Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 19.júlí.t988 2 Tíminn Mikið um selbitinn lax í Víðidalsá: Selur og lax settir á vogarskálar ráðherra? Selir hafa gert vart við sig svo um munar í Víðidalsárós í sumar og hefur verið mikið um að fiskarnir sem veiðst hafa, hafi verið illa bitnir. Skammt frá ósnum er selalátur sem er friðað og því er bannað samkvæmt lögum að skjóta selinn. Veiöifelagiö hyggst koma saman einhverja næstu daga til að semja bréf til veiðimálastjóra þar sem fara á fram á að friðlýsingin verði ógild. Lúther Einarsson veiðivörður í Víðidalsá sagði í samtali við Tím- ann aö talsvcrt hefði verið af sel viö ósinn. þar lil fyrir um viku síðan þcgar nokkrir menn tóku sig til og fóru eitnt kvöldstund og skutu á nokkra seli. Sclurinn flutti sig þá yfir í Sigríðarstaðaós, að sögn manna í sveitinni, scm er viö hliðina á Víðidalsárós. Sagði Lút- hcr að selurinn hefði fært sig aftur á sinn fyrri stað, þar sem aö sfðast þegar hann frétti hefðu vcrið um 50 til 70 selir við ósinn. Lúther sagði að smálaxinn væri ekki eins illa leikinn og stóru fiskarnir sem virðast verða meira fyrir barðinu á selnum. Sverrir Sigfússon, leigutaki að Víðidalsá, sagði í samtali viö Tím- ann aö málin stæðu þannig núna að stjórn veiöifélagsins ætlaði að hitt- ;ist til þcss að skrila bréf til veiði- málastjóra til aö fá hans umsögn. Ef veiðimálastjóri telur að meiri tekjur scu af laxinum en selnum. þá getur hann mælt með því við ráðherra að friðuninni verði hætt. Samkvæmt reglunt má ekki skjóta selinn á þessum slóðum, en svo hefur vcrið gert og einhverjar kær- ur eru í gangi vegna þess. Sagði hann að það hefði verið mikið um selbit á laxi að undanförnu enda urmull af sel við ósinn og mætti sjá skellurnar á fiskinum í vatninu " þegar hann hreyfði sig, án þess að sjá fiskinn sjálfan. Árni ísaksson veiðimálastjóri sagði að nokkuð hefði borið á sel við laxeldisstöðvar í Kollafirði og í Vogum, en einnig hcfði hann heyrt frá mönnum í Víðidalsá, þar scnt þó nokkuð virtist vera um sel í ósnum. Sagði hann að ef farið yrði frarn á að friðun selanna við ósinn yrði afnumin, þá kæmi þaðtil kasta veiðimálanefndar og veiðimála- stjóra, en síðan er það á valdi landbúnaðarráðherra hvort friðun- in verði afnumin. í Hofsá í Vopnafirði hefureinnig orðiö vart viö sel og sagöi Pétur Valdimar Jónsson í veiðihúsinu við Hofsá að selurinn sækti í ósinn, en í sumar hefði hann ekkt farið upp ána, eins og oft hefði komið fyrir undanfarin ár. Hann sagði aö nokkuð hefði borið á því að menn kvörtuöu yfir því að laxinn væri bitinn. Valdintar sagði að hann hefði skotið þrjá seli um ntiðjan mánuðinn, tvo í ósnum og einn fyrir utan, en undanfarna daga hcfur hann ekki oröið var við neinn sel. Selurinn er notaður í loðdýrafóður og er greiðslan fyrir kílóið 25 krónur. Pórarinn Eggcrtsson bóndi í Hraungerði í Álftavershreppi, Vestur-Skaftafellssýslu sagði að selu'rinn kæmi um 3 til 4 ktlómetra upp í Kúðafljót þar sem hann kæpir á cyrum sem þar eru og væri hann í ánni allt sumarið. Selveiði var hætt í Kúðafljóti fyrir um átta til níu árum og hefði selnum fjölg- að mikið síðan þá. Sagði Þórarinn að stundaður hefði verið ádráttur með undanþágu á hvcrju suntri frá jörðinni Mýrum í Álftaveri og sagði hann að þar væri ekki óeðli- legt að af hverjum fimm fiskunt væri einn selrifinn og því auðsjáan- legt að hann ynni nokkurt tjón. Aðspurður hvort þeir mundu hefja selveiðar aftur sagði Þórarinn að ekki hefði verið gefið neitt vilyrði fyrir veröi á skinnunt og á meðan svo væri, væri enginn grundvöllur fyrir veiði á selnum. -ABÓ Nóg að gera hjá lögreglunni og slökkviliði: Gabb, innbrot og árekstrar Lögreglan og Slökkviliðið í Rcykjavík höfðu nóg að gera um helgina. Slökkviliðið fékk tilkynningu um cld í nýbyggingu fyriraftan skemmti- staðinn Broadway klukkan fimm mínútur yfir þrjú aðfaranótt sunnu- dagsins, en þegar það kom á staðinn var þar enginn eldur. Símalínunni var þó haldið og tókst að rekja það til ákveðins aðila og hefur ntálið verið sent