Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíminn 7 Verðsamkeppnin í málningarbúðum. Seljaallarásamaverðitilbúnu af framleiðendum: Málning verðlögð á sama hátt og mjólk og smjör íslensk útimálning er nær undantekningarlaust lang dýrust í elstu, stærstu og þekktustu málningarvöruverslununum í Reykjavík, Litaveri, Litnum og Málaranum, sem selja málninguna á nákvæmlega sama verði, svo ekki munar krónu. BYKO-búöirnar fjórar nota líka sama verölistann en gefa 11% sumarafslátt. Verslunin Gos selur flestar tegundir á BYKO-verði en nokkrar með enn frekari afslætti. í raun nota þó nær allar málningarbúðirnar verölista sem samdir eru í málningarverksmiðjunum. Einu undantekning- arnar virðast nokkrar litlar búðir, með fáar tegundir, en athyglivert er að þar er málningin alla jafna ódýrust, þ.e. í: Málningarvörum í Ingólfsstræti, Litavali og Parma í Hf. Samráðið um verðlistann virðist því fyrst og fremst vera samtrygging um hæsta verð. selji málninguna oftast nær allar á sama verði, svo verðsamanhurður er óþárfur? Verðlagsstofnun bendir á að verðlistaverðið geti breyst ef kcypt er meira magn eða annað greiðsluform (greiðslukort eða af- borganir). Sé því Ijóst að kaupendur geti haft hag af því að ..kanna verð miðað við það magn og grciðsluskil- rnála setn þeir hal'a hugsað sér". Með öðrum orðum. að stað- greiðsluverðið er víöast hvar það sama - en hægt að finna verðmun milli verslana í mismunandi magn- afsláttum og vöxtum vegna lánsvið- skipta. En þann verðmun verða kaupendur að finna sjálfir án aðstoð- ar Verðlagsstofnunar. - HEI Þetta má lesa út úr verðkönnun Verðlagsstofnunar á verði 21 teg- undar af málningu og viðarvörn í 26 málningarvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Af þessum 26 búð- um eru 11 sem selja flestar málning- artegundir en flestar hinar búðirnar fáar, niður í 2-3 tegundir. Verðlistinn þeirra í Litaver, Litn- um og Málaranum sýndi sem fyrr segir hæsta verðið og 11% hærra heldur en í BYKO-búðunum fjórum og nær 18% hærra verð á sumum tegundum heldur en hjá versluninni Gos, vegna sumarafsláttanna. Máln- ingarverslun Péturs Hjaltested virð- ist nota Litavers- og BYKO-verð til skiptis og það sama á við um Dröfn í Hafnarfirði. Lækjarkot í Hf. notar BYKO-verðið. Mun meiri fjölbreytni og verð- munur kom fram á nokkrum tegund- um af erlendum viðarvörnum, en einnig þar verður þó heldur ekki betur séð en að nokkur samráð séu í gangi hjá fyrstnefndu stóru verslun- unum, og þá um hæsta verð eða í hærri kantinum. Hvert „fauk“ frjálsa samkeppnin? Framangreindir verðlistar eru ekki ,.heimasmíðaðir“ í verslunun- um, sem fyrr segir. Athyglivert er, að Verðlagsstofnun segir frá því eins og sjálfsögðum hlut, að innlendu málningarframleiðendurnir gefi út viðmiðunarverðskrár fyrir fram- leiðslu sína, sem sumar verslanir fari að öllu leyti eftir, en aðrir veiti afslátt frá þeim, oftast á bilinu 10-15% og sé þar í flestum tilfellum aðeins um tímabundinn sumarafslátt að ræða. Með öðrum orðum, að alla jafna selji flestar af nær 30 málning- arvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu vörur sínar á sama verði upp á krónu. Hvað er þá orðið um frjálsu verðlagninguna og fjálsu sam- keppnina? Jú, í smávegis mismun á magnafslætti segir Verlagsstofnun. Málningarverksmiðjur í hlutverki sexmannanefndar Spuming er hvers vegna Verðlags- stofnun sparaði sér ekki sporin og fær eiofaldlega senda verðlistana frá málningarverksmiðjunum? A.m.k. virðist Verðlagsstofnun ekkert sjá athugavert við að málningarverk- smiðjurnar