Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn HÖFÐABORG - Blökku- mannaleiötoginn Nelson Mandela átti sinn sjötugasta atmælisdag í fangaklefa í suö- ur-afrísku fangelsi, en þar hef- ur hann setið í fjölda ára vegna baráttu sinnar gegn aðskilnað- arstefnu stjórnvalda. AÞENA - Utanríkisráðherr- ar Evrópubandalagsins fögn- uðu því að leiðtogafundur Var- sjárbandalagsins tók vel í hug- myndir þær er vesturblokkin hefur lagt fram í stjórnun á takmörkun vígbúnaðar í Evr- ópu og hvöttu þeir Varsjár- bandalagið að taka höndum saman við ríki Vestur-Evróþu' og koma hugmyndunum í framkvæmd. Þá samþykktu ráðherrarnir að samstarfs- nefnd dómsmálaráðherra Evr- óþubandalagsins, sem vinnur gean hryðjuverkum, skuli ræða leioir til ao berjast gegn hinni nýju öldu hryðjuverka á sjó. JERÚSALEM - Tveir Pal- estínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. Átökin hófust þegar allsherjarverkfall íbúa á hinum hernumdu svæð- um vesturbakka Jórdan og á Gazasvæðinu þróaðist út í hörð mótmæli gegn fjölda- handtökum ísraela, en nú eru þúsundir Araba i fangabúðum án þess að mál þeirra hafi verið tekin fyrir í réttarhöldum. FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Sér stakur saksóknari sem rann- sakar mál Edvin Meese fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna segir í skýrslu sinni að Meese hafi að líkindum brotið lög í starfi sínu, en að réttar- höld séu ekki nauðsynleg. Saksóknarinn var skiþaður til að fá úr því skorið hvort Meese hafi aðstoðað vopnasölumann að ná samningum við stjórn- völd og hvort hann hafi verið viðriðinn áætlun um að byggja olíuleiðslur í Iran. HELSINKI - Sovéski geim- farinn Yuri Romanenko, sem; lengst manna hefur verið í geimnum, endurnýjaði tilboð Sovétmanna til Bandaríkja- manna um að Bandaríkja- menn tækju þátt í geimferð til i Mars. Þriöjudagur 19. júlí 1988 lllllllillllllilllll ÚTLÖND Illllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllll Lok Persaflóastríðsins kunna að vera á næsta leiti: IRANAR VIUA NÚ VOPNAHLÉ íranar vilja nú vupnahlé í Persa- llóastríðinu og hafa sent Peres de Cuellar framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna bréf þar sem þcir segjast tilbúnir að samþykkja vopna- hlésskilmála þá er Oryggisráð Sam- einuðu þjóðanna lögðu fyrir hina stríðandi aðila fyrir réttu ári. írakar samþykktu þá skilmálana, en Iranar hafa þrjóskast við þar til nú. Líkur eru því á að hinu blóðuga Persaflóastríði Ijúki innan skamms og eftir fund með Mahalatti sendi- fulltrúa (rana hjá Sameinuðu þjóð- unum sagðist Peres de Cuellar telja að vopnahlé gæti vcrið komið á eftir tíu daga. Sagðist hann ætla að hefja viðræður við stríðsaðila um nánari útfærslu vopnahlésins, strax í gær- kvöldi. írakar tóku sáttfýsi írana af var- færni og áréttuðu kröfur sínar um ítök íraka á Shatt al-Arab svæðinu, en deilur um landamæri ríkjanna þar varð kveikjan að styrjöldinni sem hófst í septembermánuði árið 1980. írakar niunu eflaust rcyna að standa á kröfum sínum þar, enda hcfur þcim vegnað vel í stríðinu að undanförnu. Rafsanjani yfirntaður íranska hcrsins sagði að Ayatollah Khom- eini, andlegur leiðtogi írana, hafi persónulega ákveðið að íranar skyldu nú ganga að vopnahlésskil- málunum. Sagði Rafsanjani engin veikleikamcrki felast í þessari ákvörðun, heldur væri hún tekin