Tíminn - 09.09.1988, Qupperneq 5
1 i' >
I hl
Föstudagur 9. september 1988
Tíminn 5
Skýrsla Rannsóknarnefndar^sjóslysa ógnvekjandi aflestrar: Algengustu orsakir slysa:
„Óaðgæsla, kunnáttuleysi,
vanbúnaður og kæruleysi"
Skúmur GK strandaði í fyrra við Grindavík. Hann er eitt þeirra skipa sem rætt er um í skýrslunni. Timamynd Pjciur.
Segja má að skýrsla Rannsóknar-
nefndar sjóslysa sé ógnvekjandi
• aflestrar. Á það bæði við um upp-
talningu 106 skipa (1971-1987) sem
farist hafa, eða eyðilagst eftir árekst-
ur, strand og bruna, með á annað
hundrað mönnum, sem „mörgum
hefur verið fórnað að óþörfu", að
mati nefndarinnar - sem og þau
u.þ.b. 530 slys sem urðu á íslenska
skipaflotanum á síðasta ári. Það
eina ár fórust 4 skip, 11 strönduðu,
10 lentu í árekstri og 5 tilvik voru um
leka, bruna og bilun á búnaði sem
leiddi til vandræða. Þessi slys kost-
uðu 9 sjómenn lífið.
Þegar litið er á álit sjóslysanefndar
um orsakir í þeim 67 málum sem hún
fjallaði um sérstaklega er mjög al-
gengt að sjá: Vítavert kæruleysi -
ónóg þekking á siglingafræði - van-
búnaður skips - frágangur forkastan-
legur. „Óaðgæsla" er orð sem kemur
síðan fyrir ótal sinnum.
Um 10%sjómanna
slösuðust 1987
Samkvæmt skrám Tryggingastofn-
unar ríkisins var búið að tilkynna
499 slys sem talin voru bótaskyld frá
árinu 1987, en miðað við „venjuleg-
an trassagang" býst nefndin við að
enn vanti um 30 tilkynningar þegar
skýrslan er gerð. Af þessum þegar
tilkynntu slysum voru 475 á fiskiskip-
um og þar af í kringum 450 á skipum
yfir 10 tonnum, sem alls voru um 593
um síðustu áramót. Slysin eru því
litlu færri en fjöldi skipanna. Slysin
svara til þess að um 10. hver sjómað-
ur hafi orðið fyrir bótaskyldu slysi
þetta eina ár, hvar af um 10. hver
þurfti að vera frá vinnu 60 daga eða
lengur.
Fjögur dauðaslys
á smábátum
Dauðaslys voru 9 á árinu; þar af
fórust 3 með skipum, 3 féllu fyrir
borð, 2 við vindur og 1 í höfn.
Fjögur af þessum níu dauðaslysum
voru á bátum undir 10 tonnum.
Spilin stórhættuleg
Algengustu ástæður annarra slysa
voru sem hér segir:
Vegna notkunar vinda 104
Rann til og féll á þilfari 98
Skurðir og stungur 70
Klemmdist m. hurða/hlera o.fl. 39
Að fara að/frá skipi.............20
Tognun á útlim eða baki 18
Fall í stiga 18
Við störf í lest 15
Vegna brotsjóa 13
Við losun/lestun flutningask. 9
Við löndun afla 6
Bruni v. sjóðandi vökva 5
Önnur slys_______________________76
Samtals 490
Vindurnar (spilin) valda ekki að-
eins flestum slysunum heldur og
mörgum þeim verstu. Sextíu vindu-
slys urðu vegna þess að eitthvað
slóst til við hífingu og lendir á
mönnum og 39 klemmdust.
Um 60% slysanna
við togveiðar
Nefndin flokkar slysin niður eftir
stærð og notkun skipa:
Alls Þ.a.
slys: dauðasl.
