér á flóknari skilgreiningum? En auk þess fer því í rauninni fjarri að þessi túlkun Helgu Kress taki til allra þátta Tímaþjófsins sem skáldverks. Það er Ijóst að í þcssari sögu sinni er Steinunn Sigurðardóttir fyrst og fremst að fást við það viðfangsefni að lýsa konunni Öldu með kostum sínum og göllum. Því fer fjarri að hún sé gallalaus, eins og hér var lýst, en þó veröur hún í höndum Stcinunnar í rauninni ekki að neinum allsherjar gallagripur heldur. Og það sem kannski skiptir meginmáli í allri lýsingu bókarinnar á henni er að hún er fyrst og síðast einstaklingur, scm hiklaust heimtar þar rétt sinn sem slík. Ljóðræn túlkun Sannleikurinn er nefnilega sá að þessi skáldsaga er fyrst og fremst sérstæð að því leyti að hún er að stórum hluta undir ljóðformi, eða þá formi nátengdu því. Og þetta hcfur farist fyrir bæði hjá Helgu Kress og Guðntundi Andra Thorssyni að taka með inn í dæmið. Gildi skáldsögunn- ar Tímaþjófsins fclst f rauninni miklu fremur í formi hennar heldur en efni, og af þeim sökum er hætt við að lesendum sjáist yfir einn merki- legasta þáttinn í henni ef þeir ein- blína einungis á það hvort hún fjalli um kúgun kvenna í karlveldisþjóð- félagi eða ekki. Hvað sem ntenn vilja að öðru leyti segja um Öldu og örlög hennar þá fer hitt ekki á milli mála að bókin um hana fjallar fyrst og fremst um eigið tilfinningalíf hennar, ástir hennar og skipbrot. Afrek Steinunnar Sigurð- ardóttur í þessari bók felst í því að hún hefur þar tekið sér fyrir hendur að lýsa þessari tilfinningabaráttu Öldu með frásagnaraðferð sem á sinn hátt er miklu skyldari ljóðum heldur en því sem venjulegast er í frásögnum í lausu máli. Aðferð hennar byggist á því að hún lætur Öldu segja frá í fyrstu persónu, og hún gengur raunar lengra, því að Helga Kress bókmenntafræðingur. stór hluti frásagnarinnar er settur frant í meira og minna sundurlausum hugleiðingum hennar, oft á tíðum í sendibréfunt eða einstökum hug- renningabrotum. Það er örugglega engin tilviljun að hér skrifar höfundur sem mikið hef- ur fengist við ljóðagerð og kann líka vel til verka á því sviöi. Steinunn Sigurðardóttir er gott Ijóðskáld, og í þessu verki leynir sér ekki að hún hefur yfirfært margt úr Ijóðatækn- inni yfir á skáldsöguformið. Það er einkenni Ijóða að þeint er, bæði nú á tímum og í aldanna rás, gjarnan beitt til þess að túlka tilfinningar fólks, svo sent gleði, sorgir, reiði, vellíðan, hatur og þar fram cftir götunum. í Tímaþjófnum er fyrst og frcntst verið að takast á viö það verkefni að lýsa innra tilfinningalífi Öldu, sem hún ber ekki á torg, en rcynist henni þó eigi að síður tölu- vert þungbært. í rauninni svo þung- bært að það ríöur henni að fullu í lokin. Til þess að lýsa þessari tilfinninga- kreppu konunnar notar Steinunn hér Ijóðforntið, og þaö er fyrst og l'remst í þeirri aðfcrð sem gildi þessarar bókar felst. Og raunar tekst henni þar svo vel til að segja ntá að samúðin að loknum lestri hljóti öll að vera Öldu megin. Og þá burtséð frá því hvort menn vilja áfellast Anton fyrir vikið, nú eða þá að leita að orsökunum að hrakförunt hennar einhvers staðar annars staðar, kannski í karlveldinu úti í þjóðfélag- inu, eða þá í bernsku eða uppeldi Öldu. Gildi Tímaþjófsins felst fyrst og fremst í snilldargóðri mannlýs- ingu sögunnar og nýstárlegum að- ferðum sem beitt er af miklum hagleik við samningu hennar. Að- ferð höfundar og persónulýsing Öldu hljóta því að verða meginatrið- iö, vilji ntenn reyna að skilja þessa bók, njóta hennar eða túlka hana, en félagslegar eða sálfræðilegar skýringar að koma þar í öðru sæti. Framhald á ritdeilu Nú skal út af fyrir sigengu unt það spáð hér hvort framhald á eftir að verða á ritdeilu þeirra Helgu Kress og Guðmundar Andra Thorssonar, í Tímaritinu eða annars staðar, né heldur um það hvort fleiri kunna að eiga eftir að leggja þar orð í belg. En aðeins skal hér lögð á það áhersla að vonandi verður þessi deila þó ekki til þess að draga athygli fólks um of Irá merkilegustu þáttunum í Tíma- þjófnum. Eins og hér var nefnt getur um- ræða um stöðu kvenna í skáldskap verið af hinu góða. En vont er þó ef hún gengur út í þær öfgar að hún veröi til þess að draga athyglina frá því þegar rithöfundar, sem tilviljun- in ræður að eru konur, eru að gera góða hluti í skáldskap. Steinunn Sigurðardóttir skrifaði hér ágæta skáldsögu nteð prýðis- góðri mannlýsingu aöalpersónunn- ar. Vonandi verður framhald þcssar- ar ritdcilu, cf eitthvert vcrður, með þeim hætti að þar verði áherslan frekar á skáldsögunni sjálfri og kost- um hennar heldur en á utanaðkom- andi atriðum. Svo sem eins og á því hvort Alda Oddsdóttir ívarsen sé í rauninni fórnarlamb karlveldisinsog þar með svo föst í eigin bernsku að hún geri ekki annað en að leita sér að nýrri mömmu til að passa sig og vernda í þeim karlmönnum sem á vegi hennar veröa. -t-*sig Frá menntamálaráðuneytinu Nám fyrir vélaverði. Til upplýsinga vill ráðuneytið vekja athygli á því að eftirtaldir skólar gefa kost á námi fyrir vélaverði, ef lágmarksfjöldi nemenda næst: Vélskóli íslands, Reykjavík Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keflavík Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi Menntaskóli/lðnskóli á ísafirði Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Verkmenntaskólinn á Akureyri Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Auk þess er verið að athuga að koma á námi fyrir vélaverði á Norðausturlandi. Upplýsingar um það gefur Pálmi Ólason, skólastjóri á Þórshöfn. Þeir sem hafa hug á að stunda vélavarðanám á haustönn 1988 þurfa að sækja um það til viðkomandi skóla hið allra fyrsta, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Menntamálaráðuneytið 14. júlí 1988 Vindheimamelar ’88 Hestamót Skagfirðinga 30. og 31. júlí. Góðhestakeppni - Unglingakeppni Hestaíþróttir - Kappreiðar 150. m skeið 1. verðlaun kr. 20.000,- 250 m skeið 1. verðlaun kr. 25.000,- 250 m stökk 1. verðlaun kr. 15.000,- 350 m stökk 1. verðlaun kr. 17.000,- 800 m stökk 1. verðlaun kr. 20.000,- 300 m brokk 1. verðlaun kr. 15.000,- Verðlaun í kappreiðunum samtals kr. 223.000,- Skráningu lýkur þriðjudaginn 26. júlí í síma 96-73256 Símon - 95-5449 Valgerður 95-6588 Grétar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.