Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 19.júlí 1988 Gyöa Sigvaldadóttir fóstra lætur af störfum eftir fjóra áratugi: Um helgina lét af störfum Gyöa Sigvaldadóttir fóstra eftir nærfellt 40 ára starf að uppeldismálum forskólabarna. Gyöa hefur lengst af gegnt forstöðumannsstörfum, fyrst hjá Barna- vinafélaginu Sumargjöf og síðan hjá Dagvist barna í Reykja- vík. Þá var hún um skeið forstöðumaður á Silungapolli, en þá var þar starfsrækt vistheimili fyrir börn á vegum Reykja- víkurborgar og einnig var hún um tíma forstöðumaður á Vöggustofu Thorvaldsen. Gyða sagði Tímanum að upphaf- lcga hcfði hún starfað scm fóstra á barnahcimilinu Suöurborg cn það var til húsa þarscm Fæðingarhcimili Reykjavíkurborgar er nú. „Þjóðfclagið hcfur brcyst mikið á þessum tíma. Þcgar cg hóf störf scm fóstra tíðkaðist ckki að konurgcngju mcnntavcginn og börn voru þá sctt í dagvistun á allt öðrum forscndum cn nú tíðkast," sagði Gyða. Og bætti því við að í upphali hafi forsendurn- ar aðallega vcrið fátækt og kreppa. Síðan brcyttist þctta mcð brcyttum þjóðfélagsháttum og framsýnt fólk fór að hafa hug á að blanda hópnum og fá inn börn frá heimilum þar sem ckki var krcppa cða fátækt til að fá þarna bætt uppeldisskilyrði. „Stórborgarsamfélag þarf á dag- heimilum að halda, ckki til að koma í staðinn fyrir foreldrana hcldur til stuðnings fjölskyldunni scm á erfitt uppdráttar á þcssum tímum," sagði Gyða. „Ef ég réði myndi ég láta stytta vinnutíma því vinnan cr mcsta blcssun scm til cr. Þrælkun cr hins vcgar ckki blessun,“ sagði hún, cn bætti við kímin að hún réöi hins vegar ckki, hcldur væri valdalaus kona. Ein ánægjulcgasta brcyting scm Gyða Sigvaldadóttir með hóp sem hún þarf nú að kveðja. átt hefur sér stað í gcgnum árin, að mati Gyðu, cr hin aukna þátttaka fcðra í uppeldi barna sinna. „Þcgar ég byrjaði að starfa sem fóstra var allt scm viðkom börnun- um, annaðen framfærslan, einkamál kvcnna. Nú hins vcgar taka fcður fullan þátt í uppcldi barnsins og maöur ræðir alvcg jafnt við föður eins og móður um alla þætti sem viðkoma barninu. Þetta er afskap- lega ánægjuleg þróun og nánast bylting," sagði Gyða. „Alltaf cr verið að tala um að konur séu að brjótast til valda, cn þarna hcld ég að karlmenn séu að nema nýtt land með því að gerast virkir í lífi barna sinna," bætti hún við. Annað hefur brcyst til hins verra að mati Gyðu og nefndi hún þar einkum fjölmiðlafárið. „Ég er alls ekki á móti sjónvarpinu en tel að við verðum að nýta það bctur sem fræðslumiðil í stað afþrey- ingarmiðils einungis,“ sagði Gyða að lokum. IDS Landmælingar íslands gefa út tvö ný aðalkort: Mið-Norðurland og Mið-ísland Tvö ný aðalkort af íslandi hafa nú verið gefin út af Landmælingum íslands og eru þau af Mið-Norðurlandi og Miö-íslandi. Eru þá komin út alls fjögur ný aðalkort sem öll eru unnin að nýju alveg frá grunni. Er ekki annað að sjá en þarna sé hægt að finna nær því hvern einasta bæ á landshlutanum og nær hvern einasta vegarspotta. Allar merkingar og öll tákn eru með skýrara móti miðaö við gömlu kortin og væri mikil bót af því að fá öll aðalkortin prentuð í þessu formi sem fyrst. Kort þessi cru í mælikvarðanum 1:250.000. Annað nýja kortið er af Mið-Norðurlandi frá Húnaflóa í vestri