Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíminn 9 líllllllllllllllllll VETTVANGUR:' ^ ^ ^ Ómar Smári Ármannsson: Kærur koma ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti Kristinn Snæiand ritar um „umferðaruppeldi“ í Tíman- um þann 14. júlí s.l. í greininni viðrar hann m.a. skoðanir sínar um hvernig skuli standa að umferðarlöggæslu og er ekkert nema gott um það að segja. Hverjum er frjálst að hafa skoðanir á hlutunum og koma þeim á framfæri. Hann telur áhersluna við lög- gæsluna „vera við öfugan enda“. Athyglin eigi ekki að beinast í svo miklum mæli að hraðakstri og eftirliti með ölvunarakstri, heldur miklu fremur að hinum smærri brotum. Margt smátt geri eitt stórt. Komist ökumenn upp með að fremja hin smærri brot gangi þeir á lagið og afleiðingarnar sýni sig í alvarlegri tilfellum. Undirritaður er að hluta til sam- mála þessu viðhorfi Kristins og það verður að segjast að lögreglan hefur einmitt beint athygli sinni jafnhliða fyrrgreindum verkefnis- þáttum að hinum smærri brotum, ekki endilega til þess að kæra þau, heldur og miklu fremur til áminningar. Hraðakstursbrot hafa verið mest áberandi í umræðunni að undan- förnu og ekki að ástæðulausu. Hlutfall þeirra og annarra brota, sem kærð hafa verið, hafa verið ca. eitt af hverjunt þremur. Lögreglan hefur einnig á sama tíma haft afskipti af bifreiðum með einungis eitt skráningarnúmer, með erlent þjóðernismerki á íslensk-skráðum ökutækjum, vanrækslu á aðalskoð- un og endurskoðun, akstri gegn einstefnu, akstri gegn rauðu ljósi, brotum á stöðvunarskyldu, vöntun á ökuskírteini. réttindaleysi við akstur, brotum á beygjubanni, ólöglegum bifreiðastöðum, ógæti- lcgum framúrakstri, brotum á regl- um um merki og merkjagjöf, öku- tækjum með lögboðin ökuljós slökkt í akstri, bifhjólum á göngu- „TiHitssemi, varkárni, þekking á umferðar- lögum og reglum, virð- ing og aðgæsla eru þau hugtök, sem oftast koma við sögu og er. full ástæða fyrir hvern og einn að tileinka sér þau, sjálfum sér og öðrum til heilla.“ stígum, dekkjabúnaði ökutækja, of mörgum farþegum í ökutækjum, númerslausum ökutækjum í umferð, afklippingum vegna van- rækslu á tilkynningu eiganda- skipta, afklippingum vegna beiðna tryggingarfélaga um ógreidd iðgjöld, vegna þess að ökumaður eða farþegi hafa ekki notað bílbelti í akstri og það hefur átt við, ökumönnum bifhjóla hlífðar- hjálmslausum, vegna þess að óhæfilega hefur verið gengið frá farmi á vöru- og flutningabifreið- um, óleyfilegunt öxulþunga, unt- ferðarmerkingum hvers konar á og við götur borgarinnar og svona mætti lengi telja. Það sem talið er upp hér að ofan er í suntum tilfellum smávægilcg brot, en brot samt sem áður, og það er eitt af hlutverkum lögrcglu að sjá um að lögum og rcglu sc fylgt. Það gerir hún eftir því sem mannafli og tækjabúnaður lcyfir frá degi til dags. !