Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.07.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tímlim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G: Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Mikilvægi sammvinnurekstrar f»ví ber að fagna að Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hefur ákveðið að greiða fyrir því að fyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar geti mætt rekstrarvanda síðustu missera með virkum að- gerðum sem hæfa þeim vanda sem við er að stríða. Það er rétt sem viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Tímann að fyrirtæki samvinnuhreyf- ingarinnar eru svo mikilvæg fyrir atvinnulífið í landinu og þar með allt þjóðfélagið að ástæða er til að taka á vanda þeirra af fullri alvöru. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að hagræða lánamálum fyrirtækjanna til þess að létta lánabyrðina og bæta þannig rekstrar- stöðuna. Til þess að svo megi verða er hagkvæm- ast eins og stendur að yfirfæra skuldir í erlend lán, þar sem lánakjör eru nú miklu betri í erlendum lánastofnunum en gerist innan lands. Hin jákvæða afstaða viðskiptaráðherra til samvinnuhreyfingarinnar í þessu efni er tíma- bær viðurkenning á mikilvægi samvinnuhreyf- ingarinnar fyrir atvinnulífið í landinu. Þessi viðurkenning ráðherra mætti verða áminning til margra sem fjalla um efnahags- og atvinnumál að virða af meiri sanngirni og yfirsýn hlut samvinnuhreyfingarinnar í þessum efnum en oft á sér stað. Sanngjörnum mönnum í öllum stjórnmála- flokkum er blöskrunarefni hvernig ýmsir öfga- fullir og alvörulausir andstæðingar samvinnu- hreyfingarinnar ræða málefni hennar. Jafnvel hefur verið gefið í skyn í umræðum um vanda atvinnulífsins að Samband íslenskra samvinnu- félaga og kaupfélögin og fyrirtæki á þeirra vegum búi við einhvern „annan“ vanda en almennt hrjáir atvinnurekstur í landinu. Er þá í niðrunarskyni talað um „sérþarfir Sís“ og látið í veðri vaka að þar sé um að ræða sjálfskaparvíti af hálfu samvinnumanna og rekstrarafglöp, ef ekki einhvers konar innbyggðan ágalla á sjálfu rekstrarskipulagi samvinnufyrirtækjanna. Fullyrðingar af þessu tagi eru auðvitað tómar firrur. Samvinnufyrirtæki hér á landi eiga ekki við neinn „annan“ vanda að etja en önnur atvinnufyrirtæki í sambærilegri starfsemi. Sís á ekki við neinar „sérþarfir“ að stríða. Hitt er annað mál að í heild sinni er samvinnuhreyfingin með öllum sínum mörgu fyrirtækjum í fjölþætt- um atvinnurekstri fyrirferðarmikil í þjóðlífinu og sýnist auðvitað enn stærri, þegar þeirri kennmgu er ranglega á loft haldið að samvinnu- hreyfingin sé eitt fyrirtæki og nánast auðhringur. Umræður um samvinnuhreyfinguna á slíkum grundvelli geta ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu um stöðu og hlutverk hennar í frjálsu og lýðræðislegu þjóðfélagi. Viðurkenningarorð Jóns Sigurðssonar um mikilvægi samvinnuhreyfingarinnar fyrir at- vinnulífið og allt þjóðlífið mættu sem best verða andstæðingum hreyfingarinnar tilefni til um- hugsunar og vísbending um að öfgafull afstaða til Sambandsins og kaupfélaganna er engum til sóma. Eggið og hænan VEROBSEFA Mánaðarrit Fjárfestingarfélagsins um verðbréfaviðskipti og peningamát. 