Tíminn - 06.08.1988, Síða 16
16 Tíminn
Laugardagur 6. ágúst 1988
Fimmtug bandarísk kona ræöst til atlögu viö Mount Everest:
„Þá er hátindi lífs
míns náð“ segir hún
Sue Cobb er fimmtug húsmóðir í Ameríku og í
hennar augum hefur kona ekki lokið ætlunarverki sínu
fyrr en hún hefur staðið á efsta tindi Mount Everest.
Því er það að nú, þegar hún er á þeim aldri sem margar
konur eru ánægðar með að stunda ömmuhlutverkið,
er Sue í óða önn að undirbúa sig til að takast á við
einhverja þá mestu ögrun sem jörðin býður upp á, að
komast á hæsta tind heims, Mount Everest í Himalaja.
Geimferðir hættuminni
en klifur á Mount Everest
Nú hafa fleiri Bandaríkjamenn
ferðast um úti í geimnum en þeir
sem hafa klifið þetta 8.848 metra
háa fjall. Til þess liggja góðar
ástæður, geimurinn er vingjarn-
legri að mörgu leyti þar sem þar er
a.m.k. hægt að vita fyrirfram um
hversu harðneskjulegt umhverfið
er. Hins vegar hefur fjöldinn allur
af mjög færum fjallgöngumönnum
týnt lífi í hlíðum Mount Everest
þar sem súrefni er af skornum
skammti, drynjandi skriðurþeytast
niður hlíðarnar, stífir vindar blása
og fimbulkuldi ríkir.
Sue Cobb veit allt þetta, en það
hefur ekki dregið úr henni
kjarkinn. „Ég er ekki hið minnsta
kvíðin," segir hún. „Ég hef fullt
traust á því að ég geti þetta. Ég hef
farið í nákvæmar læknisrannsóknir
og ég er í stöðugri þjálfun." Sue
hefur klifið fjöll af miklum áhuga í
15 ár en hefur enn sem komið er
litla reynslu í að fara í alvarlegan
leiðangur með öðrum. Hún hleyp-
ur þrjár til sex mílur á dag, lyftir
lóðum og öðru hverju fer hún í
ferðir til að þjálfa sig í háum
hæðum á fjallatindum allt frá
Kanada til Argentínu. Fyrir tveim
árum var hún t.d. teppt í þrjá daga
í hvínandi blindbyl á Aconcagua,
7035 metra háu fjalli í Suður-Am-
eríku. Þá var hún hætt komin
vegna ofkælingar. Hún varð vönk-
uð og síhrasandi. Hún fór m.a.s. úr
úlpunni í bylnum. En félagar henn-
ar þekktu einkennin og vissu hvað
var að gerast. „Þeir stungu, mér í
svefnpoka inni í tjaldi og helltu í
mig heitum vökva. Ég verð varkár-
ari þegar ég klifra á Mount Ever-
est,“ segir hún.
Fjölskyldunni um og ó
Þó að Sue hafi óbilandi trú á
sjálfri sér er fjölskylda hennar
meira efins. Maður hennar Chuck,
,sem er aðstoðarferðamálaráðherra
'í ríkisstjórn Reagans, og synir
þeirra Chris, 25 ára, og Toby, 24
ára, hafa áhyggjur af þessari hættu-
för. „Ég segi henni að ég styðji
hana heilshugar í þessu ævintýri,"
segir- maður hennar, „en ég vildi
óska að hún væri ekki að fara þessa
ferð. Ég bið vini okkar að reyna að
telja henni hughvarf." En enn sem
komið er hefur ekki tekist að fá
Sue ofan af fyrirætlun sinni.
Skíði
Til þessa hafa sex konur komist
á tind Mount Everest, en ef draum-
ur Sue rætist verður hún ekki bara
fyrsta Bandaríkjakonan sem þar
stígur niður fæti heldur líka elsta
„Þolinmæði og óhagganleg ákv-
örðun, það er allt sem þarf til að
klífa hæstu tinda,“ segir Sue Cobb.
sem hér er að þjálfa sig á heima-
slóðum í Colorado.
Sue Cobb hafði ekki fyrr stigið á
skíði en hún var komin í fremstu
röð í sínum aldursflokki. Hún er
svo kappsöm að fjórum dögum
eftir að hún viðbeinsbrotnaði eitt
sinn var hún aftur tekin til við
skíðamennskuna. Nú stundar hún
hlaup heima hjá sér í Florida til að
undirbúa ferðina á Mount Everest.