að Tjörnesi í austri og er það númcr fjögur af aðalkortum. Hitt er af Mið-íslandi frá Oki í vestur að Trölladyngju í austri og er það númer fimm í röð aðalkorta. Kortin eru cndurreiknuð frá grunni og þvi frábrugðin þeim gömlu á margan hátt. Broti og kápu kortanna hefur og verið breytt. Framvegis verða öll kort frá Landmælingum í þessu nýja broti. Kápa aðalkortanna er rauð og fá öll ný aðalkort slíka kápu um leið og þau verða prentuð. Aðalkort hcnta mjög vel sem ferðakort þar sem á þeim eru allir vegir og vegaslóðar, auk bæjarnafna og fjölda örnefna. Á þessu ári hafa Landmælingar, auk aðalkortanna, cndurprentað þrettán Atlasblöð í mælikvarðanum 1:100.000 og eru tvö blöð þar af, endurskoðuð og leiðrétt frá fyrri útgáfum. Einnig hefur komið út endurprentað Mývatnskort í mæli- kvarðanum 1:50.000. Mjög vtða á að vera hægt að fá keypt hin nýju kort, en þar fyrir utan er rekin sérverslun mcð kort og búnað sem tengist kortum, á Laugavegi 178 í Reykjavík. KB Ferskfisksölur erlendis: Gott verð á Bretlandi Náttfari RE og Sólberg ÓF voru einu skipin sem seldu afia sinn á Bretlandi í síðustu viku. Náttfari seldi sinn afla í Hull, samtals 101,15 tonn fyrir 9,14 milljónir, eða meðalverð upp á 90, 38 krónur. Sólbergið seldi hins vegar í Grimsby, samtals 140,6 tonn fyrir 12,67 milljónir króna, eða meðalverð upp á 90,11 krónur. Samtals seldu þessi tvö skip 241,76' tonn fyrir 21,81 milljón króna. Með- alverðið var 90,22 krónur. Mest var af þorski, 147,3 tonn, og var meðalverð hans 93,77 krónur. 66,12 tonn voru af ýsu, sem fór á 97,36 krónur hvert kíló. 18,2 tonn voru af ufsa, sem seldist á 35,70 krónur. 4 tonn voru af karfa sem fór á 53,34 krónur. 135 kíló voru af kola, sem seldist á 107,28 krónur og rúm sex tonn voru af blönduðum afla sem fór á 113,85 krónur. Þá voru rúm 800 tonn af fiski seld í gántum til Bretlandseyja í síðustu viku og fengust tæpar 69,5 milljónir fyrir, eða meðalverð upp á 86,85 krónur. Rúmur helmingur, eða 422,3 tonn voru af þorski, sem fór á 89,86 krónur. 230,2 tonn voru af ýsu, sem fór á 80,30 krónur. 7,8 tonn voru af ufsa, sem fór á 43,33 krónur. Rúm 9 tonn voru af karfa, sem seldist á 51,72 krónur. 54,3 tonn voru af kola, sem seldist á 86,45 krónur hvert kíló. 19,7 tonn voru af grálúðu sem fór á 67,50 krónur og loks voru 56,5 tonn af blönduðum aflasem fór á 110 krónur hvert kíló. -SÓL 718 skiptinemar dvalisthérávegumAUS Um þessar mundir er að ljúka 28. starfsári skiptinemasamtak- anna AUS á íslandi, sem er ís- landsdeild alþjóðasamtakanna ICYE (International Christian Youth Exchange.) Á þessu ári dvöldust 18 skipti- nemar hér á landi sem bættust þannig í raðir þeirra u.þ.b. 700 erlendra ungmenna sem dvalist hafa á Islandi á undanförnum árum. Á sama tíma hefur jafn-- mörgum íslenskum ungmcnnum gefist kostur á samskonar dvöl erlendis. Um leið og sá hópur sem hér hefur dvalist heldur heim á leið taka samtökin á móti nýjum hópi til ársdvalar og sama á við um þátttöku íslendinganna. Fimmtán manna hópur heldur nú utan til ársdvalar víðs vegar um heim og þeir sem þegar hafa dvalist utan snúa aftur. Á síðastliðnu ári var samtökun- um veitt friðarviðurkenning frá Sameinuðu þjóðunum. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.