til lögreglunnar. Rétt fyrir miðnætti á sunnudags- kvöld var slökkviliðið síðan kallað út þegar reykur sást úr íbúð í írabakka. Þar hafði potturgleymst á hellu og hlaust af því rcykur og ólykt. Rétt um klukkan hálf fimm aðfaranótt mánudags fórsíðan reyk- skynjari í gang í Árbæjarsafni og fóru bílar að sjálfsögðu á staðinn, en þar hafði reykskynjarinn bilað. Lögreglan stoppaði síðan unga konu og mann sem höfðu ekið mótorhjólum sínum nokkuð yfir hámárkshraða á Suðurlandsveginum í gær. Hafði konan mælst á I70 kílómetra hraða en maðurinn á 130. Náðist parið við Bitruháls, þegar lögreglubíl hafði veriö lagt þvert yfir veginn og myndaðist af þeim sökum nokkur umferðarhnútur. Vélhjóla- fólkiö var svipt skírteinum sínum á staðnum og hjól konunnar tekið í vörslu lögreglunnar. Þá var brotist inn í þrjá bíla í gær. Talstöð var stolið úr bíl við Fífusel og ýmsum hlutum stolið úr tvcimur bílum við Vörubílastöðina Þrótt. Loks varð árekstur á horni Sætúns og Laugalækjar rétt eftir hádegi í gær, en þar lentu saman fólksbíll og (Tíminn:Pjetur) strætisvagn, en engin slys urðu á fólki. Eins og sést á myndinni, skemmdist fólksbíllinn þó töluvert. -SÓL Tímamót fyrir Hótel Ork sem væntanlegt heilsuhótel: Vantaði 3000 manns: Þýskir læknar skoða Örkina Síðustu fjóra dagana í júlí ntunu 16-18 læknar, gerlafræðingar og blaðamenn frá Þýskalandi dvelja á Hótel Örk í Hveragcrði til að kanna staðhætti á þessu væntan- lega heilsuhóteli. Segir Helgi Þór Jónsson, aðaleigandi Arkar, að þetta sé í fyrsta skipti sem unnið hefur verið jafn skipulega að þess- um málurn. Býst hann við að þegar þessir læknar verði farnir að senda skjólstæðinga sína reglubundið á Örkina megi búast við öruggum viðskiptum allt árið. Telur hann þetta einnig rnikið mál fyrir flugfé- lögin sem fái örugga farþegahópa 12 mánuði á ári. Þeir læknar og aðrir fræðimenn, sem koma til landsins 28. júlí nk., eru allir frá Hamborgarsvæðinu og er þetta fyrsti hópurinn sem kemur til Arkar í þessum tilgangi. Búið er að ganga frá því að hingað komi annar hópur frá svæðinu við Frank- furt strax í ágúst. Auk fræðimann- anna eru, í fyrsta hópnum, blaða- menn er starfa fyrir læknatímarit í Þýskalandi. Helgi Þór var að vonum ánægður með þann árangur að þessi hópur nianna hefur sýnt þessu máli svo mikinn áhuga. Hann hefur nú starf- andi mjög góða tengiliði í Þýska- landi og á ekki von á öðru en það sé samstarf sem eigi eftir að ganga vel áfram. Undanfarið hafa Helgi Þór og aðrir eigcndur Arkar unnið að hagræðingu í fjármálum hóteis- ins. Sagði hann að næstu vikur yrði mesta áhersla hins vegar lpgð á frekari frágang við séraðstöðu þá sem koma þarf upp vegna opin- berrar viðurkenningar á Örkinni sem heilsuhótel. Sagði Helgi Þór að það væri í raun aðeins handa- vinna að ganga frá þeim málum þar sem litlu þurfi við að bæta þá góðu aðstöðu sem nú þegar sé komin í gagnið. KB Stórtap á Status Quo Nú er Ijóst að stórtap varð á hljómleikum bresku hljómsveitar- innar Status Quo, sem lék í Reið- höllinni í Víðidal á föstudags- og laugardagskvöld. Áætlaður kostnaöur við hljóm- leikana er um 9 milljónir króna. en ekki komu í kassann nema rétt rúmar þrjár milljónir. Til að aðstandendur hljómsveitar- innar kæmu á sléttu út úr ævintýrinu, þurftu þeir að fá minnst 5000 manns, en á föstudag voru ekki seldir nema 500 miðar, samkvæmt heimildum Tímans og á laugardag um 1200 miðar. Það vantaði því minnst 3300 manns á hljómleikana til að endar næðu saman, eða rúmar 6 milljónir króna. Reikningsdæmið er einfalt. Mið- inn kostaði 1.650 krónur. Kostnaður var áætlaður um 9 milljónir króna. Ef 1700 manns mættu, þá gera það rúmar 2,8 milljónir króna. Tapið er því rúmlega sex milljónir króna. Æskulýður íslands hefur sem sagt ekki haft mikinn áhuga á þessum hljómleikum, en höfðu hins vegar áhuga á að skemmta sér, því mikil ölvun var í bænum um helgina og mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum bæði föstudags- og laugardagskvöld. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.