Tíminn - 06.08.1988, Side 24
RÍKISSKIP
NtfTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
© 28822
Auglýsinsadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
686300 Tíminn
STRUMPARNIR
HRESSA
KÆTA
Landakotsmenn funduðu með heilbrigðisráðherra og hann síðan með fjármálaráðherra:
Géðar vonir um lausn
málsins eftir helgi
Landakotsmenn gengu í gærmorgun á fund Guðmundar
Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra og útskýrðu sín mál fyrir
honum. Síðdegis í gær fundaði Guðmundur síðan með Jóni
Baldvin Hannibalssyni, fjármálaráðherra, og urðu ráðherr-
arnir ásáttir um að hugsa málið um helgina. Guðmundur
sagðist í gær vera vongóður um að málið leystist eftir helgi.
„Mér hefur borist bréf, dagsett
3. ágúst, undirritað af Loga Guð-
brandssyni, framkvæmdastjóra,
þar sem gerð er grein fyrir sam-
þykkt fulltrúaráðs spítalans. í
þessu bréfi ersagt, að ráðið telji að
í samkomulaginu „séu ákvæði, sem
hæpið sé að standist og séu í
ósamræmi við samning ríkisins og
St. Jósefssystra frá árinu 1976“.
Annað stendur ekki sem varðar
efnisinntak þessa máls,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármála-
ráðherra, í samtali við Tímann í
gær, en eins og Tíminn skýrði frá í
gær, hafnaði fulltrúaráð spítalans
samkomulagi fjármála- og heil-
brigðisráðherra sem sett hafði ver-
ið fram til lausnar vanda spítalans.
„Efnisatriðin standa óbreytt.
Samkomulag okkar um aðgerðir
var sett fram eftir að fulltrúar
spítalans höfðu skilað efnislegum
athugasemdum við rannsókn
Ríkisendurskoðunar. Þetta var
nákvæm skoðun og skilyrði fyrir
frekari fjárhagsaðstoð lýstu niður-
stöðum rannsóknarinnar. Við vor-
um sammála um veigamiklar breyt-
ingar, en skilyrði okkar eru ekki til
umræðu,“ sagði Jón Baldvin.
Hann átti síðan fund með Guð-
mundi Bjarnasyni, heilbrigðisráð-
herra í gær, en um morguninn
höfðu fulltrúar Landakotsspítala
gengið á fund Guðmundar og lagt
fram sín rök í málinu.
Guðmundur sagðist í samtali við
Tímann í gær vera vongóður um
lausn málsins.
„Ég skýrði Jóni Baldvin frá at-
hugasemdum Landakotsmanna.
Málið hefur þokast í áttina. Þeir
lögðu nú ekki fyrir mig neina
skýrslu, en útskýrðu sín áherslu-
atriði. Þeir álíta t.d. að eftirlits-
stjórnin brjóti í bága við stofn-
samninginn. Við álítum það hins
vegar ekki, heldur að nefndin verði
samstarfsnefnd en ekki yfir hina
sett. Við erum sammála mörgu, en
auðvitað er áherslúmunur,“ sagði
Guðmundur.
„Þetta var nijög góður fundur.
Þetta var vinnufundur, en það
vantaði þriðja aðila til að ná ein-
hverju samkomulagi," sagði Ólaf-
ur Örn Arnarson, yfirlæknir á
Landakoti í samtali við Tímann
eftir fundinn með heilbrigðisráð-
herra.
Aðspurður um hvaða atriði það
væru sem þeir teldu óaðgengileg
fyrir spítalann í samkomulagi ráð-
herranna, og um leið hindrar lausn
málsins, sagði Ólafur að auðvitað
væri það skilyrðið um þriggja
manna eftirlitsstjórn.
Guðmundur sagði að hann og
Jón Baldvin hefðu orðið ásáttir um
að hugsa málið um helgina. Hann
væri vongóður að málið leystist
eftir það.
„Kjarninn er samt sem áður
óbreyttur. Af hálfu ráðherranna
voru sett fram skilyrði fyrir frekari
stuðningi við spítalann. Ef ekkert
nýtt kemur fram, þá standa þau
skilyrði. Það er síðan þeirra að
svara eða hafna. Hafni þeir, fá þeir
ekki frekari fjárstuðning frá
okkur,“ sagði Jón Baldvin.
„Verði það gert, þá horfir nátt-
úrlega mjög alvarlega fyrir spítal-
ann,“ sagði Ólafur Örn, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Jón Baldvin sagði það algjöran
misskilning hjá Landakotsmönn-
um, ef þeir teldu að þeir héldu sig
geta breytt stjórnarskrá íslendinga
eða losað sig við þá kvöð að halda
sig innan fjárlagaramma sem Al-
þingi íslendinga hefði sett, með
því einu að senda frá sér ályktanir.
„Það er fráleit fullyrðing að ég
vilji sjá blóð renna í Landakoti. Ég
er að gegna skyldu minni. ítarleg
rannsókn og úttekt á málinu hefur
staðist í öllum höfuðatriðum, þó
þeir hafi reynt að gera aukaatriði
að aðalatriðum. Ég verð að tryggja
að þetta ástand haldi ekki áfram.
Ég er gæslumaður almannahags-
muna,“ sagði Jón Baldvin.
