Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíitrinrv 19 Alan Thicke féll fyrir (pabbinn í „Vaxtarverkjum") fegurðardrottningunni Linda hefur breyst Sei’nt á sjötta áratugnum voru teknir upp framhaldsþættir fyrir sjónvarp, sem kölluðust „Pipar- sveinapabbi" eða eitthvað í þá veruna. Mjög svo ung stúlka að nafni Linda Evans fékk þar hlut- verk skólastúlku, sem var yfirmáta ástfangin af miklu eldri manni, sem enginn annar en John Forsythe lék. Það var líka hann sem stakk upp a Lindu í hlutverkið, eftir að hafa „uppgötvað" hana í hótelaf- greiðslu. Sennilega hefur hvorugt þeirra órað fyrir því þá, að þau ættu eftir að öðlast heimsfrægð fyrir að leika hjón í öðrum sjón- varpsþáttum nær 30 árum síðar. Til vonar og vara skal tekið fram, að Linda í hvítu blússunni er 16 ára, en sú með barniö 45 ára. „Lífið leikur við mig. Pað gæti ekki verið betra... eiginlega væri það bara verra að það væri betra!" sagði Alan Thicke, sem leikur heimilisföðurinn í sjónvarpsþátt- unum „Vaxtarverkir". Alan var svona hamingjusamur yfir ástasambandi sínu við Donnu Rampy, ungfrú Georgíu, en hún komst í úrslitakeppnina um „Miss USA" í ár. Leikarinn Alan Thicke stjórnaði úrslitakeppninni um Ungfrú Bandaríkin og þá talaði hann við allar stúlkurnar sem komust í úrslit. „Þær voru hver annarri fallegri og komu vel fram,“ sagði Alan nýlega í blaðaviðtali, „en þetta var allt mjög formlegt og ég kynntist stúlkunum ekkert. Síðan var það í New York, að ég tók þátt í íshokkí-leik, sem haldinn var í góðgerðaskyni. Þá hitti ég Donnu aftur,“ sagði Alan hrifinn. Síðan lýsti hann því, hvað hann hefði verið klunnalegur í hokkí- keppninni. Hann rann beint á vegg og meiddi sig heilmikið á fæti. Ungfrú Georgía átti að afhenda verðlaun og vera til skrauts á leiknum. Hún kom til Alans og þakkaði honum fyrir síðast, hjálp- aði honum að fá hækjur svo hann gæti gengið, - og síðan fóru þau saman út að borða. Síðan hefur ástin blómstrað hjá „Vaxtarverkja- pabbanum“ og fegurðardísinni. Það síðasta sem fréttist af þeim var að Alan hafði kynnt hana fyrir tveim þýðingarmestu persónum í lífi hans, en þaðersonurinn Robin, 11 ára, og Johanne, eldri systir Alans. Síðan fóru þau öll saman í frí til Hawaii. Þetta þykir öruggur fyrirboði þess að brúðkaup sé í nánd. Eftir Hawaii-ferðina hefur parið haldið sig í Los Angeles og kunn- ugir segja, að þau sjái varla sólina hvort fyrir öðru. Turtildúfurnar Alan og Donna í Hawaii-ferðinni. Alan stjórnar fegurðarsamkeppn- inni um titilinn „Miss USA“. Ungfrú Georgia stendur næst stjórnandanum, en þau kynntust lítið sem ekkert þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.