Togveiðar 287 3
Netaveiðar 69 2
Nótaveiðiskip 41 1
Rækjuveiðar 39
Línuveiðar 26 2
Handfæraveiðar 8 1
Humarveiðar 4
Skelveiðar 1
Verslunarskip 23
Slysalls 499 9
Af þessum slysum við togveiðar
voru 219 á 100/500 tonna skipum
(þ.a. 2 dauðaslys), 59 á stærri skipum
(eitt dauðaslys), en „aðeins" 9 á
trollbátum undir 100 tonnum.
I umsögnum um þau af þessum
slysum sem Sjóslysanefnd athugaði
sérstaklega kemur eftirfarandi m.a.
fram:
- Dreki slóst í höfuð á manni
- Lúga skall á hendi manns og
slasaði mikið
- Klipptist framan af fæti
- Hendur inn á spil
- Fall úr gálgakörfu
- Missti fingur milli vírs og skut-
rennuloka
- Brotinn lás í höfuð manns
- Hleri marði hönd manns
- Hönd inn á línuspil
- Hönd í spil
- Lenti milli hlera og lunningar
- Missti fót (lenti í bugt á línu)
- Lestarlúga féll á mann
- Lúga skali á hönd
Óaðgæsla
Þessi slys eru m.a. rakin til van-
búnaðar skipa, óforsvaranlegs
viðhalds, galla í spili, forkastanlegs
frágangs rúllu - en líka mjög oft til
óaðgæslu, mikils aðgæsluleysis,
þeirra sem fyrri þeim urðu, stýrðu
spilum eða stjórnuðu verkum um
borð. Þá má nefna að þrír menn
voru mjög hætt komnir vegna vinnu
með hættulegum efnum.
Vítavert kæruleysi
Sérstaklega er fjallað um þau skip
sem fórust, strönduðu og lentu í
árekstri. í nefndarálitum kcmur
eftirfarandi m.a. fram um orsakir
þessara slysa:
Skip sem fórust
Auðunn RE: Eftir þetta slys kom
í ljós vanþekking eiganda bátsins á
því hverjar eru helstu skyldur manna
sem stunda útgerð smábáta. Róið í
slæmu veðri og báturinn þunglestað-
ur.
Hafrún ÍS: Mestar líkur benda til
að óaðgæsla við hífingu veiðarfæris
úr festu hafi verið meginorsök þess
að báturinn sökk.
Ámælisverð vinnubrögð af skip-
stjóra að láta fara fram breytingu á
bátnum án samráðs við Siglinga-
málastofnun, þar sem skýrt er tekið
fram í eftirlitsbók bátsins að slíkan
búnað (togbúnað) megi ekki setja
um borð.
Hvítingur VE: Líklega brot sem
sökkti bátnum mjög snöggt. Ástæða
til að vara sjómenn á litlum bátum
við því að sigla með sjó og vind fyrir
aftan þvert í vondu veðri, sem er
vandasamasta sigling flestra ef ekki
allra skipa. Betra að halda sjó.
Birgir RE: Ámælisvert að vera
með afla á þilfari á svo litlum bát.
Sjóhæfni hans ekki sem skyldi og
stöðugleiki líklega ónógur.
Skip sem strönduðu
Skúmur GK: Var ekki útbúinn
samkvæmt reglum.
Skógafoss: Skipstjóri mátti ekki
' treysta því að skip sem var á
undan sigldi samkv. frásögn hafn-
sögumanns sem farinn var í land.
Barðinn GK: Telja verður orsök
þessa strands vítavert kæruleysi
skipstjóra (m.a. mannlaus brú).
Sólrún IS: Telur orsök strandsins
hafa verið vítavert kæruleysi skip-
stjóra og mikla vanþekkingu hans á
því hvernig stjórna á skipi og sigla
því.
Már SH: Skipstjórinn ókunnugur
innsiglingunni og tók þó ekki hafn-
sögumann sem skylt er á skipum yfir
400 tonnum.
Helgi IS: Óhreinindi í olíu. Einnig
kemur fram að þekking skipstjóra á
siglingafræði var ófullnægjandi.