Hann sagði hins vegar, að ef
Landakotsmenn samþykkja sam-
komulag ráðherranna, þá muni
ríkið greiða skuldir spítalans, þó
eftir nánari mati á því hvað væri
óumflýjanlegt og hvað ekki.
-SÓL
Þrjú koffort og þrjár ferðatöskur hafa hér vcrið opnaðar á flötinni við Hótel Húsavík og verið er að velja veiðiföt við hæfi. Inni ■ bílnum sést í
fataslárnar sem settar hafa verið upp undir öll þau kynstur af klæðnaði sem fylgja. Tvær af systrunum eru lengst til vinstri en sú þriðja er uppi í
sendibílnum þar sem sérstakir skiptiklefar hafa verið smíðaðir.
Aö afloknum hádegisveröi við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu:
Wathne systur skipta
Það fer engum ofsögum af þeim
frægu Wathne systrum, sem nú eru
við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu.
Eftir því sem Tíminn hefur fregnað
hefur veiðin verið góð hjá þeim eins
og við er að búast þegar Laxá er
annars vegar.
Fatnaður þeirra, búnaður og að-
stoðarfólk hefur þó vakið meiri at-
hygli á Húsavík en veiðin að undan-
förnu. Myndin sem hér birtist er
tekin um hádegisbil á fimmtudag
fyrir utan Hótel Húsavík. Þá var
veiðidagurinn hálfnaður og máltíðin
afstaðin. Ekki var því annað að gera
en að afklæðast hádegisverðarfötun-
um og finna til einhverjar flíkur að
vera í við veiðiskapinn það sem eftir
lifði dags.
Á flötinni fyrir utan fatabifreiðina
má sjá þrjú koffort, og tvær látlaus-
ari ferðatöskur, en sú þriðja er uppi
á gólfi flutningabílsins. Tvær systr-
anna eru fyrir utan bifreiðina, (þær
sem eru eins kæddar) ásamt þjón-
ustustúlkunni, bílstjóranum og sér-
legum aðstoðarmanni þeirra systra,
lengst til hægri. Þriðja systirin er inni
í kassa klæðabílsins þar sem innrétt-
aðir hefa verið skiptiklefar. Um það
bil tuttugu mínútum síðar voru þær
allar komnar úr hádegisverðarfötun-
um og orðnar fullbúnar fyrir áfram-
haldandi veiðiskap. Þá kom til kasta
fullorðins manns að fylgja þeim til
veiða ásamt jeppabílstjóranum. Að
sjálfsögðu voru þær systur allar eins
klæddar, enda er það aðalsmerki
þeirra hvar sem þær fara.
Fatabifreiðin er leigð til ferðarinn-
ar þann tíma sem þær dvelja hér á
landi. Hún hefur verið innréttuð
sérstaklega til verksins og er búin
skiptiklefúm þannig að allar systurn-
ar geta skipt um föt í einu.
Fataslár ná þvert yfir bílinn og
aðrar hirslur eru til staðar, sem
nauðsynlegar eru til að bíllinn megi
nýtast vel til fataflutninganna. Þann-
ig losna allir aðilarnir við stöðugan
fataburð inn og út af því hóteli sem
um föt
dvalið er á hverju sinni. Þessu fylgir
sá kostur að allir fatabunkarnir geta
auðveldlega verið við hendina hvar
sem þær fara.
Bíllinn getur borið um fimin tonn
í kassanum og er hann af stærstu
gerð sendibíla með kassa og lyftu að
aftan. Hann hefur verið þéttur sér-
staklega til að ekkert ryk geti komist
í búnaðinn og er að sjálfsögðu ekki
notaður í neitt annað þá viku sem
þær systur ferðast um ísland. Það
kostar rúmlega 30 þúsund krónur á
dag að leigja þessa stærð af bíl.
Gosframleiðendur:
Verðlags-
stofnun
hyggst kæra
Auglýsingastríð gosdrykkjar-
framleiðenda hefur leitt til þess
að Verðlagsstofnun sér ekki ann-
að fært en að kæra þá aðila sem
að hennar mati hafa brotið verð-
lagslög með ætluðum ólögmætum
auglýsingum og kemur þá til
kasta ríkissaksóknara og dóm-
stóla að fjalla um málið.
Gísli Eysteinsson yfirlög-
fræðingur Verðlagsstofnunar
sagði í samtali við Tímann að
þetta hefði orðið niðurstaðan eft-
ir að upp úr samningaviðræðum
Verðlagsstofnunar, Sanitas hf.,
Sólar hf. og Vífilfells hf. slitnaði
á hádegi í gær, þegar Sanitas
neitaði að skrifa undir samkomu-
lagið, en hinir framleiðendurnir
höfðu skrifað undir.
Ragnar Birgisson, forstjóri
Sanitas, sagði að gert hefði verið
samkomulag um að stemma stigu
við happdrættisvinningum, varn-
ingi og fríðindum í auglýsingum.
„Þegar skrifa átti undir sam-
komulagið var búið að bæta í
það: Brjóti Sanitas samkomulag-
ið samkvæmt 1. tölulið, þá verður
þess getið sérstaklega í fjölmiðl-
um. Þetta gátum við ekki sætt
okkur við,“ sagði Ragnar, „og
teljum að dómstólar eigi að skera
úr um það en ekki afhenda þetta
einhliða til Verðlagsstofnunar."
-ABÓ