Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 1,9i’júfí,1c§88 Timinn 5 Náttúruverndarráö íhugar leiöir til aö takmarka gistingu ferðamanna í Landmannalaugum vegna átroðnings Ferðamenn marka sín djúpu spor við Laugar Yfir sumarmánuðina júlí og ágúst í fyrra gistu tæplcga 20.000 manns í Landmannalaugum. Þá eru ekki taldar með þær þúsundir manna sem koma að Landmannalaugum allt árið um kring án skráningar. Nú er svo komið að Náttúruverndarráð er að undirbúa einhverja lausn á ferð- amannavandanum í „Laugum" og er talað um að setja ferðaskrifstof- um, og öðrum sem standa að rútu- ferðum um þetta svæði einhverjar ítölur fyrir Laugar. Hugmyndir eru uppi um að takmarka mjög gistingu í friðlandinu að Fjallabaki, en láta hópana tjalda í Þjórsárdal og austan Eldgjár og eiga aðeins daglanga áningu í Laugum. Skrifstofa Ferða- félagsins hefur áhyggjur af þróun mála síðustu árin, en ástandið hefur versnað um allan hclming eftir að vegur var gerður frá Sigöldu inn í Laugar. Komast nú allar gerðir híla inn að Námakvísl, en oftast er fólks- bílafært yfir hana og alveg að göngu- stígnum að sjálfri Landmannalaug. 12-17 rúturádag Er átroðningurinn slíkur að dæmi eru þess að frá einni af fimm helstu ferðaskrifstofunum komu alls fjórar langferðabifreiðar sama daginn. Þann sama dag komu auk þess tvær til þrjár frá hverri hinna. Þessar helstu ferðaskrifstofur eru Úlfar Jac- obsen, Guðmundur Jónasson, Sam- vinnuferðir-Landsýn, Ferðamiðstöð Austurlands og Arena. Ferðamenn sem ganga um þetta litla svæði skipta því tugum þúsunda yfir sumarmánuðina tvo, júlí og ágúst. ítölur fyrir fridlandið Að sögn Sigurðar Þráinssonar, líffræðings og tengiliðar Náttúru- verndarráðs gagnvart friðlandinu að Fjallabaki, er allt of mikill ágangur á þessu svæði. Segir hann að mynd- ast hafi breiðar troðnar slóðir eftir göngufólk í friðlandinu. Sérstaklega er þetta áberandi á þeirri leið sem liggur frá Laugum og suður til Þórs- merkur, oftast nefnt Laugavegurinn. Eru troðnir stígar áberandi úr fjarska þar sem ferðamenn hafa í stórum stíl lagt leið sína upp á Bláhnúk og yfir Brennisteinsöldu sunnan Laugahrauns. SegirSigurður að ekki sé lengur hægt að tala um lítt snortna náttúrufegurð, því auk troðnings af gangandi ferðamönn- um, er fjöldi fjár í friðlandinu. Þá er Einn rólegasti dagurinn í Laugafit þar sem skáli F.f. stendur. í fjarska sést í hlíðar Suðurnáma þar sem fólksbílavegurinn var lagður um 1960. Tíiiianiynd Óskar allt of mikið um það að ökumenn torfærubifreiða aki út fyrir vegi, en það sé þó að mestu bundið við vor og vetur. Þessi akstur skapist af því að jepparnir komist ekki vegarslóð- irnar vegna snjóa og þá sé verið að krækja fyrir skafla. Mesta einstaka áfallið fyrir svæðið í Landmannalaugum í ár, varð í vetur er tveir jeppar sukku á kaf á leið sinni frá skála F.í. í Laugafit að laugunum sjálfum. Er þett-a um 50-60 metra löng leið, sem virðist hafa þótt of löng til göngu. Sagði Sigurður að þeir hafi skilið eftir sig djúp og mikil sár á einum viðkvæm- asta hluta Lauganna, því auðvitað þurfti þriðji jeppinn að fara inn á svæðið til að draga þá upp. Hrjóstrug tjaldstæði þessu svæði og hefur framkvæmdin því orðið sú að láta stóra hópa tjalda norður með Námahrauni. Á sjálfu Laugasvæðinu er landið ýmist mjög blautt eða þá að tjalda verður á sléttu malarplani þar sem áður voru bílastæði. Verða ferðamenn oft að gefast upp á því að troða niður tjaldhælum og freista þess að bera frekar grjót á tjaldstögin. Allir við- mælendur Tímans í Landmanna- laugum og annars staðar voru um það sammála að jafn nanurt tjald- svæði væru vandfundið. Ásóknin cr þó slík að ferðamenn láta heldur fyrir berast á mölinni, en að tjalda annars staðar. Skáli F.