Grínisey ST: Ámælisvert kæru-
leysi skipstjóra.
M.s. Goðafoss: Stýrimaður sýnt
ámælisvert kæruleysi við stjórn
skipsins. Háseti á vakt (með stýri-
mannsréttindi) gætti heldur ekki
skyldu sinnar.
M.s. Hvítanes: Skortur á leiðar-
merkjum. Skipið þunglestað.
Árekstur skipa
Dröfn SI/Emma SI: Sigling Drafn-
ar brot á reglum. Mjög ámælisvert
að setja mann við stjórn skips með
litla sem enga þekkingu á siglinga-
reglum.
Fagranes GK/Hafstcinn GK:
Vítavcrt kæruleysi og tillitsleysi
skipstjóra á Fagranesinu og skortur
á því sem kallast góð sjómennska.
Ummæli hans bera vott um mikla
vanþekkingu á siglingareglum.
Mánafoss/Reynir EA: Skipstjóri
Reynis brýtur siglingareglur alvar-
lega. Ámælisvert að draga ekki úr
hraða Mánafoss þegar endurvarpið
á ratsjá hvarf. Sýnir hve varasamt er
að vera á vanbúnum bátum og ekki
bætir úr skák ef mcnn vita ekki hvað
er að gerast í kring um þá.
Kópur AR/m.s.Hekla: Vítavert
kæruleysi skipstjórnarmanna beggja
skipanna.
Hjördís GK/Tjaldanes ÍS: Nefnd-
in telur að skipstjóri Hjördísar hafi
sýnt ámælisvert ábyrgðarleysi.
Hefur þurft að
hóta lögreglu
í formála skýrslunnar segir m.a.
vegna framaogreindra slysa og ann-
arra sem rannsökuð voru sérstak-
lega: ,,..kom því miður oft í ljós að
ekki höfðu verið teknar lögreglu-
skýrslur eða haldin sjópróf vegna
slysanna. Er leitt til þess að vita að
menn skuli svíkjast svo um í þessum
efnum. Þó kastar tólfunum, þegar
skipstjórar og útgerðarmenn beita
öllum tiltækum ráðum til þess að
forðast sjópróf, en fyrir hefur komið
að dómari hafi orðið að hóta lög-
reglu eða óska aðstoðar hennar til
þess að knýja fram sjópróf".
- HEI
Övíst um að dilkaslátrun hefjist á venjulegum tíma:
Sláturleyfishafar
eiga í erfiðleikum
Tvísýnt er með að slátrun hcfjist hvert innvegið kíló af kjöti. óvissa ríkti hefði það engan tilgang
á hefðbundnum tíma nú í haust Árni sagði sláturleyfishafa eiga að hcfja slátrun.
vegna erfiðrar stöðu sláturhúsanna inni útflutningsbætur hjá ríkinu Hann sagði ennfremur að allt er
og hafa margirsláturleyfishafa haft sem væru með vöxtum og kostnaði varðaði kindakjöt, slátrun, geym-
við orð að skila leyfum sínum og að nálgast 600 milljónir kr. Birgðir s)u og sölu þess væru afar flókin
hefja hvorki slátrun nú eða síðar. kindakjöts frá fyrra ári væru um m;íl og mikið og flókið stjórnkerfi
Rekstur sláturhúsanna var erfið- 2700 tonn. sem þeim ætti að stýra. Þetta þyrfti
ur í fyrra og tap, að sögn Árna S. Þá hefði enn ekki verið ákveðið að einfalda svo auðveldara yrði að
Jóhannssonar formanns félags slát- verð á nýju kjöti, né heldur hefði .bregðast við breyttum aðslæðum á
urleyftshafa, 150-200; ’ milljónir verið ákveðinn grunnur til útreikn- hverjum tíma. -sú
króna og væri það um 10-15 kr. á ings á sláturkosthaði. Meðan þessi ■