útbúi smásöluverðlistana í hendur kaupmanna, sem allar helstu málningarbúðirnar nota síðan óbreytta nema í einstöku afsláttar- vikum eða sumartilboðum. Verð- lagningu á málningu virðist þar hag- að með svipuðum hætti og á mjólk og dilkakjöti í heilum skrokkum, þar sem málningarverksmiðjurnar eru í hlutverki sexmannanefndar. Sama verð en mismunandi vaxtakjör Og til hvers er þá verðkönnunin úr því sjálfsagt þykir að verslanirnar Horpu $k|0l hvin 10IOOS J.L. Vólundur Hrínqbraut 120, R. 3444 J.L. Völundur Viðarhöfða 4, R. 3444 Litabær Austurströnd 6. Seltj. 3444 Smiösbúð Garðatorqi Garðabæ 3444 Litaver Grensásvegi 18, R. 3444 Liturinn Siðumúla 15. R. 3444 Málarinn Grensásvegi 11, R. 3444 Máiningav. P.H. Suðurlandsbr. 12, R. 3444 Byggtogbúið Kringlunni, R. 3100 Bykó Dalshrauni 15. Hf. 3100 Bykó Nýbýlavegi 6, Kóp. 3100 Bykó Skemmuvegi 4, Kóp. 3100 Lækjarkot Lækjargotu 32, Hf. 3100 Gos byqqinqavörur Nethyl 3, R. 3100 Parma Bæjarhraum 16, Hf. 2927 Metró i Mjódd, R. 2927 Mikliqarður v/Holtaveq, R. 2846 Málninqarvórur Inqólfsstræti 3, R. 2755 Verður áralöng barátta kaup- manna fyrir frjálsri verðmyndun ekki auðskilin þegar litið er á þennan lista? Eftir slíkan vitnisburð verður ekki lengur efast um hagræði frjálsr- ar álagningar fyrir alla: Fyrir búðirn- ar feist vitanlega hagræði í að fá verðlistana tilbúna frá málningar- verksmiðjunum og sleppa þannig við tímafreka útreikninga. Og jafn augljóst er hagræðið fyrir tíma- knappa „Hörpu silki málara“ að geta treyst því að verðið sé allsstaðar það sama. Þeir eru þá öruggir um að gera alltaf „bestu kaupin" í næstu búð í stað þess að þurfa að þeytast um bæinn þveran og endilangan til að gera tímafrekan verðsamanburð. Guömundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun: Málningarsalar virðast kunna gamla kerf inu vel Málningarverksmiðjurn- ar miða í mörgum tilfellum við sömu smásöluálagningu í verðlistum sínum eins og þeir gerðu meðan málning var undir verðlagsákvæð- um. Og það þótti þá fremur lág álagning,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson starfs- maður Verðiagsstofnunar, er Tíminn spurði skýringa á því hvers vegna stofnunin teldi sjálfsagðan hlut að málningarverslanirnar selji vörur sínar allar á sama verði eftir verðlistum sem ákveðnir eru hjá fram- leiðendum. KJ Bendir þetta þá ekki til að eig- endur málningarverslana hafi ekki viljað frjálsa álagningu? - Þeir haga sér a.m.k. eftir gamla verðlagsákvæðakerfinu - virðast kunna vel við það. En hver er munurinn á sama máln- ingarverði í öllum búðum og hins vegar sama verði á hjólbörðum, gleraugum ogtómötum, sem Verð- lagsstofnun hefur ekki vcrið sátt við? - Það er ekki óalgengt að fram- leiðendur gefi leiðbeinandi verð fyrir næsta sölustig (smásöluna). f þessu tilfelli eru það verksmiðjurn- ar sem gefa út lista um leiðbeinandi verð, sem smásalinn fer eftir. Varðandi gleraugun voru það hins vegar smásalarnir sjálfir sem komu sér saman um verðlistana. En hafið þið nokkra vissu fyrir þvf að kaupmenn hafi ekki hönd í bagga með ákvörðun smásölu- verðsins hjá verksmiðjunum? - Það er ekki hægt að útiloka það og væri sömuleiðis erfitt fyrir okkur að komast að því. En í þessum leiðbeinandi verðlistum virðist álagning nokkuð sanngjörn, eða svipuð og heimiluð var undir verðlagsákvæðunum. Samt kemur fram allt upp í 25% verðmunur? - Okkur sýnist að þessi málning- arbúð í Ingólfsstræti sé ekki með neina smásöluálagningu, sagði Guðmundur Sigurðsson. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.