Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 10
10 TíminrV' Þriöjudagur 19. júlí 1988 ÍÞRÓTTIR Staðan Fram ....... 10 9 1 0 22-2 28 ÍA.......... 10 5 3 2 16-11 18 Valur....... 10 5 2 3 19-10 17 KR ..........10 5 1 4 13-12 16 Þór......... 10 3 5 2 13-12 14 KA ..........10 4 1 5 15-19 10 ÍBK......... 10 2 4 4 13-17 10 Víkingur.... 10 2 3 5 8-15 9 Leiftur..... 10 1 4 5 7-13 7 Völsungur... 10 1 2 7 5-16 5 STAÐAN FH .... Fylkir . . Víöir . . . ÍBV . . . ÍR . . . . Selfoss . . KS .... UBK . .. Tindastóll Þróttur . . 8 7 1 0 20-5 22 9540 22-16 19 9423 19-12 14 9405 21-19 12 8314 12-15 10 9 2 4 3 12-16 10 9243 20-25 10 9 2 3 4 15-20 9 9 3 0 6 13-20 9 9135 16-22 6 Tindastóll vann UBK Frá Erni Þórarinssyni fréttumunni Tímans. Tindastólsmenn unnu sætan og sanngjarnan sigur á Breiða- bliki, þegar liðin mættust á Sauðárkróksvelli á föstudags- kvöld, í 2. deidinni í knatt- spyrnu. Lokatölurnar urðu 2-0. Heimamenn náðu forystu strax á 6. mín. er Ólafur Adolfsson skoraði með glæsi- legu skoti frá vítateigslínu. Mikil barátta var í fyrri hálfleik og undir lok hans fengu Blik- arnir tækifæri á að jafna metin, en mistókst. Tinadastóll sótti hins vegar mun meira í síðari hálfleik. Á 60. mín skoraði Jón Gunnar Traustason, eftir góð- an undirbúning Guðbrands Guðbrandssonar, besta manns Tindastóls í leiknum. Það sem eftir var réðu heimamenn mun meira gangi leiksins. Eins og áður segir var sigurinn sann- gjarn og stóð vörn Tindastóls fyllilega fyrir sínu í þessum leik. BL Fylkismenn nálgast 1. deildina Ekkert lát virðist vera á sigurgöngu Fylkismanna á 2. deildinni í knattspyrnu. Um helgina báru þeir sigururð af Siglfirðingum í Árbænum, 4- 3. Fylkir komst í 3-0 með mörk- um þeirra Ólafs Magnússonar, Gústafs Vífilssonar og Jóns Bjarna Guðmundssonar, sem skoraði úr vítaspyrnu. Pannig var staðan í hálfleik, en í þeim síðari bajtti Baldur Bjarnason fjórða iriarki Fylkis við. Sigl- firöingar komust þá í gang og skoruðu þrjú mörk í lokin. Fau gerð^t Hörður Bjarnason, Óli Agnársson og Hafþór Kol- beihsson. 1. deildarsæti, að árí, til handa Árbæjarliðinu, nálgast nú óðfluga og þurfa þeir nú aðeins að halda haus í næstu leikjum til að ná leika í 1. deild næsta sumar í fyrsta sinn í sögu félagstns. BL f *. ir ' Guðmundur Hreiðarsson markvörður Víkinga gerir árangurslausa tilraun til að verja þrumuskot Þorsteins Halldórssonar. Tímamynd Pjetur Knattspyrna: Glæsimark Þorsteins dugði gegn Víkingum KR-ingar unnu sanngjarnan sigur á Víkingum á Víkingsvellinum við Stjörnugróf á sunnudagskvöldið, þrátt fyrir að þeir skoruðu aðcins eitt mark í leiknum. KR-ingar voru mun hættulegri aðilinn allan leikinn og sýndu oft á tíðum skemmtilegan samleik. Eina mark leiksins kom á síðustu mínútu fyrri hálflciks þegar Þorstcinn Hall- dórsson skaut skyndilega þrumu- fleyg að marki Víkinga, rétt utan vítateigs. Knötturinn hafnaði í vinstra horni Víkingsmarksins, óverjandi fyrir Guðmund Hreiðars- son markvörð. Skömmu áður höfðu KR-ingar tvívegis átt hættulegar sóknir, þegar þeir Sæbjörn Guð- mundsson og Willum Þórsson ógn- uðu Víkingsmarkinu. KR-ingar voru nálægt því að bæta öðru marki við strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Hallsteinn Arnarson bjargaði á línu skalla frá Sæbirni Guðmundssyni. Eftir þessa fjör- miklu byrjun dofnaði nokkuð yfir leiknum, eða allt þangað til 15 mínútur voru til leiksloka. Trausti Ómarsson átti þá hættulegan skalla, en rétt framhjá KR-markinu. Að- eins tveimur mínútum' síðar átti Björn Rafnsson þrumuskot í stöng eftir aukaspyrnu KR-inga, rétt utan vítateigs. Björn Bjartmarz, sem kom inná sem varamaður hjá Víkingum, slapp innfyrir KR-vörnina á 82. mín. en Stefán Jóhannsson varði vel með úthlaupi. Mínútu síðar var svipuð staða uppá teningnum hinum megin á vellinum. Björn Rafnsson komst innfyrir vörn Víkings, en Guðmund- ur Hreiðarsson varði vel með út- hlaupi. KR-ingar voru vel að þessum sigri komnir, samlcikur þeirra var oft á tíðum skemmtilegur. KR-liðið var mjög jafnt í þessum leik og erfitt áð tína einhverja út úr sem bestu menn. Hjá Víkingum var fátt um fína drætti, en varnarmennirnir Stefán Halldórsson og Atli Helgason áttu báðir ágætan leik. Ágætur dómari leiksins var Ey- steinn Guðmundsson. Liðin: Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Gunnar örn Gunnarsson, Stefán Halldórs- son, Atli Helgason, Hlynur Stefánsson (varam. á 45. min. Jóhann Þorvarðarson), Trausti Ómarsson, Jón Oddsson (varam. á 72. mín. Björn Bjartmarz), Andri Marteinson, Atli Einarsson, Hallsteinn Amarson. Unn- steinn Kárason. KR: Stefán Jóhannsson, Jón G. Bjarnason (varam. 