\ir sem fyrirfram er vitað að ekki er hægt að sinna öllum verkefnaþáttum samtímis alls staðar þarf að stýra mannaflan- um til verka eftir vægi þeirra hverju sinni. Hér cr verið að tala um meginreglu því að sjálfsögðu sinnir lögreglan öllum þeim þáttum, sem að höndum ber hverju sinni. Á hvcrn hátt hún gcrir það og á hvaða þætti eigi að leggja megin- áherslu er hægt að deila um cnda- laust. Almcnn umræða um umferðar- leg málcfni hefur aukist og cr það af hinu góða. Umræðan hcfur í flestum tilvikum verið jákvæð og er viðhorf margra, scnt liafa tjáð sig, að það sc ýmislegt sem við getum gcrt í sameiningu til þess að laga það, sem aflaga hcfur farið. Til þess að svo ntcgi verða þurfa allir að leggjast á citt. hvort scm þeir eru akandi cða gangandi, og stcfna að bættri umfcrðarmcnn- ingu. Þetta er ckkert scm verður á einum degi, þróun í rétta átt getur tekið mánuði og ár. Tillitssemi, varkárni, þekking á umferðarlög- um og reglunt, virðing og aðgæsla eru þau hugtök, scm oftast konta við sögu og er full ástæða fyrir hvern og einn að tileinka sér þau, sjálfum sér og öðrum til heilla. Tölur um fjölda kærðra segja ekki alla sögu um afskipti lögreglu af umferðarlagabrotum. Áminningar eru veittar í ca. þrem- ur tilvikum á móti einni kæru. í janúarmánuði s.l. voru t.d. 1082 ökumenn kærðir íyrir umferðar- lagabrot í Reykjavík, 1004 í febrú- ar, 1095 í mars, 1150 í apríl, 1319 í maí og 1019 í júní. Það verður alltaf álitamál livort ökumcnn verði „aldir app" í gegnum kæru- og viðurlagakerfi, en það gefur óneitanlega gott aðhald. Kærur koma ekki eins og þruma úr hcið- skíru lofti yfir cinhvcrn af tómri tilviljun. Að baki þcim liggur ástæða sent er í valdi hvcrs og eins. Að lokum þetta: vinnum saman sem eitt og reynum hvcrt fyrir sig að stcfna að því marki að umfcrð- armenningin hér á landi verði eins góð hvcrju sinni og nokkur kostur cr. Þau, scm uppskcra árangur þess, crum við sjálf. Virðingarfyllst, ÓniarSniári Árniannsson aðalvarðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar í Keykjavík Ólympíuleikarnir: Ferðavinningur til Seoul Á undanförnum þremur árum hafa ýmis fyrirtæki veitt Ólympíunefnd íslands fjárhagslegan stuðning vegna þátttöku á Olympíuleikum í Seoul. Á fundi með fulltrúum þeirra fyrirtækja, sem hafa verið styrktaraðilar Ó.í. gerði formaður Ólympíunefndar, Gísli Halldórsson, grein fyrir undirbúningi og öllum kostnaði, sem samfara er þátttöku á Ólympíuleikunum. Hann þakkaði öllum stuðningsaðilum, sem og þeim, er greitt hafa boð- greiðslur í gegnum Visa-ísland og öllum öðrum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að þátttöku í leikunum. Nýlega var dregið hjá Borgarfógeta um þrjá minnispeninga Ólympíunefndar Islands og ferð fyrir tvo á Olympíuleikana í Seoul. Eingöngu var dregið úr númerum þeirra korthafa Visa, sem greitt hafa boðgreiðslur til Ó.í. Minnispeningana hlutu Þórhildur Pálmadóttir, Fagra- hvammi 14, Hafnarfirði, Þórður G. Pálsson, Holtsgötu 34, Reykjavík og Guðborg Þórðardóttir Klettahrauni 7, Hafnar- firði. Ferðavinninginn til Seoul hlaut Stefanía Stefánsdóttir Boðaslóð 22, Vestmannaeyjum. Af þessu tilefni flutti Einar S. Einarsson, framkvæmdastj. VISA eftirfarandi ávarp. Enginn einstakur atburður sam- einar anda alþjóðlegrar samvinnu, keppni, friðar og vináttu þjóða á milli, á jafn lifandi og áhrifamikinn hátt og Ólympíuleikarnir. VISA International og aðildar- bankar þess eru styrktaraðilar um heim allan vegna Ólympíuleikanna 1988, bæði vetrarleikanna.'sem fram fóru í febrúar í Calgary, og eins sumarleikanna í Seoul í Kóreu nú í september. 