í. er jafnan þétt setinn og er gisting þar til dæmis fullbókuð út júlímánuð í ár. Ófriðsæll fjallareitur En erfitt er að koma niður tjaldi á Þórunn Þórðardóttir, hjá Ferða- Viðskiptabankarnir skoða nýjar leiðir Þessa dagana eru viðskiptabank- arnir að athuga nýjar hugmyndir um sölu ríkisskuldabréfa og -spari- skírteina. Haft hefur verið eftir Stefáni Pálssyni, formanni ís- lenskra viðskiptabanka, að banka- menn séu að íhuga að gera Seðla- bankanum tilboð um að ábyrgjast sölu á ríkisskuldabréfum fyrir 1.260 milljónir króna, til að koma í veg fyrir að bindiskylda bankanna hækki. Ríkisstjórnin hefur veitt Seðlabankanum heimild til þess að hækka hana um 2 til 4%, en bindiskyldan er nú 13% af innlán- um bankanna. Hækkun bindi- skyldu er ætlað að vinna á halla ríkissjóðs, sem nemur nú um 2-3 milljörðum króna og til að full- nægja lánsþörf hans. „Það er ekki rétt að vera með fullyrðingar um niðurstöður á þessu stigi. Viðerum meðviðræður innan bankanna um hugsanlegar leiðir," sagði Stefán í samtali við Tímann í gær, en hann vildi draga úr þeim fullyrðingum sem fram hafa komið. „Það er vinnuhópur að skoða öll þessi mál og þessi vika verður notuð til þess. Það er ekki ljóst hvað út úr því kemur.“ Stefán vildi ekki tjá sig frekar um hvaða leiðir kæmu til greina. Hann sagði margt í athugun en ekki útilokað að tilboð um beina sölu ríkis- skuldabréfa yrði niðurstaðan. Formlegar viðræður milli fjár- málaráðuneytisins og viðskipta- bankanna hefjast síðar í vikunni en Sigurgeir Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Hann sagði viðræður á of viðkvæmu stigi til að þær yrðu viðraðar í fjölmiðl- unt. JIH félagi íslands, sagði að Fjallabaks- leið nyrðri hefði verið opnuð hálfum mánuði fyrr í ár cn alla jafna, cða fyrir helgina 24.-26. júní. Sagði hún að líklega yrðu því fleiri ferðamcnn í ár cn undanfarið og þóttu þó margir fyrir. „Landmannalaugar eru ekki friðsæll fjallarcitur, því þangað geta allir komist," sagði Þórunn. Sagði hún að auðnin og litadýrð líparítfjallanna dragi flcsta fcrða- menn að þcssum fagra stað. Miðpunktur allra Þórunn bcnti á að cftir að vcgur- inn meðfram Jökulkvísl undir Suðurnámum var gcrður um 1960, hafi ferðamannafjöldinn margfald- ast. Áður þurftu mcnn að komast yfir kvíslina scm oft var ófær. „Við getum ekki bara stöðvað strauminn fyrst hann cr byrjaður. Það er ekki hægt. Landmannalaugar cru orðnar að miðpunkti fyrir alla ferðamenn og þangað virðast allir þurfa að komast,“ sagði Þórunn. Sagði hún að F.í hefði ekkcrt æðsta vald á þessum stað þar sem Náttúruvcrnd- arráð réði. Hins vcgar reyndu fclag- arnir í F.í. að taka á móti þeim sem koma cftir bcstu getu. „íslcndingar cru bara svo óstýrilátir að citt fclag ræður ckki við þá scm skcmma vilja landið." Tjaldstæðin flutt í Þjórsárdal? Ein af tillögum þcim sem nú liggja fyrir hjá Náttúruvcrndarráði gengur út á það að takmarka mjög alla gistingu í Landmannalaugum og koma upp tjaldaðstöðu á öðrum stöðum. Hcfur vcrið um það rætt að allir, eða flestir, fcrðahópar á vcgum ferðaskrifstofanna cigi náttstað í Þjórsárdal og síðan austan Eldgjár. Mcð þessari hugmynd cr gert ráð fyrir að hóparnir gisti utan friðlands- ins, en komi þar við á lcið sinni að Fjallabaki. Þessi hugmynd kemst þó ckki til framkvæmda fyrr cn tjald- aðstaða hcfur verið útbúin á um- ræddum stöðum. KB Aö áliðnum slætti á Suðurlandi: Fyrri slætti þegar lokið Sláttur gengur nú mjög vel á Suðurlandi og eru bændur ýmist langt komnir mcð eða hafa þegar lokið fyrri slætti scm er óvenju snemmt en tíðarfar er búið að vera mjög gott á þessum slóðum að undanförnu. Jón Ingvarsson bóndi á Skipum við Stokkseyri sagði Tímanum að óhætt væri að bera síðasta ár við þetta hvað árferði varðaði. „Þetta hcfur gengið ákaflega vel. Ég byrjaði að slá á Jónsmessudag, þann 24. júní og lauk slætti síðastlið- inn föstudag,“ sagði Jón. „í fyrra byrjaði ég að vísu fyrr en ég lauk þessu á mjög svipuðum-tíma enda tíðarfarið mjög gott þá eins og nú,“ bætti hann við. Jón er með 115.000 lítra búmark, 25 kýr en 50 nautgripi í það heila. Spurður að því hvernig sláttur gengi á jörðunum í kring sagði Jón það vera nokkuð misjafnt þó al- mennt mætti segja að hann gengi mjög vel. „í uppsveitunum Ifafa þeir verið að bíða eftir grasi og hafa því tapað af þessari góðu tíð að tölu- verðu leyti,“ sagði Jón að lokum. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.