6. tbl. 2. árg. Júní 1988 AVERÐBOLG féð ekki brenna upp á verðbólgubálinu iknað út r júlímán- Hún hef- á einum til 80 % við heilt in minnki ennþá þó )unum og n nokkuð astid, eða lins vegar í takist að ; ná betri $/ k < v Q ' iAV t mkk k Fjárfeslingarfélagið gefur út inánaðarrit uin verðbréfaviðskipti og peningamál. í júníhcftinu cr velt vöngum yfir þeirri ógæfu sem yfir innlendan pcningamarkað hef- ur gcngið að undanförnu, en þó vefst einkum fyrir spekúlöntum peningainarkaðarins hvort komi á undan eggið eða hænan. Liggur alls ekki Ijóst fyrir, með tilliti til verðbréfamarkaðar, lánskjaravísi- tölu og annarra mælitækja hvort verðbólguhraðinn ætlar að minnka eða aukast fram á haustið. En í þeim efnum hlýtur spurningin um eggið og hænuna að verða átak- spunktur hversu gáfulegt scm það kann nú að vera. Boðað er í mánaðarritinu að enn séu nokkrar hækkanir í „pipunum“ og verði því verðbólguhraðinn nokkuð mikill fram á haustið. Frómar óskir „Hins vegar er óskandi, að upp úr því (hrcinum pípum) takist að hemja verðbólguna og ná betri tökunt á verðbólgudraugnum. Vegna mikillar óvissu, m.a. um hvort grípa þurfi til enn einnar gcngisfcllingar í haust með tilheyr- andi víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, er alls ekki sjálfgefið að sú ósk rætist.“ Ekki er vitaö hvort með þessunt orðum er vcrið að lcggja til efnið í eggið eða liænuna. Hins vegar er Ijóst, að hér er um að ræða mikil livatningarorð til þcirra, sem hræddir eru um sparifé sitt, enda fylgir á eftir enn frekari hvatning um að lcggja fé í verðbréfabraskið, þar sem afföll eru stór, vextir háir og miðað við að cnginn geti greitt skuldirnar. En það er cölilegt að Ijárfest- ingarfélög noti þá aðstöðu sent þau hafa til að livetja sparifjáreigcndur til að lcggja fé sitt í brask sem cnginn sér hvern enda fær. Verð- bólgan er aö stórum hluta því að þakka eða kcnna, fer eftir jtvi hvort |ni ert í fjárfcstingarfélagi cða utan þess, að Ijármagnskostn- aður er oröinn óheyrilegur. Leggj- ast þar á citt háir raunvextir, vaxandi verðbætur og stórfelld af- föll af verðbréfum. Vegna óhefts streymis erlends lánsljár til lands- ins á liönum tíma hefur enga stjórn veriö hægt að hafa á pcningamál- um í landinu, og ekki hefur verið hægt að taka vaxandi vcrðbólgu þcim tökum sem þjóðin þarfnast vegna þess að ekki hcfur verið hægt að heita hankakcrfinu í þá átt að lækka vexti. Bankar eru liáðir innlánum með umráðafé sitt, en verða að stíga dansinn upp verö- bólguveginn vegna þess, að ef þeir gerðu það ekki tækju fjárfestingar- félögin stærri hluta af innlánsfénu. Samkcppni fjárfcstingarfélaganna og bankanna um sparifé er ein af orsökum þess, að illa gengur að koma peningamálum í skynsamlegt horf. Kyndarar verðbólgunnar Fjárfestingarfélögin halda mjög að sparifjáreigenduin, að þeir verði að setja fé sitt á vcrðbréfamarkaö- inn til að tryggja það gegn rýrnun i verðbólgunni. Verðbréfamarkað- ur er pappírsverslun, sem enginn grunnur er undir og engin ábyrgð fylgir nema verð í cignum eins og bukaríum og eldisstöðvum, sem geta farið á hausinn, og þá cr enginn sem borgar hin miklu afföll og glæsilegu verðtryggingar. Fjár- festingarfélögin skýra engum frá því að þau eru að taln um áhættufé þcgar þau eru að lioða að taka við fé sparifjáreigenda og margfalda það. Þessar stofnanir eru orðnar svo vanar þvi að möndla ntálin, að þær byggja skýringar sínar á brenglaðri skynjun eins og þeirri, að vel geti verið að eggið komi á undan hænunni. Greitt með bakaríum Nú er að sjá á fyrrgreindu mán- aðarriti, að mikil áhersla ec lögð á „óvissu sem er framundan“. Slíkur áróður hcntar vel fyrir þá, sem vilja fá að höndla með sparifé án þess að viðhlítandi tryggingar séu fyrir hendi. Óvissan á máli þessara aðila er óvissan unt verðbólguna, hvort tekst að halda henni í skefj- um og lækka hana, eða hvort ekki