1 þessu skyni er varið rúmlega 20 milljónum dollara eða um 1 milljarði íslenskra króna, sem skiptist í þrjá jafna hluta, einn fer til Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar, annar til skipuleggjenda leikanna og sá þriðji til ólympíunefnda einstakra landa. Auk þess vinna VISA-fyrirtækin í hverju landi með Ólympíunefndum landanna að því að létta þátttöku þeirra í leikunum og gera hana sem glæstasta. VISA ísland dreifði sl. haust áskorun til allra korthafa sinna, 80.000 að tölu, og hvatti þá til að sýna stuðning í verki með því að láta lítilræði, svo sem 100 krónur renna mánaðarlega, á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt með svo- kölluðum boðgreiðslum um korta- kerfið, til Ólympíunefndar íslands. Þá tóku VISÁ og tvær helstu sport- vöruverslanir landsins, Sportval og Utilíf, höndum saman um að efla Ólympíulið fslands til dáða með því að láta ákveðinn hundraðshluta af viðskiptum með VISA renna óskipt- an til Ólympíunefndar Islands fram að Ólympíuleikum. Ennfrcmur hef- ur VISA ísland heitið á handknatt- leiksliðið, kr. 100.000 fyrir hvern unnin A-landsleik og kr. 50.000 fyrir jafntefli. Fyrir unninn B-landsleik kr. 50.000 og kr. 25.000 fyrir jafn- tefli. Gildir þetta fyrir alla 40-50 landsleiki þess á þessu ári fram yfir Ólympíuleika. Hefur þetta allt gef- ið nokkrar fjárhæðir af sér fyrir Ólympíunefnd og Handknattleiks- samband íslands. Sem styrktaraðilar leikanna og Ólympíuliðanna hafa VISA og þær fjármálastofnanir sem aðild eiga að VISA, rétt til ýmissa hiunninda svo sem notkun ólympíuhringja, merkja og einkenna leikanna. Hafa ólymp- íuleikarnir því m.a. skreytt sölunót- ur, útskriftir og auglýsingar VISA undanfarið ár. Þrír korthafar VISA sem veitt hafa mánaðarlegt framlag til Ólymp- íunefndar munu fá minnispening Ólympíunefndar. En korthöfum var einnig gefið undir fótinn með að þeir gætu einnig átt möguleika á því að komast til Seoul í boði VISA og Ólympíunefndar, því hinn 1. júlí • 1988 yrði dregið úr kortnúmerum stuðningsaðila um ferð fyrir tvo á Ólympíuleikanna, ásamt miðum á opnunar- eða lokahátíðina og hinar ýmsu keppnisgreinar. Nú hefur verið dregið hjá Borgar- fógetanum í Reykjavík um Ólymp- Fulltrúar nokkurra stuðningsfyrir- tækja Ó.í. ásamt forráðamönnum Ólympíunefndar og vinningshafan- um meðal boðgreiðenda til Ólymp- íunefndarinnar í gegnum VISÁ- Island. íuferðina. Hinn heppni korthafi og stuðningsaðili reyndist vera: Stefan- ía Stefánsdóttir, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, 6 barna móðir, gift Jóni S. Þórðarsyni, smið þar í bæ. Stefanía er 67 ára að aldri og er sérstaklega vel að þessum ferðavinn- ingi komin fyrir veittan stuðning. Það er á ýmsan hátt táknrænt að eldri borgari láti sig heill og ham- ingju íþróttaæskunnar varða. Það hefur oft áður sýnt sig að „gamla konan með sjalið" sem hér er notað sem samheiti fyrir eldri kynslóðina í virðingarskyni, er einn dyggasti stuðningsmaður afreksmanna okkar á öllum sviðum, jafnt í skák, knatt- leik, sem frjálsum íþróttum. „Að gamla konan með sjalið“ skuli nú vera dregin út sem samnefnari stuðn- ingsaðila Ólympíunefndar íslands og hljóta ferð á Ólympíuleikana ásamt manni sínum, er H senn skemmtilegt og viðeigandi. Fylgja bestu óskir um fararheill þeim og íslenska ólympíuliðinu á sumarleik- anna í Seoul. Áfram ísland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.