vegna „... mikilvægi þess að spara mannslíf, tryggja réttlætið og frið á svæðinu og í veröldinni allri“. Bandaríkjamenn hafa fagnað- mjög þessari ákvörðun írana og lýstu því yfir að þetta væri fyrsta skrefið í átt til varanlegs friðar. Ef öryggi skipa á Persaflóa yrði tryggt með þessu vopnahléi væri stutt í það að bandarísk herskip yrðu kölluð heim af flóanum enda forsendurnar fyrir dvöl þeirra þar lokið. Vopnin ættu að þagna við Persaflóa á næstunni því íranar hafa nú gengið að vopnahlésskilmálum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Því gæti hinu blóðuga Persaflóastríði farið að Ijúka, en það hefur kostað rúmlega milljón mannslíf. Þing Demókrataflokksins: Dukakis og Jackson náðu fullum sáttum Michael Dukakis og Jesse Jackson náðu fullum sáttum fyrir þing Demó- krataflokksins sem hófst í gær og var því komist hjá þeim átökum sem fyrirsjáanleg voru ef Jackson léti ekki undan síga og byði sig fram á móti Lloyd Bentsen sem Dukakis hafði valið sem varaforsetaefni sitt. Jackson varð ævareiður þegar Duk- akis valdi Bentsen sem varaforseta- efni sitt og lét sig ckki vita um þá ákvörðun sína áður en fjölmiðlar komust í málið. Jackson hafði lýst því yfir að hann sæktist eftir útnefn- ingu sem varaforsetaefni flokksins. Það var létt yfir þeim þremenning- unum þegar þeir lýstu yfir sáttum eftir þriggja tíma fundarhöld. En Jackson fékk nokkuð fyrir sinn snúð. Hann mun leika lykilhlutverk í kosn- ingabaráttunni og hafa áhrif á alla stefnumótun Demókrataflokksins í þeirri baráttu. Sem viðurkenningu fyrir einstaklega góðan árangur í forkosningunum mun Jackson fá að bjóða sig fram er þing demókrata velur forsetaefnið, þrátt fyrir að Dukakis hafi tryggt sér meirihluta kjörmanna. Aftur á móti býður Jackson sig ekki á móti Bentsen í varaforsetaembættið. Ljóst er að illa hefði farið fyrir Dukakis ef hann hefði fengið stuðn- ingsmenn Jacksons upp á móti sér í blökkumanna, en talið er að yfirleitt forsetakosningunum, sérstaklega komi um 20% atkvæða demókrata hefði verið slæmt að missa stuðning frá blökkumönnum. Jesse Jackson náði að mjólka mikil áhrif á stefnu Demókrataflokksins út úr góðum árangri í forkosningunum. Nagorno Karabakh enní Azerbaijan Aukin sjálfsstjórn í eigin mál- um og þar af algjör sjálfsstjórn í mennta- og menningarmálum er sú dúsa sem Æðsta ráð Sovétríkj- anna hyggst stinga upp í Armena í Nagorno Karabakh héraði, en ráðið tók algerlega fyrir að hérað- ið sameinaðist Armeníu. Nag- orno Karabakh verður því áfram hluti Azerbaijan og mun lúta yfirstjórn lýðveldisins áfram sem hingað til. Þetta var niðurstaða neyðarfundar sem Æðsta ráðið hélt í gær vegna óróans í Nagorno Karabakh og í Armeníu að undanförnu. Héraðsstjórnin í Nagorno Kar- abakh sagði sig úr lögum við Azerbaijan í síðustu viku og lýsti því yfir að héraðið væri sjálfs- stjórnarhérað innan Sovétlýð- veldisins Armeníu. Yfirstjórn Azerbaijan lýsti þá samstundis yfir því að áætlun héraðsstjórnar- innar væri lögleysa, en hins vegar hlaut ákvörðunin stuðning yfir- valda í Armeníu. Á fundi Æðsta ráðsins í gær lenti fulltrúum Armeníu og Azer- baijan saman vegna þessa máls. Má ætla að órói aukist í Armeníu og í Nagorno Karabakh í kjölfar þessarar ákvörðunar Æðsta ráðsins, en hann hefur verið næg- ur að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.