tekst betur til en svo að hún æði áfram. Það er búið að vara okkur við þvi í mánaðarritinu, að hugsan- lega þurfi að grípa til gengisfelling- ar í haust, án þess að nokkur fótur sé til fyrir slíkum ágiskunum. En til er huggun fyrir þá sem búið er aö rugla í ríminu: „ Þrátt fyrir óvissuna þurfa sparifjárcigcndur í þetta sinn ekki að láta spariféð brenna upp á verðbóigubálinu. Þeim eru ýmsar leiðir færar... “ Þetta eru huggun- arrík orð. En hinir vísu spekúlantar geta aldrei eins mikilsverðs atriðis, enda hentar þeint það ekki. Rikis- bankarnir eru eina raunverulcga tryggingin sem sparifjáreigendur hafa. Þar getur fé ekki tapast. Fjárfestingarfélög hafa enga slíka bakábyrgð. En fari illa gæti verið að þau byðu sparifjáreiganda svo sent eins og eitt bakarí þegar spilaborgin er hrunin. Garri lllllllllll! Illllllllll llllll VÍTT OG BREITT Landsmannalaugar Það er ekki dónalegt að geta rennt sér í laugar. Sumir renna á fiottum jeppum inn í Landmanna- laugar, en aðrir reyna að smygla sér í aukaferðir niður vatnsrenni- brautina í Laugardal. Hvort tveggja kallar á stöðugt fleira fólk til að verjast megi óeðlilegum ágangi og allt of mikilli umferð. Grasið er troðið niður austur í Landmannaafrétt og mýrarnar klofaðar til að hægt sé að fletta sig klæðum um stund og velta sér makindalega um í ákaflega mis- jafnlega volgu vatninu. Ferða- mennirnir er sumir hverjir svo kræfir að þeir eru komnir úr hverri spjör áður en rútan hefur náð að stöðva við tjaldsvæðin þar að fjalla- baki, svo æst er liðið í að komast. Segi ég ckki annað en að oft hljóta Landmenn að vera hissa á því hvað staðurinn trekkir að. Þeir sem stífluðu þennan læk til að hægt væri að komast í fótabað og kannski eilítið meir í löngum göng- um eftir fé á haustin. Logið til um bræður í Laugardal í Reykjavík gegnir svolítið öðru máli. Þaðan hefur frést að börnin kunni almennan reikning. Þau hafa lært að það er ódýrara að ljúga því til að þau séu að kaupa miða fyrir bróður sinn líka, þótt þau eigi ekki bróður, í staðinn fyrir að kaupa sér sérstaka auka- rennibrautarmiða. Salibun- urnar sem innifaldar eru í aðgangs- miða barnanna eru semsagt ódýrari en aukasalibunurnar sem hægt er að kaupa þegar búið er að renna sér þær tíu ferðir sem lögleyfðar eru. Er skemmst frá því að segja að þetta hefur kallað á aukin liðsafnað salibunuvarða við sundlaugina. Hefur og verið ákveðið að börnin fái sérstaka afgreiðslu til að fara í gegnum, þar sem þau hafa það sern afersumri, fyllt almennu afgreiðsl- una með hávaða og köllum. Hefur allur sá troðningur einnig skapað heppilegt .andrúmsloft svo að börn- in eigi auðvelt með að plata úttaug- að afgreiðslufólkið og kaupa auka- salibunurnar á lægra gjaldinu. Það er að sjálfsögðu ekki fallegt að Ijúga til um stærri systkinahóp en efni standa til. Það er hins vegar ekki heldur fallegt af borgarráðs- mönnum að krefjast aukagjalds fyrir salibunur og niðurrennsli. Það virðist í fljótu bragði ekki þjóna öðrum tilgangi en að skapa stórum hópi stæðilegra manna erilsamt starf. Hvergi annars staðar á land- inu er selt inn á vatnsrennibrautir sérstaklega og hvergi þekkjast heldur biðraðir, né að logið sé til um bræður í þessum stíl. Nú velti ég því bara fyrir mér hvað þvottakonurnar við laugarnar myndu segja ef þær sæju til afkom- enda sinna í rennibrautunum. Eða þá hvað hinir fornu Landmenn hefðu að segja sér til málsbótar að hafa fundið upp á því í miðjum fjárleitum að baða á sér lappirnar undir berum himni. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.