Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. júlí 1988 Hvalvertíðin: Annar báturinn fer til talningar Hvalur 8 og 9 komu til lands með þrjár langreyðar í gær, en bræla var á miðunum um hclgina. Búið er að veiða 42 langreyðar eða tæplega tvo þriðju af lang- reyðarkvótanum sem er 68 dýr, það sem af er vertíðinni. Kristján Loftsson forstjóri Hvals sagði í samtali við Tímann að annar bátanna færi í vikunni til hvalatalninga, þannig að hann bjóst ekki við að búið yrði að veiða upp í langreyðarkvótann fyrr en um miðjan ágúst. -ABÓ Ástráður hjá Loðnunefnd: Skyrtan tilbúin „Ég mæti um leið og þeir byrja að veiða. Loðnuskyrtan er tilbú- in, þvegin og fín, en ég hugsa að ekkert gerist fyrr en í ágúst eða september," sagði Ástráður Ing- varsson hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann í gær. Ástráður sagði að Færeyingar og Norðmenn hefðu byrjað loðnuleitina á föstudag, en hefðu ekkert fundiö. Peir eru norður við Jan Mayen. „Ég hef ekki trú á að neinn fari héðan fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Það er enn mikill ís fyrir norðan og svo hefur enginn fengiö neitt,‘" sagði Ástráður. Ekki er vitað með neinni vissu hvaða bátar halda fyrstir til veiða, um leið og eitthvað fréttist af loðnunni, en þó er vitað að Hólmaborgin er þegar í starthol- unum. Þá er heldur ckkert vitað um fast verð fyrir loðnuna. Ýmsar tölur hafa heyrst, en enginn vildi staðfesta neitt í samtali við Tímann. -SÓL íslendingar á 75. Alþjúðavinnumálaþinginu. F.v. félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Gylfi Kristinsson, Jón Magnús- son, Hallgrímur Dalbcrg, Llín Torfadóttir og Guðinundur J. Guðmundsson. Atvinnumálaþing: Alþjóðasamþykkt um öryggi og hollustu 75. Atvinnumálaþingið fór fram í Genf dagana 1. til 22. júní sl. Afreiddar voru tvær nýjar alþjóðasamþykktir, önnur um öryggi og hollustu í byggingariðnaði en hin samþykktin fjallar um aukið framboð á vinnu og félags- legt öryggi. ur til allra byggingarstiga, allt frá undirbúningi á byggingarstað þar til byggingarframkvæmdum cr lokið. Höfuðmarkmið samþykktarinnar um aukið framboð vinnu og félags- lcgt öryggi er að samræma atvinnu- leysistryggingarstefnú í atvinnumál- um. Ríki sem fullgilda samþykktina Samþykktin um öryggi og hollustu í byggingariönaði kemur í stað ann- arrar eldri sem sett var fyrir 50 árum. I henni eru fjöjmargar nýjungar þar sem brugðist er við breyttum vinnu- aðfcrðum með þaö að ntarkmiði að bæta vinnuumhverfi og auka öryggi í byggingariðnaöi. Samþykktin tck- eiga að stuðla að því að atvinnu- leysisbætur hvetji atvinnurekendur til að bjóða fram atvinnu og örva atvinnulausa til að leita sér að starfi. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra flutti ræðu á þinginu, þar sem hún fjallaði m.a. um stöðu kynjanna á vinnumarkaöinum og gerði grein fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í atvinnu- og jafnréttis- málum. Auk félagsmálaráðherra tóku þátt í þinginu, sem fulltrúar ríkisstjórnar Islands: Hallgrímur Dalberg ráðu- neytisstj., Gylfi Kristinsson deild- arstj. í fél.málaráðun., Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra og Kristinn Árnason sendiráðsritari. Fulltrúi ísl. atvinnurekenda var Jón Magnússon, lögfræðingur VSI og lulltrúi launafólks var Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins og Dagsbrúnar. 1900 fulltrúar ríkisstjórna, at- vinnurekenda og launafólks tóku þátt í þinginu, þar með taldir 117 ráðherrar. -ABÓ NÁKVÆM SKOÐUN Á ISUZU- BÍLUM Fyrir skömmu var staddur hjá Bílvangi sf. tæknimaður frá Isuzu verksntiðjunum í Japan. Tilefni heimsóknarinnar var að bjóða eig- endum Isuzu bifreiða upp á að koma með bíla sína til nákvæmrar skoðun- ar og reynsluaksturs, þeim að kostn- aðarlausu. Öllum eigendum Isuzu bifreiða á íslandi var sent boðsbréf og kontu rúmlega 100 Isuzu eigendur með bíla sína. Að lokinni nákvæmri skoðun og reynsluakstri var skipt um olíu og olíusíu og fengu eigend- urnir skýrslu um ástand bifreiðarinn- ar. Auk skýrslunnar fengu þeir viðurkenningu um að bíllinn hafi fengið þessa skoðun (service clinic). Þessi þáttur hjá Isuzu verksmiðj- unum er liður í stóraukinni þjónustu við viðskiptavini sína og er hún í samvinnu við viðkomandi umboðs- aðila í hverju landi. Þótti hún takast ágætlega og mældist vel fyrir hjá Isuzu eigendum. Er ráðgert að auka enn þjónustu við Isuzu bifreiðar, en þær hafa reynst afburða vel hér á landi að sögn forsvarsmanna Bíl- vangs sf. KB Að loknum skoðunardögum. Guðmundur Helgi Guðjónsson, þjónustustjóri, Þorvaldur F.iríksson, aðst.verkstjóri, H.Fujikawa, fulltrúi frá Isuzu og Guð- hrandur EKasson, verkstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.