Telluride í Colorado, og rúmgott
hús í ríkra manna hverfi í Miami.
Þegar Chuck hættir störfum í ríkis-
stjórninni er ætlun þeirra að setjast
að á fagurri eyju í einkaeign,
18.300 fm að stærð, á Biscayne flóa
við Miami.
„Aldur og lífsviðhorf Sue
koma henni til góða
á Mount Everest"
En nú hefur Sue tekið sér 18
mánaða leyfi frá störfum og ein-
beitir sér að undirbúningnum að
Everest-ferðinni. í byrjun ágúst
verður Sue stödd í Kína á 600
mílna vörubílaferðalagi til stöðva
leiðangursins á Rongbuk-jökli í
Tíbet. í þessum bandaríska klifur-
leiðangri eru 29 karlar og 5 konur
og þau ætla að dvelja um kyrrt í
stöðvunum á Rongbuk-jökli um
skeið til að aðlagast þunnu fjalla-
loftinu, áður en þau hefja ferðina
upp á sjálfan tindinn, sem áætlað
er að taki 80 daga. Bob Skinner
fjallamaður frá Wyoming skipu-
lagði leiðangurinn í upphafi og
valdi Sue til þátttöku. Hann segir
að þegar á Everest verði komið
komi aldur og lífsviðhorf Sue henni
áreiðanlega til góða.
„Við höfum verið í þjálfun með
Sue á öðrum fjöllum. Hún er seig
og metnaðargjörn og hún gefst
ekki upp áður en á toppinn er
komið,“ segir Skinner. „Það er
miklu líklegra að hún komist á
tindinn en nokkur yngri kvenn-
anna. Við álítum að það séu mjög
miklar líkur til að bandarísk kona
standi innan skamms á tindi Mount
Everest og Sue er allra kvenna
líklegust til þess.“
Chuck Cobb styður konu sína í orði í ævintýramennskunni en er
þó um og ó og biður vini að telja konu sinni hughvarf.
konan. Þetta yrði hápunkturinn á
athyglisverðum ferli hennar. Hún
hefur stundað íþróttir alla ævi og
fór að keppa í skíðaíþróttum 34
ára gömul. Þá hafði hún tekið þátt
í keppni áhugamanna, 25 ára og
eldri, sem náði til allra ríkja
Bandaríkjanna, og unnið sínar
greinar - aðeins ári eftir að hún
hafði fengið fyrstu tilsögnina!
Tennis
Maður hennar, sem hefur keppt
á Ólympíuleikum í grindahlaupi,
fékk yfirmannsstarf hjá hótelfyrir-
tæki í Florida 1972 og þá hætti Sue
allri skíðamennsku og fór að leika
tennis í staðinn. Hún hafði reyndar
spilað tennis þegar hún stundaði
nám í Stanford, en þar kynntust
þau Chuck einmitt, en síðan hafði
hún varla snert tennisspaða. Eftir
tvö ár var hún í sjötta sæti á lista
10 bestu tennisleikara yfir 35 ára
aldri í Florida. Hún hefði átt að
vera alsæl, en það var hún reyndar
ekki. „Það lá í augum uppi að ég
var ekki á hraðferð til Wimbledon
og ég sætti mig ekki við minni
árangur," segir hún.
Lögfræði - alls staðar
skarar Sue fram úr
Nú fann Sue Cobb sér nýjan
vettvang til að skara fram úr á.
Árið 1975, þegar hún var 38 ára,
innritaðist hún í lagadeild háskóla
Miami. Níu árum síðar var hún
orðin meðeigandi í lögfræðingafyr-
irtæki á Miami og sérfræðingur í
málum sem vörðuðu borgar-
skuldabréf og málarekstur gegn
fyrirtækjum. f fyrra var hún í
þriðja sinn útnefnd til eins árs sem
forstjóri deildar seðlabanka
Bandaríkjanna á Miami.
Cobb-hjónunum hefur gengið
vel að komast áfram í lífinu, eins
og sagt er og þau geta leyft sér
ýmsan munað sem gæti hafa leitt til
hóglífis, en þau eru frábitin slíkum
lifnaðarháttum. Þau eiga íbúð í
Georgetown, fínasta hverfi Was-
hington, sem er full af málverkum
breskra 19. aldar málara og forn-
gripum. Þau eiga skíðabústað í