65. mín. Rúnar Kristins- son), Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Sæbjöm Guðmundsson, Pétur Pét- ursson, Björn Rafnsson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Halldórsson, Willum Þórsson, Gylfi Aðalsteinsson. ÍA tók Leiftur Völsungar lágu Þrátt fyrir mikla sókn mest allan leikinn tókst Völsungum frá Húsa- vík ekki aö bera sigurorð af Kefl- víkingum, þegar liöin mættust í 1. deildinni í knattspyrnu á Húsavík á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram í roki og rigningu og setti það sitt mark á hann. í fyrri hálfleiknum sóttu Völsungar mun meira og tvívegis fengu þeir dauðafæri. Jónas Hall- grímsson skaut framhjá og skömmu síðar vörðu Keflvíkingar á línu, skot Helga Helgasonar. í síðari hálfleik tóku Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og skoruðu strax á 52. mín. Það gerði Óli Þór Magnússon, af stuttu færi. Guð- mundur Sighvatsson skoraði síðan annað mark Keflavíkur á 62. mín. er hann skaut í þverslá og inn. Vítaspyrnusérfræðingur Húsvík- inga, Jónas Hallgrímsson, bætti sínu33. víti í röð, ísafniðundirlok leiksins. Völsungar sitja því enn eftir á botni 1. deildar, með 5 stig og verða að fara að taka sig saman í andlitinu, ef þeir ætla ekki að falla beint aftur niður í 2. deild. BL Akrancs náði sér í þrjú dýrmæt stig, í baráttunni um Islandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu, á laugardag þegar þeir báru sigurorð af Leiftri frá Ólafsfirði. Skagamenn virtust aldrei í vand- ræðum með Leiítur. Ólafsfirðingar virtust ómarkvissir í aðgerðum sín- um og vörnin var oft og tíðum fálmkennd. Það fór líka svo að Skagamenn höfðu yfir í ieikhléi, höfðu skorað eitt mark. Leiftur átti næsta orð í leiknum, • er þeir jöfnuðu, eftir hryllileg varn- armistök Skagamanna. Óskar Ingi- mundarson, þjálfari Leifturs, fékk boltann frá markverði IA, fyriropnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. 1-1. Leikurinn var skyndi- lega orðinn spennandi. Liðin skipt- ust á sóknum um nokkurn tíma, án þess að ná að skora. Þegar leið að leikslokum þyngdist sókn Skaga- manna og gerðu þeir út um leikinn á síðasta stundarfjórðungnum. Þeir skoruðu tvö góð mörk og tryggðu sér stigin þrjú sem.leikið var um. Leikurinn í heild var lítið fyrir augað. Barátta beggja liða var góð, en þegar kom að sóknaraðgerðum voru Skagamenn mun heilsteyptari í sínum aðgerðum og uppskáru eftir því. Lið Leifturs olli nokkrum von- brigðum á Skaga og var liðið fjarri sínu besta. Þeir verða nú að fara að gera upp við sig hvort þeir ætla að leika í annarri deild að ári eða taka sig saman í andlitinu. Leiftur vermir nú næst neðsta sætið í deildinni, með sjö stig. Orðljótir Akurnesingar Það sem vakti mesta athygli utan- aðkomandi voru áhorfendur, sem flestir voru á bandi heimamanna. Athugasemdir áhangenda var flest- um beint til stuðningsmanna Leifturs og voru á þeim nótunum að „þetta þriðjudeildarpakk ætti að halda sig heima“. Slíkar athugasemdir sem flugu yfir hausamótum Ólafsfirðinga og annarra knattspyrnuáhugamanna er lögðu leið sína á Skaga eru hvorki Akranesliðinu eða Skagamönnum yfirleitt, til framdráttar. Grípum niður í nokkur spakmæli áhorfenda. „Þessir djöfulsins fjósamenn ættu að drífa sig hcim.“ „Þriðjudeildarpakk, drullið ykkur heim til ykkar.“ „Þið kunnið ekki fótbolta, haldið ykkur í frystihúsinu, þar eigið þið heima - innan um slorið." Óþarfi er að tíunda fleiri slíkar athugasemdir, en segja má að þær sem raktar hafa verið hér séu á hógværari nótunum. Áhorfendur á Skaga ættu að hafa það hugfast að afrakstursmeira getur verið að hvetja sína menn áfram með hvatningarhrópum, en láta frá sér fara fúkyrði í garð stuðnings- manna mótherjanna. Akranes-Leiftur: 3-1 (1-0) Mörk ÍA: Sigursteinn Gíslason, Karl Þórdar- son, Haraldur Ingólfsson. Mörk Leifturs: óskar Ingimundarson Fjögur gul spjöld, sem liöin skiptu bróður- lega milli sín. Veöur var ágætt til knattspyrnu. Logn og smávægileg súld í fyrri hálfleik. Áhorfendur: Fáir og ordljótir. Talverð ölvun. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.